Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 43 r ' ) ) ) ) ) ) ) I > > > > > > > > > > > I > I :* I í AÐSENDAR GREINAR Ögeðfelldar árásir á útgerðarmenn MAÐUR að nafni Þórólfur Matthíasson hefur skrifað nokkuð í blöð síðustu vikur til stuðnings veiðigjaldi í því skyni að hirða físk- veiðiarðinn af útgerð- armönnum. Hann hef- ur meðal annars haldið því fram, að útgerðar- menn hafi hvergi skeytt um hagkvæma nýtingu fiskistofna. Sé einhverjum að þakka, að arður af fiskveiðum hefur aukist við kvóta- kerfið, er það hagfræð- ingum eins og Gylfa Þ. Gíslasyni og Bjama Braga Jónssyni, en ekki útgerðar- möpnum Arásir þessa manns á útgerðar- menn eru ómaklegar og ógeðfelldar og ekki til þess fallnar að auka veg viðsldpta- og hagfræðideildar, þar sem hann starfar. Útgerðarmenn eru hvorki verri né betri en aðrir hagsmunahópar. Þeir reyna að há- marka hag sinn við þær reglur, sem gilda hverju sinni. Áður en kvóta- kerfið kom til sögunnar árið 1984, var aðgangur nær ótakmarkaður að fisldmiðunum. Þetta leiddi til þess, að útgerðarmenn juku sóknina fram úr því, sem hóflegast var, því að þann fisk, sem þeir veiddu ekki, veiddu einhverjir aðrir frá þeim. Þeir umgengust takmarkaða auð- lind eins og hún væri ótakmörkuð. Hegðun útgerðarmanna við þess- ar aðstæður var rökrétt. Það, sem enginn á, hirðir enginn um, af því að það borgar sig ekki. Það voru sjálf- ar aðstæðumar, sjálfar reglumar, sem vom óskynsamlegar. Smám saman varð útgerðarmönnum þetta ljóst, og á ársfundi sínum 1983 og á fiskiþingi sama ár óskuðu þeir eftir því, að aðgangur að fiskimiðunum yrði takmarkaður með kvótum. I fróðlegri ritgerð eftir Halldór Jóns- son um aðdraganda kvótakerfisins, sem Þórólfur þessi vitnar raunar til, kemur einmitt fram, að útgerðar- menn höfðu frumkvæði að þessu kerfi. Stjómmálamenn mörkuðu ekki stefnuna, heldur fylgdu í humátt á eftir útgerð- armönnum. Skrif Bjama Braga Jónssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar á þessum tíma höfðu engin áhrif á framvinduna, enda voru tillögur þeirra um auðlindaskatt og sölu veiðileyfa óraunhæfar og urðu heldur til þess að spilla fyrir lausn málsins en hitt, þótt þeim gengi vafalaust gott eitt til. Þeir skildu það ekki þá fremur en Þórólfur þessi nú, að í lýðræðisríki verður að gera stórfelldar breyt- ingar á skipan atvinnulífsins í sæmi- legri sátt við þá, sem eiga þar ríkra hagsmuna að gæta. Smám saman þróaðist kvótakerf- ið í þá átt, að kvótamir urðu ótíma- Útgerðarmenn vilja nú, segir Hannes H. Giss- urarson, fara enn gæti- legar en stjórnmála- menn við ákvörðun leyfilegs hámarksafla. bundnir og framseljanlegir. Nú er öllum hugsandi mönnum orðið það ljóst, að þetta kerfi er hagkvæmt, þótt enn sé það ekki gallalaust. Út- gerðarmenn vilja nú fara enn gæti- legar en stjómmálamenn við ákvörðun leyfilegs hámarksafla, enda er mest í húfi fyrir þá. Þeir græða á skynsamlegri ákvörðun og tapa á óskysamlegri. Hegðun þeirra er eins rökrétt og fyrr. Munurinn er sá, að nú era aðstæðumar aðrar, reglurnar skynsamlegar. Fiskistofnunum hefur í raun ver- ið komið í gæslu eða umsjón útgerð- armanna. Og það, sem menn eiga, hirða þeir um. Hróp Þórólfs þessa Matthíassonar breyta þar engu. Höfundur er prdfessor í sljórnmiíla- fræði f Háskóla íslands. Hannes Hólmstein Gissurarson V Notaðu jólasmjör og njóttu bragðsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.