Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðskiptajöfnuður við útlönd óhagstæður um 5 milljarða fyrstu níu mánuði ársins Stefnir í 7 milljarða minni halla en spáð var VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR var nei- kvæður um 4,9 milljarða króna fyrstu níu mánuði þessa árs. Þetta er lítillega lakari jöfnuður en varð á sama tímabili á síðasta ári, er viðskiptahallinn nam 4,6 milljörðum króna. Erlendar verðbréfaíjárfest- ingar jukust um 8 milljarða króna á milli ára og tekjur af ferðamönn- um jukust um tæpan milljarð og námu um 16,6 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Að sögn Gunnars Jakobssonar, deildarstjóra á tölfræðisviði Seðla- banka íslands, er þetta hins vegar umtalsvert betri niðurstaða en við hafði verið búist í spá Þjóðhags- stofnunar. Þar hafi verið gert ráð fyrir allt að 17 milljarða króna við- skiptahalla á þessu ári. „Það má ætla að viðskiptahallinn verði minni en síðasta spá gefur tilefni til að ætla. Hallinn er 5 millj- arðar eftir 9 mánuði og það virðist ekki tilefni til að ætla að viðskipta- jöfnuður verði svo óhagstæður á fjórða ársfjórðungi, þó hann sé oft- ar en ekki óhagstæðasti fjórðungur- inn. Það má ætla að hallinn verði nær 10 milljörðum á árinu í heild en 17.“ Gunnar segir þetta skýrast bæði af auknum útflutningi frá því sem gert var ráð fyrir auk þess sem innflutningur hafi verið nokkru minni. Stórauknar fjárfestingar í erlendum verðbréfum Gunnar segir að fjárfesting í er- lendum verðbréfum hafi verið óvenju mikil á þriðja ársfjórðungi. „Þessi aukning hefur þó ekki verið greind eins nákvæmlega og hægt er. Við vitum t.d. ekki hvaða aðilar eru þarna á ferðinni en við þykj- umst þó vita að þama séu stóru íjárfestarnir, þ.e. lífeyrissjóðirnir, að fara út með sitt fjármagn til að dreifa áhættu. Ef þeir fara út með allt að 20% af sínum eignum, líkt og spáð hefur verið, þá eigum við eftir að sjá þarna enn stærri tölur,“ segir Gunnar. Hann segist hins vegar telja að vaxtamunur við útlönd ætti að halda nokkuð aftur af þessari þró- un. Ferðamönnum fjölgar um 13% en tekjuaukning er hlutfallslega minni Þjónustujöfnuður var hagstæður um 3,3 milljarða króna á þriðja árs- fjórðungi sem er nokkur samdráttur frá því á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, er hann var hagstæður um 4,1 milljarð. Fyrstu níu mánuði ársins var þjónustujöfnuður hins vegar hagstæðari en á sama tíma í fyrra sem nemur 400 milljónum króna. í þjónustujöfnuði gefur m.a. að líta yfirlit yfir tekjur af ferðamönn- um. Þær námu u.þ.b. 16,6 milljörð- um króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs og jukust um tæpan millj- arð á milli ára. Ferðamönnum fjölg- aði á þessu tímabili um 13% á tíma- bilinu en fargjaldatekjur jukust hins vegar aðeins um 5%, sem bendir til þess að farþegar hafi greitt lægri fargjöld en áður. Tekjur af neyslu ferðamanna juk- ust um 6,5% á sama tíma sem bend- ir til þess að ferðamenn hafi eytt minna, ýmist vegna skemmri dval- artíma eða minni neyslu. 1i mest seldu fólksbíla- tegundirnar í jan.-nóv. 1997 Breyt. frá fyrra ári Fjöldi % % 1.Tovota 1.643 17,0 +9,5 2. Volkswaqen 1.039 10,8 +7,6 3. Subaru 998 10,4 +100,0 4. Mitsubishi 901 9,3 +57,5 5. Hvundai 741 7,7 +32,1 6. Nissan 700 7,3 -3,7 7. Opel 656 6,8 +50,8 8. Suzuki 531 5,5 +10,6 9. Ford 400 4,1 +16,3 10. Renault 392 4,1 +28,1 11.Honda 323 3,3 +82,5 12.Ssanavona 194 2,0 +189.6 13. Peuqeot 171 1,8 +111.1 14. Daihatsu 152 1,6 +105,4 15. Mazda 138 1,4 +23,2 Aðrar teg. 663 6,9 -13,1 Samtals 9.642 100,0 +25,8 9.642 7.665 Bifreiða- innflutn. í janúar til nóvember 1996 og 1997 FÓLKSBÍLAR, nýir VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 794 1.027 1996 1997 1996 1997 Sala á fjórum tegundum meira en tvöföld á við í fyrra TÆPLEGA 26% fleiri nýir fólksbílar seldust fyrstu ellefu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt nýjum tölum frá Skráningarstofunni hf. Aukningin dreifist mjög misjafniega á einstakar tegundir, en salan meira en tvöfaldast á fjórum bifreiðategundum. Par af hefur salan á Musso jeppum nær þrefaldast milli ára. Hins vegar dregst salan saman á Nissan bílum og fellur þessi tegund úr þriðja sæti í það sjötta á milli ára. bæta kjör kvenna og skila sér til barnanna og samfélagsins. konurtil þátttöku í ákvörðunum er varða líf þeirra sjálfra. Aukin heilsugæsla, • betri menntun, smálán til atvinnurekstrar og réttindafræðsla j?t 9B/ HJÁIMRSTOFNUN kirkjunnar MUNIÐ GÍRÓSEÐLANA liclrna ob helman Ráðstefnuskríf- * stofu Islands lokað vegna fjárskorts Starfsemin vistuð hjá Ferðamálaráði til að byrja með STJÓRN Ráðstefnuskrifstofu ís- lands hefur ákveðið að loka skrif- stofunni og hefur tveimur starfs- mönnum hennar þegar verið sagt upp. Starfsemin verður vistuð hjá Ferðamálaráði til að byija með, en fyrirhugað er að fela síðar ein- stökum aðilum í ferðaþjónustu að sjá um hina ýmsu þætti. Ráðstefnuskrifstofan var stofnuð árið 1992 af Ferðamála- ráði, Reykjavíkurborg, Flugleið- um og fleiri aðilum í ferðaþjón- ustu. Ferðamálaráð lagði til henn- ar 9 milljónir á ári í upphafi, Reykjavíkurborg 7,5 milljónir og Flugleiðir 7,5 milljónir. „Við lögðum af stað með 30 milljónir til ráðstöfunar á hverju ári sem þá voru töluverðir fjár- munir,“ sagði Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Ráðstefnuskrif- stofunnar í samtali við Morgun- blaðið. „Fyrir tveimur árum dró Ferðamálaráð úr sínu fjárfram- lagi og það er nú komið niður í 4 milljónir. Skrifstofan hefur ein- ungis 20 milljónum úr að spila og helmingurinn af þeim fjármun- um fer í það að greiða rekstur. Innan Ferðamálaráðs er síðan þrýst á um að að minnka framlag- ið enn meira. Það sjónarmið hefur orðið ofan á innan Flugleiða að þeir peningar sem við leggum í þetta nýtist betur annars staðar og við höfðum jafnvel uppi áform um að hætta þátttöku. Niðurstaðan hefur orðið sú að fela öðrum aðilum að annast þetta verkefni. Við höfum því ákveðið að leggja niður skrifstofuna og vista hana til að byrja með hjá Ferðamálaráði, en peningarnir munu nýtast nánast eingöngu í markaðssetningu. Einstökum að- ilum í ferðaþjónustu verður falið að sjá um hina ýmsu þætti.“ Arðbærasti hluti ferðaþjónustunnar Sérstök nefnd hefur unnið að því að undanförnu að útfæra þær hugmyndir sem liggja fyrir og munu eigendur Ráðstefnuskrif- stofunnar koma saman á fundi hinn 8. janúar til að ákveða fram- haldið. Pétur sagðist telja það mjög miður að ekki skyldi vera hægt að halda úti jafn mikilvægu samstarfsverkefni, þar sem ríkið gæti ekki lagt til neina fjármuni í það. Um árangurinn af starfsemi Ráðstefnuskrifstofunnar sagði hann að erfitt væri að leggja mat á hann vegna þess að Ráðstefnu- skrifstofan ætti ekki í neinum viðskiptum. „Það hefur hins vegar orðið mikil aukning í ráðstefnu- haldi og ekki annað að sjá en árangurinn hafi orðið góður. Þetta hefur verið einn liður í því að laða ráðstefnur til íslands. Ráðstefnuskrifstofur eru t.d. starfræktar á hinum Norður- löndunum og er þá yfirleitt um að ræða samstarfsverkefni opin- berra aðila og fyrirtækja í ferða- þjónustu. Opinberir aðilar koma yfirleitt að þessu verkefni vegna þess að árangurinn gagnast öllu samfélaginu. Þetta er jafnframt arðbærasti hlutinn af ferðaþjón- ustunni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.