Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Tvískinnungur í Al- þjóða hvalveiðiráðinu EFTIR að hafa setið fund Al- þjóða hvalveiðiráðsins i síðasta mánuði er ég enn sannfærðari en áður um að ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar árið 1991 um úr- sögn Islands úr ráðinu var rétt ákvörðun. Við lýsum best vanþókn- un okkar á vinnubrögðum ráðsins með því að taka ekki formlega þátt í störfum þess. Eg upplifði þessa samkundu sem stórt leikrit. Sem dæmi um tví- skinnunginn má nefna þegar Bandaríkjamenn falast eftir og fá samþykkta veiði úr stofni sand- lægju fyrir þjóðflokk indíána við Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem ekki hafa veitt hvali í meira en 70 ár en á sama tíma hafna þeir beiðni Japana um veiði á nokkrum hrefnum fyrir strandþorp þar sem stundaðar voru hvalveiðar fram á þennan áratug og hafa farið mjög illa út úr hvalveiðibanninu. Viður- kennt er af vísindamönnum að báðir þessir stofnar þoli vel mun meiri veiði en þarna var rætt um. Enginn greinarmunur er gerður á tegund- um hvala. Fyrir þessum aðilum er hvalur hvalur sama hverrar tegund- ar hann er. Rök skipta engu máli á þessari samkundu og þær þjóðir sem reyna að haga málflutningi sín- um málefnalega fá engu áorkað. Við þurfum að fylgjast með þróun mála á þessum vettvangi í framtíðinni en mín skoðun er að innan Alþjóða hvalveiðiráðsins höfum við ekkert að gera á meðan það hagar störfum sínum með þeim hætti sem er í dag og það þjónar ekki beinum hags- munum okkar. Nú þegar NAMMCO (Norður Atlantshafs sjávarspendýraráðið) er undir forystu Islands næstu tvö árin eigum við að leggja áherslu á að efla starfsemi þess og vinna að því að fjölga þar aðildarþjóðum. Með inngöngu t.d. Rússa og Kanadamanna væri styrkum stoð- um rennt undir starfsemi þess og á sama tíma sýnir það þjóðum innan Alþjóða hvalveiðiráðsins, að dagar þess verði brátt taldir ef það lætur ekki af öfgastefnu sinni í friðunar- málum. Það má segja að með því aðgerð- arleysi sem einkennir athafnir okk- ar í hvalveiðimálinu erum við að þóknast þeim öflum sem ráða ríkj- um innan Alþjóða hvalveiðiráðsins, þeim sömu öflum og við ákváðum að segja skilið við þegar við gengum úr ráðinu vegna þess að það hafði brugðist hlutverki sínu. Ekki trúi ég því að það hafi verið markmiðið með úrsögninni. Nú er mál að töfinni linni og tími aðgerða táki við. Eg skil ekki hver rök eða hvaða frekari stuðning ráðamenn þurfa til að taka ákvörð- un um að hefja hvalveiðar við Is- land. Ég vil telja upp nokkur atriði. 1. 011 vísindaleg rök mæla með veiðum og fyrir liggja tillögur Haf- rannsóknarstofnunar um veiði úr ákveðnum stofnum. 2. Sýnt hefur verið fram á að hvalir veita okkur harða samkeppni um sjávarfang og éta u.þ.b. tvær milljónir tonna af fiskmeti á ári hverju. Ef ekki verða hafnar veiðar verður í framtíðinni að taka tillit til þess hvað hvalir éta mikið þegar út- hlutað verður kvóta í okkar helstu nytjastofnum. 3. Fjölmörg atvinnutækifæri og mikil útflutningsverðmæti eru í húfi. Tekjur og störf tengd hval- Frábær fyrirtæki 1. Frábærtframleiðslufyrirtæki með heimabakaðar kökur. Mikill tækjakostur. 70 útsölustaðir. Laust strax af sérstökum ástæðum. 2. Kaffi- og matarstaður á frábærum stað þar sem fólkið er. Miklir möguleikar. Sæti fyrir 50 manns. 3. Gjafavöruverslun og blómabúð. Glæsileg og falleg verslun á mjög góðum stað. Laus strax. Mikil ferðamannaverslun á sumrin. 4. Gömul og rótgróin hárgreiðslustofa til sölu. Sömu eigendur í 16 ár. Laus strax og selst á mjög sanngjörnu verði. Lág húsa- leiga. 5. Til sölu eru 50% af útgáfufyrirtæki sem gefur út nýlegt, glæsilegt og sérhæft blað. Mikið af frábæru fagfólki. Blað sem lofar mjög góðu og unnið af fagfólki. 6. Aðstaða til veisluþjónustu til sölu og mikil vinna sem fylgir því. Tilvalið fyrir kokk sem vill verða sjálfstæður og græða mikla peninga. Þekktir í faginu. 7. Tii sölu er nýtt glæsilegt gistiheimili með svefnpláss fyrir 50 manns. Pantanir streyma inn fyrir næsta vor og sumar. Höfum fjársterka kaupendur að góðum heildverslunum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. KnMMnLmHn SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON. BUSETI Búseturéttur til sölu umsóknarfrestur til 9. desember 2ja herb. Dvergholt 1, Hafnafjörður 72m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 857.338 Búsetugjald kr. 29.696 Miðholt 13, , Mosfellsbæ I 37m2 einstakl. fbúð Félagslegt lán 1 Búseturéttur kr. 568.027 | Búsetugjald kr. 20.583 3ja herb. Miðholt 5, Mosfellsbæ 82m2 íbúð Félagsiegt lán Búseturéttur kr. 904.086 Búsetugjald kr. 34.099 Miðholt 9, Mosfellsbæ 85m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 922.521 Búsetugjald kr. 55.160 Miðholt 9, Mosfellsbæ 85m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur frá kr. 922.521 Búsetugjald frá kr. 34.900 3ja herb. Engjahlíð 3a, Hafnarfírði 76m2 fbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 925.162 Búsetugjald kr. 33.362 Skólatún 6, Bessastaðarhrepp 93m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.237.970 Búsetugjald kr. 32.976 Skólatún 2, Bessastaðarhrepp 93m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 1.238.255 Búsetugjald kr. 49.051 4ra herb. Frostaíold 20, Reykjavík 88m2 fbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.100.504 Búsetugjald kr. 42.229 Garðhús 4, Reykjavík 115m2íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.921.569 Búsetugjald kr. 43.020 4ra herb. Tindasel 1, Reykjavík 104m2 raðhús Félagslegt lán Búseturéttur kr. 966.814 Búsetugjald (án hita) kr. 34.915 Breiðavík 9, Reykjavík 90m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 937.828 Búsetugjald kr. 53.769 Akranes 3ja herb. Lerkigrund 7, Akranesi 94m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 946.042 Búsetugjald kr. 34.221 Heimasíða http://www.centrum.is/buseti Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu Búseta hsf. ásamt teikningum og nánari upplýsingum. Skrifstofan er opin alla virka daga, nema miðvikudaga, frá kl. 9 til 15. íbúðirnar eru til sýnis eftir samkomulagi til 9. desember Með umsóknum þarf að skila skattframtölum síðustu þriggja ára, staðfestum af skattstjóra, ásamt fjölskylduvottorði. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 10. desember kl. 12 að Hávallagötu 24. Gerist félagsmenn í Búseta og aukið valfrelsi í húsnæðismálum Búseti hsf., Hávallagötu 24, 101 Reykjavík, sími 552 5788, myndsendir 552 5749 BUSETI veiðum og vinnslu hvalaafurða munar sannanlega um fyrir þjóðarbúið og má líkja við álver í minni kant- inum. Tækin til hval- veiða og vinnslu eru til í dag og þess vegna þarf ekki að eyða í fjár- festingar. Eftirspurn er eftir hvalaafurðum á erlendum mörkuðum og ekkert áþreifanlegt hefur komið fram sem sýnir að ekki sé hægt að flytja þær út. 4. Itrekaðar áskor- anir hafa komið frá hagsmunaðilum í sjáv- arútvegi jafnt samtökum vinnuveit- enda sem launþega um að hefja taf- arlaust hvalveiðar hér við land. 5. Um eða yfir 80% fylgi þjóðar- innar í margendurteknum skoðana- Við lýsum best vanþóknun okkar á vinnubrögðum ráðsins, segir Jón Gunnarsson, með því að taka ekki formlega þátt í störfum þess. könnunum framkvæmdum af virt- um hlutlausum aðilum á undanfom- um árum. 6. Eftir því sem best verður skil- ið er meirihluti alþingismanna fylgj- andi málinu. 7. Reynsla þeirra þjóða sem stundað hafa hvalveiðar þrátt fyrir bann Alþjóða hvalveiðiráðsins og mótmæli öfgahópa. 8. Nágrannaþjóðir okkar við Norður-Atlantshaf s.s. Norðmenn, Grænlendingar, Færeyingar, Rúss- ar og Kanadamenn veiða samtals í dag nokkuð á annað þúsund hvali árlega. Ekki getur sögulegur réttur okkar Islendinga til hvalveiða talist minni en þessara þjóða. Ég læt þetta nægja af upptaln- ingu en mörg önnur atriði má tína til. Andstæðingar hvalveiða eru flestir tengdir ferðaþjónustu og sölu á sjávarafurðum erlendis. Málflutn- ingur þessara aðila byggist á hræðsluáróðri sem er í flestu ósmekklegur. Nokkrir aðilar í ferðaþjónustu eru að hasla sér völl í hvalaskoðunarferðum. Ekkert er nema gott um það að segja og nauð- synlegt fyrir ferðaþjónustuna að koma fram með nýjungar. Það er greinilegt að eitthvað þarf til að koma þegar fyrirvaralaust og þvert ofan í framtíðarspár forsvarsmanna þar, verður stöðvun í fjölgun ferða- manna til íslands. Viss er ég um að ef hval- veiðar hefðu farið af stað í sumar þá hefðu þeir hengt hatt sinn á þær sem ástæðu fyrir þessu. En það gengur ekki upp í þetta skipti og hvað sem líður góðri aukningu í hvalaskoð- unarferðir hefur ekk- ert komið fram um að ekki geti farið saman að veiða hvalinn og skoða hann. Það geta þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu fyrir nokkrum árum vitnað um að ferðir með út- lendinga upp í hvalstöð í Hvaifirði til að skoða hvalskurð yoru á sínum tíma mjög vinsælar. I Noregi þar sem stundaðar eru hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir á sömu svæð- unum setja menn þetta ekki fyrir sig heldur halda því fram að hval- veiðar styrki hvalaskoðunarferðir. Fólk veit þó alltént að þar sem veiddur er hvalur er nokkuð öruggt að hægt er að skoða hann líka. Vegna hræðslu sölumanna fiskaf- urða vil ég segja að ekki hefur verið bent á það tjón sem íslendingar urðu fyrir á árunum 1986-1989 þegar við stunduðum hvalveiðar í vísindaskyni undir mótmælum um- hverfishryðjuverkasamtaka. Helst hefur þessi hræðsluáróður heyrst frá Bandaríkjunum en þar var það nýverið upplýst að af sölu Cold- water er eingöngu um 25% af fiski frá íslandi, um 10% frá Noregi og þau 65% sem á vantar eru fengin um víða veröld. Svo láta menn sem hér sé stórhætta á ferðum. í Noregi og Færeyjum þar sem menn hafa ekki látið hræðsluáróður og hótanir hafa áhrif á sig hafa hvalveiðar þeirra ekki haft neikvæð áhrif hvorki í ferðaþjónustu né á útflutn- ing sjávarafurða. Það er ógeðfellt þegar fulltrúar atvinnugreina s.s. þeirra sem ég hef hér talað um geta án rökstuðnings ráðist svo á aðra atvinnugrein ein- göngu til að þjóna ímynduðum eigin hagsmunum. Þessir aðilar sem mik- il áhrif hafa haft í því að við stígum dans við þau hryðjuverkasamtök sem berjast gegn hagsmunum okk- ar skulu ekki láta sér detta í hug að þau ætli sér að láta staðar numið við hvalveiðar í þeim dansi. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Það er kominn tími til að hætta að þjóna þeim öflum sem við ákváð- um að segja skilið við þegar við gengum úr AJþjóða hvalveiðiráðinu og taka sjálfstæða ákvörðun um að hefja hvaiveiðar við Island aftur næsta sumar. Höfundur er frnmkvæmdnstjón og formaður Sjávarnytjn. Jón Gunnarsson rrn j-irn rrn inin lárusþ.valoimarsson,framkvæmoastjóbi UUL I luU'UUL I u / U JÓHANIU ÞDRÐARSDK, HRL. LÖGGILIUR FASTEIGNflSflll. Nýjar og nýlegar á söluskrá meðal annarra eigna: Úrvalseign — Arnarnes — frábært verð Steinhús: Hæð um 150 fm. Jarðhæð um 90 fm (séríb. ?). Tveir inn- byggðir bílskúrar um 60 fm. Ræktuð lóð — skrúðgarður — um 1300 fm. Teikningar, myndir og nánari uppl. á skrifstofu. Hagar — eins og ný — gott verð Glæsileg 4ra herb. íb. á 1. hæð (yfir kj.), ekki stór, vel skipulögð. Nýtt (eldhús, bað, parket og málning). Gamla góða Bsjlánið um kr. 2,0 millj. Laus 1. júlí nk. Skammt frá Kirkjusandi — lækkað verð Góð sólrík 4ra—5 herb. íbúð á 3. hæð (efstu) í 6-íb. húsi við Laugar- nesveg. Mikil og góð sameign. Útsýni vestur á sundin. Seljandi lánar kr. 6,0 millj. til 25 ára með 5,1 % ársvöxtum. Einstakt tækifæri. Vesturborgin — lyftuhús — lækkað verð Mjög stór sólrík 4ra herb. íb. á 4. hæð, tæpir 120 fm. 3 stór svefn- herb. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Skipti möguleg á minni íb. Vegna sölu að undanförnu óskast: Húseign með 3ja—4ra herb. íb. og 2ja—3ja herb. íb. Húseign með 5—6 herb. íb. og 3ja—4ra herb. íb. Einbýlis- eða raðhús 110—160 fm á einni hæð. Hæð 4ra—5 herb. með bílskúr. Ennfremur höfum við fjársterka kaupendur að flestum stærðum og gerðum fasteigna. Margskonar eignaskipti. Opið mánudag—föstudag kl. 10—12 og 14—18 og laugardaga kl. 10—14. ALMENNA Ýmis konar hagkvæm eignaskipti Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.