Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 HESTAR ORRI FRÁ Þúfu virðist öruggur með Sleipnisbikarinn á næsta ári en hann hefur nú þegar hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og heiðursverðlaunin innan seiling- ar. Myndin er tekin af Orra ásamt afkvæmi á fjórðungsmóti 1996. EKKI hefur brautin hjá Otri verið eins bein og breið og hjá syni hans Orra en hann hefur tvisvar verið sýndur til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi. Ætla má að siðustu forvöð séu að tryggja honum heiðursverðlaun á landsmótinu í sumar. Myndin er tekin á fjórðungsmóti 1993. AFKVÆMASÝNINGAR stóðhesta eru eðli málsins samkvæmt einn af hápunktum mótsins og nú þegar gefnir hafa verið út nýir útreikning- ar kynbótamatsins og ný lágmörk til verðlaunastiga samþykkt er fróð- legt að velta fyrir sér hvaða hestar gætu komið til greina í afkvæmasýn- ingar á mótinu. Nú þurfa hestar að ná 120 stigum í stað 125 til að hljóta heiðursverð- laun, afkvæmafjöldinn er sá sami og var, eða 50 dæmd hross. í þessum flokki skal fyrstan frægan telja Orra frá Þúfu, sem siglt hefur veginn beina og breiða á toppinn og trónir þar langefstur með 135 stig og 62 afkvæmi. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Indriði á Þúfu taki við Sleipnisbikamum á Melgerðismelum fyrir hönd Orra-félagsins. En þá er það keppnin um næstu sæti sem spennan gæti snúist um. Allir þeir hestar aðrir sem eru yfir heiðurs- verðlaunmörkunum í dag hafa verið sýndir til heiðursverðlauna, eru komnir úr landi eða dauðir. Að vísu segir í Hrossaræktinni að Angi frá Laugarvatni sé fallinn, sem ekki er rétt, því hann er farinn til Danmerk- ur. Pilt frá Sperðli vantar aðeins eitt afkvæmi til að ná heiðursverð- launamörkunum, er með 120 stig og 49 afkvæmi. Ólíklegt er að þeir hestar sem hlotið hafa heiðursverð- laun á fjórðungsmóti verði teflt fram á landsmóti, en það væri þá um Stíganda frá Sauðárkróki og Kolfinn frá Kjarnholtum að ræða. Bæði gijót og gull Snældu-Blesi frá Árgerði er með 119 stig og 55 afkvæmi og vantar því eitt stig. Otur frá Sauðárkróki er með 118 stig, en hann hefur ver- ið að rokka undir og yfír mörkin í gegnum árin. Var rétt neðan við þau á síðasta landsmóti en gæti þess vegna verið yfir þeim að loknum sýningum fyrir landsmóti. Hann er með 129 dæmd afkvæmi og nú er það spumingin hvað kemur nýtt fram undan honum í vor. Sagt hefur Afkvæmasýningar á landsmóti Margir kallaðir en fáirútvaldir Landsmót á næsta ári hefur ekki farið framhjá neinum hestamanni, Undir- alda spennu og undirbúnings er þegar komin af stað og keppnismenn og hrossaræktendur kanna mögnleika sína miðað við hestakost. Valdimar Kristinsson kynnti sér stöðu mála. verið um Otur að hann sé bæði grjót og gull í ræktun, hestur andstæðna. Væri vafalaust hægt að ná honum yfír mörkin í vor ef þess verður gætt að aðeins gullmolamir úr af- kvæmahópi hans komi fram til dóms en gijótinu verði haldið til hlés fram að síðsumarsýningum. Ætla má að fáir hestar geti boðið upp á glæsi- legri afkvæmasýningu en Otur, náist að tefla fram hans glæsilegustu af- kvæmum. Þess ber að gæta að Otur er með -8 í afkvæmafrávik sem þýð- ir að verulega er á brattann að sækja í heiðursverðlaunin, en líklega eru þetta síðustu forvöð að koma honum í heiðursverðlaun. Sá ágæti hestur Viðar frá Viðvík er með 117 stig og 88 afkvæmi, en hann hafði sýningarrétt til heiðurs- verðlauna ’94 en ekki var hægt að ná saman hópi til sýningar. Ástæðan var sú að öll bestu afkvæmin höfðu verið seld úr landi og hryssur komn- ar í folaldseignir. Feykir frá Haf- steinsstöðum sem er með 118 stig og 95 dæmd afkvæmi á möguleika á heiðursverðlaunum en afkvæm- afrávikið hjá honum er +6. Þess má geta að Feykir hefur rokið upp Fyrirkomulag kynbótadóma Hríngnum lokað Á AÐALFUNDI Félags hrossabænda var samþykkt að næsta sumar skuli þrír menn sitja í kynbótadómnefndum á sýningum og skuli þeir hafa samr- áð við einkunnagjöf. Er hér komið að heita má sama fyrirkomulagið og var viðhaft fyrir rúmum tveimur árum áður en farið var að hringla með þessa hluti við litlar vinsældir dómaranna og nánast í andstöðu við þá. Er því með réttu hægt að segja að búið sé að loka hringnum. Einn ræðumanna á fundinum sagði í um- ræðum um þessa tillögu að hann ætlaði rétt að vona að þetta kerfí fengi að vera í friði í nokkur ár áður en farið verði að hringla á nýjan leik með það. Þrátt fyrir að tölfræðilega skipti ekki máli hvort dómarar séu tveir eða þrír þykir rétt að hafa þá þijá á stærri mótum en þar sem um minni sýningar og fá hross- er að ræða má nota tvo dómara. Talsverður sparnaður er í því að hafa dómara einum færri en lítið má út af bera. Bent var á að dómarar hefðu sjálfir sett sér þá siðareglu að víkja úr sæti þegar fyrir dóm koma hross sem eru verulega tengd þeim í gégnum eignarhald eða uppruna. Vel væri hægt að forðast slíkt á smáum eða miðlungsstórum sýningum en erfitt á stórsýningum. í annarri tillögu sem samþykkt var á fundinum segir að dómarar skuli hafa eldri dóma við hendina þegar nýr dómur á hrossi er kveðinn upp. Eftir að gömlu dómarnir voru teknir af dómurum hafa dómar á sköpulagi hrossa sveiflast verulega og hefur hitnað í kolunum vegna þess. Þykir ljóst að þar sem um mjög huglæg atriði er að ræða sé nauðsynlegt fyrir dómara að hafa fyrri dóma hrossa undir höndum. í vinsældum eftir að glæsihryssan Kringla frá Kringlumýri kvaddi sér hljóðs með eftirminnilegum hætti í sumar og víst er að heiðursverð- launasýning á landsmóti myndi ekki draga úr endurnýjuðum vinsældum hans. Vart virðast aðrir hestar eiga möguleika á heiðursverðlaunum. Margir kallaðir Þegar kemur að fyrsta verðlauna- stiginu flækist málið heldur, þar sem mun fleiri hestar eiga möguleika. Kemur þar tvennt til, í fyrsta iagi að eðli málsins samkvæmt er auð- veldara að ná þessu stigi, og hinu, að þeir eru margir kallaðir hestarnir í þessum hópi með fá afkvæmi að baki og því ekki eins sýnt hvert stefnir með þá og hestana sem eiga mörg dæmd afkvæmi. En eins og með heiðursverðlauna- flokkinn fer vel á að byija á toppnum og þar virðist Kraflar frá Miðsitju öruggur. Hann er með 133 stig og 17 dæmd afkvæmi og ólíklegt að nokkur hestur geti skákað honum úr toppsætinu, verði hann sýndur á mótinu. Af þeim sem eru yfír mörkum (120 stig og 15 dæmd afkvæmi eða 115-119 stig og 30 dæmd afkvæmi eða fleiri) og hafa ekki hlotið 1. verð- laun er að nefna Topp frá Eyjólfsstöð- um, 127/21, Baldur frá Bakka, 127/27, Safír frá Viðvík, 126/18, Sólon frá Hóli, 122/19, Hjört frá Tjörn, 120/22, Platon frá Sauðár- króki, 118/35, Glað frá Sauðárkróki, 118/41, Adam frá Meðalfelli, 117/80 og Kveik frá Miðsitju, með 116/40. Þeir sem eru nærri mörkum og eiga einhveija möguleika eru Tvistur frá Krithóli, 115/22. Og þá er komið að yngri hestunum og þar er spennan líklega mest, hvetjir ná mörkunum í vor og hvaða stigafjölda verða þeir með. Þar er fyrstan að nefna Páfa frá Kirkjubæ, sem er með 129 stig og 7 afkvæmi, vantar 8 afkvæmi og miðað við óbreytt stig skipar hann annað sætið á eftir Kraflari. Svartur frá Unalæk og Galdur frá Sauðár- króki eru jafnir með 128 stig og 5 afkvæmi og Oddur frá Selfossi er með 127 stig og 10 afkvæmi, vantar 5 afkvæmi. Blær frá Kjamholtum og Geysir frá Gerðum eru jafnir með 124 stig og 4 afkvæmi. Hrannar frá Kýrholti er með 123 stig og 6 af- kvæmi en Þengill frá Hólum, sem er jafn að stigum, vantar aðeins eitt afkvæmi til að komast inn. Með 122 stig eru Hjörvar frá Ketilsstöðum með 7 afkvæmi og Örvar frá Neðra- Ási með einu afkvæmi færra, Kol- beinn frá Vallanesi með 10 af- kvæmi, Logi frá Skarði með 3 af- kvæmi. Af þeim sem em með 120 stig gætu átt möguleika Seimur frá Víðivöllum fremri með 4 afkvæmi og Léttir frá Flugumýri með 11 af- kvæmi. Svo eru nokkrir undir 120 stigum en gætu átt möguleika éigi að síður og má þar nefna með 119 stig Storm frá Bólstað með 4 af- kvæmi og Sörla frá Búlandi með tíu afkvæmi. Einnig mætti láta hér fljóta með þótt möguleikar hans séu lítið með en fræðilegir Storm frá Stórhóli sem er með 118 stig og 4 afkvæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Kristni Hugasyni þykir gott ef 15 afkværni* stóðhests skila sér til dóms ár hvert. Fyrir þá sem skoða lista kynbóta- matsins er vert að benda á dálk sem heitir afkvæmafrávik, þar sem getur að líta tölur, í sumum tilvika með mínus framan við. Ef um slíkt er að ræða má ætla að minni líkur séu á að viðkomandi stóðhestur hækki ein- kunn sína með fleiri sýndum afkvæm- um. Þannig eru möguleikar hestanna mismunandi. Þá er ekki sjálfgefið í öllum tilvikum að eigendur eða um- ráðamenn stóðhesta telji hagsmunur^ best borgið með afkvæmasýningu ■> miðað við þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir slíku. Ætla má til dæmis að Einar Ellertsson eigandi Adams frá Meðalfelli hugsi sig tvisvar um að senda klárinn og afkvæmi hans norður til að ná sér í fyrstu verð- laun. Adam er orðinn átján vetra og hefur, þrátt fyrir að vera aðeins með önnur verðlaun fyrir afkvæmi, alltaf haldið vinsældum og gagnast tugum hiyssna ár hvert. Hvað vinnst? Svo eru aðrir hestar sem hafa allt að vinna eins og til dæmis Blær frá Kjarnholtum sem náði aldrei hærra en 7,99, en er hinsvegar að gefa ágætisafkvæmi að því er sagt er. En ætla má að öll spennan varð- andi afkvæmasýningar stóðhesW> muni eiga sér stað á vordögum og víst er að eigendur og umráðamenn stóðhesta sem eiga möguleika þurfa að hafa alllar klær úti til að fínna °g fylgjast með afkvæmum hest- anna, reyna að afstýra því að þau lakari mæti til dóms. Ef þeir svo ná mörkunum er næsti höfuðverkur að fá frambærileg afkvæmi til að koma fram á sjálfu mótinu en reynslan hefur sýnt að ekki er alltaf sjálfgef- ið að slíkt takist. Þess má einnig geta að ekki er nóg að fá sex af- kvæmi, því ef þau reynast ekki nógu glæsileg í framkomu getur sú staða komið upp að betur sé heima setið en af stað farið. _______________________________<. Kynbótadómar Geðslagið út - prúðleikann inn? henda reiður á lundarfari hrossanna þegar þau koma fyrir dóm. í fram- haldinu mætti þá spyija hvort ekki væri full ástæða til að kanna hvort tímabært væri að taka inn í dómana einkunnagjöf fyrir prúðleika þ.e. hversu mikið fax, tagl og hófskegg hrossin hafa. Nú þegar er farið*^ gefa einkunnir fyrir prúðleika en ekki tekið með inn í aðaleinkunn, hvorki einstaklingsdóms né kynbóta- mats. Almennt virðast menn sam- mála um að gróskumikið fax og tagl setji aukinn gæðingssvip á hrossin og auki sölumöguleika á þeim veru- lega. Því sé full ástæða til að skij^y Á samráðsfundi fagráðs hrossarækt- arinnar á dögunum var geðslag og geðslagsdómar gerðir að umræðu- efni. I þeirri umræðu setti Ágúst Sigurðsson, kynbótafræðingur og hrossaræktandi í Kirkjubæ, fram þá hugmynd að líklega væri best að fella út úr dómum einkunnagjöf fyrir geð- slag. Búið væri að festa geðslagsein- kunnir á bilinu 7,5 til 8,5 vegna þess hversu erfítt væri að meta geðslag mikið og vel taminna hrossa. Þessi miðlægni gerði það að verkum að geðslagseinkunn í kynbótamati væri ómarktæk og því til lítils að vera að gefa þessar einkunnir. Einnig gengi illa að hækka arfgengi geðslags und- ir þessum kringumstæðum. Að sögn Kristins Hugasonar hrossaræktarráðunauts hefur um- ræða meðal kynbótafræðinga lengi hnigið í þá átt að felia skuli út geð- slag og viljaeinkunnir úr kynbóta- dómum. Fagnaði hann því að Ágúst skyldi ríða á vaðið og vekja máls á þessu á opinberum vettvangi. Taldi hann vel tímabært að skapa umræðu um þessa þætti kynbótadóma. Helstu rökin þykja þau að þessir tveir þættir komi svo glöggt í gegnum önnur atriði hæfíleikaeinkunna að ekki sé þörf á að gefa einkunnir fyr- ir þau. Sérstaklega á þetta við um geðslagið þar sem erfítt þykir að geðslaginu út í stað prúðleikans.(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.