Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Heiidarútgjöld borgarsjóðs í % af skatttekjum fyrirárið 1998 Hallalaus fjárhags- áætlun í annað sinn í FRUMVARPI að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998 er gert ráð fyrir að heildartekjur verði tæplega 21,3 milljarðar en heildargjöld rúmir 19,5 milljarðar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, kynnti fjárhagsáætl- unina á blaðamannafundi í gær og benti meðal annars á að annað árið í röð væri lögð fram hallalaus fjárhagsáætlun. Áætlun ársins 1997 hafi staðist og sagði hún jafnframt að ekki væri gert ráð fyrir nýjum lántökum þrátt fyrir nýgerða kjarasamninga. Sagði hún að samkvæmt útkomu- spá ársins 1997 hafi skuldir borgar- sjóðs lækkað að raungildi um 550 milljónir á milli áranna 1996-1997. Borgarstjóri sagði á kjörtímabil- inu hafí verið festa í fjármálum borgarinnar og að skuldasöfnun borgarsjóðs hafi verið stöðvuð. Stjómsýsla borgarinnar væri opn- ari og lýðræðsilegri og nefndi hún sérstaklega umboðsmann borg- arbúa en ákveðið. hafí verið að breita eftirlitsskyldu umboðsmanns Alþingis sem nú taki einnig til stjómsýslu sveitarfélaga. Sagði hún að loforð hafí verið gefín um endurbætur í dagvistarmálum og benti á að 1.100 ný leikskólapláss hafi bæsti við á Ieikskólum borgar- innar. Til skólamála hafí aldrei verið varið meira fjármagni og eru 18 af 30 grunnskólum einsetnir. Atvinnumál og Nesjavellir „í atvinnumálum ætluðum við að beita okkur og þar lítum við svo á að okkar stærsta mál sé raforku- verið á Nesjavöllum sem meðal annars skapaði forsendur fyrir upp- byggingu stóriðju og þar með for- sendur fyrir auknum hagvexti sem skilar sér til þjóðarinnar allrar,“ sagði hún. „Skráðir atvinnulausir hafa ekki verið færri síðan árið 1992 og þar með er ljóst að það er talsverð gróska í atvinnulífinu, sem meðal annars sést á eftirspurn- um eftir lóðum. Til dæmis hefur Reykjavíkurhöfn úthlutað fleiri lóð- um á þessu ári en í 80 ára sögu hafnarinnar.“ Borgarstjóri sagði að áhersla væri lögð á stöðuleika í fjármálum og framkvæmdir í málaflokkum. Á árirtu 1998 hækka skatttekjur og rekstrargjöld borgarinnar um 1.200 milljarða frá útkomuspá árs- ins 1997. Rekstrargjöld eru um 85% af skatttekjum borgarinnar en þau voru um 84% á síðasta ári. Sagði Ingibjörga að um 700 millj- ónir af hækkun rekstrargjalda mætti rekja til aukins launakostn- aðar vegna kjarasamninga. í áætl- uninni er gert ráð fyrir 260 millj. vegna ófyrirséðra útgjalda. Samdráttur í nýbyggingaframkvæmdum Ingibjörg sagði að nýbygginga- framkvæmdir borgarsjóðs á næsta ári myndu dragast saman um 300 milljónir frá því sem var árið 1997 en að áfram yrði haldið í uppbygg- ingu í skólamálum og eru áætluð framlög til þeirra 700 milljónir úr borgarsjóði auk 150 milljónir, sem er hlutur ríkissjóðs. Byggt verður við sex grunnskóla en stærstu verk- efnin eru viðbygging við Háteigs- skóla, Rimaskóla, Melaskóla, Foss- vogsskóla og Vesturbæjarskóla auk síðasta áfanga við Fjölbrautarskól- ann í Borgarholti. Jafnframt verður lokið við byggingu leikskóla við Mururima í Grafarvogi, byggingu leikskóli við Seljaveg og hafist handa við byggingu leikskóla í Skuldir borgar- sjóðs lækkað um 550 milljónir Selási. Áætluð framlög til bygging- ar leikskóla eru 250 milljónir. Borgarstjóri lagði áherslu á að þrátt fyrir aukin rekstrarútgjöld eða 1,2 milljarða milli ára hafi tekj- ur einnig aukist. „Við teljum að með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á fjárhagsáætluninni með rammaáætlunum til hvers málaflokks og með aðhaldi og sparnaði á mörgum sviðum þá hafi verið hægt að bæta þjónustuna hjá borginni við borgarbúa umfram það sem aukin rekstrarútgjöld segja til um,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Stofnanir hafa sjálfar sett ramma fyrir einstaka eininga hjá sér. Við höfum lagt áherslu á að yfírstjórn borgarinnar fari á undan með góðu fordæmi. Til dæmis sýnir risnu- kostnaður borgarsjóðs frá 1991- 1997 á meðalverðlagi 1997 að kostnaður áranna 1995-1997 er 64 milljónum króna lægri heldur en hann var á árunum 1991- 1993.“ Borgarstjóri tók einnig dæmi um blómakaup borgarinnar og leigubílaakstur vegna skrifstofu borgarstjóra og Höfða frá árinu 1991-1997 en blóm voru keypt fyrir rúmar 2,8 milljónir árið 1992 en 550 þús. árið 1997 og kostnað- ur vegna leigubíla árið 1992 var rúmar 4,4 millj. en 1,5 árið 1997. Aukinn skattaafsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega Borgarstjóri sagði að ákveðið hafí verið að leggja áherslu á að veita tekjulitlum elli- og örorkulíf- eyrisþegum aukinn afslátt af fast- eignasköttum og holræsagjaldi frá því sem verið hefur. „Borgin hefur yfírleitt miðað við grunnlífeyri Tryggingastofnunar, en hann hækkar un* 65% milli áranna 1997- 1998 en við höfum ákveðið að hækka okkar viðmiðunarupphæðir um 18% að meðaltali þannig að þeim mun fjölga verulega sem geta fengið skattaafslátt hjá borginni,“ sagði hún. „Við gerum ráð fyrir að kostnaðarauki borgarsjóðs vegna þessa verði 22 milljónir á árinu en afslátturinn var 53 millj- ónir í heild á síðasta ári.“ Fjölnotahús við Laugardalshöll Fram kom að á næsta ári verður lokið við byggingu sundlaugar í Grafarvogi og að byggt verður yfir skautasvellið í Laugardal. Sagði Ingibjörg að athugun yrði hafín á byggingu íjölnotahúss við Laugar- dalshöll og undirbúningur að bygg- ingu 50 m yfirbyggðrar keppnis- laugar við Laugardalslaug. Fram- kvæmdum við Iðnó yrði lokið í mars og hafist verður handa við að innrétta Listasafn í Hafnarhús- inu og aðalsafn Borgarbókasafns- ins í Tryggvagötu 15. Ný olíuhöfn í Örfirisey Ingibjörg Sólrún sagði að í fjár- festingum væri lögð á hersla á að fjárfest væri til framtíðar. Lang stærsta framkvæmd á vegum borg- arinnar og ef til vill sú stærsta sem borgin hefði farið í um langt ára- bil væri Nesjavallavirkjun. Gert er ráð fyrir að Hitaveita Reykjavíkur muni verja 3,5 milljörðum til virkj- unarinnar á næsta ári og að fyrri vélasamstæðana verði tekin í notk- un næsta haust. Auk þess mun Rafmagnsveita Reykjavíkur leggja fram 295 milljónir vegna línulagna sem tengjast Nesjavallavirkjun. Af öðrum framkvæmdum nefndi borg- arstjóri framkvæmdir við nýja olíu- höfn í Örfirisey fyrir 781 milljó, sem auka mun öryggi við losun olíu en nú er henni dælt úr olíuskip- um í land. í þeirri fjárhagsáætlun sem fyrir liggur er ekki getið um Kjalarnes og benti borgarstjóri á að fram að kosningum væru sveit- arfélögin tvö en að þeim loknum þegar sveitarfélögin hafa verið sameinuð yrðu báðar áætlanir tekin upp á ný og þær bræddar saman í eina fjárhagsáætlun. 570 miHjónir í holræsi Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að veita rúmum 570 milljónum til nýrra holræsaframkvæmda og er stærsta verkefnið fyrsti áfangi nýrrar dæli og hreinsistöðvar við Laugarnes, sem áætlað er að ljúka við árið 2000. „Þá verður stand- lengjan við Reykjavík orðin hrein og við teljum það við hæfi á menn- ingarári,“ sagði borgarstjóri og minnti á að á þessu kjörtímabili hefði 2,1 milljarði verið varið til holræsaframkvæmda auk 570 millj. í vexti af lánum frá síðasta kjörtímabili. „Við leggjum mikla áherslu á innra starf skóla og leikskóla,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hjá Dagvist bama er fyrirhugað átak í mennt- unarmálum starfsmanna í leikskól- um og sálfræði- og sérkennsludeild verður styrkt vegna sérstuðnings við fötluð börn og börn með þro- skafrávik. Á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verður unnið að ýms- um umbótum í skólastarfi og verð- ur sérkennsla og sálfræðiþjónusta endurskipulögð, haldið áfram átaki í kennslu í eðlis-, efna- og stærð- fræði sem hófst á þessu skólaári, kennslustundum fjölgað um eina stund í 1., 2., 3., og 5. bekk, lögð aukin áhersla á mat á skólastarfi og stefnt að bættum tölvubúnaði skólanna. Jafnframt hefur verið ákveðið að fjárhagslegt sjálfstæði skólanna verði aukið. Umhverfismál í umhverfismálum verður haldið áfram að endurgera leik- og útivist- arsvæði í eldri hverfum borgarinnar en megin þungi framkvæmdanna BORGARSTJÓRNARFLOKKUR sjálfstæðismanna segir að fjár- hagsáætlun R-listans beri með sér að hann ætli að skilja eftir svikin loforð við hvert fótmál. „Fjárhags- áætlunin er algjör uppgjöf og viður- kenning á að loforðin sem R-listinn var kosinn út á, verða ekki efnd,“ segir í yfirlýsingu sem borgar- stjórnarflokkur sjálfstæðismanna sendi frá sér í gær. Þá segir að á þessu ári aukist skuldir borgarinnar um 400 milljónir króna þrátt fyrir að góð- ærið gefí 800 milljónum króna hærri útsvarstekjur en áætlað var. „Skuldir hafa aukist um 3 milljarða kr. á kjörtímabilinu þrátt fyrir lof- Fjárfestingar Reykja- víkurborgar 1991-98 í milljónum króna á verðlagi 1997 1991 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 verður í nýju hverfunum. Borgar- stjóri sagði að samþykkt hafi verið umferðaröryggisáætlun sem miðaðist við að fækka umferðar- slysum um 20% fram til áramóta. í samræmi við hana hafa framlög til úrbóta í umferðaröryggismálum hækkað úr 54 millj. í 85 millj. á næsta ári. Lokið verður við göngu- brú yfir Kringlumýrarbraut til móts við Laugarneskirkju , haldið áfram átaki við endurbætur á aðalgang- stígum og gönguleiðum meðal ann- ars lokið við gerð stígs meðfram Sæbraut út á Laugarnes og stígar meðfram Miklubrautinni verða endurbættir. Jafnframt verður haf- ist handa við tvöföldun Gullinbrúar og stefnt er að áframhaldandi átaki í að bæta þjónustu SVR, sérstak- lega í nýrri hverfum og fjölga bið- skýlum borgarinnar með sérstökum samningi við þjónustuaðila borginni að kostnaðarlausu. í miðborginni verður ráðist í endurbætur á Laugavegi milli Frakkastígs og Barónsstígs og er kostnaður áætlaður 160 millj. en um áramót verður lokið við fyrsta áfanga þróunaráætlunar fyrir mið- borgina og í framhaldi af henni hefur verið mótuð stefna um að- gerðir til að endurreisa miðborgina sem miðstöð verslunar, menningar og stjórnsýslu í landinu. Borgar- stjóri vakti sérstaka athygli á Mið- garði, þjónustumiðstöð i Grafarvogi orð R-listans um annað og þrátt fyrir að flest sveitarfélög hafí náð að lækka skuldir eða halda þeim í skefjum," segir í yfírlýsingunni. Minni fjölgun leikskólarýma en á síðasta kjörtímabili Í yfírlýsingunni eru tiltekin nokkur atriði og segir m.a. að átak- anlegust séu svik R-listans gagn- vart því kosningaloforði að við lok þessa kjörtímabils eigi öll börn eins árs og eldri að vera búin að fá pláss á barnaheimili eftir óskum foreldra. „Staðreyndin er önnur. Biðlistinn er nú 2.000 börn en rýmum mun hafa fjölgað aðeins um 870 á þessu kjörtímabili. Þeim fjölgaði um Heildarskuldir Reykja- víkurborgar 1990-98 1990 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 fyrir Grafarvogsbúa, sem mun taka til starfa að fullu á næsta ári og er áætlaður rekstrarkostnaður 39 millj. Þar geta íbúar sótt alla þá þjónustu sem þeir hafa hingað til þurft að sækja á Fræðslumiðstöð- inni, Félagsmálastofnun, Dagvist barna og Iþrótta- og tómstundar- áði. Mótað framtíðarsýn „Við höfum mótað framtíðarsýn fyrir Reykjavík," sagði Ingibjörg Sólrún. „Við gerum ráð fyrir að þessi fjárhagsáætlun sé liður í þeirri sýn og við viljum að sjálf- sögðu að Reykjavík verði framúr- skarandi til búsetu jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki.“ í lokin vakti borg- arstjóri athygli á þeim breytingum sem orðið hafa á sl. tveimur árum við vinnslu fjárhagsáætlunar. í stað þess að einblína á einstakar tölur hjá stofnunum er ætlast til að stofnanirnar setji sér framtíðarsýn og markmið fyrir hvert ár. „Síðan eiga þær að gera það upp í árslok hvort þær hafa náð þessum mark- miðum,“ sagði hún. „Nú er gerð starfsáætlun, þar sem fram kemur hvað gert verður á árinu, hvernig því verði náð og hvaða mælikvarði er lagður á hvort verið sé að veita góða og rétta þjónustu. Stofnanirn- ar eru allar farnar að þróa með sér sinn mælikvarða allt eftir því hvað starfsemi þeirra segir til um.“ 1.200 á síðasta kjörtímabili þegar sjálfstæðismenn voru við völd,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig er m.a. fullyrt að á kjör- tímabilinu hafi skuldir borgarsjóðs hækkað úr 12 milljörðum króna í 15 milljarða króna. Einn milljarður hafi hins vegar verið fluttur yfír á nýtt fyrirtæki sem var stofnað um leiguíbúðir borgarinnar og þess vegna muni ársreikningur borgar- innar sýna 14 m.kr. skuldir. „Þetta gerist þrátt fyrir að holræsagjald og auknar arðgreiðslur af fyrir- tækjum borgarinnar í borgarsjóð færi 3,6 milljarða kr. í viðbótartekj- ur miðað við árið 1994,“ segir I yfirlýsingunni. Borgar stj órnarflokkur sjálfstæðismanna Loforð verða ekki efnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.