Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 25 ERLENT Alþjóðlegi alnæmisdagurinn VÆNDISKONUR fóru blysfór um götur rauða hverfisins í Nýju-Delhí á Indlandi í gær í tilefni alþjóðlega alnæmidags- ins, 1. desember. Heilbrigðisyf- irvöld á Indlandi segja að rúm- Iega sjö milljónir Indverja séu sýktar af HlV-veirunni, er veld- ur alnæmi. í Víetnam var dagsins minnst m.a. með því að gefnar voru út endurskoðaðar tölur um fjölda sýktra einstaklinga en sam- kvæmt opinberum spám munu um 25 þúsund einstaklingar deyja úr alnæmi í landinu á næstu þrem árum. Þá er talið að 140-180 þúsund manns muni á sama tíma sýkjast af HIV. Hópur baráttumanna gegn útbreiðslu sjúkdómsins kom til Peking í Kína í gær eftir að hafa verið á ferð um landið undanfarna viku og hvatt al- menning til þess að gæta var- úðar í kynlífsmálum. Hópurinn lagði upp frá Hong Kong og ferðaðist með lestum og þykir för hans til marks um breytt viðhorf kínverskra stjórnvalda til alnæmifaraldursins í land- inu. Chen Minzhang, heilbrigð- ismálaráðherra, og fjöldi kín- verskra fréttamanna tóku á móti hópnum er hann kom til Peking. Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO) hvetur til þess að alnæmisjúk- lingar í þriðja heiminum fái not- ið nýrra aðferða við meðhöndl- un sjúkdómsins. I yfirlýsingu frá Federico Mayor, fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar, segir að það sé bæði siðlaust og óvarlegt að fólk í ríkum lönd- um njóti forréttinda í læknis- meðferð. Hafna tillögum Isra- ela um brottflutning Jerúsalem. Reutere. HEIMASTJÓRN Palestínumanna hafnaði í gær tillögum ísraela um skilyrt brotthvarf hersveita af svæðum á Vesturbakkanum. Sögðu Palestínumenn Israela vera að reyna að breyta gerðum friðar- samningum. Tayeb Abdel-Rahim, talsmaður Yassers Arafats, forseta heima- stjómarinnar, sagði Israela reyna að gera alþjóðlega viðleitni til að ná samkomulagi að engu og þyrla upp ryki þess í stað. ísraelar lögðu til á sunnudag að þeir myndu flytja á brott herlið frá einum, tilteknum stað á Vestur- bakkanum, en sögðu ekkert um hvenær liðsflutningamir færu fram. Einnig settu þeir fram skilyrði sem Palestínumenn yrðu að hlíta áður en nokkur hermaður yrði fluttur á brott. Samkvæmt bráðabirgðasam- komulagi frá 1993 heita ísraelar brottflutningi frá þrem svæðum á Vesturbakkanum áður en endanlegt friðarsamkomulag við Palestínu- menn verður undirritað, en það á að verða um mitt ár 1999. Abdel-Ra- him sagði að það heyrði nú undir Bandaríkin, helsta sáttasemjarann í deilu ísraela og Palestínumanna, „að finna leiðir til þess að frekari brottflutningur fari fram stig af stigi.“ Ekkert „leikhlé" Israelsstjórn hefur ennfremur heitið því að halda áfram að styrkja landnám gyðinga á Vesturbakkan- um. Leiðtogi landnema sagði í gær að hann hefði nýverið fengið sam- þykki stjórnarinnar fyrir byggingu 900 heimila í viðbót í Alfei Menashe- landnáminu í Mið-ísrael. íbúafjöldi í Alfei Menash mun tvöfaldast þeg- ar þessi heimili, ásamt öðrum 300 sem samþykkt var að byggja fyrir þrem vikum,' verða seld. Abdel-Rahim sagði að stækkunin í Alfei Menashe sýndi „hinar raun- verulegu áætlanir þessarar stjórn- ar, sem leitast við að koma í veg fyr- ir friðarumleitanir.“ Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, hefur, frá því hann tók við embætti í fyrra, framfylgt þeirri stefnu að stækka landnámssvæði gyðinga. Hafa bæði Palestínumenn og Bandaríkjamenn mótmælt þeirri stefnu og hvatt til „leikhlés" varð- andi byggingaframkvæmdir til þess að deiluaðilar geti unnið traust hvors annars. Samskiptaráðherra Israels, Limor Livnat, sagði í gær að eins og sjá mætti í fimmtu málsgrein sam- þykktar stjórnarinnar yrði „ekkert leikhlé í landnáminu." Reuters Borís Jeltsín kemur til Svíþjóðar í dag • • Oryggis- trygging- ar ræddar Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti hyggst reyna að fá sænsk stjórn- völd til að brjóta ísinn í samskipt- um Rússa við Eystrasaltslöndin þrjú í heimsókn hans til Svíþjóðar, sem hefst í dag. Leiðtogi Rúss- lands hefur ekki sótt Svia heim frá því að Nikulás II Rússakeisari kom til Svíþjóðar árið 1909. Heim- sókn Jeltsíns stendur í þrjá daga og hefur hún verið stytt nokkuð og dregið úr ferðum innan Svíþjóðar til að ofbjóða ekki heilsu Rúss- landsforseta. „Vera kann að við ræðum nýj- ustu tillögu okkar um að auka ör- yggi Eystrasaltsríkjanna," sagði Jeltsín í gær en Rússar hafa boðið ríkjunum þremur, Eistlandi, Lett- landi og Litháen, svokallaðar ör- yggistryggingar, sem þau hafa öll hafnað. Sagði Jeltsín að sterk staða Svíþjóðar á Eystrasalts- svæðinu væri alkunn og að hann væri þess fullviss að Svíar myndu reyna að koma til aðstoðar við að bæta samskiptin á svæðinu. A Agreiningi um EMU-ráð vísað til leiðtogafundar? Brussel. Reuters. Austurríki fullgilt Schengen-ríki Vín. Reuters. SVO kann að fara að það komi í hlut leiðtoga aðildarríkja Evrópusam- bandsins að leysa deiluna um óformlegt ráðherraráð væntanlegra aðildarríkja Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU), sem Frakkland og Þýzkaland vilja koma á fót. Ekki náðist samkomulag um ráðið á fúndi efnahags- og fjármála- ráðherra ESB-ríkja í Brussel í gær. Ekki hægt að vera bæði inni og úti Ríkin fjögur, sem líklegt er að verði utan EMU í fyrstu, þ.e. Bret- land, Danmörk, Svíþjóð og Grikk- land, hafa mótmælt því að eiga ekki aðild að ráðinu, sem Frakkar og Þjóðverjar vilja nota til að sam- ræma stefnu EMU-ríkjanna í efna- hags- og peningamálum. Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, sagði í gær að ríki, sem yrðu utan EMU, ættu ekki að fá að hafa áhrif á stefnumótun aðildar- ríkjanna í málefnum myntbanda- lagsins. „Enginn getur hindrað EMU-ríkin í að koma saman með óformlegum hætti. Það er ekki hægt að vera inni og úti á sama tíma,“ sagði Waigel. Árangur varðandi samræmingn í skattamálum Meiri árangur náðist á fundi ráð- herranna í gær varðandi samræm- ingu í skattamálum innan ESB. Mál- ið er viðkvæmt, en svo virtist sem samkomulag myndi nást um tak- markaðar aðgerðir til að hindra að ríki ESB undirbjóði hvert annað með skattatilboðum til erlendi-a fjárfesta. Jafnframt er rætt um að komið verði á lágmarksstaðgi'eiðsluskatti í ESB, eða þá sameiginlegu skýrslu- gerðarkerfi til að koma í veg fyrir undanskot frá staðgreiðslu. Jafn- framt er í tillögunum, sem ráð- herraráðið hefur til meðferðar, gert ráð fyrir að fyrirtæki, sem starfa í fleiri en einu landi innan ESB, megi færa vexti og risnu- greiðslur milli landa án tvísköttunar. Rætt um nýjan bankastjóra EBRD Fjármálaráðherramir ræddu hver ætti að taka við stöðu aðal- bankastjóra Evrópubankans (EBRD) í London. Samkomulag lá ekki fyrir í fundarlok. AUSTURRÍKI er frá og með deg- inum í gær fullgilt aðildarríki Schengen-samningsins um afnám vegabréfaeftirlits á landamærum. Enn hefur þó vegabréfaeftirliti á landamærum Austurríkis og ann- arra Schengen- ríkja ekki verið aflétt að fullu. Austurríki er níunda ríkið, sem tekur fullan þátt í framkvæmd Schengen. Hin átta eru Benelux- löndin, Þýzkaland, Frakkland, Spánn, Portúgal og Italía. I gær vai- hætt að skoða vegabréf farþega frá öðrum Schengen-ríkjum á alþjóðlega flugvellinum í Vínar- borg og jafnframt var vegabréfaeft- irliti hætt á minni eftirlitsstöðvum á þýzku og ítölsku landamæranum. Eftirliti á stærri landamærastöðv- um verðm* ekki aflétt fyrr en 31. marz á næsta ári. Bætt eftírlit, en ekki nýtt jámljald Þýzkaland, sem á 816 kílómetra löng landamæri að Austurríki, hef- ur lýst áhyggjum af því að austur- rísk yfirvöld hafi ekki nógu gott eft- irlit með austurlandamærunum, sem eru 1.260 kílómetra löng og liggja að Tékklandi, Slóvakíu, Ung- verjalandi og Slóveníu. Þýzk stjóm- völd hafa haft áhyggjur af að ólög- legir innflytjendur frá Austur-Evr- ópu kæmust til Þýzkalands í gegn- um Austurríki. Karl Schlögl, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði í gær að stjórn- völd myndu leggja 2,8 milljarða schillinga, u.þ.b. 16 milljarða króna, í bætt eftirlit á austurlandamæran- um. „Við megun þó ekki reisa nýtt járntjald," sagði Schlögl. *★★★★ EVRÓPA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.