Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 1
116 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 275. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters ÓBREYTTUR íbúi írösku höfuðborgar- innar ber matvælaskammt fjölskyldu sinnar á öxlinni í gær. Kofi Annan vill auka olíusölukvóta Iraka Baghdad, Brussel. Reuters KOFI Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), lagði í gær til að Irökum yrði leyft að selja aukið magn olíu til að fjármagna kaup á lyfjum og matvælum, en sam- komulag sem er í gildi um þessa undanþágu frá viðskipta- banni SÞ á Irak rennur út í lok vikunnar. Hámarkið á olíusöluna mið- ast nú við tvo milljarða banda- ríkjadala á hálfu ári, en sér- fræðingar SÞ, írösk stjórnvöld og fleiri aðilar eru þeirrar skoð- unar að þessi upphæð sé of lág til að duga til að lina þjáningar óbreyttra borgara í írak, sem líða skort vegna viðskipta- bannsins. Saddam Hussein ber ábyrgðina William Cohen, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, vísaði hins vegar allri ábyrgð á þján- ingum Iraka á bug í gær. Hann sagði það vera á ábyrgð Sadd- ams Husseins en ekki Banda- ríkjanna eða SÞ ef böm í Irak létust vegna viðskiptabannsins. Þá sagði hann Bandaríkin hafa dregið úr hemaðarviðbúnaði sínum við Persaflóa undanfarna viku þótt þeir mundu ekki fai-a frá svæðinu fyrr en írakar hefðu hætt öllum feluleik. Mohammed Saeed al-Sahaf, utanríldsráðherra Iraks, sagði í gær að írakar mundu leggjast gegn endurnýjun samkomulags- ins í óbreyttri mynd. Samkomu- lagið hefði ekki reynst vel og einungis 5% þein-a afurða, sem írakar hefðu fest kaup á, skilað sér. Þá sagði hann íraksstjóm hafa sent Annan tillögur að breytingum á vinnureglum þeirrar nefndar SÞ sem fjallar um viðskiptabannið og undan- þágur frá því. Reuters OLÍURÁÐHERRAR fara með bæn í lok fundar OPEC-ríiqanna. Olía lækkar Jakarta. Reuters. OLÍA lækkaði talsvert í verði í gær í beinu framhaldi af þeirri ákvörðun Samtaka olíufram- leiðsluríkja (OPEC) að auka ol- íuframleiðslu. Olíuráðherrar OPEC-ríkj- anna samþykktu á laugardag að lyfta hinu opinbera þaki á ol- íuframleiðslu úr 25 milljónum fata á dag í 27,5 milljónir frá og með næstkomandi áramótum og gildir það fyrstu sex mánuði ársins 1998. Endurspeglar raunverulega olíusölu Sérfræðingum um olíuvið- skipti kom í opna skjöldu hversu mikið þakið var hækkað þar sem fjölmörg aðildarríkja samtakanna voru því mótfallin. Nýju kvótarnir þykja hins veg- ar endurspegla raunverulega olíuframleiðslu. Þykir sérfræð- ingum því líklegt að enn eigi framleiðslan eftir að aukast og muni nema a.m.k. milljón fata umíram framleiðsluþakið í byrjun næsta árs. Sádi-Arabar eru helstu hvatamenn að aukinni olíu- framleiðslu. Þó svo að fyrstu viðbrögð markaðarins séu að olía lækki búast þeir við að markaðurinn taki aukningunni án verðlækkunar þegar til lengri tíma er litið og verð haldist í um 20 dollurum fatið. Ráðstefna SÞ um loftslagsbreytingar hófst í gær Ósveigjanleiki í samningsafstöðu Kyoto. Washington. Reuters. BANDARISKIR ráðamenn gáfu við upphaf ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Kyoto í Japan í gær ósveigjanlega samningsafstöðu til kynna með því að fullyrða að þeir myndu hundsa hvers konar samkomulag sem þeir teldu ekki raunhæft í framkvæmd. Um 1.500 opinberir fulltrúar fleiri en 150 ríkja hafa nú safnazt saman í Kyoto ásamt um 5.000 fulltrúum umhverfisverndarsamtaka og 3.000 blaða- og fréttamönnum með það að markmiði að ná samkomulagi um aðgerðir til að minnka loftmengun og draga úr gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu sem valda upphitun loft- hjúpsins með óíyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir loftslag á jörðinni. Stefnt er að því að samkomulagið feli í sér bindandi mörk á útblástur koltvísýrings og fleiri lofttegunda, sem valda gróðurhúsaáhrifunum. Gore til Kyoto Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði blaðamönnum í Was- hington frá því að varaforsetinn A1 Gore, sem er álitinn sterkur málsvari umhverfísvemdar, verði viðstaddur síðustu daga ráðstefn- unnar. Clinton tók þó skýrt fram að Gore færi ekki til Kyoto með neitt sér- stakt samningsumboð; hans hlut- verk yrði aðeins að gefa samnings- afstöðu Bandaríkjamanna meira vægi. Clinton lét þó engan vafa leika á því að Bandaríkin myndu fara sínar eigin leiðh- ef þeim þætti niðurstaðan ekki viðunandi þegar hinum tíu daga löngu samningavið- ræðum lýkur. ■ Átök ESB/27 Winnie tengd morði á lækni Jóhannesarborg. Reuters. VIRT baráttukona gegn aðskilnað- arstefnunni í Suður-Afríku bar í gær vitni fyrir Sannleiks- og sátta- nefndinni í hag Winnie Madikizela- Mandela, sem sökuð er um að tengj,- ast tveimur morðmálum. Skömmu síðar kom fyrir nefndina dæmdur morðingi sem fullyrti að hún hefði gefið sér skipun um að myrða Abu Baker Asvat lækni. Þá sakaði lög- maður nefndarinnar Winnie og stuðningsmenn hennar um að ógna vitnum og fullyrti lögmaður einn að sér hefðu borist líflátshótanir frá stuðningsmönnunum. Neitar að hafa fyllt út Iæknaskýrslu Albertina Sisulu, sem fór fyrir Sameinuðu lýðræðisíylkingunni er barðist gegn aðskilnaðarstefnunni og var jafnframt læknaritari As- vats, neitaði að Winnie hefði komið á skrifstofu Asvats læknis í Soweto skömmu áður en hann var myrtur í janúar 1989. Þá neitaði Sisulu að hafa fýllt út læknaskýrslu hennar en reynist skýrslan rétt sannar hún að Winnie fór með rangt mál er hún fullyrti að hún hefði ekki verið nærri heimili sínu þegar Stompie Seipei, fjórtán ára, var myrtur. Tengdist læknirinn dauða Seipeis? í síðustu viku fullyrtu vitni að Winnie hefði fyrirskipað að Seipei skyldi líflátinn og að hún hefði kraf- ist þess hins sama varðandi lækn- inn Asvat, þar sem hann hefði skoð- að lík drengsins og tengt hana dauða hans. Segja vitni að komið hafí til háværs rifrildis milli Winnie og Asvat á læknastofu hans nokkrum klukkustundum áður en hann féll fyrir morðingjahendi. Reuters Krefjast PALESTÍNSKAR konur efndu til mótmælaaðgerða á Gaza- svæðinu í gær og skoruðu á Israelsstjórn að láta lausa syni sína, sein eru pólitískir fangar í Israel. Hafði ein lausnar kvennanna meðferðis mynd af syni sínum. Rúmlega 4.000 Palestínumenn sitja í ísraelsk- um fangelsum. ■ Hafna tiIlögum/25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.