Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Morgunblaðið/Óskar Gíslason MYNDIN er tekin fyrir utan Austurbæjarbíó vegna frumsýningar myndarinnar „Síðasti bærinn í dalnum" eftir Öskar Gíslason. Kvikmyndasýningar í Aust- urbæjarbíói í fimmtíu ár HALDIÐ verður upp á fimmtíu ára afmæli kvikmyndahúss Sam- bíóanna við Snorrabraut, áður Austurbæjarbíós en síðar Bíó- borgarinnar um helgina. I frétta- tilkynningu segir að mikið verði um dýrðir á Snorrabrautinni af þessu tilefni á afmælisdaginn, Iaugardaginn 25. október, og sér- stakt afmælisverð verður á sýn- ingar kl. 1 og 3. Miðaverð verður þá 50 krónur og gildir i alla þrjá sali hússins. I boði eru kvikmyndirnar Hefðarfrúin og umrenningurinn, teiknimyndin talsetta frá Walt Disney, Batman og Robin og Tveir á nippinu. Auk þess verður í gangi sérstakur leikur í tengsl- um við frumsýningu myndarinn- ar „Air Force One“ í Bíóborg- inni; gestir geta skráð nafn sitt í pott og er aðalvinningurinn ferð fyrir tvo til borgarinnar Orlando í Bandaríkjunum. í frétt frá kvikmyndahúsinu segir: „Austurbæjarbíó var form- lega opnað þann 25. október 1947 og var þá stærsta samkomuhús landsins, með sæti fyrir 787 manns. Bygging þess hófst tæp- um tveimur árum áður á vegum „fjelags þeirra Ólafs og Kristjáns Þorgrímssonar frá Laugarnesi, Ragnars Jónssonar forstjóra, Bjarna Jónssonar á Galtafelli og Guðmundar Jenssonar for- stjóra," eins og sagði í frétt Morgunblaðsins þennan dag fyr- ir fimmtíu árum. Málverk Gunnlaugs Scheving mikil prýði Arkitektar hússins voru þeir Hörður Bjarnason og Gunnlaug- ur Pálsson og hlutu þeir mikið Iof fyrir verkið, enda kvikmynda- húsið löngum verið rómað fyrir glæsileik innan dyra og utan. Enda sagði tiðindamaður Morg- unblaðsins, að „það væri sérstak- Iega hannað fyrir hljómleika, lögun þess tæki mark af því og málningin hljóðdeyfandi og hrjúf í áferð.“ Þá var sérstaklega til þess tek- ið, að salur hússins væri klæddur með húðuðu timbri og senan glæsilega rúmaði fjörutíu manna hljómsveit. Fyrirhugað var að setja upp geysilega umfangsmik- inn og flókinn ljósabúnað, en af því varð ekki, sökum ríkjandi gjaldeyrisskorts i landinu, eins og það var orðað. Þá var loftið í anddyrinu einn risastór spegill og þar var stórt málverk Gunn- laugs Scheving, „Landsýn“, mikil prýði. Opnunarmyndir kvikmynda- hússins voru tvær. Annars vegar var gamanmyndin Hótel Casa- blanca með þeim Marxbræðrum, en hinsvegar tónlistarkvikmynd- in „Jeg hefi ætíð elskað þig“, þar sem píanósnillingurinn Arthur Rubinstein fór á kostum meðal annarra. Bíóborgin 10 ára Austurbæjarbíó starfaði í fjöru- tíu ár en fyrir tíu árum var nafni þess breytt þegar það komst und- ir hatt Sambíóanna og hlaut nafn- ið Bíóborgin. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu og frá upp- hafi hefur það verið með vinsælli kvikmyndahúsum þjóðarinnar. Bíóið varð fyrst til að taka upp hið virta THX hljóðkerfi og var m.a. fyrir nokkrum árum valið eitt besta kvikmyndahús á Norð- urlöndum." Thorvald- senstræti 2 endurbyggt Morgunblaðið/Ásdís VERIÐ er að leggja steinskífur á þak Thorvaldsenstrætis 2. UNNIÐ er að endurbyggingu hússins í Thorvaldsenstræti 2 sem er í eigu Pósts og síma. Framkvæmdin er á lokastigi og verður lokið um mánaðamótin. Húsið á sér merkilega sögu. Hjónin Páll og Þóra Melsteð létu byggja húsið árið 1878 og sá Helgi Helgason trésmíðameist- ari um verkið. Þar var Kvenna- skólinn til húsa. Hallgrímur Benediktsson keypti seinna hús- ið og bjó hann í því og rak fyrir- tæki sitt um árabil. Byggt var við húsið 1927. Sjálfstæðisflokkurinn keypti húsið af Hallgrími árið 1945 og var því þá breytt, m.a. forskal- að. Byggður var samkomusalur sem er fyrir aftan húsið sem margir þekkja sem Sigtún eftir samnefndum skemmtistað sem seinna var þar til húsa. Húsið var í eigu Sjálfstæðisflokksins til ársins 1969 þegar Póstur og sími keypti það. Síðustu ár hefur húsið verið notað undir skrif- stofur, eldhús og fundaraðstöðu í tengslum við mötuneyti Pósts og síma. Engin áform eru um að breyta notkun hússins. Fært í upphaflegan búning Jón Ólafur Ólafsson hjá Batt- eríinu, arkitektastofunni sem hannar breytingarnar, segir að verið sé að klæða austur- og norðurhlið hússins og hluta suð- urhliðar. Til stendur að færa það í þann búning sem það skartaði í upphafi. Batteríið hannaði einn- ig endurbyggingu á Kirkjustræti 10 sem Helgi Helgason smíðaði árið 1879. Jón Ólafur segir að hugmynd- ir séu uppi um að rífa tengibygg- ingu milli Landsímahússins og Thorvaldsenstrætis 2. „Okkar Samkeppnisstofnun um ný póst- og fjarskiptalög Hafnar beiðni Verslunarráðs um álit SAMKEPPNISSTOFNUN hefur hafnað beiðni Verslunarráðs um álit vegna fjarskipta- og póstlaga, sem sett voru í desember 1996, og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að vinna álit, meðal annars vegna þess að stutt sé Mðan lögin voru sett. í svari samkeppnisráðs segir að „hafa verði hliðsjón af því hve skammur tími er liðinn síðan lögin tóku gildi þannig að lítil sem eng- in reynsla [sé] komin á fram- kvæmd þeirra". í fyrirspurn Verslunarráðs, sem barst Samkeppnisstofnun um mán- aðamótin janúar og febrúar, segir að einstök atriði löggjafarinnar virðist „fela í sér óþarfa hindranir fyrir frjálsa samkeppni og ganga þvert á yfirlýst markmið lagasetn- ingarinnar og gegn markmiðum samkeppnislaga" og það sé „óheppilegt að einstök ákvæði í löggjöf opni möguleika á því að þrengja að samkeppni á jafn mikil- vægu sviði, þar sem samkeppni er lítil fyrir og einn aðili hefur mark- aðsyfirráð". Mikilvægt að þrengi ekki að samkeppni Samkeppnisráð fellst á það í svarinu að mikilvægt sé að lögin þrengi sem minnst að samkeppni. Einnig segir að fallast megi á að „orðalag ýmissa ákvæða þeirra laga sem hér um ræðir [séj opið þannig að það [sé] að vissu marki háð túlkun viðkomandi stjórnvalda hvort markmið samkeppnislaga verða virt“. Verslunarráð gagnrýndi einnig að ráðherra, sem færi „með æðsta vald í fyrirtæki í eigu ríkisins væri jafnframt ætlað að setja stjórn- valdsreglur er snerta það fyrirtæki og keppinauta þess“, en í svari Samkeppnisstofnunar er bent á að slíkt sé ekki einsdæmi í lögum. Jónas Fr. Jónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Verslunarráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér virtist sem Samkeppnis- stofnun skildi áhyggjur ráðsins af því sami að aðili fari með opinbert vald og samkeppnisrekstur, en þætti of þröngt að líta bara á þenn- an málaflokk. „Við höfum því ákveðið að senda þeim almennt erindi,“ sagði Jónas. „Því að þetta á vissulega einnig við um viðskiptaráðherra og við- skiptabankana og getur átt við víðar. Við erum nú að ljúka við að vinna það erindi." Segja að öll sjónarmið hafi komið fram í svari Samkeppnisstofnunar segir að einnig beri að líta á það að „samkeppnislagalegum sjónar- miðum var sérstaklega komið á framfæri við meðferð Alþingis á frumvörpum til fyrrnefndra laga, bæði af Samkeppnisstofnun og öðrum“ og síðan er því bætt við að það sé því mat ráðsins að ekki sé tímabært að það birti álit á ákvæðum umræddra laga: „Sam- keppnisráð telur þó nauðsynlegt að fylgjast með framkvæmd lag- anna með tilliti til markmiðs sam- keppnislaga, einkum með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram koma í erindi Verslunarráðs." Jónas sagði að það væru ákveð- in vonbrigði að Samkeppnisstofn- un skyldi ekki láta í ljós álit og vilja meiri reynslu á lögin, en það væri þó sjónarmið, sem taka mætti tillit til. Hann benti á að í lögum segi að Samkeppnisstofnun hefði það hlutverk að gæta þess að aðgerð- ir opinberra aðilja takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera sam- keppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að mark- aði. „Þetta fannst okkur eiga við hér og það sem ég er sennilega ósátt- astur við í sambandi við þessa af- greiðslu er að þeir skuli benda á að þessi sjónarmið hafi komið fram við meðferð Alþingis á málinu," sagði Jónas. „Það er rétt að þessu var komið þar fram, en samgöngu- nefnd ákvað að taka ekkert tillit til þeirra. Engu að síður er laga- heimild fyrir Samkeppnisráð til að gefa álit og það á ekki að skipta neinu máli hvaða sjónarmið komu fram við meðferð máls á Alþingi um það hvaða skoðun Samkeppnis- stofnun hefur á viðkomandi lög- um.“ KLÆÐNING er komin á framhlið hússins að stórum hluta. draumur er að geta rifið húsið alveg laust frá þannig að það fái að standa alveg sér,“ sagði Jón Ólafur. Húsið er byggt á hlaðinn sökk- ul úr íslensku gijóti en sjálft tré- virkið var flutt inn frá Svíþjóð. í bindinginn er hlaðið íslensku hraungrýti. Húsið verður með skrauti á göflum og miðkvisti og flatsúl- um. Flatsúlur og gluggaumgjarð- ir verða marmoreraðar, þ.e. mál- aðar á þann hátt að þær likist marmara. Þakið verður lagt skíf- um úr norskum steini. „Við vildum sjá það í framhaldi af endurbyggingu hússins að glerskyggni í Vallarstræti yrði rifið. Það kemur í veg fyrir eðli- legt viðhald á húsunum og fer alls ekki vel með þessu húsi. Gler- skyggnið er í eigu borgarinnar," sagði Jón Ólafur Ólafsson. * t 1 ; t I i i i i i i I i í i i I : I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.