Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ I \ I I I Stutt MaííilÆlHMslö] I HLAÐVARPANUM Vesturgötu 3 Ástarsöngvar í leikhúsinu Útgáfutónleikar kvartettsins „Út í vorið“ fim 4/12 kl. 21 laus sæti „REVÍAN I DEN“ - gullkorn úr gömlu revíunum fös. 5/12 kl. 21 nokkur sæti laus fös. 12/12 kl. 21 upppantað lau. 13/12 kl. 21 laus sæti Rússibanadansleikur lau. 6/12 kl. 19.30 laus sæti. Miðasala opin fim-lau kl. 18—21. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 9055. Syrtir í álinn hjá Spencer Sakaður um fjöl- lyndi og yfírgang FRÉTTIR Undirfötin slógu hann út af laginu 22 ARA spænskur bflstjóri olli dauða unglingsstúlku þegar hann keyrði á hana. Hann bar því við að risastórt auglýsingaskilti þar sem auglýst voru kynþokkafull kven- mannsundirföt hefðu slegið hann út af laginu. Tvær af bekkjarsystrum stúlk- unnar, sem var 13 ára, slösuðust einnig þegar slysið átti sér stað í Barcelona á fóstudag. Maðurinn missti stjórn á bifreiðinni og ók upp á gangstétt þegar honum varð star- sýnt á fáklædda konu á auglýsinga- skiltinu. Að sögn lögreglu var maðurinn ekki undir áhrifum áfengis og er lit- ið á atvikið sem umferðarslys. Brooks í bókaútgáfu ►CARL Reiner, sem er 75 ára, og Mel Brooks, sem er 71 árs, eru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir gáfu nýlega út bók og geisladisk sem þeir nefna „The 2000 Year Old Man in the Year 2000“. Hugmyndin kviknaði að þeirra sögn árið 1950 þegar þeir unnu saman að handriti og Reiner spurði Brooks upp úr þurru: „Svo þú þekktir Jesú?“ Brooks svaraði að bragði með jiddískum hreim: „Ætli það ekki. Horaður náungi. Gekk á sandölum. Kom i verslunina en keypti aldrei neitt.“ Leikstjórinn Rob Reiner fylgd- ist með vinnunni við verkefnið. „Mel er fyndinn jafnvel þegar honum tekst illa upp,“ segir hann í samtali við tímaritið People. „Þegar einhverjum mistekst trekk í trekk og hann hittir svo í mark verður það marg- falt fyndnara fyrir vikið.“ Enginn dans á rósum ► LIFIÐ er enginn dans á rósum hjá ríkasta táningi í heimi. Aþena Onassis Roussel stillir sér hér upp með föður sínum, Thierry Roussel, og sænskri eiginkonu hans, Mariönnu „Gaby“ Landhage, á fjöl- skyldusetri þeirra í Lussy-sur-Mor- ges við Luasaime. Roussel og eigin- kona hans sögðust búa við stöðugar áhyggjur af öryggi og velferð Aþenu Onassis, en nýlega var kom- ið upp um meint ráðabrugg um að ræna henni. Aþena var þriggja ára þegar móðir hennar, Christina, lést 37 ára árið 1988 og arfleiddi liana að þremur milljörðum Bandaríkja- dala, sem afi hennar, gríski skipa- jöfurinn Aristotle Onassis, hafði sankað að sér. 10 þúsund flík- ur á uppboð ► ROKKSTJARNAN Elton John hefur sjálfur viðurkennt að hann sé „búðarápsfíkill". Hann ætlar að setja á uppboð fjölda jakka úr fjölskrúðugum fataskáp si'num og 10 þúsund aðrar flíkur. Markmiðið er að safna 500 þús- und pundum sem renna eiga til baráttunnar gegn alnæmi. Morgunblaðið/Kristinn SYSTKINABÖRNIN Oystein Orre Eskeland og Ivar Eskeland með Halldóru Eldjárn, fyrrv. forsetafrú. Afmælisveisla í Norræna húsinu NORÐMAÐURINN Ivar Eskeland er Islendingum að góðu kunnur, enda var hann fyrsti framkvæmda- stjóri Norræna hússins í Reykjavík. Hann kom til landsins með eigin- konu sinni Aaase Eskeland til að halda upp á sjötugsafmæli sitt síð- astliðinn sunnudag og var veislan haldin í Norræna húsinu með tón- leikum og öllu tilheyrandi. Með í fór var 25 manna hópur vina og ætt- ingja frá Noregi sem vildi samfagna honum á þessum merkisdegi. Vinir hans á Islandi fjölmenntu einnig í Norræna húsið og Bárd einkasonur þeirra hjóna var líka á staðnum, en hann stundar um þessar mundir nám í Háskóla íslands. JÓHANN Már Nardean, Sturla Friðriksson og Birgir Þór Hansson. VIKTORÍA Spencer brosir á leið í réttarsalinn. sjónvarpsstöðina að flosnað hefði upp úr hjónabandi sínu vegna þess að hún hefði staðið í framhjáhaldi með Spencer jarli. Hún virðist hafa gengið í lið með Viktoríu og gekk með henni í réttarsalinn í Cape Town. Báðar eru þær fyrrverandi fyrirsætur. Collopy sagði í viðtalinu á Sky að Spencer hefði verið henni einstak- lega góður og beðið hennar nokkrum sinnum. „En rétt áður en ég skildi fékk hann bakþanka og sagðist ekki geta lofað mér neinni framtíð. Við rifumst um börnin mín og hann sagði: „Ég verð að láta þig vita að ég tek aldrei við uppeldi barna þinna.“ Ég svaraði: „Við eig- um okkur þá enga framtíð og ég er á förum ... það voru endalokin." Hún segir að þau hafí hist í hófí í Englandi í júlí árið 1994. Samband- ið hafi blómstrað eftir að Spencer hjónin fluttu til Suður-Afríku ári síðar með fjórum börnum sínum undir því yfirskini að þau væru að flýja ágang fjölmiðla. „Allt í einu stóð ég uppi ein og yfirgefm ... ég gerði mér grein fyrir því að ég yrði að hjálpa þess- ari konu [lafði Spencer]. Ég vissi nákvæmlega hvað hún væri að ganga í gegnum,“ sagði Collopy ennfremur í viðtalinu. Hún lét ekki þar við sitja heldur afhenti slúðurblaðinu Sun bréf frá Spencer jarli frá árinu 1995 þar sem hann kallar hjónaband sitt „hræðileg mistök". „Vandamálið," skrifar Spencer, „hefur verið að eiga barnalega eiginkonu sem er ófær um að standa í sambandi við eiginmann með sterka skapgerð, nema með því að fara í hungur- verkfall, á fyllirý eða halla sér að eiturlyfjum." Spencer varð frægur um allan heim í september þegar hann flutti ræðu við jarðarför Díönu þar sem hann ásakaði fjölmiðla um harð- neskjulegan eltingarleik við Díönu. Einnig hét hann þvi að Spencer fjölskyldan myndi ganga úr skugga um að synir Díönu hlytu eðlilegt uppeldi. EKKI verður annað sagt en að réttarhöld vegna skilnaðar iafði Viktoríu Spencer og jarlsins Charles Spencers, sem fara fram í Suður-Afríku, vindi upp á sig dag frá degi. Málaferlin eiga að hnykkja á um það hvort hin eigin- legu skilnaðarréttai-höld verði haldin í Suður-Afríku eða hvort farið verði að kröfu lafði Spencer um að flytja þau til Bretlands. Lögfræðingar Viktoríu Spencer hafa ásakað Charles Spencer um „raðframhjáhöld" og yfirgang. Lögfræðingar hans hafa ítrekað neitað þessum ásökunum og sagt að engin leið væri að sýna fram að þær eigi við rök að styðjast. Síðasta útspil Viktor- íu er vitnisburður Chantal Collopy sem sagði í viðtali við Sky- Máimr' ífgj! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sViSiS kt. 20.00: GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. 11. sýn. fim. 4/12 nokkur sæti laus — 12. sýn. fös. 5/12 uppselt — sun. 7/12 laus sæti, síðasta sýning fyrir jól. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Hamick Lau. 6/12 uppselt — fös. 2/1 laus sæti. SmiSaóerkstœðiS kt. 20.00: KRABBASVALIRNAR - Marianne Goldman Fös. 5/12, síðasta sýning. Ath. sýningin er ekki við hæfi bama. Sýnt i Loftkastalanum kt. 20.00: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Fös. 5/12, síöasta sýning fyrir jól — lau. 3/1. Miðasalan eropin mán.-þri. 13—18, mið.-sun. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Fostudagur 5/12 kl. 20 Síðustu sýningar fyrir jól. „Snilldarlegir komiskir taktar leikaranna. Þau voru satt að segja morðfyndin."(SA.DV) Osóttar pantamr seldar daglega. í BORGARLEIKHUS vcitncuv^ miöapantarnir í s. 568 ggft ALLTAF FYRIR OG EFTIR LEIKHÚS J a,——1» i MAT EÐA DRYKK j LIFANDI TÓNLIST ÖLL KVÖLD KRINGLUKRÁIN - á góðri stund tflstflÖNM LISTAVERKIÐ Sýning Þjóðleikhússins fös. 5. des. kl. 20 VEÐMÁLIÐ Næstu sýningar milli jóla og nýárs. Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI sun. 7. des. kl. 20 lau. 13. des. kl. 20 Ath. aðeins örfáar sýningar. Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasala opin 10—18, helgar 13—18 Ath. Ekki er hleypt inn ísal eftir að sýning er hafin. LEIKLISTARSKÓLI ÍSLANDS LINDARBÆ húsið Sími 552 1971 Börn Sólarinnar eftir Maxim Gorki. 5. sýn. miðv. 3/12. 6. sýn. fös. 5/12. örfá sæti laus 7. sýn. lau. 6/12 Sýningar hefjast kl. 20. Takmarkaður sýningarfjöldi fyrir jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.