Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Óskar Gíslason
MYNDIN er tekin fyrir utan Austurbæjarbíó vegna frumsýningar myndarinnar „Síðasti bærinn í
dalnum" eftir Öskar Gíslason.
Kvikmyndasýningar í Aust-
urbæjarbíói í fimmtíu ár
HALDIÐ verður upp á fimmtíu
ára afmæli kvikmyndahúss Sam-
bíóanna við Snorrabraut, áður
Austurbæjarbíós en síðar Bíó-
borgarinnar um helgina. I frétta-
tilkynningu segir að mikið verði
um dýrðir á Snorrabrautinni af
þessu tilefni á afmælisdaginn,
Iaugardaginn 25. október, og sér-
stakt afmælisverð verður á sýn-
ingar kl. 1 og 3. Miðaverð verður
þá 50 krónur og gildir i alla þrjá
sali hússins.
I boði eru kvikmyndirnar
Hefðarfrúin og umrenningurinn,
teiknimyndin talsetta frá Walt
Disney, Batman og Robin og
Tveir á nippinu. Auk þess verður
í gangi sérstakur leikur í tengsl-
um við frumsýningu myndarinn-
ar „Air Force One“ í Bíóborg-
inni; gestir geta skráð nafn sitt
í pott og er aðalvinningurinn
ferð fyrir tvo til borgarinnar
Orlando í Bandaríkjunum.
í frétt frá kvikmyndahúsinu
segir: „Austurbæjarbíó var form-
lega opnað þann 25. október 1947
og var þá stærsta samkomuhús
landsins, með sæti fyrir 787
manns. Bygging þess hófst tæp-
um tveimur árum áður á vegum
„fjelags þeirra Ólafs og Kristjáns
Þorgrímssonar frá Laugarnesi,
Ragnars Jónssonar forstjóra,
Bjarna Jónssonar á Galtafelli og
Guðmundar Jenssonar for-
stjóra," eins og sagði í frétt
Morgunblaðsins þennan dag fyr-
ir fimmtíu árum.
Málverk Gunnlaugs Scheving
mikil prýði
Arkitektar hússins voru þeir
Hörður Bjarnason og Gunnlaug-
ur Pálsson og hlutu þeir mikið
Iof fyrir verkið, enda kvikmynda-
húsið löngum verið rómað fyrir
glæsileik innan dyra og utan.
Enda sagði tiðindamaður Morg-
unblaðsins, að „það væri sérstak-
Iega hannað fyrir hljómleika,
lögun þess tæki mark af því og
málningin hljóðdeyfandi og hrjúf
í áferð.“
Þá var sérstaklega til þess tek-
ið, að salur hússins væri klæddur
með húðuðu timbri og senan
glæsilega rúmaði fjörutíu manna
hljómsveit. Fyrirhugað var að
setja upp geysilega umfangsmik-
inn og flókinn ljósabúnað, en af
því varð ekki, sökum ríkjandi
gjaldeyrisskorts i landinu, eins
og það var orðað. Þá var loftið
í anddyrinu einn risastór spegill
og þar var stórt málverk Gunn-
laugs Scheving, „Landsýn“, mikil
prýði.
Opnunarmyndir kvikmynda-
hússins voru tvær. Annars vegar
var gamanmyndin Hótel Casa-
blanca með þeim Marxbræðrum,
en hinsvegar tónlistarkvikmynd-
in „Jeg hefi ætíð elskað þig“, þar
sem píanósnillingurinn Arthur
Rubinstein fór á kostum meðal
annarra.
Bíóborgin 10 ára
Austurbæjarbíó starfaði í fjöru-
tíu ár en fyrir tíu árum var nafni
þess breytt þegar það komst und-
ir hatt Sambíóanna og hlaut nafn-
ið Bíóborgin. Miklar endurbætur
voru gerðar á húsinu og frá upp-
hafi hefur það verið með vinsælli
kvikmyndahúsum þjóðarinnar.
Bíóið varð fyrst til að taka upp
hið virta THX hljóðkerfi og var
m.a. fyrir nokkrum árum valið
eitt besta kvikmyndahús á Norð-
urlöndum."
Thorvald-
senstræti 2
endurbyggt
Morgunblaðið/Ásdís
VERIÐ er að leggja steinskífur á þak Thorvaldsenstrætis 2.
UNNIÐ er að endurbyggingu
hússins í Thorvaldsenstræti 2
sem er í eigu Pósts og síma.
Framkvæmdin er á lokastigi og
verður lokið um mánaðamótin.
Húsið á sér merkilega sögu.
Hjónin Páll og Þóra Melsteð létu
byggja húsið árið 1878 og sá
Helgi Helgason trésmíðameist-
ari um verkið. Þar var Kvenna-
skólinn til húsa. Hallgrímur
Benediktsson keypti seinna hús-
ið og bjó hann í því og rak fyrir-
tæki sitt um árabil. Byggt var
við húsið 1927.
Sjálfstæðisflokkurinn keypti
húsið af Hallgrími árið 1945 og
var því þá breytt, m.a. forskal-
að. Byggður var samkomusalur
sem er fyrir aftan húsið sem
margir þekkja sem Sigtún eftir
samnefndum skemmtistað sem
seinna var þar til húsa. Húsið
var í eigu Sjálfstæðisflokksins
til ársins 1969 þegar Póstur og
sími keypti það. Síðustu ár hefur
húsið verið notað undir skrif-
stofur, eldhús og fundaraðstöðu
í tengslum við mötuneyti Pósts
og síma. Engin áform eru um
að breyta notkun hússins.
Fært í upphaflegan búning
Jón Ólafur Ólafsson hjá Batt-
eríinu, arkitektastofunni sem
hannar breytingarnar, segir að
verið sé að klæða austur- og
norðurhlið hússins og hluta suð-
urhliðar. Til stendur að færa það
í þann búning sem það skartaði
í upphafi. Batteríið hannaði einn-
ig endurbyggingu á Kirkjustræti
10 sem Helgi Helgason smíðaði
árið 1879.
Jón Ólafur segir að hugmynd-
ir séu uppi um að rífa tengibygg-
ingu milli Landsímahússins og
Thorvaldsenstrætis 2. „Okkar
Samkeppnisstofnun um ný
póst- og fjarskiptalög
Hafnar beiðni
Verslunarráðs
um álit
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
hafnað beiðni Verslunarráðs um
álit vegna fjarskipta- og póstlaga,
sem sett voru í desember 1996,
og komist að þeirri niðurstöðu að
ekki væri ástæða til að vinna álit,
meðal annars vegna þess að stutt
sé Mðan lögin voru sett.
í svari samkeppnisráðs segir að
„hafa verði hliðsjón af því hve
skammur tími er liðinn síðan lögin
tóku gildi þannig að lítil sem eng-
in reynsla [sé] komin á fram-
kvæmd þeirra".
í fyrirspurn Verslunarráðs, sem
barst Samkeppnisstofnun um mán-
aðamótin janúar og febrúar, segir
að einstök atriði löggjafarinnar
virðist „fela í sér óþarfa hindranir
fyrir frjálsa samkeppni og ganga
þvert á yfirlýst markmið lagasetn-
ingarinnar og gegn markmiðum
samkeppnislaga" og það sé
„óheppilegt að einstök ákvæði í
löggjöf opni möguleika á því að
þrengja að samkeppni á jafn mikil-
vægu sviði, þar sem samkeppni er
lítil fyrir og einn aðili hefur mark-
aðsyfirráð".
Mikilvægt að þrengi ekki
að samkeppni
Samkeppnisráð fellst á það í
svarinu að mikilvægt sé að lögin
þrengi sem minnst að samkeppni.
Einnig segir að fallast megi á að
„orðalag ýmissa ákvæða þeirra
laga sem hér um ræðir [séj opið
þannig að það [sé] að vissu marki
háð túlkun viðkomandi stjórnvalda
hvort markmið samkeppnislaga
verða virt“.
Verslunarráð gagnrýndi einnig
að ráðherra, sem færi „með æðsta
vald í fyrirtæki í eigu ríkisins væri
jafnframt ætlað að setja stjórn-
valdsreglur er snerta það fyrirtæki
og keppinauta þess“, en í svari
Samkeppnisstofnunar er bent á að
slíkt sé ekki einsdæmi í lögum.
Jónas Fr. Jónsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Verslunarráðs,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að sér virtist sem Samkeppnis-
stofnun skildi áhyggjur ráðsins af
því sami að aðili fari með opinbert
vald og samkeppnisrekstur, en
þætti of þröngt að líta bara á þenn-
an málaflokk.
„Við höfum því ákveðið að senda
þeim almennt erindi,“ sagði Jónas.
„Því að þetta á vissulega einnig
við um viðskiptaráðherra og við-
skiptabankana og getur átt við
víðar. Við erum nú að ljúka við
að vinna það erindi."
Segja að öll sjónarmið
hafi komið fram
í svari Samkeppnisstofnunar
segir að einnig beri að líta á það
að „samkeppnislagalegum sjónar-
miðum var sérstaklega komið á
framfæri við meðferð Alþingis á
frumvörpum til fyrrnefndra laga,
bæði af Samkeppnisstofnun og
öðrum“ og síðan er því bætt við
að það sé því mat ráðsins að ekki
sé tímabært að það birti álit á
ákvæðum umræddra laga: „Sam-
keppnisráð telur þó nauðsynlegt
að fylgjast með framkvæmd lag-
anna með tilliti til markmiðs sam-
keppnislaga, einkum með hliðsjón
af þeim athugasemdum sem fram
koma í erindi Verslunarráðs."
Jónas sagði að það væru ákveð-
in vonbrigði að Samkeppnisstofn-
un skyldi ekki láta í ljós álit og
vilja meiri reynslu á lögin, en það
væri þó sjónarmið, sem taka mætti
tillit til.
Hann benti á að í lögum segi
að Samkeppnisstofnun hefði það
hlutverk að gæta þess að aðgerð-
ir opinberra aðilja takmarki ekki
samkeppni og benda stjórnvöldum
á leiðir til þess að gera sam-
keppni virkari og auðvelda aðgang
nýrra samkeppnisaðila að mark-
aði.
„Þetta fannst okkur eiga við hér
og það sem ég er sennilega ósátt-
astur við í sambandi við þessa af-
greiðslu er að þeir skuli benda á
að þessi sjónarmið hafi komið fram
við meðferð Alþingis á málinu,"
sagði Jónas. „Það er rétt að þessu
var komið þar fram, en samgöngu-
nefnd ákvað að taka ekkert tillit
til þeirra. Engu að síður er laga-
heimild fyrir Samkeppnisráð til að
gefa álit og það á ekki að skipta
neinu máli hvaða sjónarmið komu
fram við meðferð máls á Alþingi
um það hvaða skoðun Samkeppnis-
stofnun hefur á viðkomandi lög-
um.“
KLÆÐNING er komin á framhlið hússins að stórum hluta.
draumur er að geta rifið húsið
alveg laust frá þannig að það fái
að standa alveg sér,“ sagði Jón
Ólafur.
Húsið er byggt á hlaðinn sökk-
ul úr íslensku gijóti en sjálft tré-
virkið var flutt inn frá Svíþjóð.
í bindinginn er hlaðið íslensku
hraungrýti.
Húsið verður með skrauti á
göflum og miðkvisti og flatsúl-
um. Flatsúlur og gluggaumgjarð-
ir verða marmoreraðar, þ.e. mál-
aðar á þann hátt að þær likist
marmara. Þakið verður lagt skíf-
um úr norskum steini.
„Við vildum sjá það í framhaldi
af endurbyggingu hússins að
glerskyggni í Vallarstræti yrði
rifið. Það kemur í veg fyrir eðli-
legt viðhald á húsunum og fer
alls ekki vel með þessu húsi. Gler-
skyggnið er í eigu borgarinnar,"
sagði Jón Ólafur Ólafsson.
*
t
1
;
t
I
i
i
i
i
i
i
I
i
í
i
i
I
:
I
4