Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Nýr kjarasamningur lækna felur í sér 20-30% launahækkun Grunnkaup hækkar og yfírvinnuhlutfall lækkar NÝR kjarasamningur sjúkrahúslækna og samn- inganefndar ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem gerður var á grundvelli sáttatillögu ríkissáttasemj- ara, felur í sér 20-30% launahækkun á þriggja ára samningstíma. Samningurinn felur í sér umtals- verðar grunnkaupshækkanir, en á móti er yfir- vinnuhlutfall lækkað. Læknar sem starfa eingöngu á sjúkrahúsum fá meiri hækkanir en aðrir. Ekki eru allir ungir læknar ánægðir með niðurstöðuna og hafa þeir ekki dregið uppsagnir sínar til baka. Gunnar Bjömsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að markmiðið með samningnum hefði verið þríþætt. I fyrsta lagi að auka hlut dag- vinnulauna á kostnað yfirvinnu. í öðru lagi að hækka sérstaklega kjör lækna sem eingöngu starfa á sjúkrahúsum og í þriðja lagi að samræma vinnutímafyrirkomulag lækna vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Grunnkaup ungra lækna er hækkað úr 104 þúsund krónum á mánuði í 141 þúsund í upphafi samnings. Ungir læknar höfðu krafist þess að grunnkaupið yrði hækkað í 150 þúsund krónur. A móti kemur að yfirvinnuhlutfall lækkar úr ?~-s5r,0385% í 0,8165%. Sömuleiðis verða prósentu- hækkanir á samningstímanum heldur minni en margir aðrir launahópar hafa samið um. Nokkur óánægja er hjá ungum læknum Helgi H. Helgason, formaður Félags ungra lækna, sagðist vera óánægður með að hafa þurft að fallast á lækkun á yfirvinnuhlutfalli. Hann sagðist engu að síður mæla með samþykkt samn- ingsins við sína félagsmenn. Eingreiðsla til ungra lækna I samningnum er sett inn eingreiðsla til ungra lækna, en hún tekur mið af skilgreindu launa- þrepi. Líklegt má telja að þessi greiðsla sé hugs- uð til að koma til móts við óánægju ungra lækna, en Helgi sagði að hún dygði ekki til að vega upp á móti lækkun á yfirvinnuhlutfalli. Gunnar sagði að samningurinn tæki mið af vinnutímatilskipun ESB. Kjarasamningar lækna kæmu ekki lengur í veg fyrir að hægt væri að fara eftir henni. Sjúkrahúsin fengju hins vegar nokkurt frelsi til að skipuleggja vinnu lækna utan dagvinnutíma m.a. með hliðsjón af því þjónustu- stigi sem þau vildu halda uppi. Samningurinn gæti þannig leitt til þess að fleiri læknar yrðu ráðnir til starfa. Vegna þessa svigrúms sjúkra- húsanna til að hagræða vinnu lækna væri erfitt að áætla hvað kostnaðarauki ríkisins af samn- ingnum yrði mikill. Ungir læknar drógu úr yfirvinnu sinni um þessi mánaðamót og Helgi sagðist ekki eiga von á að þessi samningur breytti neinu um það. Hann sagðist heldur ekki eiga von á að ungir læknar, sem hafa sagt upp störfum, drægju uppsagnir sínar til baka, a.m.k. ekki fyrr en búið væri að greiða atkvæði um samninginn. Fyrstu uppsagn- irnar eiga að taka gildi 15. desember nk. Ingunn Vilhjálmsdóttir, formaður samninga- nefndar lækna, sagðist vera nokkuð sátt við samninginn. Hann fæli í sér miklar breytingar á grunnkaupi og vaktafyrirkomulagi. Nú væri hægt að tala um að laun lækna á sjúkrahúsum væru viðunandi, en það hefðu þau ekki verið áður. Með samningnum væri svokölluð viðbótarráðn- ing, þ.e. álag á grunnkaup lækna sem eingöngu starfa á sjúkrahúsum, hækkað úr 17% í 30%. Enn hafa ekki náðst samningar milli sérfræð- inga og Tryggingastofnunar og kjaranefnd á sömuleiðis eftir að úrskurða um laun heilsugæslu- lækna. Búast má við að þessi samningur auki líkur á að niðurstaða fáist í kjaramál annarra lækna. Hrímþoka yfír höfuð- borginni ÞÉTT hrímþoka lagðist yfir höfuð- borgarsvæðið um hádegi í gær og var skyggni á tímabili ekki nema örfáir metrar. Hluta skýringarinn- ar á þokunni má að öllum líkindum rekja til mengunar í lofti, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veður- fræðings á Veðurstofu Islands. „Það hefur verið hæg austan- kæla, þ.e. loft komið af landi, en venjan er annars sú hér við Faxa- flóann að þokan komi af hafi. Mér finnst mjög sennilegt að hluta skýr- ingarinnar á þessari þoku megi rekja til mengunar. Það eru fínar mengunaragnir á sveimi í loftinu yfir höfuðborginni og rakinn í loft- inu þéttist á þessum ögnum. Þetta er ekkert ósvipað fyrirbæri og menn hafa oft orðið vitni að í Mið- Evrópu á veturna þegar þoka eða mistur liggur yfir í frosti og er mik- ið til vegna þess að það eru meng- unaragnir í loftinu," segir Einar og bætir við að það að rakinn myndi ísnálar utan á ögnunum hafi í för með sér að loftið sé fijótara en ella að mettast af raka. Ólafur Pétursson, forstöðumaður mengunarvama hjá Hollustuverad ríkisins, telur líklegt að um sé að ræða aðkoinna iðnaðarmengun sem hingað hafi borist með loftstraum- um. 1.397 útlendingar með atvinnuleyfí Flestir starfa í fiskvinnslu 1.247 útlendingar eru með tíma- bundin atvinnuleyfi hér á landi um þessar mundir, samkvæmt upplýs- / ^gum félagsmálaráðuneytisins. Af þessum hópi starfa hátt í fjögur hundruð í fiskvinnslu. Að auki eru 150 með svokölluð óbundin leyfi, en slík leyfi geta útlendingar fengið þegar þeir hafa átt lögheimili hér á landi í minnst þrjú ár. Samtals eru því 1.397 útlendingar með atvinnu- leyfi hér. Pólverjar eru fjölmennir í hópi útlendinga sem starfa hér, sem og Asíubúar. Utlendingar eru í ýmsum störf- um auk fiskvinnslunnar. Þeir starfa við málmiðnað, í veitingahúsum, þvottahúsum, brauðgerðum, kassa- gerðum og svo mætti lengi telja. Félagsmálaráðuneytið hefur ekki tiltækar upplýsingar um kynja- ^Sdptingu útlendinga sem starfa hér. Samkvæmt lögum um atvinnu- réttindi útlendinga frá 1994 geta útlendingar fengið tímabundið at- vinnuleyfi hér á landi að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Þau eru, að kunnáttumenn fáist ekki til starfans innanlands eða atvinnu- vegi skorti vinnuafl, stéttarfélag á staðnum í hlutaðeigandi starfsgrein eða viðkomandi landssamband verður að veita umsögn sína, ráðn- ingarsamningur verður að liggja fyrir og starfsmaðurinn þarf að leggja fram heilbrigðisvottorð og yfirlýsingu um síðasta dvalarstað áður en hann kemur hingað til lands. Ekki þurfa allir atvinnuleyfi Fleiri útlendingar en þeir einir, sem eru á skrá hjá félagsmálaráðu- neytinu, geta starfað á Islandi. T.d. þurfa ríkisborgarar í ríkjum sem eiga aðild að Evrópska efnahags- svæðinu ekki atvinnuleyfi, hafi þeir fengið dvalarleyfi eða afhent nor- rænt flutningsvottorð. ■ • Morgunblaðið/RAX HUNDUR Útlagans við Melatorg rýnir út í hrímþokuna sem lá yfir borginni í gær. fbúar stórra þéttbýlisstaða á landsbyggðinni ánægðastir með búsetuskilyrði sín Landsmenn telja að framfarir hafi orð- ið á síðustu 5 árum ÍBÚAR á stærstu þéttbýlisstöðun- um á landsbyggðinni, svo sem Akra- nesi, Sauðárkróki, Akureyri, Selfossi og Hveragerði, eru ánægðari með búsetuskilyrði sín en íbúar höfuð- borgarsvæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Stefán Ólafsson prófess- or gerði fyrir Byggðastofnun. Ibúar á Höfn í Homafirði em álíka ánægðir með búsetuskilyrði sín og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Könnun Stefáns leiðir hins vegai' í Ijós að íbúar á ísafirði og þéttbýlis- stöðum á Austurlandi em ekki eins ánægðir með stöðu sína. Þessir þétt- býlisstaðir virðast því ekki í eins sterkri stöðu til að draga til sín fólk og stóra staðirnir á Vesturlandi, Norðurlandi og Suðurlandi. I könnun Stefáns kemur fram að ánægja fólks með búsetuskilyrði sín er í réttu hlutfalli við stærð þéttbýl- isins. Fólk á þéttbýlisstöðum af stærðinni 200-1.000 íbúar er óá- nægðast með búsetuskilyrði sín. Fólk á landsbyggðinni er óánægðast með húsnæðismál og atvinnumál en það er hins vegar almennt ánægðara með opinbera þjónustu en íbúai- höf- uðborgarsvæðisins. Það er sömuleið- is ánægðara með veðurfarið og um- hverfisaðstæður en íbúar höfuðborg- arsvæðisins. I könnun Stefáns kemur fram að fólk er almennt á þeirri skoðun að framfarir hafi átt sér stað á íslandi á síðustu fimm áram. 37% telja að framfarir hafi átt sér stað á tímabil- inu, 58% telja ástandið lítið hafa breyst, en 5% telja að ástandið hafi versnað. 62% svarenda telja að fram- farii’ hafi átt sér stað í opinberri þjónustu á síðustu fimm árum. Fleiri era þó þeirrar skoðunar að heil- brigðisþjónusta á höfuðborgarsvæð- inu hafi versnað á sama tíma. ■ 20% fiskvinnslufólks/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.