Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Hvaðan koma Israelsmenn? Frá Benjamín HJ. Eiríkssyni: ÁRIÐ 1993 sendi hinn nýkjömi bisk- up, séra Karl Sigurbjömsson, frá sér bók um lífið og dauðann: Hvað tek- ur við þegar ég dey? í bókinni legg- ur séra Karl áherzlu á það, að menn sem deyi endurfæðist ekki hér á jörð. En kirkjan lofar hinum trúuðu eilífu lífi. í ritdómi sem ég fékk birt- an í Pressunni hinn 2. 12. s.á. sýndi ég fram á það, að Biblían boðaði endurfæðingu mannsins til nýrrar jarðvistar, ennfremur að þetta væri skoðun fræðimanna Gyðinga. Guð- fræðinemamir virðast hættir að lesa Biblíuna, nema þá valda kafla. Þeir virðast því ekki vita þetta, enda ekki kennt það. Þó segir Jesús: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Hann sagð- ist myndi neyta með þeim af ávexti vínviðarins í guðsríki. Ekki er vitað til þess að hann vaxi annarsstaðar en hér á jörð (Matt. 26;29.) En það er þetta með Gyðingana. Þeir þyrpast til hins endurreista ísra- elsríkis, í samræmi við spádóma Biblíunnar. En hvaðan koma þeir? Svörin em víða í Biblíunni. Ég ætla að vitna í fáein orð í Spádómsbók Esekíels. í 37. kapítula er hin fræga saga af dauðu beinunum. Guð skipar spá- manninum að mæla af guðmóði yfir beinunum. Beinin em „allir ísraels- menn.“ Þannig lætur Guð lífsanda í ísraelsmennina. „Mæl því í guðmóði og seg við þá: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég vil opna grafír yðar, og láta yður rísa upp úr gröfum yðar, þjóð mín, og flytja yður inn í ísraelsland, til þess að þér viðurkennið að ég er Drottinn, þegar ég opna grafir yðar og læt yður rísa upp úr gröfum yðar, þjóð mín. Ég hefi talað það, og mun framkvæma það, segir Drottinn." Þá vitum vér það: ísraelsmenn koma úr gröfunum. Þeir hafa því áður verið jarðaðir hér á jörð; ef að líkum lætur lifað hér áður. Þessa dagana era þeir því að rísa upp hér á jörð, þvert ofan í orð nýkjöma biskupsins, en samkvæmt orði Guðs. „í því - ísraelslandi - skulu þeir búa og börn þeirra og bamabörn til eilífðar, og þjónn minn Davíð skal vera höfðingi þeirra eilíflega." - Svo að Davíð verður að endurfæðast aftur og aftur. „Og bústaður minn skal vera hjá þeim og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð - og helgi- dómur minn verður meðal þeirra eilíflega." Hvemig fara menn að því að sjá svona furðulega hluti gerast, til dæmis endurfæðingu Ísraelsríkis? Jú! Það gera menn með því að opna augun fyrir atburðum sam- tímans - og opna biblíuna - og lesa. BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON Ljóska Ferdinand tif&nrjfaL-, öncSL- XoU \ DROPPEP) (rat^) N0W, Y0U HAVET0 5AV, ''ONCE A6AIN I TAKE PEN IN HANP, BUT I PR0PPED IT..50 0NCEM0RE I TAKE PEN IN UAND.." ( N ó ) 'isn't there S0METHIN6 ELSE YOU COULP BE D0IN6 ? ( iw J ( c j K Kæri pennavinur, einu Þú misstir hann. sinni enn tek ég mér penna Árans! í hönd. Nú verðurðu að segja: Er ekki eitthvað annað „Einu sinni enn tek ég mér sem þú getur gert? penna í hönd en ég missti hann .. .svo að einu sinni enn tek ég mér penna í hönd... Alþingismenn - Afnemið misréttið Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: ÉG KVARTA ekki undan því að borga þau opinbem gjöld, sem á mig em lögð, en mér finnst óhæfa að fá ekki að njóta sömu réttinda og þeir, sem aðhyllast trúarbrögð og fá svo- nefnd sóknargjöld yfírfærð til klúbb- starfsemi sinnar. Það era meðal ann- arra ásatrúarmenn, bahaiar, múslím- ar, en fyrst og síðast þó meðlimir þjóðkirkjunnar. Hvers eiga hinir að gjalda, þ.e. þeir sem aðhyllast engin trúarbrögð? Hér skortir sannarlega á jafnrétti þegnanna. Ég hlustaði eitt sinn á umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju, þar sem talsmenn ýmissa trúfélaga skýrðu viðhorf sín til sambands ríkis og trú- arbragða. Það vakti athygli mína, að talsmaður þjóðkirkjunnar (sr. Jakob Hjálmarsson), lagði sérstaka áherslu á að, þótt ríki og kirkja yrðu aðskil- in, mætti enginn sleppa við sóknar- gjöldin með því að taka sér stöðu utan trúfélaga, en fulltrúar hinna trúfélaganna höfðu engar áhyggjur af því, að þeirra liðsmenn flykktust úr söfnuðunum til að spara sér þess- ar krónur. Það er siðblinda þegar atvinnutrúarmennimir í þjóðkirkj- unni hreykja sér af, að þeirra söfn- uði tilheyri meir en 90% þjóðarinnar, og láta sér vel líka að þeir fari með ráðstöfunarréttinn á sóknargjöldum okkar, sem stöndum utan trúfélaga. Þeir skipa meirihlutann í Siðfræði- stofnun Háskóla íslands, sem ráð- stafar sóknargjöldum okkar. Nú er af fjárhagsástæðum talið nauðsynlegt að skerða heilbrigðis- þjónustuna, en þó heldur íslenska rík- ið úti heilli stétt manna til að rausa um handanheiminn, sem þessir at- vinnupredikarar þekkja þó ekki betur en hver annar, og nægir peningar vom á sínum tíma til að skipa i embætti Evrópuprests til að breiða yfir ósættið í þjóðkirkjunni. Ég hef þegar beint hógværum spumingum varðandi sóknargjöld mín til umboðsmanns alþingis, menntamálaráðherra, forseta Sið- fræðistofnunar HÍ og fleiri án þess þó að fá önnur svör en þau að lögin séu ótvíræð. Ég verð að taka það trúanlegt, en lög em ekki alltaf full- komin, og þau þarf stundum að laga, svo sem löggjafinn hefur viðurkennt eftir lyktir frægra mála, þeirra Þor- geirs Þorgeirssonar og Jóns Kristins- sonar. Þetta mál snýst ekki um laga- bókstaf, heldur um htit, hvort þeir, sem hafna hinum viðteknu trúar- brögðum eigi að njóta sömu mann- réttinda og „trúarhetjurnar", varð- andi ráðstöfunarrétt á hluta af skött- um sínum til félagsmála að eigin vali. Mér er ekki ljúft að fara niðrandi orðum um lífsviðhorf annars fólks, en hvað þarf að gera til að fá fram málefnaleg viðbrögð við kröfunni um að trúleysingjar njóti sömu réttinda og aðrir, þ.e. að Siðfræðistofnun HÍ sé ekki fremur á þeirra framfæri en annarra. Krafan um aðskilnað ríkis og kirkju er góðra gjalda verð. Hún er nú þegar studd af meirihluta þjóð- arinnar og sem betur fer í sókn. En SARK (þ.e. Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju) þurfa að setja á odd- inn kröfu um að ekki megi láta hóp fólks með sérstök viðhorf til trúmála taka á sig fjárhagslegar byrðar, sem í eðli sínu em þjóðfélagsins alls. JÓN HAFSTEINN JÓNSSON, fv. menntaskólakennari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.