Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 35 skatt- um ?lfflna að rétt væri að ms almennings gagn- >aksvið þessarar hug- ynvart skattheimtu- mm. réttarins, vísað frá vegna ýmissa galla og þegar upp var staðið greiddi skatturinn skattborgaranum. Þegar þetta kom í ljós sagði Carst- en Koeh, ráðherra skattamála í Dan- mörku, að ekki væri útilokað að kraf- an um árangur hefði leitt til þess að skattheimtan hefði tekið upp hæpin mál og það hefði síðan fengist stað- fest fyrir dómstólum. „Með öðrum orðum þorir skattaráðherra landsins ekki að útiloka að embættismenn hans ofsæki borgara með skattamál- um, sem ekki fá staðist, til þess eins að fá punkta samkvæmt kröfunni um árangur," sagði í Jyllandsposten. Hryllingssögur frá Bandaríkjunum Mestu hryllingssögurnar af yfir- gangi skattyfírvalda berast hins veg- ar frá Bandaríkjunum. Fjármála- nefnd öldungadeildar Bandaríkja- þings hélt í september vitnaleiðslur þar sem hvert vitnið á fætur öðru lýsti valdníðslu skattheimtunnar (IRS). „Sumir starfsmenn skatt- heimtunnar eru óþokkar á flókaskóm, sem hundelta þá, sem minna mega sín, falsa úttektir, fela sig bak við dul- nefni og fara með ránum og grip- deildum gegn bandarískum skatt- borgurum,“ sagði í upphafi fréttar í dagblaðinu The Chrístian Science Monitor um vitnaleiðslurnar 26. sept- ember. Sem dæmi um vitnis- burð um yfirgang IRS var verktaki, sem ákvað að sækjast ekki eftir að fá 50 þúsund dollara, sem skatturinn hafði gert upp- tæka að ósekju, vegna þess að það hefði orðið dýrara að leita til dóm- stóla og kona, sem sagði að maður sinn hefði einfaldlega borgað 11 þús- und dollara, sem hann skuldaði ekki, til þess að koma í veg fyrir að skatt- heimtan lokaði verslun hans. Hyggjast efla umboðsmanninn Starfsmenn IRS báru vitni faldir bak við skenna til þess að yfirmenn gætu ekki borið kennsl á þá og hegnt þeim fyi'ir lausmælgina. Bandaríkjamenn hafa sérstakan hann tilheyrir skattyfirvöldum og eins og dæmin sýna hefur hann ekki gert ýkja mikið gagn. Talsmaður fjár- málanefndarinnar, sem stóð fyrir vitnaleiðslunum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú væru uppi hugmyndir um að efla stöðu umboðs- mannsins og auka sjálfstæði hans. Talsmaðurinn, sem ekki vildi láta nafns getið, sagði að kvörtunum vegna yfirgangs bariflaríski'a skatt- heimtumanna linnti ekki, þótt mál þetta væri ekki jafn áberandi í fjöl- miðlum og þegar vitnaleiðslurnar stóðu yfir. Sjálfstætt embætti á Bretlandi Bretar stofnuðu sjálfstætt dómara- embætti til að veita skattheimtunni aðhald árið 1993. Yfirmaður stofnun- arinnar er Elizabeth Filkin, en næst- ur henni er Michael Savage, sem sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að stofnuninni hefði ekki verið komið á fót vegna ákveðins máls, heldur að frumkvæði Johns Majors, þáverandi forsætisráðherra, sem vildi að opinberai- stofnanir legðu meiri áherslu á þjónustu við almenning. „Ríkisstjórnin ákvað að það þyrfti að vera skýrari skuldbinding um að ríkisstofnanir ættu að veita fólki þjónustu, sem þegar var skilgreind," sagði Savage. „Þar á meðal var að fyrir hendi ætti að vera leið til að leita réttar síns, sem væri aðgengileg og vel kynnt. Þar sem unnt væri ætti hún að vera sjálfstæð.“ Afleiðingin var sú að skattheimtan ákvað að fara þá leið að fá hlutlausan og sjálfstæðan dómara og haldin var opinber samkeppni. Niðurstaðan vai- sú að Filkin var skipuð dómari í maí 1993. Hafði hún þá unnið við að að- stoða borgara við að leita réttar síns, en naut einnig reynslu úr einkageir- anum. Árið 1995 bættust tollyfirvöld og sú stofnun, sem fer með trygg- ingaframlög, á könnu Filkin. „Þetta eru þrjár stofnanir, sem all- ar fást við skattheimtu í einhverri mynd,“ sagði Savage. „Hver þessara stofnana gerði samning við Filkin um að hún liti á klögumál, sem þeim hefði ekki tekist að leysa. Þessai- stofnanir samþykktu að fallast á öll hennar til- mæli nema í algerum undantekning- artilfellum. Til þessa hafa þær kyngt öllum hennar tilmælum, þótt oft hafi það verið erfitt." Hann sagði að kæmi til þess að ein- hver stofnananna maldaði í móinn myndi Filkin hlýða á rökin í málinu, en væri hún ekki sammála myndi hún fara með málið í blöðin. „Hún getur ekki verið sjálfstæð og óháð án þess að gera almenningi grein iyrir því að hún sé í andstöðu við stofnanirnar," sagði Savage. Hinn sérskipaði dómari fjallar ekki um upphæð skattlagningar eða gjald- þrotamál nema með tilliti til þess að rétt hafi verið að málum staðið og öll- um reglum fylgt. Savage sagði að embættið hefði frá upphafi rannsakað um 2700 skattamál. Gagnrýni á skattinn Þegar Filkin gaf út ársskýi'slu sína í september sagði hún að oft væru skattheimtumenn síður en svo hjálp- samir. „Þær stofnanir, sem ég fjalla um, hafa enn ekki skilið að það er hvemig þær fara með fólk, fremur en hvort þær hafa fylgt reglum og reglu- gerðum, sem fær fólk til þess að kvarta við mig,“ sagði hún þá. „Allt of oft er það kaldranaleg meðferð kvört- unar, sem gerir illt verra fyrir þann, sem hefur þegar orðið fyrir barðinu á mistökum." Savage sagði að stofnanimar þrjár hefðu bætt sig örlítið frá því að staða Filkin varð til. Tæplega helmingur mála hefði gengið gegn skattheimtunni. En hlutverk dómarans væri ekki aðeins að reka mál heldur einnig að benda viðkom- andi stofnunum á það hvernig bæta megi þjónustuna. Hann sagði að forðast hefði verið að fai-a að fyrirmynd umboðsmanns þings, sem víða annars staðar ætti að gæta réttar borgaranna gegn skattyf- irvöldum. Áhersla væri lögð á það að taka vel á móti fólki og þess vegna væri meðal annars farið yfir kvartan- ir sem bærust áður en reynt hefði verið til þrautar að fara hefðbundnar leiðir. „Við teljum að það sé sjálfsögð þjónusta," sagði hann. Hugleiða rétt skattborgara en ekki alltaf vald rfkisins Drög lögð að reglulegum fundum leiðtoga Rússa, Frakka og Þjóðverja Reuter BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti tekur á móti Helmut Kohl Þýskalandskanslara við komuna til Moskvu. Brugðist við yfirburð- um Bandaríkianna Boðað hefur verið til fundar leiðtoga Rúss- lands, Þýskalands og Frakklands á næsta ári. Ásgeir Sverrisson seffir hugmyndina ekki síst þá að bregðast við sívaxandi áhrif- um Bandaríkjamanna í Evrópu. LEIÐTOGAR Rússlands, Þýskalands og Frakklands munu koma saman til fund- ar í Jekaterínborg í Úral- fjöllum á fyrri hluta næsta árs og þar mun, samkvæmt skilningi Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, fæðast nýtt bandalag þessara þriggja ríkja. Jeltsín kynnti fyrst þessa hugmynd sína um hinn „nýja pólitíska þríhyrn- ing“ í Evrópu í októbermánuði en Ijóst er að með þessu vill Rússlands- forseti bregðast við stækkun Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til austurs auk þess sem hann telur nú mikil- vægt að vinna gegn sívaxandi áhrif- um Bandaríkjamanna. Ákvörðun um reglulega fundi leið- toga þessara þriggja ríkja var tekin á sunnudag er Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hélt til Rússlands til óformlegs fundar við Jeltsín forseta. Viðræður þeirra fóru fram í Zavidovo þar sem er að finna veiðilendur for- setans, um 100 kílómetra frá Moskvu. Fór vel á með þeim enda ríkh' með þeim persónuleg vinátta auk þess sem Kohl er mikilvægasti bandamað- ur Jeltsíns í Vestur-Evrópu. Jekaterínborg hug- mynd Chiracs Leiðtogarnir ræddust við í um 90 mínútur og náðu samkomulagi um að koma árlega saman til tvíhliða fundar með helstu ráðherrum sínum. Jafn- framt var leiðtogafundurinn í Jeka- terínborg ákveðinn þótt dagsetning liggi ekki íyrir. Það var Jacques Chirac, forseti Frakklands, sem lagði til að fundurinn færi fram þar en þeir Jeltsín ræddust við í síma á laugar- dag. Jekaterínborg verður því mjög í sviðsljósinu á næsta ári því auk þess sem þessi nýja „þrenning" mun koma þar saman verður þess minnst er 80 ár verða liðin frá því að rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi þar í júlímánuði 1918. Á síðustu mánuðum hefur Jeltsín forseti einkum beint ki'öftum sínum að því að bæta samskiptin við Kín- verja, Frakka og Þjóðverja. Hann lít- ur sýnilega svo á að þeir Chirac og Kohl séu mikilvægustu bandamenn hans í Evrópu og báðir hafa þeir leið- togarnir látið í ljós vilja sinn til að koma Jeltsín til aðstoðar enda fer efnahagsástandið versnandi frekar en hitt austur þar auk þess sem upp- lausn ríkir á félags- og stjórnmála- sviðinu. Framlenging „þýsk- franska öxulsins“ Auk efnahagsaðstoðar vonast for- seti Rússlands til að fundurinn á næsta ári mai'ki upphaf nýs pólitísks bandalags þessara þriggja ríkja. For- setinn lagði til að Rússland, Þýska- land og Frakkland hefðu með sér reglulegt samráð í ræðu sem hann hélt í Strassborg í októbermánuði og ræddi þá um „nýjan pólitískan þrí- hyrning" þessara ríkja í Evrópu til að vega upp á móti sívaxandi áhrifum Bandaríkjamanna í álfunni. Var Jeltsín þá ekki síst að vísa til stækk- unar NÁTO til austurs. Svipaða yfir- lýsingu um yfirburðastöðu Banda- ríkjanna á heimsvísu lét Jeltsín síðan falla á fundi með hinum kínverska starfsbróður sínum. Frakkar hafa löngum verið þeirrai' hyggju að Evrópumönnum beri að hamla gegn auknum áhrifum Banda- ríkjamanna í álfunni og hefur þetta glögglega komið í ljós innan NÁTO- samstai'fsins. Að auki telja Frakkar að aukið og „dýpra“ samstai-f aðildar- ríkja Evrópusambandsins á sem flest- um sviðum sé ekki síst til þess fallið að skapa mótvægi við Bandaríkin. Kohl kanslari hefur á hinn bóginn sýnt meiri varfærni og greinilegt var fyrir fundinn með Jeltsín á sunnudag að honum er umhugað um að styggja ekki stjórnvöld í Washington. Hins vegar kann kanslarinn að líta svo á að reglulegt samráð þessara þriggja ríkja geti orðið til þess að draga úr þeirri gagnrýni að Þjóðverjar hyggist í krafti stærðar sinnar gína yfir öllu í Mið- og Austur-Evrópu. Þá líta Frakkar og Þjóðverjar svo á að ekki verði efast um forystuhlutverk þess- ara tveggja ríkja í hinni nýju Evrópu, sem mun styrkjast mjög er áætlanir um efnahagslegan og pólitískan sam- i'una aðildarríkjanna verða orðnar að veruleika. Til þessa forastuhlutverks er nú mjög horft í Frakklandi og Þýskalandi þar eð stækkun Evrópu- sambandsins hefur verið ákveðin. Markmið Jeltsíns er því að fram- lengja þennan „fransk-þýska öxul“ til austurs. Pólverjar hafa unnið að því sama á síðustu mánuðum og eru menn suður í álfu þegar teknir að nefna það samstarf „Weimar-þrí- hyminginn.“ „Hrokanum" andmælt Síðast en ekki síst hefur þess gætt í vaxandi mæli á undanförnum mán- uðum að jafnvel bandamönnum Bandaríkjanna í Evrópu er tekið að þykja nóg um yfirburðastöðu eina risaveldisins og framgöngu banda- rískra ráðamanna í því ljósi. „Aldrei áður í nútímasögunni hefur eitt ríki ráðið svo gjörsamlega gangi heims- mála eins og Bandaríkin,“ sagði ný- lega í fréttaskýringu í þýska tímarit- inu Der Spiegel. Sagði þar og að sí- fellt fleiri Evrópumenn teldu Banda- ríkjamenn gerast seka um yfirgang og þvinganir á alþjóðavettvangi. Þar ber trúlega hæst Helms- Burton-lögin svonefndu en sam- kvæmt þeim eiga lönd sem eiga við- skipti við „útlagaríki", samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjamanna, yfir höfði sér refsiaðgerðir. Að auki hefm- verið nefnt að mörg Evrópuríkjanna í NATO hafi talið óviðunandi á hvern hátt Bandaríkjamenn kröfðust þess að stækkun bandalagsins til austurs skyldi einvörðungu taka til Póllands, Ungverjalands og Tékkneska lýð- veldisins. Gagnrýnin hefur ekki verið bundin við Evrópu. Þannig brást Nelson Mandela, forseti S-Afríku, hinn versti við eftir að Bandaríkjamenn höfðu opinberað athugasemdir vegna fund- ar hans með Gaddafi Líbýuleiðtoga. Sagði Mandela þetta lýsa miklum „hroka“ og kvaðst hafna þeirri hug- mynd að eitt ríki gæti tekið að sér hlutverk „heimslögreglu.“ í þessu samhengi hefur einnig ver- ið vísað til afstöðu Bandaríkjastjórn- ar fyrir loftslagsráðstefnuna í Japan sem mörgum þykir hafa einkennst af hroka og óbilgirni. Klaus Kinkel, ut- anríkisráðheira Þýskalands, var einn þeirra sem taldi sérstaka ástæðu til að benda á þetta á dögunum. Á þessari stundu er ekki tímabært að spá fyrir um framtíð þessa nýja samstarfs Rússlands, Þýskalands og Frakklands þar eð alla útfærslu skortir enn. Á hinn bóginn lýsir til- koma þess viðbrögðum við yfirburða- stöðu Bandaríkjamanna á alþjóða- vettvangi sem er bein afleiðing enda- loka kalda stríðsins og ein sú mikil- vægasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.