Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Golli STEFÁN Hjörleifsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraidsson og Ólafur Hólm. Teiknimyndin er af Jóni Ólafssyni, sem annars var íjarri góðu gamni. Lymskufullir lestir Snigillinn tekur til máls Tónleikar í kvöld Himnasending Nýdanskrar Nýdönsk stígur aftur fram á sjónarsviðið í kvöld eftir nokkurra ára hlé með nýrri , ■ 1 7 geislaplötu og tónleikum í Háskólabíói. Að- ur gaf sveitin sér tíma til að snæða máls- verð með blaðamönnum, Fer tvennum sög- um af því sem borið var á borð fyrir þá. Sjónarhorn Péturs Blöndal . HUMARINN var viðráðanlegri en sniglamir. (' > ■I V Skóiabrú KVÖLDIÐ er kyrrlátt og leiðin liggur á Einar Ben., þar sem hljóm- fylkingin Nýdönsk bíður með ljóð- rænt fas og létta lund. Við höfum aldrei komið á þennan stað og erum ekki vissir um staðsetninguna. „Hvar er Einar Ben.?“ spyrjum við hjólreiðamann í slitnum buxum. „Einar Ben.?“ svarar hann forviða. „Einar Ben. er löngu dauður.“ Tvennum vangaveltum síðar viH- umst við á réttan stað og þar sitja þeir allir; Daníel Ágúst, Björn Jör- undur, Stefán Hjörleifs og Ólafur Hólm. Reyndar er Jón Ólafs ekki á staðnum, en í stað hans kemur Baltasar Kormákur sterkur inn. Jón er víst að hljóðblanda Bugsy Malone, en andi hans svífur yfir vötnum. Björn Jörundur segist vera svo- kallaður áhættusöngvari í karókí, bara syngja lög sem hann kunni ekki. Hann stundar pílagrímaklúbb í Liverpool og tekur þátt í karókí- keppni einu sinni í mánuði. Fyrir sigurinn hlýtur hann kassa af bjór og þess vegna var hann eins og bangsi í vextinum þegar hann kom heim fyrir skömmu, að sögn Daní- els Ágústs. Björn segist ekki kunna við svona ásakanir. Mannhafið er grænt og það bærist iíkt og þang Daníel Ágúst segir tvöfalt tilefni til að fagna: hann sé að fara að fá sér permanent og hafi verið að kaupa sér nýjan bíl. Mözdu, dýrari týpuna - árgerð ‘84. Björn Jörundur pantaði sér snigla í forrétt, í skelinni. Þegar diskurinn er nýkominn á borðið fyrir framan söngvarann gerir einn snigillinn sér lítið fyrir og skýst úr skelinni fram á gólf. Ekki á hann afturkvæmt á diskinn, en bræður hans smakkast afar vel, segir Bjöm. Birni verður tíðrætt um útlit Breta og finnst ekki mikið til koma. „Ef verðið á áfengi í Bretlandi hækkaði myndi það valda fólks- fækkun. Bretar eru svo Ijótir að þeir fjölga sér ekki nema ofurölvi.“ Nú er meiningin að drengimir taki lagið fyrir okkur. Stefán Hjör- leifs tekur eldspýtustokk af barn- um og opnar hann. í ljós kemur gít- arnögl. „Þetta er sending frá guði. Hann er að gefa okkur merki. Fyrst snigillinn fljúgandi og svo gítarnögl í eldspýtustokk. Hvað þýðir þetta eiginlega?“ spyr hann. Strákarnir era hæstánægðir með matinn, fengu sér flestir grillaðan humar. Þegar gripið er til tann- stönglanna spyr Björn: „Af hverju fær maður aldrei eyrnapinna á svona stöðum?" Góð spurning. Eftir að kassagítarinn hefur ver- ið sóttur er ákveðið að flytja lagið Flauelsfót, eitt þriggja nýrra laga á nýju plötunni. „Þetta verður ágætis æfing fyrir tónleikana á föstudag- inn,“ segir Ólafur trommari og sú verður raunin. EFTIR að hafa hringsólað um Ing- ólfstorg í óratíma spyrja blaðamenn úfinn hjólreiðamann um skáldlegan veitingastað sem þeir eru að leita að. Hann lítur á þá önugur og nemur ekki staðar; hefur engan tíma fyrir svona vitleysinga. Þegar hann lítur við er sem hann skyrpi orðunum út úr sér á götuna: „Einar Ben. er löngu dauður.“ Hringsólið heldur áfram. Meðlimir Ný- danskrar hafa komið sér þægilega fyrir í setustofunni þegar blaðamenn ber loks að garði. Erindið er að kynna tónleika sveitarinnar sem haldnir verða í Há- skólabíói í kvöld. Einkaklúbburinn keypti upp miðana á fyrri tónleikana sem haldnir verða klukk- an 20 og þess vegna var efnt til aukatón- leika sem hefjast klukkan 22.30. Hljómsveitin efnilega Woofer hitar upp. KK og Guðmundur Pétursson, gítarleikai'i, troða upp með Ný- danskri. Þá er það búið. Það er langt um liðið síðan blaða- maður ræddi síðast við Björn Jörund Friðbjömsson, sem verið hefur í leiklistarnámi á æskuslóðum Pauls McCartneys í Liverpool. Hann seg- ist eiga þennan vetur eftir og þann næsta. „Svo er öll ævin eftir,“ skýtur Daníel Ágúst Haraldsson inn í. Dá- lítið skemmtilegt að sjá þá félaga saman á ný. Þeir sitja hlið við hlið, eins og ekkert sé sjálfsagðara, og blaðamanni líður eins og hann sé horfinn fjögur ár aftur í tímann. Ertu sestur að úti? er fyrsta og eina spuming blaðamanns. „Nei, ég kann betur við mig hér heima,“ segir Björn Jörundur. „Það eru of margar brotalamir á bresku samfélagi." Ekki bæta nágrannarnir úr skák. „Nýlega hélt ég veislu og þá var kveikt í bíl sem einn gestanna lagði beint fyrir framan íbúðina. Ná- grannamir hafa líklega viljað kvarta undan hávaða og ekki kunnað við að hringja. Sama kvöld var gítarnum mínum stolið.“ „Þess vegna eram við að halda tónleika," segir Stefán Hjörleifsson brosandi. „Til að safna fyrir nýjum gítar handa honum.“ „Er það fiðlufílingurinn?“ spyr Björn Jörundur og brosir. Svo held- ur hann áfram: „Annars er þetta mögnuð gata sem ég bý við. Einu sinni kom ég að tveimur strákum sem voru að lúberja mömmu sína. Sú fjölskylda bjó hinu megin götunnar. Ættarhöfðinginn sat allan sólar- hringinn í ónýtum sólstól úti í garði og var með stráhatt. Það vora engin tjöld fyrir gluggunum heldur skilti sem á stóð: „For Sale by Auction“.“ Sagan fær óvæntan endi þegar snigill skýst úr skelinni á disk Björns Jörundar, flýgur tignarlega yfir borðið og lendir á gólfinu. „Þú varst harður að lifa þetta af,“ segir Ingvar Þórðarson, eigandi staðarins, og brosir. „Baðstu ekki um lifandi snigla?“ Björn Jörundur lætur sér ekki segjast heldur stingur öðrum snigli upp í sig. „Hann er lifandi," hrópar Ólafur Hólm, trommuleikari. Björn Jörundur lq'amsar á sniglinum og muldrar svo draugalega: „Það er snigillinn sem er að segja ykkur þessa sögu.“ Þannig sniglast kvöldið áfram í ánægjulegum félagsskap snigla, humra, kjúklinga og skarkola. Það vantar aðeins tónlistina. Eða hvað? Skyndilega dregur Stefán Hjörle’fs- son gítar upp úr pússi sínu. Ekki fylgir sögunni hvort það er gítarinn hans Bjöms Jörandar. Svo leikur Nýdönsk lagið Flauelsföt úr sætum sínum, - með dropa af trega. „Það er erfitt að hætta,“ segir Björn Jör- undur. „Við vorum varla orðnir kyn- þroska þegar við byrjuðum." Það er auðvitað sjónarmið, hugsar blaðamaður með sér. Matarborðið lít- ur út eins og Waterloo dýraríkisins svo það er tími til kominn að haska sér. Áður en myrkrið hvolfist yfir og blaðamaður fer að sjá snigla í hverju horni og gínur á húsþökum. Ef til vill er ekki of seint að húkka far hjá úfn- um og önugum hjólreiðamanni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.