Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 39 MENNTUN Morgunblaðið/Golli Bókleg tungumálakunnátta hins dæmigerða Islendings getur orðið lítis virði „alþjóðlega krafan er að fólk geti tjáð sig sómasamlega á fleiri en einu erlendu tungumáli og komið þekkingu sinni á framfæri. Samskipti við erlend íyrirtæki eru daglegt brauð innan æ fleiri starfs- stétta. Margrét nefnir í lokin að margar þjóðii’ séu að taka sig á í tungu- málanámi og spænska til dæmis orðin skylda í flestum háskólum í Bandaríkjunum ásamt þriðja máli. Hollendingar séu líka í uppsveiflu. Fyrir rúmu ári var hollensk könn- un í lesskilningi á ensku lögð fyrir 640 íslensk ungmenni og kom fram í samanburði að aðeins 20% ís- lensku barnanna náðu meðaltali hollenska úrtaksins og að 90% hol- lensku nemendanna voru yfir með- altali þeirra íslensku. „Við þurfum því að bæta tungumálakennsluna verulega," segir Margrét Jónsdótt- ir, sem hefur líka lýst þessum skoðunum sínum í hausthefti Skím- is 1997. Morgunblaðið/Kristinn Kennsla á fullveldisdegi KENNSLA í grunnskólum landsins á fullveldisdaginn kom mörgum á óvart vegna þess að í huga fólks eru skólar lokaðir 1. desember. Elín Ólafsdóttir hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur segir að þrýstingur hafi verið í samfélag- inu um að fækka sameiginlegum starfsdögum kemiara í grunnskólum og að árið 1995 hafi það ráð verið samþykkt að ekki yrði lengur kennsluhlé þennan dag. Árið 1995 ákváðu kennarar í mörgum skólum að hafa sameiginlegan starfsdag fóstudaginn 1. desember og gefa nemendum frí. Árið 1996 bar 1. des upp á sunnudag og núna á mánudag, og var kennt í flestum grunnskól- um. Hins vegar er 1. des dagur stúdenta og kennsluhlé gert í Háskóla ís- lands. Dr. Ámi Bjömsson þjóðháttafræðingur telur í Sögu daganna að kennsluhlé hafi tiðkast í skólum landsins alveg frá 1918. með gæðum kennslunnar. Svo kom eftirlitsmaður óvænt i heimsókn og settist út í bekk en það truflaði krakkana ekkert því þeir voni van- ir gæðaeftirliti. Eftir kennslu- stundina fékk ég svo strax upp- byggilega gagnrýni." Margét telur að bæta þurfi kennaranám tungumálakennara á grunnskólastigi því núna fá þeir ekki nema 12,5 einingar í Kennara- háskólanum í tungumálinu sem þeir ætla að kenna, en það er lfkt og tæplega ein önn í Háskóla ís- lands. Hún segir það svo afleitt að nemendur taki stúdentspróf í dönsku eftir tvö ár í menntaskóla, því eftir það liggi danskan í dvala tvö næstu ár áður en í háskólann kemur, það sem ekki er notað gleymist. Hugmynd að breyttri tungu- málastefnu Háskólans Margrét segir að tungumála- námi þurfi líka að breyta í Háskólanum. „Það þarf að vera val á milli hag- nýts tungumálanáms og BA-prófs í tungumáli sem felur í sér þekkingu á ýmsu öðru en tungumálinu sjálfu,“ segir hún. „Mér finnst líka að Háskólinn ætti að bjóða upp á eins árs hagnýtt tungumálanám til dæmis fyrir þá sem enn eru óráðn- ir um framtíð sína en vilja samt nota tímann vel.“ „Reyndar ættu allar háskóla- deildir að leggja áherslu á tungu- málakunnáttu nemenda sinna. Það er ekki nóg að vera með góða starfsmenntun. Lögfræðingar nú- tímans fara til dæmis ekki sjálf- krafa inn í íslenskt embættiskerfi heldur alveg eins til Brussel, hins vegar fer nær allt námið fram á ís- lensku og stuðst er við íslenskar bækur.“ Og Margrét spyr: „Verða þeir teknir alvarlega?“ Viðskipta- og hagfræðideild Há- skólans hefur á hinn bóginn sýnt fyrstu merki um víðsýni að mati Margrétar. „Þar er þörfin á tungu- málakunnáttu viðurkennd með því að bjóða upp á spænsku, ensku, frönsku og þýsku fyrir nemendur sem geta þannig búið sig undir al- þjóðlegan heim viðskiptanna." En þurfa sérfræðingar í ís- lenskri miðaldamenningu að vera góðir í tungumálum? „Já,“ svarar Margrét, „áhugi útlendinga á þess- ari menningu jrrði miklu meiri ef fræðimennimir legðu sig fram um að skrifa og gefa út rannsóknir sín- ar á ensku.“ Hún telur einnig að það ætti að vera akademísk krafa að nemendur á Islandi í masters- og doktors- námi tækju stöðupróf 1 helstu tungumálum. „Tungumála- kunnátta er vegabréf framtíðarinn- ar og mun skipta meira máli en þjóðemið,“ segir hún. Vinnumark- aður nútímanemenda er alþjóðleg- ur. Endurmenntun í tungumálum handa öllum stéttum Endurmenntun í tungumálum er jafnframt þessu afar mikilvæg. Tungumál í allar háskóladeildir Jólapakkatilboð Póstsins Póstur og sími býður viðskiptavinum sínum sérstakt jólapakkatilboð fyrir jólapakkana innanlands. Skiiyrði er að sendingin sé send i sérstökum umbúðum (sjá mynd). Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum umbúðum greiðir þú aðeins 310 kr. fyrír pakkann, þyngd hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-23. desember 1997 og skiptir þá engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er i þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr. Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst- og sfmstöðvum. Með því að nota jólapakkatilboð Póstsins hefur þú valið eina fljótlegustu, öruggustu og ódýrustu leiðina til að PÓSTUR OG SÍMI HF senda jólagjafirnar í ár. 1 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.