Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNB LAÐIÐ
Hæstvirtur forseti,.
ÆÐSTA stofnun kjósenda er orðin illa mannheld, æ fleiri þingmenn sleppa út
og ganga lausir . . .
STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa óskað eftir heimild til að semja
við danska fyrirtaekið AFA JC Decaux um að setja upp allt að 120
biðskýli í borginni.
Tonleikar í Háskólabíói
fimmtudaginn 4. desember kl. 20:00
Hljómsveitarstjóri: Einleikari:
Sidney Harth Gubmundur Kristmundsson
jón Leifs: Trilogia piccola
Béla Bartók: Vílólukonsert
Pyotr Tchaikovsky: Sinfónía nr. 3
R
8
Starfsárið
nn j fi
11 uu in n
ia ö [j
Sinfóníuhljómsveit íslands
Háskólabíói vib Hagatorg
Sími: 562 2255
Fax: 562 4475
Veffang: www.sinfonia.is
Miöasala á skrifstofu hljómsveitarinnar og vib innganginn
Strætisvagnar
Reykjavíkur
Tillaga um
ný strætis-
vagnaskýli
TILLAGA hefur verið lögð fram í
borgarráði um að heimila Strætis-
vögnum Reykjavíkur að ganga til
samninga við danska fyrirtækið
AFA JC Decaux um uppsetningu og
þjónustu á allt að 120 biðskýlum og
30 upplýsinga- og auglýsingastönd-
um í borginni.
Að sögn Lilju Ólafsdóttur, for-
stjóra SVR, hefur danska fyrirtækið
þegar gert sams konar samning við á
annað þúsund borgir víðsvegar í Evr-
ópu, þar sem sett hafa verið upp bið-
skýli á þeirra vegum. Fyrirtækið fjár-
magnar skýlin með þvi að selja aug-
lýsingar í skýlin en þau eru úr hertu
gleri og eru auglýsingar á öðrum
gaflinum.
Biðskýlin yrðu því sett upp borg-
inni að kostnaðarlausu. Sagði Lilja að
fyrirtækið legði metnað sinn í að lag-
fær og þrífa skýlin ef þau yrðu fyrir
einhverju hnjaski. Það sama ætti við
um upplýsinga- og auglýsinga-
standana, sem víða mætti koma fyrir
eins og t.d. við sundlaugar borgarinn-
ar með upplýsingum um opnunartíma
og leiðarkerfi SVR, eða við Borgar-
leikhúsið með upplýsingum um starf-
semina sem þar fer fram.
--------------
í varðhald út
desember
ÞRÍR menn, sem réðust á mann á
heimiii hans á Kleppsvegi í Reykja-
vík í síðasta mánuði, hafa allir verið
úrskurðaðir í framlengt gæsluvarð-
hald og nú út desember.
Mennimir þrír réðust inn á heimili
mannsins um miðnætti kvöld eitt í
nóvember, stálu verðmætum af heim-
ili hans, veittu honum áverka og
skildu hann eftir bundinn. Tóku þeir
jafnframt af honum súrefniskút sem
hann var háður. Gat maðurinn losað
sig og kallað eftir hjálp. Mennimir
voru handteknir daginn eftir og hafa
nú verið úrskurðaðir í varðhald til
áramóta.
Heimahlynning tíu ára
Bryndís Konráðsdóttir
►Bryndís Konráðsdóttir fædd-
ist í Reykjavík árið 1952. Hún
lauk Kvennaskólaprófi árið
1969 ojj prófi frá Hjúkrunar-
skóla Islands árið 1974. Árið
1979-80 stundaði hún fram-
haldsnám í hjúkrun á hand-
Iæknis- og lyflæknissviði við
Nýja hjúkrunarskólann. Bryn-
dís starfaði sem deildarstjóri á
Landakoti 1980-86 og sérhæfði
sig síðan að því búnu í umönn-
un deyjandi. Hún hefur sótt
námskeið í tengslum við sér-
menntun sína í Bretlandi,
Kanada og á Norðurlöndum.
Umönnun heima
auðveldar oft
sorgarferlið
Heimahlynn-
ING Krabbameins-
félags íslands var
stofnuð formlega hinn 1.
mars 1987 og varð því tíu
ára fyrr á árinu. Bryndís
Konráðsdóttir hjúkrunar-
fræðingur er ein stofnenda
Heimahlynningarinnar og
segir að stefnt hafí verið að
því frá upphafi að setja á
fót líknarheimili. I ágúst
gaf Oddfellow-reglan
stofnfé til þess að opna
líknardeild þar sem hægt
er að vista sjúklinga og
veita dag- og göngudeildar-
þjónustu. Verður hún
starfrækt í hluta húsnæðis
sem áður tilheyrði Kópa-
vogshæli og opnuð á næsta
ári.
- Hvaða starfsemi á að
fara fram á deildinni?
„Þar á að verða líknardeild fyr-
ir 10-14 sjúklinga, dagdeild fyrir
4-6 og væntanlega göngudeild.
Síðan verður rekin heimahlynn-
ing út frá henni. Markmiðið er að
safna kröftum sem unnið hafa að
líknarmálum á einn stað og starf-
rækja nokkurs konar miðstöð.
Þessi umönnun er almennt ætluð
sjúklingum með langt genginn
ólæknandi sjúkdóm og eru ekki í
læknandi meðferð. Slíkir sjúk-
lingar hafa oft mikil einkenni, um
m /3 tveirþriðju krabbameins-
sjúklinga hafa verki, hluti þeirra
glímir við alls kyns meltingaró-
þægindi og einnig fylgir oft
þreyta og slappleiki, lystarleysi
og fleira."
- Hvað þurfa margir á þessari
umönnun að haida árlega?
„Það er álitið að þetta húsnæði
verði nægilega stórt til þess að
anna Stór-Reykjavíkursvæðinu
en viðmiðunin er sú að þurfi tíu
rúm fyrir hverja hundrað þúsund
íbúa. Þessi deild er því talin full-
nægja þeirri þörf. Auk þess er all-
stór hópur sjúklinga sem fær um-
önnun heima.“
- Hvernig hefur starfsemi
Heimahlynningarinnar þróast?
Þáverandi forstjóri Krabba-
meinsfélagsins, Snorri Ingimars-
son læknir, réði mig og Hjördísi
Jóhannsdóttur til starfa árið 1986
til þess að koma á fót einhverri
þjónustu fyrir þá sem ekki lækn-
uðust og vildu vera heima. Hjör-
dís hætti reyndar ári síðar en er
komin til okkar aftur. Upphaflega
vorum við bara tvær og einvörð-
ungu í dagvinnu en Sigurður
Árnason læknir kom fljótlega til
liðs við okkur. Það kom hins veg-
ar fljótt í ljós að ekki var hægt að
reka neina þjónustu af viti með
því móti og Rauði krossinn kom
til móts við okkur svo hægt væri
að koma á fót sólarhringsþjón-
ustu. Þá voru ráðnir fleiri hjúkr-
unarfræðingar, þannig að þeir
urðu fimm, ásamt Valgerði Sig-
urðardóttur lækni.
Þannig var manna-
haldið þar til í sumar
þegar tveir hjúkrunar-
fræðingar voru ráðnir í
hálft starf til viðbótar.
Hjúkrunarfræðingamir
eru því orðnir sjö, fimm í fullu
starfi og tveir í hálfu, og þriði
læknirinn, Guðlaug Þórsdóttir,
kom fyrir ári. Þá hefur bæst við
ritari og við höfum jafnframt á
okkar snærum félagsráðgjafa,
presta og sérfræðinga á öðrum
sviðum sem við getum leitað til.“
- Hvernig hefur starfsemin
breyst á þessum tíu árum að öðru
leyti?
Sjúklingafjöldinn fer til dæmis
stöðugt vaxandi. Við byrjuðum á
„4-500 deyja
árlega úr
krabbameini“
að sinna 10-15 sjúkiingum á ári en
þeir eru orðnir um 150 árlega.
Fjöldi þeirra sem deyr heima hef-
ur líka aukist ár frá ári. Það virð-
ist vera ósk mjög margra þegar
ljóst verður að ekki er hægt að
bjóða frekari meðferð til lækning-
ar. A sjúkrahúsum er oft mikið
álag og mikill hraði og ekki víst
að viðkomandi fái að vera í ein-
rúmi. Flestir vilja því vera hjá
sínum nánustu ef þess er nokkur
kostur.
Ættingjum er það líka oft mikils
virði og sýnt hefur verið fram á
að þeir sem taka virkan þátt í um-
önnun hins deyjandi gengur bet-
ur í sorgarferlinu. Einnig er það
léttara fyrir marga aðstandendur
því það getur verið heilmikið álag
fylgjandi því að vera á spítalanum
löngum stundum og mörg börn
vilja alls ekki koma þangað inn.
Við höfum reynt að laga þjónust-
una að þessum þörfum og á seinni
árum verið með miklu veikari
sjúklinga með flóknari vandamál.
A hverju áii greinast um 8-900
manns með krabbamein og 4-500
deyja árlega af sama sjúkdómi.
Færni okkar og kunnátta til þess
að sinna þessu fólki hefur líka
aukist og hópurinn orðinn mjög
samhentur og þjálfaður eftir allan
þennan tíma sarnan."
- Hvers konar þjónustu getur
sjúklingurinn fengið?
Hann getur fengið alla
hjúkrunar- og læknis-
þjónustu sem þarf. Við
____ erum ekki með viðveru
en heimsækjum fólk að
minnsta kosti einu sinni í viku og
allt upp í tvisvar á dag. Þá erum
við með sólarhringsþjónustu, sem
veitir visst öryggi, því einn læknir
og einn hjúkrunarfræðingur eru
ávallt á bakvakt og geta brugðist
skjótt við. Það geta allir leitað til
okkar og ekki nauðsynlegt að
hafa beiðni frá lækni, þótt samráð
sé auðvitað æskilegt. Einnig sinn-
um við mörgum tímabundið, til
dæmis végna erfiðra einkenna
eða aðstæðna."