Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Námsstyrkir Vatnsveitu Reykjavíkur Stuðlað að breyttu námsvali kvenna ÞRJÁR ungar konur við nám í verkfræði við Háskóla íslands og við Álaborgarháskóla hafa hilotið námsstyrk frá Vatnsveitu Reykjavíkur en til styrkjanna er stofnað í þeim tilgangi að stuðla að breyttu námsvali kvenna. Verða þeir framvegis veittir ár- lega og eru liður í starfsáætlun Vatnsveitunnar í jafnréttismál- um. Þrettán umsóknir bárust um styrkinn. „Það er engin tilviljun að veitufyrirtæki eins og Vatnsveita Reykjavíkur lítur til þess að styrkja konur i þessum grein- um,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana. „Staðreyndin er sú að hjá veitu- stofnunum eru afar fáir stjórn- endur úr hópi kvenna en Reykja- vikurborg hefur samþykkt jafn- réttisáætlun sem gerir ráð fyrir því að styrkja og auka hlut kvenna í stjórnunarstörfum." Við val á styrkþegum var með- al annars horft til hlutdeildar kvenna í hinum ýmsu greinum tækni- og verkfræði en aðeins 14,3% nemenda í verkfræði eru konur og eru hlutfallslega flestar í bygginga- og umhverfisverk- fræði en fæstar í rafmagns- og vélaverkfræði. Annað kom ekki til greina Styrkina hlutu að þessu sinni Margrét Ámadóttir sem stundar nám á öðru ári í vélaverkfræði Morgunblaðið/Þorkell HREFNA Marín Gunnarsdóttir og Hulda Björgvinsdóttir, nemar við verkfræðideild Háskóla íslands, hlutu námsstyrki Vatnsveitu Reykjavíkur ásamt Margréti Árnadóttur en hún stundar nám við Álaborgarháskóla og gat ekki verið viðstödd þegar afhend- ing styrlqanna fór fram. við Álaborgarháskóla og þær Hrefna Marín Gunnarsdóttir á öðru ári í rafmagns- ogtölvu- verkfræði við Háskóla íslands og Hulda Björgvinsdóttir á öðru ári í véla- ogiðnaðarverkfræði við Háskóla íslands. „Það kom aldrei neitt annað til greina," sagði Hrefna Marín þegar hún var spurð af hveiju verkfræðin varð fyrir valinu. „Það er gaman að stærðfræði og raungreinum og þá er verkfræðin það fag í há- skólanum sem sameinar best stærðfræði og eðlisfræði." Púl en gaman „Þetta er hörkupúl en afskap- lega gaman, þó svo að aðrar greinar hafi komið til greina og ég sé alls ekki eftir að hafa valið verkfræði," sagði Hulda. Um tuttugu stúlkur hófu nám I verk- fræðideild á síðasta ári en í ár voru þær mun færri. Þær Hrefna og Hulda voru sammála um að ástæðan fyrir því að fáar stúlkur legðu í verkfræðinám væri sú að íslenska skólakerfið væri dug- legt við að fæla þær frá námi í stærðfræði. Sögðu þær að þeim hefði verið afskaplega vel tekið í deildinni en að stúlkur þyki sérstakar þar á bæ og ljóst að allir lærðu nöfnin þeirra fyrst. Þær eru að vonum ánægðar með styrkinn en þykir leitt að strák- arnir fengu ekki að vera með og vonuðust til að þeir fengju styrki i málvisindum í staðinn. Yfirlýsing vegna fram- kvæmda við Iðnó MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: Verktakafyrirtækið Gamlhús ehf. hefur frá í aprílbyijun unnið »-að endurbótum á Iðnó sem aðal- verktaki og samræmingaraðili á vinnu við húsið undir stjórn og umsjón Byggingadeildar borgar- verkfræðings í umboði Endurbygg- ingamefndar Iðnó. Fyrirtækið var valið til verksins vegna sérþekking- ar sinnar á endurbótum gamalla húsa, vegna reynslu stjómenda þess, sem og vegna hagstæðra samninga. Gamlhús ehf. hefur staðið sig með mikilli prýði í þessu starfi, bæði sem hefðbundinn verk- taki og sem ráðgjafi, oft við óvana- legar og sérstæðar aðstæður. Aldr- ei hefur komið fram nein gagnrýni á störf Gamlhúss ehf. af hendi verkkaupa. Umrædd frétt, þar sem meðal annars kom fram, að ákvörðun um að yfirstjórn verksins verði tekin úr höndum Gamlhúss ehf. er alfar- ið röng, enda hefur yfirstjórn verksins frá upphafi verið í höndum byggingadeildar í umboði endur- byggingarnefndar. Okkur undirrituðum er bæði ljúft og skylt að votta ofanritað, vegna umræddrar rangrar fréttar í Morg- unblaðinu, sem að ósekju hefur skaðað Gamlhús ehf. F.h. byggingadeildar borgarverk- fræðings, Ármann Óskar Sigurðsson, byggingastjóri. F.h. endurbyggingarnefndar Iðnó, Þórarinn Magnússon, formaður. f/'omi/tt c/s/tfrn/tr(/ órxrrf j 7 rc//cr * /t//>()</ Hrumðýra PATEHO) 6randharinif.rsósu. VfJRARKRAP SORBfT. VfLUKRYDDAD l.AMBAf lI.LE'í MLD VIÍUSYEPPASÓSU, BAKADRI KARTÖn.lI 0(> STUKTIJ GRÆNMLTI, SílKKIILADITLRIA AD H4.TTI RaUDARÁR, 1 rl iC V v \ íficr/t-s ///'. ,2. ()(X). - tlU/ill lÖSruMC, lAUMíl/tó UC illtltfflMC V a \ V \ \ \ v n'RiíLö (/iótnttn/f'.s/ttr,s/i oei/t/Hjxt- .//(((>ttoi/t/t i /xe/tttnt f/í(///(J(/r(/rs//(/ • f/ior(f(//>.: r>Ó^-6/,6b' u.. VISA BIKARMÖTIÐ Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 g 10 11 12 13 14 VINN. RÖÐ: 1 Jóhann Hiartarson 2.605 y2 1 1 1 1 1 ’/2 ’/2 ’/2 ’/2 1 1 1 10’/2 1. 2 J. Hector, Sviþióð 2.470 í.-El 0 ’/2 ’/2 ’/2 1 1 ’/2 1 1 1 1 1 9’/2 2. 3 Curt Hansen, Danm. 2.600 0 1 ’/2 ’/2 1 0 1 1 1 ’/2 ’/2 ’/2 1 8’/2 3.-4. 4 L. Schandorff, Danm. 2.505 0 ’/2 ’/2 0 1 1 '/2 ’/2 1 % 1 1 1 8’/2 3.-4. 5 E. Gausel, Noregi 2.540 0 1/2 ’/i 1 0 1 ’/2 1 ’/2 ’/2 1 1/2 ’/2 7’/2 5. 6 Hannes H Stefánsson 2.545 0 ’/2 0 0 1 1 ’/2 1 ’/2 1 0 ’/2 1 7 6-7. 7 R. Djurhuus, Noregi 2.525 y2 0 1 0 0 0 1/2 1 0 1 1 1 1 7 6-7. 8 R. Akesson, Svibióð 2.520 ’/2 0 0 ’/2 ’/2 ’/2 ’/2 ’/2 1 1 0 1 ’/2 6’/2 8. 9 Þröstur Þórhallsson 2.475 ’/2 ’/2 0 ’/2 0 0 0 V % ’/2 1 1 ’/2 5’/2 9. 10 J. Tisdall, Noreqi 2.480 % 0 0 0 ’/2 ’/2 1 0 ’/2 ’/2 ’/2 vs ’/2 5 10.-11 11 Helqi Ass Grétarsson 2,475 0 0 ’/2 ’/2 ’/2 0 0 0 ’/2 ’/2 ’/í 1 1 5 10.-11 12 H. Westerinen, Finnl. 2.410 0 0 ’/2 0 0 1 0 1 0 ’/2 ’/2 ’/2 4’/2 12. 13 T. Hillarp-Persson, Sv. 2.445 0 0 1/2 0 ’/2 1/2 0 0 0 ’/2 0 ’/2 1 3’/2 13. 14 J-A. Nielsen,Fær. 2.310 0 0 0 0 ’/2 0 0 1/2 ’/2 ’/2 0 ’/2 0 2’/2 14. Jóhann var langbestur SKÁK Grand Hötcl Reykjavík VISA NORDIC GRAND PRIX: Jóhann Hjartarson varð Norður- landameistari í skák og jafnframt sigurvegari í fyrstu norrænu bikar- keppninni. 8. - 22. október. JÓHANN skaust fram úr hættu- legasta keppinauti sínum, Svíanum Jonny Hector, í næstsíðustu um- ferð. Þá vann hann Westerinen frá Finnlandi, á meðan Hector mátti þakka fyrir jafntefii gegn Danan- um Lars Schandorff. í síðustu umferðinni náði Jó- hann fljótlega friðarsamningum við Norðmanninn Rune Djurhuus. Hector var þá lentur í þeirri afar óþægilegu aðstöðu að þurfa að vinna fráfararandi Norðurlanda- meistara, Danann Curt Hansen, með svörtu, til að geta náð Jó- hanni að vinningum. Hector barðist af alefli, en Hans- en tefldi betur en oft áður á mótinu og svo fór að lokum að Svíinn varð að játa sig sigraðan. Árangur Hect- ors er þó frábær og hefði fyrirfram mátt ætla að níu og hálfur vinning- ur myndi duga til sigurs. En Jó- hann náði tíu og hálfum vinningi úr þrettán skákum, vann átta og gerði fimm jafntefli. Þetta er einn allra glæsilegasti árangur íslensks skákmanns. Það er afar erfitt að ná svo háu vinn- ingshlutfalli á móti sem þessu og það þarf líklega að fara alla leið aftur til ársins 1960 til að finna eitthvað sambærilegt. Þá sigraði Friðrik Ólafsson með 7 72vinningi af 9 á svæðamótinu í Berg en Dal í Hollandi. FIDE ógilti síðan það mót, þar sem austurevrópsku keppendurnir fengu ekki vega- bréfsáritun. Það var teflt að nýju í Marianszke Lazne í Tékkóslóvak- íu árið eftir. Þá bætti Friðrik um betur og fékk 1272 v. af 15 mögu- legum. Stefnir I stigamet Það segir nokkuð til um góðan árangur Jóhanns að hann er einum og hálfum vinningi yfir því sem dugði til að ná stórmeistaraáfanga. Árangurinn mælist 2.750 stig, sem þýðir í raun að ef hann væri með þau stig, hefði hann staðið í stað. Jóhann hefur verið sigursæll að undanförnu og á næsta stigalista FIDE sem gildir frá 1. janúar 1998, verður hann væntanlega með 2.630—2.640 stig og slær þar með eigið íslandsmet. Það er langt síðan Jóhann hefur verið í svo góðu formi og verður spennandi að fylgjast með honum á heimsmeistaramóti FIDE í Hol- landi í desember. Það hefur verið keppt um Norðurlandameistaratitilinn frá ár- inu 1901 og er Jóhann sjötti Islend- ingurinn sem hreppir hann:’ Baldur Möller 1948 og 1950, Friðrik Ólafsson 1953 og 1971, Ingi R. Jóhannsson 1961, Freysteinn Þorbergsson 1965, Margeir Pétursson 1987, Jóhann Hjartarson 1997. Við skulum líta á sigurskákina sem réð úrslitum á mótinu. Finninn reynir að rugla Jóhann í ríminu og JÓHANN Hjartarson varð Norðurlandameistari í skák og náði tíu og hálfum vinningi úr þrettán skákum, vann átta og gerði fimm jafntefli. verður talsvert ágengt í að flækja taflið. Peðsfórnin í 19. leik er at- hyglisverð því svartur verður á undan í liðsskipan og hefur frum- kvæðið. En Jóhann hrindir sókninni mjög örugglega og stendur uppi að lokum með auðunnið endatafl. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Westerinen, Finnlandi Aljekíns vörn 1. e4 - Rf6 2. e5 - Rd5 3. d4 - Rb6 4. a4 - a5 5. Rf3 - d5 6. exd6 (framhjáhlaup) 6. — cxd6 7. d5 - Ra6 8. Be3 - Bd7 9. c3 - Rc5 10. b3 — e6 11. dxe6 — fxe6 12. Ra3 - Be7 13. Rb5 - d5 14. Bf4 - Hc8 15. Rd6+ - Bxd6 16. Bxd6 - Re4 17. Be5 - 0-0 18. Hcl - Be8 19. Dd4 - Bh5!? Fórnar peði og Jóhann tekur hann á orðinu. Athyglisvert var 19. — Rc5 en þá virðist hvítur komast upp með 20. Bxg7 — Rxb3 21. Dg4 — h5 22. Dg3 og stendur vel. 20. Bxg7! - Hf7 21. Bh6 - Rd7 22. Be2 - Df6 23. Dxf6 - Hxf6 Eftir 23. - Rdxf6 er 24. Rg5! sterkt. 24. Be3 — Rdc5 25. Bxc5 — Hxc5 26. c4 - d4!? 27. Rxd4! - Bxe2 28. Kxe2 - Rxf2 29. Hhfl - He5+ 30. Kd2 - Re4+? Betra var 30. — Hg5 31. g3 — e5! sem var síðasta færi svarts. 31. Kc2 - Hg6 32. g3 - Hh5 33. Rf3 - Rd6 34. Hcdl - Rf5 35. Hd8+ - Kg7 36. Hel - Hf6 37. Hd7+ - Kh6 38. g4 - Hh3 39. g5+ - Kg6 40. gxf6 - Hxf3 41. f7 og svartur gafst upp. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.