Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 23 ERLENT Reuters NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, í fylgd Muammars Gaddafis, i heimsókn sinni til Líbýu. Mandela ætlar aftur á fund Gaddafis Trípolí. Reuters. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, ræddi við Muammar Gadd- afi, leiðtoga Líbýu, í þijár klukku- stundir í Trípolí í fyrrakvöld og lýsti því yfir að þeir hygðust efna til ann- ars fundar á næstu dögum þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjastjórnar við heimsókn hans. Mandela vildi ekki tjá sig frekar um viðræðurnar en suður-afrískir og iíbýskir embættismenn sögðu að þeir hygðust ræða refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Líbýu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mand- ela heimækir Líbýumenn frá því hann varð fyrsti forseti Suður-Afr- íku úr röðum blökkumanna árið 1994. Hann faðmaði Gaddafi að sér og kyssti hann á kinnarnar þegar þeir heilsuðust. „Þessi maður hjálp- aði okkur þegar við stóðum einir, þegar þeir sem segja að ég hefði ekki átt að koma hingað aðstoðuðu óvininn [stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku],“ sagði Mandela við fréttamenn. „Þeir sem segja að ég ætti ekki að vera hér eru án siðferðiskennd- ar,“ bætti forsetinn við og vísaði _til gagnrýni Bandaríkjastjórnar. „Ég ætla ekki að sameinast þeim í sið- ferðisskortinum." Lýst sem „dýrlingi" Gesturinn fékk mjög hlýjar við- tökur í Líbýu og Gaddafi lýsti því yfir að Mandela væri „dýrlingur". Forsetinn hélt síðan landleiðina til Túnis í gær og þaðan hugðist hann fara til Edinborgar og sitja þar leiðtogafund samveldislandanna, sem hefst í dag. Hann kvaðst ætla ræða aftur við Gaddafi á heimleið- inni eða „skömmu síðar“. Sassou til Brazzaville Brazzaville. Reuters. DENIS Sassou Nguesso, nýr vald- hafi í Kongó, kom til höfuðborgarinn- ar Brazzaville í gær. Sassou hefur dvalið í heimaþorpi sínu, Oyo, frá því stuðningsmenn hans hröktu Pascal Lissouba, lýðræð- islega kjörinn forseta landsins, frá völdum í síðustu viku. Sassou var fagnað af syngjandi stuðningsmönnum við komuna. Hann mun taka formlega við stjórnar- taumunum á laugardag. Sassou, sem hafði verið forseti landsins í 14 ár er Lissouba bar sig- urorð af honum í kosningum árið 1992, naut stuðnings Angólastjórnar í nýafstöðnu borgarastríði. Borgarastríð hefur verið háð í Kongó síðustu fjóra mánuði og kost- að þúsundir landsmanna lífið. Starfsmenn Rauða krossins vinna enn við að leita að líkum og jarð- setja þau. Lissouba er nú í útlegð í Burkina Faso. Askorun Við skorum á sjálfstæðismenn í Reykjavík að sameinast um að veita konum brautargengi í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkurinn sem fyrstur gerði konu að ráðherra og borgarstjóra hlýtur að leggja metnað sinn í að heilsa nýrri öld með sjálfstæðiskonu við stjórnvölinn í Reykjavík. Arndís Jónsdóttir fv. formaður Landssamb. sjálfstæðiskvenna Auður Auðuns fv. borgarstjóri, alþingis- maður og ráðherra Bessí Jóhannsdóttir fv. formaður Hvatar Birna Friðriksdóttir fv. formaður Landssamb. sjálfstæðiskvenna Björg Einarsdóttir fv. formaður Hvatar Ellen Ingvadóttir formaður Landssamb. sjálfstæðiskvenna Erna Hauksdóttir fv. formaður Hvatar Halldóra J. Rafnar fv. formaður Landssamb. sjálfstæðiskvenna Hulda Valtýsdóttir fv. borgarfulltrúi Ingibjörg Þ. Rafnar fv. borgarfulltrúi Katrín Fjeldsted fv. borgarfulltrúi Lára M. Ragnarsdóttir alþingismaður Margrét S. Einarsdóttir fv. formaður Landssamb. sjálfstæðiskvenna Ragnhildur Helgadóttir fv. alþingismaður og ráðherra Salome Þorkelsdóttir fv. forseti Alþingis Sigríður A. Þórðardóttir alþingismaður og fv. formaður Landssamb. sjálfstæðiskvenna Sigurlaug Bjarnadóttir fv. alþingismaður og fv. form. Landssamb. sjálfstæðiskvenna Þórunn Gestsdóttir fv. formaður Landssamb. sjálfstæðiskvenna switz£«-w'‘d iANCASTtU ,»^/jstór [errári M- yiadu»W/l',l JOOP'. n . / n/UUá/ ] v:\KNA adidas /977- /997 Bogner ^ a\GNHP y/í/ 'Á ,ll.SANDER ÞÖKKUM ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR ÁNÆGJULEGT SAMSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.