Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997
FRÉTTIR
MORGUNB LADIÐ
Lögmaður norskrar
konu sem vann forræð-
ismál í Tyrklandi
Aðalatriðið
hvað barn-
inu er fyrir
bestu
„í MÁLI Sophiu Hansen hefur all-
an tímann verið lögð megináhersla
á mismunandi trúarbrögð og
menningu, andstæðurnar ísland
- Tyrkland, íslam - kristindóm-
ur, o.s.frv. I máli skjólstæðings
míns, Mette Sollihagen Hauge,
reyndum við allan tímann að kom ■
ast hjá þessum spumingum. Aðal-
atriðið er jú hvað baminu er fyrir
bestu,“ segir Murat Bulat, tyrk-
neskur lögmaður norskrar konu
sem vann sl. fimmtudag mál fyrir
tyrkneskum dómstól gegn fyrr-
verandi eiginmanni konunnar, en
hann rændi dóttur þeirra sumarið
1996.
Norska konan og lögmaðurinn
nutu dyggrar aðstoðar Olafs Egils-
sonar sendiherra, sem gaf þeim
góð ráð og miðlaði af reynslunni í
máli Sophiu. Bulat segir Ólaf hafa
verið þeim til afar mikillar hjálpar
og veitt þeim mikilsverðar upplýs-
ingar.
Mismunandi menning
og trúarbrögð aukaatriði
Lögmaðurinn kveðst ekki telja
það siðferðilega rétt að hann tjái
sig frekar um mál Sophiu en legg-
ur áherslu á að mál sem þessi séu
fyrst og fremst fjölskyldumál, þar
sem meginmáli skipti hvar bamið
sé best komið. Hann hafi allan tím-
ann haldið því til streitu og neitað
að svara spumingum lögmanns
fyrrum eiginmanns Mette Solli-
hagen Hauge sem snertu mismun-
andi trúarlegan og menningarleg-
an bakgmnn, þar sem það væri
aukaatriði.
-----^44------
Fullveldishátíð stúdenta í Háskóla íslands
Vanræksla stjórnvalda í
menntamálum gagnrýnd
STÚDENTAR við Háskóla íslands
héldu fullveldisdag íslendinga há-
tíðlegan í gær, 1. desember. í há-
tíðarræðu sem Þorvaldur Gylfason
prófessor flutti kom fram harðorð
gagnrýni á langvarandi vanrækslu
stjómvalda í
menntamálum.
Dagskrá full-
veldisdagsins
hófst með
messu í Há-
skólakapellunni,
þar sem sr. Jón
Helgi Þórarins-
son þjónaði fyr-
ir altari og Elín-
borg Gísladóttir
guðfræðinemi
prédikaði. í kirkjugarðinum við
Suðurgötu flutti Andri Snær
Magnason skáld minni Jóns Sig-
urðssonar.
Mikill hagvöxtur skapar skil-
yrði til betri menntunar
Yfirskrift hátíðardagskrárinnar,
sem fram fór í hátíðarsal Háskóla
íslands, var „Hefur íslenska þjóðin
ekki efhi á því að eiga góðan há-
skóla?“ Hátíðina setti Haraldur
Guðni Eiðsson, formaður Stúdenta-
ráðs, þá ávarpaði Páll Skúlason há-
skólarektor hátíðargesti og Þor-
valdur Gylfason flutti hátíðarræðu.
Auk þeirra fluttu ávörp rithöfund-
arnir Steinunn Sigurðardóttir og
Einar Már Guðmundsson og Há-
skólakórinn söng undir stjóm Egils
Gunnarssonar.
Þorvaldur Gylfason minntist í
ræðu sinni m.a. Jóns Sigurðssonar
og sagði að reynsla heimsins síðan
um daga Jóns hefði sýnt að skoðun
hans á samhengi menntunar, hag-
vaxtar og viðskipta hefði verið rétt.
„Þær þjóðir, sem mesta rækt hafa
lagt við menntun bama sinna á öll-
um skólastigum og mesta alúð við
fijáls viðskipti innan lands og utan,
hafa yfirleitt náð mestum hagvexti
til langs tíma litið. Hér haldast or-
sök og afleiðing í hendur, því að
mikill hagvöxtur skapar að sínu
leyti skilyrði til meiri og betri
menntunar. Á hinn bóginn getur
liðið langur tími á milli orsakar og
afleiðingar: vanræksla í mennta-
málum getur dregið dilk á eftir sér
í mörg ár og marga áratugi aftur í
tímann."
Þá vitnaði Þorvaldur til nýrra
upplýsinga frá Seðlabanka íslands,
þar sem fram kemur að bankar og
fjárfestingasjóðir hafi þurft að af-
skrifa 67 milljarða króna, eða eina
milljón á hverja fjögurra manna
fjölskyldu í landinu. Þorvaldur
sagði stjórnmálaflokkana bera höf-
uðábyrgð á þessum afskriftum.
„Ætla má að stjórnmálasjónarmið
hafi ráðið nokkru um það, hverjum
hefur verið hlíft við að standa í skil-
um og hverjum ekki. Það er eftir-
tektarvert í þessu viðfangi, að þrátt
fyrir þessar gríðarlegu afskriftir og
útlánatöp og þrátt fyrir mikla til-
færslu almannafjár til útvegsfyrir-
tækja í skjóli gjafakvótakerfísins
síðan 1984, eru skuldir útvegsins
nú meiri en nokkru sinni fyrr, eða
næstum 120 milljarðar króna, sam-
kvæmt upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar. Þessar skuldir nema nú
um 9 milljónum króna á hvem
vinnandi mann í sjávarútvegi, veið-
um og vinnslu. Á sama tíma er
stærsta og fjölmennasta fyrirtæki
landsins, Háskóli íslands, á heljar-
þröm - og ekki aðeins háskólinn,
heldur allt skólakerfið og heilbrigð-
isþjónustan."
Þorvaldur
Gylfason
Eldur í þaki
fjölbýlishúss
í Alfheimum
Nýr meirihluti hefur tekið við völdum í Isafjarðarbæ
Athuga möguleika á
núverandi skólalóð
ALLT lið Slökkviliðsins í Reykja-
vík var sent að fjölbýlishúsi við Álf-
heima kl. 13.25 í gær þegar til-
kynnt hafði verið að eldur logaði
þar út um glugga og uppá þak.
Slökkvistarf gekk vel og engin slys
urðu.
Ákveðið var strax að senda allt
tiltækt lið, þrjá dælubíla, tvo
körfubíla og tvo sjúkrabíla.
Slökkviliðsmenn fóru upp stiga og
að upptökum eldsins sem reyndist
í þakrými fjölbýlishússins. Fljótt
og vel gekk að ráða niðurlögum
eldsins, engin slys urðu og tjón er
talið í lágmarki.
VIÐ myndun nýs meirihlutasam-
starfs í bæjarstjóm ísafjarðarbæj-
ar staðfestist klofningur bæjar-
stjómarflokks sjálfstæðismanna.
Tveir af fimm bæjarfulltrúum
flokksins standa að meirihlutasam-
starfinu, auk tveggja fulltrúa F-
lista sem Alþýðubandalag,
Kvennalisti og óháðir bám fram og
bæjarfulltrúar Framsóknarflokks
og Alþýðuflokks. Þrír bæjarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokks og tveir af
Fönk-listanum skipa minnihlutann.
Fyrri meirihluti var skipaður
fimm fulltrúum Sjálfstæðisflokks
og fulltrúa Alþýðuflokks. Sam-
starfið sprakk á deilum um hugs-
anleg kaup á húsum sem vora í
eigu Hraðfrystihússins Norður-
tangans til að leysa úr aðsteðjandi
vanda í húsnæðismálum grann-
skólans. Þrír fulltrúar D-listans
slitu samstarfinu formlega eftir að
samstarfsmenn þeirra í meirihlut-
anum, Jónas Ólafsson og Kolbrún
Halldórsdóttir, af D-lista, og Sig-
urður R. Ólafsson, af A-lista, höfðu
staðið að og samþykkt tillögu í
bæjarstjórn um að ekki kæmi til
greina að kaupa Norðurtangahúsin
þrátt íyrir að starfsmenn bæjarfé-
lagsins og sérfræðingar teldu það
ódýrastu og bestu leiðina við að
leysa húsnæðismál skólans.
Nefnd skoðar
möguleika
Meginverkefni nýs meirihluta
verður að finna lausn á húsnæðis-
vanda grannskólans á Isafirði og
þeim vanda sem blasir við í innra
starfi grunnskólanna. Kristinn Jón
Jónsson, verðandi forseti bæjar-
stjómar, segir að sett verði nefnd í
að skoða hvaða möguleikar era til
byggja á núverandi skólalóð. Segir
hann að menn geri sér grein fyrir
ákveðnum erfiðleikum á því og ef sú
verði niðurstaðan muni verða byggt
nýtt hús fyrir efstu bekld grann-
skólans á íþróttasvæðinu á Torfnesi.
Jaínframt verði gert ráð fyrir því að
þar verði aðstaða til að byggja yfir
allan skólann í framtíðinni. Fulltrú-
ar nýja meirihlutans telja að unnt
verði að semja við íþróttafélögin um
að byggja upp nýtt íþróttasvæði á
Skeiði, innar í Skutulsfirði.
Leitað að bæjarstjóra
Þorsteinn Jóhannesson, oddviti
sjálfstæðismanna í bæjarstjóm og
fráfarandi formaður bæjarráðs,
kveðst vona að nýja meirihlutanum
taldst ætlunarverk sitt í skólamál-
um. Hann neitar því staðfastlega að
Sjálfstæðisflokkurinn í ísafjarðarbæ
sé klofinn. Fulltrúaráð flokksins
standi á bak við þá stefnu sem bæj-
arfulltrúamir þrír hafi fylgt. Bæjar-
stjómarflokkurinn sé hins vegar
klofinn en þeir einstaklingar sem
standi að nýjum meirihluta hafi ekki
til þess stuðning innan flokksins.
Kristinn Jón, sem er fulltrúi
Framsóknarflokks, verður forseti
bæjarstjórnar og Smári Haralds-
son, oddviti F-lista, verður fyrsti
varaforseti og formaður fræðslu-
nefndar sem fjalla mun um skóla-
byggingarmálin. Jónas Ólafsson,
af D-lista, verður formaður bæjar-
ráðs og Sigurður R. Ólafsson, full-
trúi Alþýðuflokks, varafonnaður.
Reikna fulltrúar nýja meirihlutans
með því að taka við völdum á bæj-
arstjórnarfundi næstkomandi
fímmtudag. Þar verður flutt til-
laga um að leysa núverandi for-
seta og bæjarráðsmenn frá störf-
um og kjósa nýja.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri ísafjarðarbæjar, sagði starfi
sínu lausu vegna ágreinings við
viðtakandi meirihluta um skóla-
málin og hefur óskað eftir að losna
sem fyrst. Búist er við að það geti
orðið um næstu helgi. Verið er að
leita að nýjum bæjarstjóra og von-
ast Kristinn Jón til þess að hann
verði fundinn fyrir bæjarstjórnar-
fundinn á fimmtudag. Tveir aðrir
yfirmenn á bæjarskrifstofunum
hafa sagt upp störfum vegna
þessa máls. I málefnasamningi
nýja meirihlutans er ákvæði um
að ráðinn verði bæjarritari.
<s
^
10-18:30
KRINGMN
F
4
■
•í