Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 HAUKUR HREGG VIÐSSON + Haukur Hreggviðsson fæddist á Vopnafirði 9. maí 1948. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. október síðast- liðinn og fór útfðr hans fram frá Vopnafjarðarkirkju 11. október. Mig langar til að minnast í nokkr- um orðum frænda míns Hauks Hreggviðssonar sem lést 2. október síðastliðinn langt fyrir aldur fram. Fréttin um lát Hauks kom í sjálfu sér ekki á óvart en hann hafði átt við erfið veikindi að stríða. Hann hélt fullri reisn í veikindum sínum og var þar dyggilega studdur af eiginkonu sinni Cathy Ann Josep- son sem hann giftist árið 1995. Það er óhætt að segja að Haukur hafi verið glæsimenni á velli. Hon- um var einnig einkar margt til lista lagt og hafði mjög fjölbreytt áhuga- svið. Er þar af mörgu að taka en nefna má bækur, frímerki og nátt- úrufræði en Haukur var sérstakur áhugamaður um fuglalíf og bjó þar yfir yfirgripsmikilli þekkingu. Haukur var ávallt í sérstöku uppáhaldi í minni fjölskyldu. Þannig skipaði það alltaf sérstakan sess að heimsækja Hauk og fyölskyldu þegar farið var austur á bóginn en Haukur bjó um árabil í Mývatns- sveit og á Vopnafirði. Mér er einn- ig ljúft að minnast heimsókna Hauks til okkar í Reykjavík. Þá urðu jafnan fagnaðarfundir enda um mörg sameiginleg áhugamál að ræða, ekki síst söfnun gamalla bóka og frímerkja, einnig stangveiði, en hann var ötull safnari og átti virkan þátt í að vekja snemma áhuga minn á góðum bókmenntum. Haukur var gæddur ágætri frá- sagnargáfu og var manna skemmti- legastur í góðum hópi. Haukur var mjög minnisstæður persónuleiki og fjölhæfur maður sem ég minnist með mikilli hlýju. Ég og móðir mín viljum senda konu hans, börnum, foreldrum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Emil Breki og Hulda. Frændi vor og vinur, Haukur Hreggviðsson, er fallinn frá. Minn- ingar um gamlar samverustundir og símtöl streyma fram. Haukur var lærður vélvirki og starfaði að mestu við þá iðn. Honum var margt til lista lagt. Haukur tók þannig virkan þátt í áhugamanna- leikhópum bæði í Mývatnssveit þar sem hann bjó um árabil og á Vopna- firði. Fór hann þar með minnisstæð hlutverk. Ýmiss konar söfnun var Hauki einnig hugleikin þar á meðal bækur, frímerki og kvikmyndir. Þar var árangurinn með ólíkindum enda maðurinn eldhugi. Fuglafræði var Hauki sérstakt áhugamál og á þeim vettvangi var hann þekktur bæði meðal amatöra og fuglafræðinga. Fyrir nokkrum árum kynnist hann mikilli ágætiskonu af vestur- íslenskum ættum, Cathy Ann Jos- ephson, en þau giftust árið 1995. Þau bjuggu um hríð í Bandaríkjun- um en fluttu heim í árslok 1996. Þá kemur reiðarslagið þegar Hauk- ur greinist með krabbamein. Mér er hugstæð síðasta heimsókn mín til Hauks fáeinum dögum fyrir and- lát hans. Var hann þá að sinna áhugamálum sínum með frímerkja- bók í hendi. Þrekið var lítið en hug- urinn og lífsviljinn sterkur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokaliaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasima 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn s(n en ekki stuttnefni undir greinunum. t Litli drengurinn minn, barnabarn og bróðir, MARINÓ KRISTINN V. BJÖRNSSON, og sambýlismaður minn, sonur, faðir og bróðir, BJÖRN VALBERG JÓNSSON, sem létust af slysförum fimmtudaginn 9. október sl., verða jarðsungnir frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. október og hefst athöfnin kl. 13.30. Marfa Kristfn Þorleifsdóttir, Sigrfður Björnsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Jón Valberg Sigurjónsson, Þorleifur Kristinn Valdimarsson, Theodóra Þórðardóttir, Guðbjörg Pálmadóttir, Haukur Sölvason, Ásgerður Ottesen, Jóna Elfsabet Ottesen, Guðjón Valberg Björnsson, Sigrfður Kristfn Bjömsdóttir, systkini og frændsystkini. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug, og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS B. EINARSSONAR, Litlugrund, áður tll heimilis f Nóatúni 26. Kristján Gunnarsson, Anný Antonsdóttir, Þórir Gunnarsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Stefán Jónsson, Eva Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINIMINGAR Minningarnar verma og ég kveð góðan dreng með söknuði. Hugheil- ar samúðarkveðjur til eiginkonu, barna, foreldra og systkina. Rúnar. Það er sárt til þess að hugsa að einhver sjúkdómur sé svo skæður að hann geti lagt stóra og sterka menn að velli. Nú er frændi minn, hann Haukur Hreggviðsson horfinn yfir móðuna miklu eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Haukur var einn sá fyndnasti maður sem ég hef kynnst. Hann var mikill leikari í sér og safnari mikill, auk þess sem hann var mik- ill náttúruunnandi. Maður komst alltaf í gott skap þegar hann var nálægt. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik þegar hann kom í heim- sókn til okkar fyrir nokkrum árum. Við sátum öll við eldhúsborðið, Haukur, foreldrar mínir og ég, og spjölluðum um hitt og þetta. Pabbi var með gítarinn sinn og spilaði og söng fyrir okkur vísur, sem hann samdi. Haukur fór samstundis að leika eftir vísunum og þetta endaði náttúrulega með því að við ætluðum hreinlega að fá magakrampa af hlátri. Svo þegar fór að hægja um hláturinn þá fór Haukur að herma eftir fólki sem hann þekkti því hann var mikil eftirherma. Þegar Haukur gifti sig aftur árið ’95 í Hofskirkju í Vopnafirði gat mér ekki dottið í hug að næst þeg- ar ég kæmi inn í þessa kirkju væri það til að vera við jarðarförina hans. Með svo fátæklegum orðum kveðj- um við góðan frænda og vin, sem var mikið lífsverðmæti að fá að kynnast, góðan mann sem átti fáa sína líka. Við spyrjum hver tilgang- urinn sé, en það er fátt um svör. Við trúum því að þetta sé guðs vilji og að hann eigi eftir að gegna mikil- vægara hlutverki hjá honum. Elsku Kathy, amma og afí, börn Hauks og systkini, ykkur vottum við feðgin okkar dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur og vera ykkur miskunnsamur um ókomna tíð. Farðu í friði, elsku frændi. Sigrún og Grímur. HOLMFRIÐUR HEIÐBJÖRT AGNARSDÓTTIR + Hólmfríður Heiðbjört Agn- arsdóttir fæddist á Heiði, Gönguskörð- um, Skagafirði 6. sept. 1944. Hún lést í Sjúkrahúsi Skag- firðinga 13. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Agnar Hólm Jóhannesson, frá Heiði, f. 11. mars 1907, d. 3. septem- ber 1992, og Ásta Margrét Agnars- dóttir, f. 10. septem- ber 1916, búsett á Sauðárkróki. Systkini Hólmfríðar eru: Marisbil Hólm, f. 16. júní 1935, Agnar Búi, f. 2. mars 1937, Jóhannes, f. 11. september 1938, Benedikt, f. 8. febrúar 1940, Magnús, f. 28. október 1949, Ásta Margrét, f. 20. apríl 1951, Ingibjörg, f. 15. mars 1953, Anna Snæbjört, f. 9. sept- ember 1957, Sigurður Heiðar, f. 12. febrúar 1959, Sigfús, f. t Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Safamýri 42, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22. október sl. Þorsteinn Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Unnur Björk Gunnarsdóttir, Þröstur Þorsteinsson, Kristfn Gísladóttir, Hólmfrfður Berglind Þorsteinsdóttir, Kristfn Helga Þorsteinsdóttir, Brynjar Gauti Þorsteinsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, TORFHILDAR SIGURVEIGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Vfkurbraut 14a, Grindavík. Páll S. Eyþórsson, Guðrún Anna Pálsdóttir, Óskar Pálsson, Haukur R. Pálsson, Ingvar Pálsson, Vigdfs H. Pálsdóttir, Lovfsa H. Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Hrönn Pétursdóttir, Ástrós Reginbaldsdóttir, Anna Ó. Guðmarsdóttir, Þorkell Geirsson, 27. mars 1942, d. 29. nóvember 1963, Sigurður, f. 13. október 1946, d. 29. desember 1953. Eftirlifandi eig- inmaður Hólmfríð- ar er Jón Eiríksson, f. 8.1. 1929, Fagra- nesi, Skagafirði. Börn þeirra eru: Sigfús Agnar, f. 3. september 1966, Björn Sigurður, f. 15. febrúar 1969, Ásta Birna, f. 31. maí 1973, Brynjólf- ur Þór, f. 16. mars 1978, Jón Kolbeinn, f. 20. maí 1986. Börn Jóns frá fyrra hjóna- bandi eru: Eiríkur, f. 3. janúar 1958, Sigurjón, f. 2. desember 1958, Viggó, f. 13. október 1960, Sigmundur, f. 8. janúar 1962, Alda, f. 26. október 1964. Útför Hólmfríðar fór fram frá Sauðárkrókskirkju hinn 18. október síðastliðinn. Fríða mágkona hefur fengið hvíldina eftir baráttu við erfíðan sjúkdóm. Það er sárt til þess að hugsa að hún sé ekki með okkur lengur. Mig langar að minnast á þær góðu stundir sem við áttum saman, hestaferðirnar okkar sem voru nokkrar, sérstaklega ferðin sem við fórum með Hestamannafélaginu. Farið var fyrir Skagann og komið á Skagaströnd, sú ferð er ógleym- anleg; við skemmtum okkur vel, fengum gott veður og sungum mik- ið í ferðinni. Það var gaman að sjá hvað Fríða naut sín vel innan um hestana, einnig fórum við stuttar ferðir á hestum frá Fagranesi. Ýmislegt gat komið uppá en Fríða reddaði því alltaf ef eitthvað var. Fríða og ég fórum í tölvuskóla á sama tíma og áttum skemmtilegar stundir í skólanum með félögunum, það var alltaf fjör í skólanum hjá okkur. Fríða var sérstök, vildi öllum vel og afskaplega dugleg og ósérhlífín, alltaf var hún tilbúin að taka á móti gestum hvenær sem var, og ég var alltaf velkomin til Fríðu og Nonna í Fagranes. Ég var hjá Fríðu í nokkra daga þegar hún átti von á ferðafólki frá útlöndum, þá var nóg að gera, baka, elda og sauma og alltaf gat ég verið eins og heima hjá mér. Ég þakka þær stundir sem ég átti með Fríðu og kveð hana með söknuði, megi hún hvíla í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífðri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Elsku Nonni og börn, megi góður guð vernda ykkur og styrkja á þess- ari erfíðu stundu. Sigurbjörg Sigurðardóttir. í örfáum orðum langar mig að minnast hennar Fríðu frá Fagra- nesi í Skagafírði. Ég kynntist Fríðu fyrir rúmlega fímm árum, þegar Sigfús sonur hennar og dóttir mín Linda fóru að vera saman. Hennar eðlilega og elskulega framkoma gerði það að verkum, að það var svo auðvelt að þykja vænt um hana. í veikingum sínum sýndi hún ótrú- legan styrk og ærðuleysi og barðist fram á síðasta dag. Sárt er að hún skyldi tapa að lokum. Ég átti þess kost í fyrrasumar að dvelja í nokkra daga í Fagranesi hjá þeim Jóni og Fríðu. Þessir dagar voru yndislegir og leið mér strax, eins og heima hjá mér. Margt var spjallað við stóra eldhúsborðið og þykir mér vænt um að eiga þær minningar. í júlímán- uði sj. giftu þau sig, Sigfús og Linda og Ásta Bima og Þröstur, og er dýrmætt fyrir þau að Fríða var með þeim á þeim tímamótum. Um ieið og ég kveð Fríðu hinstu kveðju, votta ég Jóni og bömum hans og öllum ættingjum hennar og vinum, mína dýpstu samúð. Kristín Hjálmarsdóttir. ; 3 í ¥ h H 1 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.