Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ PlnrgminMiiliili STOPNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EKKIHVORT HELDUR HVE MIKIÐ UMRÆÐUR um veiðileyfagjald hafa smátt og smátt ver- ið að færast í þann farveg, að það sé ekki spurning um hvort heldur hve mikið útgerðin skuli greiða fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin við íslandsstrendur. Á flokksráðs- fundi Sjálfstæðisflokksins, sl. laugardag, sagði Davíð Odds- son, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að það væri ekkert vandaverk að ná sáttum um þetta mál, eft- ir að umræður væru komnar niður á skaplegt plan að hans mati. í því sambandi sagði forsætisráðherra, að nú væri ekki lengur talað um milljarðatugi heldur jafnvel einn millj- arð og þar með væri málið orðið að minni háttar skattamáli. í samtali við fréttamann ríkissjónvarpsins sl. laugardags- kvöld sagði Davíð Oddsson orðrétt, aðspurður um, hvað hann ætti við: „Ég á við það þegar menn eru farnir að tala um tölur af þessu tagi, að það mundi friðþægja þeim, að slíkar tölur yrðu innheimtar, þá er það ekkert vandamál. Þá er það bara innheimt, sem þjónustugjald af útgerðinni fyrir þjónustu, sem veitt er. Það er gjald, sem menn geta kallað auðlindaskatt, ef það hentar, gerir mér ekkert til og það má auðvitað túlka það svo, að þjónustugjaldið sé auðlinda- skattur, það má kalla það svo.“ Það sem Morgunblaðið telur ekki sízt mikilvægt í ummæl- um forsætisráðherra er það, að hann er tilbúinn til að ræða innheimtu auðlindagjalds af útgerðinni, þótt forsenda hans sé vissulega sú, að þar eigi að vera um lága upphæð að ræða. Ummæli hans eru því áþekk þeim orðum Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, að deilan snúizt ekki um það hvort taka eigi slíkt gjald heldur í hve ríkum mæli. Samkvæmt þessum yfirlýsingum liggur það fyrir, að nú- verandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins eru báðir tilbúnir til að ræða um auðlindagjald með þeim skýra fyrirvara þó, að um lágar upphæðir sé að tefla. Afstaða Friðriks Sophussonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, hefur lengi verið ljós, þ.e. að hann er hlynntur veiðileyfa- gjaldi. Morgunblaðið hefur í sinni umfjöllun um þetta mál aldrei nefnt upphæðir í því sambandi. Þvert á móti hefur málflutn- ingur blaðsins verið sá, að það skipti máli, að samkomulag næðist í grundvallaratriðum um greiðslu veiðileyfagjalds. Þegar slíkt samkomulag lægi fyrir væri eðlilegt, að útgerðin fengi ákveðinn umþóttunartíma áður en til greiðslu veiði- leyfagjalds kæmi og í upphafi yrði um lágar greiðslur að ræða, sem síðan mundu væntanlega hækka smátt og smátt. Morgunblaðið hefur því ekki blandað sér í vangaveltur manna um það, hversu hátt slíkt gjald gæti orðið. Á hinn bóginn fer ekkert á milli mála, að útgerðin hefur á undanförnum árum verið að greiða býsna hátt gjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina við íslandsstrendur. Er þess skemmst að minnast, að Útgerðarfélag Akureyringa staðgreiddi fyrir skömmu um ellefu hundruð milljónir króna fyrir veiðirétt og skip, sem hingað til hafa verið gerð út frá Suðurnesjum og var þar auðvitað fyrst og fremst um að ræða greiðslu fyrir kvóta. Þegar rætt er um bolmagn útgerð- arinnar til slíkra greiðslna er ekki við öðru að búast en al- menningur í landinu stöðvi við slíkar upphæðir, sem hins vegar ganga ekki í almannasjóði heldur til mjög fámenns hóps manna, sem lögum samkvæmt eru að selja það sem aðrir eiga. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Það sem máli skiptir nú er hins vegar það, að umræðurn- ar hafa smátt og smátt færst úr þeim farvegi, að spurt sé hvort veiðileyfagjald komi til greina til þess, að rætt er um, hvort það eigi að vera lægri upphæð eða hærri. Þar með hafa orðið ákveðin þáttaskil. Nú er kominn jarðvegur fyrir að taka upp alvarlegar umræður um það hvaða aðferðum eigi að beita við álagn- ingu veiðileyfagjalds og þá jafnframt hvert bolmagn útgerð- arinnar er til þess að greiða slíkt gjald. Það hafa verið sett- ar fram margar hugmyndir um það, hvernig afrakstrinum af auðlindinni verði komið til þjóðarinnar með hagkvæmust- um hætti. Nú er komið að því að ræða slíkar hugmyndir efnislega. Þótt margir talsmenn veiðileyfagjalds séu fullir efasemda um að hugur fylgi máli hjá þeim, sem að undanförnu hafa léð máls á slíku gjaldi og telji að markmið þeirra sé það eitt að sleppa með sem minnstar greiðslur, nást engar sættir nema menn hafi kjark til þess, a.m.k., að kanna hvort um útrétta sáttarhönd sé að ræða. Nú er tímabært að sýna slík- an kjark. Til varnar í borgaran Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði um he kanna hvort stofna bæri embætti umboðsmar vart skattyfírvöldum. Karl Blöndal kannaði 1: myndar og kynnti sér stöðu almennings manninum í nágrannalöndui SKATTYFIRVÖLD virðast víðast hvar hafa tilhneigingu til að verða ríki í ríkinu sé J)eim ekki veitt nauðsynlegt aðhald. I haust voru vitnaleiðslur á Bandaríkjaþingi þar sem sagðar voru slíkar hryllingssögur af ágangi skatt- heimtunnar að Bandaríkjamönnum blöskraði. Slíkar uppljóstranir hafa ekki verið hér á landi, en engu að síð- ur sá Davíð Oddsson forsætisráð- herra ástæðu til þess um helgina að segja að til álita kæmi að stofna emb- ætti umboðsmanns almennings gagn- vart skattyfirvöldum. í Bandaríkjunum er þegar til emb- ætti umboðsmanns skattgreiðenda, en það hefur verið mikið til óvirkt. Danir þurfa að leita til umboðsmanns þingsins telji þeir að réttur sinn hafi verið brotinn líkt og Islendingar hafa leitað til umboðsmanns Alþingis. Bretar stofnuðu hins vegar sérstakt embætti árið 1993, sem hefur eftirlit með ýmiskonar skattheimtu. Það embætti er sjálfstætt og óháð og veit- ir meðal annars skatt- og tollyfirvöld- um aðhald. Davíð sagði í gær að þetta fyrir- komulag væri tU staðar í mismunandi myndum víða annars staðar. Að baki þessari hugmynd lægi að það kæmi fyrir að skattheimtumenn gengju of langt eins og komið hefði fram í Bandaríkjunum. Gegn óþarfa hörku skattheimtumanna „Það hefur borið á því, ekki síst er- lendis, að skattheimtumenn hafi mis- beitt valdi sínu og sýnt óþarfa hörku í samskiptum við skattborgara," sagði forsætisráðherra. „Eg tel ástæðu til að ætla að svipað kunni að hafa gerst hér og því er nauðsynlegt að þannig sé búið um hnútana að valdi af þessu tagi sé ekki misbeitt og almenningur, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, hafi til einhvers að snúa sér, sem ber að lögum að gæta hagsmuna þeirra sér- staklega. Það hefur ekkert með það að gera að ekki eigi að koma í veg fyr- ir skattsvik, það er allt annar hlutur." Davíð sagði að umboðsmaðurinn yrði að hafa vald til að grípa inn í, annars yrði embættið gagnslaust. I flestum tilvikum væri slíkt vald leið- beinandi í upphafi, en reynslan af stjórnsýslulögunum og upplýsinga- lögunum væri sú að kærurnar segðu ekki alla söguna. Stjórnkerfið yrði skilvirkara og menn gættu sín betur: „Tilvera þessa embættis ein og sér mundi veita slíkt aðhald.“ Davíð sagði að hann vekti ekki máls á þessari hugmynd nú vegna einhvers ákveðins máls, en í gegnum tíðina hefði hann fengið ýmsar at- hugasemdir, sem erfitt væri að fá staðfestar. Oft fengju menn skamman frest og engar upplýsingar um það hvenær niðurstöðu væri að vænta. „Þarna höfum við gleymt okkur“ „Þetta er allt á aðra hliðina," sagði hann. „Ef skattalög og þess háttar eru athuguð höfum við stjómmála- mennimir oftast komið fram sem full- trúar skattstofunnai- á þjóðþinginu, en ekki almennings. Þarna höfum við gleymt okkur og þurfum að passa okkur betur.“ Hann kvaðst stefna að því að kynna frumvarp um þetta mál fyrir ríkis- stjórninni eftir áramót. Tæki við málum óánægðra skattborgara Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í gær að valdsvið umboðs- mannsins yrði væntanlega að taka við málum óánægðra skattborgara, sem teldu að á sér hefði verið brotið með stjómvaldsað- gerðum. Einnig sagði hann að sú hugmynd hefði komið fram að gefa skatt- greiðendum og þá einkum fyrirtækjum kost á því að leita eftir áliti skattyfirvalda um ein- stök mál og fá úrskurð áður en talið er fram. Þetta mundi auðvelda ákvarðanir í rekstri fyrirtækja. Friðrik sagði að reynslan af um- boðsmanni Alþingis hefði verið góð og stofnað hefði verið embætti umboðs- manns barna, sem virtist hafa skilað góðum árangri: „Því vaknar sú spurn- ing hvort ekki sé eðlilegt að taka upp svipað kerfi þegar um skatta er að ræða, enda skipta skattar hvern ein- asta Islending máli.“ Margir viðmælenda Morgunblaðs- ins sögðu að tímabært væri að skatt- heimtunni yrði veitt aukið aðhald og kváðu hugmyndina um umboðsmann skattborgara tímabæra. í þágu almennings en ekki ríkis Ólafur Nilsson endurskoðandi sagði að það væri þarft að stjórnvöld færu að taka tillit til gjaldenda með þessum hætti. Það hefði ekki verið gert nægilega og gjaldendur biðu yf- irleitt lægri hlut í viðm-eigninni við skattyfirvöld. „Eg held að menn þurfi að fara að huga að skattamálum hér með öðrum hætti en eingöngu að þyngja refsing- ar gagnvart skattborgurunum þannig að menn nái rétti sínum gagnvart yf- irvöldum með eðlilegum hætti,“ sagði hann. „Mér líst vel á þessa hugmynd einmitt með tilliti til þess að stjórn- völd eru farin að hugleiða rétt skatt- borgaranna, en ekki alltaf vald ríkis- ins. Þetta er spurning um að hugleiða hvernig farið er með það vald, sem skattyfirvöld og einstakir starfsmenn þeirra hafa gagnvart skattborgurun- um, bæði til að taka upp mál og ljúka málum.“ Mikil þörf Ólafur Egilsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs, sagði í gær að mikil þörf væri fyrir að stofna embætti umboðsmanns al- mennings gagnvart skattyfirvöldum. „Ástæðan er sú að mað- ur heyrir mikið kvartað undan vinnubrögðum skattyfirvalda," sagði Eg- ill. „Þá er ég ekki endilega að tala um úrskurði sem slíka heldur ekki síður kröfur, sem eru gerðar til manna um skil á bókhaldsgögnum og samskipti skattyfirvalda og skattborgara. Menn eiga eiginlega ekki í nein hús að venda ef þeir telja að skattyfn-völd gangi fram með hætti, sem er ekki í neinu hlutfalli við tilefnið, vegna þess að fólk þarf að sitja og standa eftir því sem skattyfirvöld segja. Ég held að það væri gott ef til væri aðili, sem gæti tekið á þessum hlutum.“ Vilhjálmur sagði að umboðsmaðui- inn þyrfti að geta afgreitt mál hratt og geta passað upp á það að ekki sé verið að biðja skattgreiðendur um hluti, sem ekkd fái staðist. Nefndi hann sem dæmi þegar fyrirtæki væru látin leggja út í kostnað, sem ekki væri fótur fyrir, til dæmis með því að útvega heilu hlössin af gögnum með tilheyrandi vinnu í stað þess að senda einfaldlega mann á staðinn til að fletta upp í bókhaldsgögnunum. Kemur í hlut umboðs- manns þinganna Á Norðurlöndunum virðist gilda sú regla, sem nú er viðhöfð hér á landi, að skattgreiðendur geti leitað til um- boðsmanns þingsins telji þeir að rétti sínum vegið. Claus Haagen Jensen, lagaprófessor við Álaborgarháskóla, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í Danmörku kæmi það í hlut umboðsmanns þingsins að bregðast við kvörtunum borgaranna. „Ef fólk telur að það hafi ekki notið réttar síns, ekki hafi verið farið eftir settum reglum eða viðkomandi ákvörðun hafi verið röng getur það leitað til umboðsmannsins," sagði hann. „Fyrst þarf það hins vegar að hafa leitað allra venjulegra áfiýjunar- leiða.“ Haagen Jensen sagði að það væri algengt að fólk leitaði til umboðs- manns þingsins, en hins vegar væri skattakerfið í Danmörku rótgróið og það hefði áhrif á vinnubrögð umboðs- mannsins: „Engu að síður fær um- boðsmaðurinn mörg mál til umfjöll- unar.“ Bilað kerfi í Danmörku Skattkerfið í Danmörku komst í fréttir í fyrra vegna þeirra aðferða sem þar var beitt undir þeim merkj- um að auka ætti skilvirkni. Þá komst kerfi, sem kennt var við kröfu um ár- angur, undir smásjána. Kerfi þetta gefur yfírmönnum kost á að bæta tekjur sínar til muna. Kerfínu var ætlað að mæla hversu djúpt skatt- heimtan seilist í vasa borgaranna. I upphafi virtist þetta kerfi skila árangri með aukinni skattheimtu. En þegar betur var að gáð kom annað í ljós. Samkvæmt úttekt danska dag- blaðsins Jyllnndsposten var rúmum helmingi þeirra mála, sem skatt- heimtan hóf undir kröfunni um ár- angur og viðkomandi vísuðu til lands- Sýnt óþarfa hörku í sam- skiptum við skattborgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.