Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ovönduð fréttamennska
á Stöð 2
Frá Þórði Sigurðssyni:
ÞAÐ stakk augu og eyru mín veru-
lega er ég varð vitni að mjög slakri
fréttamennsku hinn 4.10.97. Fréttin
kom frá fréttastofu Stöðvar 2 og
var um samtök í Bandaríkjunum sem
kalla sig Promise Keppers. Fréttin
fjallaði um fund sem samtökin héldu
og mörg hundruð þúsund karlmenn
víðs vegar að sóttu. í fréttinni á
Stöð 2 var ítrekað nokkrum sinnum
af fréttamanni að um væri að ræða
sértrúarsöfnuð og vakti það furðu
mína og fannst mér slíkt orðaval
með afbrigðum óábyrgt og einkenn-
ast af mikilli vanþekkingu.
Því það vill svo til, að ég hef heyrt
og lesið þó nokkuð um þessi sam-
tök. Þarna er í fyrsta lagi ekki um
að ræða neinn einn söfnuð. Samtök-
in eru samkirkjuleg og í þeim eru
karlmenn úr flestöllum kirkjudeild-
um í Bandaríkjunum, baptistar, met-
hodistar, lútherskir, kaþólikkar,
hvítasunnumenn og hinar ýmsu frí-
kirkjudeildir. í öðru lagi eru samtök-
in mjög virt í Bandaríkjunum og þau
talin sannkristin sem sést meðal
annars á því að aðildaraðilar eru úr
langflestum kirkjudeildum Banda-
ríkjanna. Þarna finnst mér frétta-
stofan hafa brugðist hlutverki sínu,
auk þess sem það var rangt með
farið að samtökin berðust gegn jafn-
rétti kvenna.
Annað hvort er þetta vegna van-
þekkingar Stöðvar 2 manna, vegna
þess að þeir flytja frétt á ákveðinn
hátt, um eitthvað sem þeir vita nán-
ast ekkert um.
Eða þá að Stöðvar 2 menn líta á
kristna trú sem sértrú sem þó kall-
ast þjóðtrú okkar íslendinga a.m.k.
á alþjóðavettvangi, hver svo sem
sannleikurinn er.
Eða þá að Stöðvar 2 menn hafa
tekið eigin afstöðu gagnvart þeim
málefnum sem Promise Keepers
betjast fyrir og vilja sýna íslensku
þjóðinni hversiags sértrúarpakk þeir
eru sem ekki eru sammála Stöð 2.
Hver svo sem ástæðan er þá finnst
mér að Stöðvar 2 menn ættu að
vanda fréttaflutning sinn betur. Þeir
hafa gert margt gott, verið með fjöl-
breyttan fréttaflutning o.s.frv.
Eg hef sjálfur hingað til verið
frekar hlynntur einkavæðingu sjón-
vaipsstöðva en ef fréttaflutningur
þeirra kemur til með að einkennast
af svona vanþekkingu, fordómum
eða hlutdrægni efast ég um að
einkavæðing sé til góðs.
Ég sá frétt um þennan sama fund
hjá þessum samtökum í fréttum Rík-
issjónvarpsins og fannst mér hún til
mikillar fyrirmyndar, hlutlaus útskýr-
ing atburða sem leyfði áhorfandanum
að draga sínar eigin ályktanir.
Ef Stöðvar 2 menn ætla að vera
með hlutlausan, ábyrgan og trúverð-
ugan fréttaflutning sem íslenska
þjóðin á að geta virt verða þeir að
gera miklu betur en þetta.
ÞÓRÐUR SIGURÐSSON,
Karlagötu 17, Reykjavík.
I
I
I
Málþing í Þjóðarbókhlöðu
Almenn íslensk orðabók,
staða og stefnumið
Á málþingi í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 25. október eru
orðabókarmál á dagskrá og verður fjallað um almenna íslenska
orðabók frá ýmsum sjónarhornum. Islensk orðabók Árna Böðv-
arssonar kom fýrst út árið 1963 og önnur útgáfa, aukin og bætt,
árið 1983. Nú er í undirbúningi þriðja útgáfa þeirrar orðabók-
ar. Islensk orðabók verður undirstaða umræðunnar á málþinginu,
en jafnffamt fjallað um þörfina fyrir íslensk-íslenska orðabók og
hlutverk slíkrar bókar á okkar tímum. Ymis álitaefni verða
rædd, bæði fræðilegar forsendur almennrar íslenskrar orðabók-
ar, þáttur hennar í íslenskri málstefnu og kröfur notenda í upp-
lýsingasamfélagi nýrrar aldar.
DAGSKRA MALÞINGSINS:
13.00-13.15 Setning. j*
13.15- 13.35 Mörður Árnason, íslenskufræðingur á Máli
og menningu: Endurútgáfa Jslenskrar oröa-
bókar“. Stefna - staða - horfur.
13.35- 13.55 Guðrún Kvaran, forstöðumaður Oröabókar
Háskólans: Uppruni orðaforöans í „íslenskri
f oröabók".
13.55- 14.15 Jón Hilmar Jónsson, ritstjóri á Oröabók Há-
skólans: Glíman viö oröasamböndin.
14.15- 14.35 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri
málfræði við Háskóla íslands: Málfræði í
oröabókum. Hvernig og til hvers?
14.35- 14.55 Kristín Bjarnadóttir, sérfræöingur við Orða-
bók Háskólans: Um skýringarorðaforðann.
14.55- 15.25 Kaffihlé.
15.25- 15.45 Döra Hafsteinsdóttir, ritstjóri orðabanka
íslenskrar málstöövar: Fagoröaforöinn.
15.45-16.05 Ásta Svavarsdóttir, ritstjóri á Orðabók Há-
skólans: Orðavai og notkunarleiöbeiningar.
Hvaö á aö gera viö tökuorð og slettur?
16.05-16.25 Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður ís-
lenskrar málstöövar: Málræktarhlutverk ís-
lenskrar oröabókar.
16.25- 16.45 Umræður og ráöstefnuslit.
Fundarstjóri verður Gunnlaugur Ingólfsson,
ritstjóri á Orðabók Háskólans.
Aðgangur er ókeypis og öllum heinrill.
Mál og menning Oröabók Háskólans
Orömennt, félag áhugamanna
um orðabókarfræði
Þroska-
þjálfar í
verkfall —
hvað þá?
Frá Þórunni Böðvarsdóttur, Árna
Má Björnssyni og Ernu Einarsdótt-
ur:
ÞROSKAÞJÁLFAFÉLAG íslands
hefur undanfarna mánuði staðið í
samningaviðræðum um launakjör
sín. Þessar viðræður hafa enn sem
komið er engum árangri skilað.
Félagsmenn greiddu atkvæði um
boðun verkfalls og þar voru 99,5%
félagsmanna í fylgjandi því að boða
til verkfalls hinn 3. nóvember nk.
hafi samningar þá ekki tekist.
í ljósi þessarar ákvörðunar
þroskaþjálfa viljum við benda á þau
áhrif sem verkfall hefur á starfsemi
þriggja stórra dagstofnana hjá
Styrktarfélagi vangefinna.
Styrktarfélag vangefinna rekur
meðal annars þijár dagstofnanir,
Bjarkarás, Lækjarás og Lyngás.
Ábyrgð á þroskaþjálfun og umsjón
með annarri þjónustu er í höndum
þroskaþjálfa. Lyngás veitir þjón-
ustu alvarlega fötluðum bötnum og
unglingum. Lækjarás er þjálfunar-
staður fyrir fullorðna alvarlega
þroskahefta einstaklinga og fjöl-
fatlaða og Bjarkarás er hæfíngar-
stöð fyrir fullorðið þroskaheft fólk
og fjölfatlað. Á þessum stöðum er
veitt einstaklingsmiðuð og mjög
sérhæfð þjónusta fyrir 132 fatlaða
einstaklinga.
Ef til verkfalls kemur mun það
hafa mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir þetta fólk. Dagstofnunum
verður lokað og þá missa þessir
einstaklingar alla dagþjónustu sem
þeir eiga rétt á. Um helmingur
þeirra býr í foreldrahúsum og skap-
ast þar strax mikið álag á alla fjöl-
skylduna. Aðrir búa til dæmis á
sambýlum eða vistheimilum barna
og þangað mun þurfa að kalla inn
starfsfólk til að sinna þeim sem
annars væru í burtu á daginn.
Kjarni málsins er sá að fatlaðir
missa þjónustu sem þeir eiga rétt
á og geta ekki barist fyrir sjálfir
og aukið álag og kostnaður flyst
yfir á heimili þeirra. Við viljum því
skora á stjórnvöld að leysa þessa
deilu hið bráðasta og forðast með
því mikla erfíðleika sem af verk-
falli þroskaþjálfa hljótast.
ÞÓRUNN BÖÐVARSDÓTTIR,
forstöðumaður Lyngáss,
ÁRNIMÁR BJÖRNSSON,
forstöðumaður Bjarkaráss,
ERNA EINARSDÓTTIR,
forstöðumaður Lækjaráss.
Stöndum
vörð um
Ríkisút-
varpið
Frá Kristni Breiðfjörð:
ÉG VIL þakka Bergþóru Sigurðar-
dóttur, lækni, kærlega bréf hennar
til blaðsins, sem birtist í dag, 17.
okt., um Ríkisútvarpið og pistla Elsu
B. Valsdóttur, sem er með sífelldar
árásir á Ríkisútvarpið og virðist vera
með það í sínum huga sem óvin nr. 1.
Ég tek undir skrif Berþóru, sem
eru eins og úr mínu hjarta. Við eigum -*■
að standa vörð um Ríkisútvarp og
Sjónvarp og við ætlumst til þess af
Utvarpsráði að það og aðrir stjórn-
endur þar á bæ standi vörð um það
og menntamálaráðherra hætti að
standa gegn öllu sem gæti orðið því
til hagsbóta, m.a. ætti hann að veita
leyfi til að Sjónvarpið flytji í Útvarps-
húsið, það er alltaf verið að tala um
hagræðingu, því ekki að nota þetta
tækifæri til að hagræða og spara,
en þessi aðgerð myndi skila sér fljótt,
eins og sýnt hefur verið fram á.
Bestu kveðjur til Bergþóru.
KRISTINN BREIÐFJÖRÐ,
Fremristekk 11, Reykjavík.
Viö styöjum
Prófkjör sjdlfstœöismanna 24.-25. október
Ari Edwald
aðstoðarmaöur sjávarútvegsráðherra
Auður Finnbogadóttlr
viöskiptafræðingur
Ásbjörn Jónsson
nemi
Ásdís Halla Bragadóttir
formaöur SUS
Ásgeir Jónsson
teiknari
Áshildur Bragadóttir
stjómmálafræöingur
Björn Ársæll Pétursson
verkfræöingur
Davið Stefánsson
stjórnmálafræöingur
Eyþór Þóröarson
eldri borgari
Guðrún Pétursdóttir
háskólakennari
Hallgrímur Óskarsson
verkfræöingur
Hanna I. Sigurgeirsdóttir
verslunarmaöur
Heiðrún Hauksdóttir
Helga Egla Björnsdóttir
ferðafræðingur
Hrefna Ingólfsdóttir
fyrrv. formaöur Hvatar
Illugi Gunnarsson
formaður Heimdallar
ísól Fanney Ómarsdóttir
skrifstofumaður
Jóhannes Kr. Kristjánsson
starfsmaður Jafningjafræösiunnar
Kristbjörg Héðinsdóttir
nemi
Lísa Karen Yoder
lögfræðingur
Margrét Ilalldóra Sveinsdóttir
fulltrúi og húsmóðir
Ottó Örn Pétursson
fyrrv. fjármálastjóri
Ólöf Sigurgeirsdóttir
aðalbókari
Páll Örn Líndal
sölustjóri
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson
Ragnar Sær Ragnarsson
leikskólastjóri
Rósa Jónasardóttir
viðskiptafræðingur
Rúnar Björgvinsson
verkamaður
Sigríður Hannesdóttir
leikkona
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
íþróttakennari
Soffía Kristin Þórðardóttir
varaformaður Heimdallar
Sveinn Ásgeirsson
framkvæmdastjóri
Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Valdimar Kristinsson
viðskiptafræðingur
Valgarður Egilsson
læknir
Vilhjálmur Jens Árnason
heimspekingur
Þ. Orri Baldursson
skrifstofústjóri
Þór Sigfusson
hagfræðingur
Þórir Kjartansson
MBA
Unga og öfluga konu
í borgarstjórn!