Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Jafnréttisnefnd Yigdís Finn- bogadóttir á fundi JAFNRÉTTISNEFND Akur- eyrar verður með opinn fund í Deiglunni í kvöld, föstudags- kvöldið 24. október á degi Sameinuðu þjóðanna. Gestur fundarins er Vigdís Finnboga- dóttir, fyrsta konan sem var þjóðkjörin forseti sem á sínum tíma vakti mikla athygli. Hún sat á forsetastóli frá 1980 til 1996 og kynntist á þeim tíma mörgum góðum konum víða um heima og ýmsum kvenna- málum. Vigdís mun m.a. segja frá því sem hún fæst við þessa dagana. Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari og Rósa Kristín Baldursdóttir söng- kona sjá um tónlistina. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en dagskráin hefst kl. 20.30. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Harður árekstur TVEIR fólksbílar rákust harkalega saman á horni Ham- arstígs og Þórunnarstrætis á Akureyri snemma í gær- morgun, með þeim afleiðingum að annar bíllinn kastað- ist yfir steinvegg og hafnaði hálfur inni í húsgarði. Annar ökumaðurinn var fluttur á slysadeild FSA til skoðunar en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Báð- ir bílarnir skemmdust mikið og þurfti að fjarlægja þá með kranabíl af vettvangi. Bóndinn í Hvammi hefur hross í vörslu sinni sem gengu í heimalandi hans Hrossabeit mikil en ástand landsins slæmt Sam- keppni um minja- grípi AKUREYRARBÆR efnir til al- mennrar samkeppni um hönnun og framleiðslu muna og minjagripa til tækifærisgjafa. Um langt skeið hefur bærinn gefið gjafír við ýmis tækifæri, ein- staklingum, hópum, sveitarfélög- um, fyrirtækjum og fleirum og ráðamenn hafa haft með sér gjafir i opinberum ferðum og heimsókn- um, bæði innan lands og utan til að afhenda á góðri stundu. Hefur nokkuð þótt skorta á fjölbreytni í gjafaúrvali bæjarins og ímynd hans og sérkenni lítt komið í ljós. Var því talið æskilegt að bæta úr með því að leita til hins stóra hóps sem hefur á undanförnum árum verið að hanna og framleiða marg- víslega hluti, sem m.a. hafa verið sýndir á handverkssýningum á Hrafnagili undanfarin ár. Með samkeppninni er vonast til að ferskar, fallegar, frumlegar og viðeigandi hugmyndir komi fram. Skila þarf inn tillögum til trúnaðar- manns keppninnar á bæjarskrif- stofunni fyrir 15. febrúar næst- komandi. Miðað er við að munirnir verði gerðir í þremur verðflokkum, undir 500 krónum, undir 3.000 krónum og munir sem eru að ver- mæti allt að 10 þúsund krónur. Veitt verða þrenn verðlaun í hveij- um flokki. ♦ ♦ ♦ Óskað eftir úrskurði sýslumanns um réttmæti aðgerðarinnar HÖRÐUR Snorrason, bóndi í Hvammi í Eyjafjarðarsveit, hefur 17 hross í vörslu sinni sem gengið hafa í afrétti í heimalandi hans á Ytra-Fjalli. Hrossabeit í afréttinum hefur stóraukist síðustu tvö ár en hann er í slæmu ástandi og þolir ekki svo mikla beit. Hefur Hörður óskað eftir því að sýslumaður Eyja- fjarðarsýslu kveði upp úr með hvort honum er heimilt að taka hrossin úr heimalandi sínu og í framhaldinu láta bera kennsl á þau þannig að þau verði fjarlægð úr landi hans. Á Ytra-Fjalli liggja saman afrétt- ur Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar og er landið ógirt. Hörður segir að allt fram til þessa hafi því verið haldið fram að óheimilt væri að sleppa hrossum á afrétt Akur- eyringa sunnan Glerár og þar ættu ekki að vera hross. Nú hafi önnur staða komið upp og hugsanlegt sé að tvö býli í landi Akureyrar, Brún og Hamrar, eigi upprekstur á þetta svæði. Vitað er að níu hrossanna í vörslu Harðar eru frá Hömrum. Víða slæmt ástand Hörður segir að hrossum í afrétt- inum hafi fjölgað mjög á undan- förnum árum, en landið þoli ekki þessa miklu beit. Talið er að allt að 200 hross hafi verið í afréttinum síðasta haust en þau eru nokkru færri nú. Á liðnu vori fóru fulltrúar í gróðurverndarnefnd Eyjaíjarðar- sýslu um afréttinn og var niðurstað- an sú að landið væri illa fallið til beitar stórgripa og það væri í raun víða í mjög slæmu ástandi. „Ég vil fá úr því skorið hver rétt- ur minn er í þessu máli og úrskurð- ur sýslumanns snýst um það hvort mér sé heimilt að taka hrossin úr mínu heimalandi, láta bera kennsl á þau og fjarlæga þau úr afréttinum í kjölfarið,“ sagði Hörður. „Hrossa- beit á þessu svæði hefur stóraukist á síðustu tveimur árum og þarna eru ekki bara hross sem eru í eigu bænda sem eiga upprekstrarrétt á þennan afrétt.“ Aðkomuhross í afréttinum Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar setti þá reglu síðastliðið vor að land- eigendur megi ekki taka í haga- göngu utanaðkomandi hross nema fá til þess sérstakt upprekstrar- leyfi. Nú eru að sögn Harðar mun fleiri hross í afréttinum en landeig- endur eiga. Hörður og fleiri bændur hafa óskað eftir því við sveitar- stjórn að málið verði tekið til gagn- gerrar endurskoðunar í samráði við bæjarstjórn Akureyrar. Benda þeir á að hægt sé að setja algert bann við upprekstri í afréttinn eða að hann verði heimilaður að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Átti Hörður von á að niðurstaða sýslumanns myndi liggja fyrir í dag, föstudag. Hann sagði að ef niðurstaða sýslumanns yrði sú að hann væri réttlaus í málinu yrði hann að sleppa hrossunum, en í kjölfarið myndi hann grípa til þess ráðs að girða heimaland sitt og loka þar með fyrir umferð um það til að veija það. Töluvert hefur verið um að hestamenn hafi farið þar um á leið sinni fram í Eyjafjörð. „Ég vil fyrst og fremst fá botn í þetta mál og vita hver réttur minn er,“ sagði Hörður. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á laugardag, 25. október. Kyrrðar- og bænastund kl. 21 næstkomandi mánudagskvöld, 27. október. (Ath. breytta dagsetningu.) Kirkjuskóli verður í Grenivíkurkirkju laugar- daginn 25. október kl. 13.30. MÖÐRUVALLAPRESTA- KALL: Barnastarf Möðruvalla- prestakalls heldur áfram næsta sunnudag, 26. október, í Möðru- vallakirkju kl. 11. Umsjón annast Bertha Bruvík ásamt sóknarpresti. Sara Helgadóttir leikur á gítar og leiðir söng. Fermingarbörn að- stoða. Foreldrar/aðstandendur eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Verið velkomin. GÖFGAR OG DÝPKAR SAMSKIPTIN Sönn augnablik elskenda eiga sér ekki stað í rúminu eingöngu, heldur í öllum samskiptum alla daga lífsins. Barbara De Angelis er þekktur bandarískur doktor í sálfræði, New York Times metsöluhöfundur og hefur sem sérfræðingur í samskiptum fólks veitt ráðgjöf í gegnum námskeið og eigin útvarps- og sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Kynntu þér sannreyndar leiðir hennar til að dýpka og styrkja samband þitt. r . UMMÆLI: „Snertu, hlustaðú og horfðu og .4 bókinni er að finna grunn að þeirri ómældu vinnu bókin segir þér hvers vegna.“ ^em felst í þvi að rækta hjonaband. Mæli með Séra Pálmi Matthíasson bókinni sem sambúðar- eða brúðargjöf til allra.“ Edda Björgvinsdóttir, leikkona. Fsst í öllum helstu bókaverslunum. „Ekkert er jafn dýrmætt og kærleiksríkt samband. ÖIl vandamál og erfiðleika er hægt að yfirstíga með stuðningi og ástúð góðs félaga. En gleymi menn að rækta ástina getur jafnvel innihaldsríkasta sam band gufað upp á skömmum tíma. Þessi bók er frábær leiðarvísir um hvemig á að viðhalda ástinni leiðina á enda...“ Össur Skarphéðinsson og Árný Sveinbjörnsdóttir hittust fyrir 23 árum og hafa ekki skilið síðan. „Við mælum eindregið með þessari litlu perlu, sem er ómissandi fyrir þá sem vilja viðhalda rómantísku, lifandi og kærleiksríku sambandi/hjónabandi. Hún göfgar og dýpkar samskiptin í erli dagsins." Örn Jónsson, sjúkranuddari og Olga Lísa Garðarsdóttir, kennari. „Bók sem á erindi til allra para. Minnir á góða hluti sem stundum gleymast í daglega amstrinu." Agústa Johnson, þolfimikennari. Tilboð! Ef þú kaupir bókina fyrir 22. nóvember færðu staðfestingaspjöldin „Sönn augnablik“ frítt með. Okkar markmið cr... að hjálpa þér að ná þínu! LEIÐARUÓS Skerjabraut 1.170 Seltjarnarnesi S. 561 3240, fax 561 3241. Tölvupóstur: leidar@centrum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.