Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 46
f 6 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ekki ein ' báran stök Veiðisaga úr bókinni Ofurlaxar og aðrir minni eftir Kristján Gíslason, sem nýkomin er út hjá Forlaginu. "W'TTIISTJÁN Gíslason er 04 þekktur meðal íslenskra M^stangveiðimanna fyrir það að hafa skapað ýmsar laxaflugur sem náð hafa vinsældum meðal þeirra sem iðka fluguveiði með stöng. En Kristján er ekki síður þekktur fyrir bækur sínar tvær um veiðar sem hafa komið hafa út á liðnum árum, notið ómældra vin- sælda og hlotið skínandi dóma les- enda. Hér lyftir hann penna á nýj- an leik, miðlar af reynslu sinni til veiðimanna, rifjar upp ævintýri af árbakkanum og lýsir heimagerðu laxaflugunum sínum ítarlega í myndum og máli. Nýja bókin heitir Ofurlaxar og aðrir minni. Forlagið gefur bókina út. Núna langar mig að segja þér •^jtrúlega skrýtna veiðisögu. Hún er ótrúleg vegna þess að aldrei hefur annað eins hent nokkum veiði- mann svo mér sé kunnugt. Mér finnst þetta hlægilegt núna, en þegar sögunni lauk munaði minnstu að ég brysti í ákafan grát, enda náði stórbrotið orðasamband, sem ég lét mér um munn fara, varla að milda skapið neitt að ráði. Eg hef heldur ekki átt við sér- staka erfiðleika að stríða á veiðiferli mínum, þér að segja. Auðvitað hafa "•^eiðiferðimar gengið misjafnlega eins og vant er. En sérstakur hrak- fallabálkur hef ég semsé ekki verið utan í þetta skipti. En það munaði þá líka um það þegar að því kom. Atburðarásin var svo stórkostleg að ég gat ekki gert kröfu til að nokkur maður tryði frásögninni - heldur hlaut ég að búa þetta til svo að menn héldu ekki að ég væri slík- ur afglapi að koma fisklaus úr ánni hverja vökuna af annarri. Þetta gerðist í lok eins og hálfs dags veiðiferðar. Við vorum þama nokkrir saman. Veðurdísimar höfðu leikið við okk- ur allan tímann. Vatnið var eins og jdð kjósum það helst og töluvert Var af fiski. Öll skilyrði til veiða vora eiginlega fyrsta flokks og yfir engu að kvarta. Nema óláni mínu sem reyndist engu líkt! Allir voru veiðimennirnir vanir veiðum. Þeir höfðu auðvitað lagt sig alla fram - og höfðu allir veitt nokkra fiska. Nema ég! Óheppnin hafði elt mig allan tím- ann. Nokkrum sinnum hafði ég sett í fiska, en þeir höfðu allir sloppið eftir mismunandi langan tíma. Sumir þessir fiskar vora þó nokkuð vænir - og öllu stærri en flestir þeir sem hinir mennimir •ifciiddu. Einn mjög vænn fiskur náði að losa sig af í flæðarmálinu rétt við fætuma á mér. Hann var eiginlega alveg uppgefinn. Ég var að beygja mig niður til að taka hann með hendinni þegar ég rak skyndilega aðra löppina í stein og datt kylliflatur í ána rétt við landið. Við byltuna kom snöggt átak á stöngina sem losaði fluguna úr fiskinum. Sem betur fer meiddist ég ekki mikið en blotnaði nokkuð og kenndi talsvert til í rassinum og bakinu á eftir. >Þvílíkt áfall! * Öðrum fiski tókst að festa línuna mína bak við stein, og hvemig sem ég reyndi tókst mér ekki að losa. Það endaði náttúrlega með því að ég varð að slíta allt í sundur. Þriðji fiskurinn þaut niður ána með þvílíkum hraða að ég hafði með engu móti við honum - uns Bfcnuna þraut og taumurinn söng í sundur! KRISTJÁN Gíslason með væna laxa í einhverri veiðiánni. Ég er ekkert að tíunda þér nokkra fiska sem tóku hjá mér en slepptu flugunni eftir mismunandi langan tíma. Þeir virtust hafa sér- staka ánægju af að stríða mér, gerðu sig líklega til að koma í land en sáu ætíð að sér í tíma. Ég játa ekki að hafa gert allt öfugt, en náttúrlega hefði mátt ætla það - eins og þeir ötuðust í mér hver af öðrum. Þannig gekk þetta til. Ég var að burðast við að segja frá þessu við matborðið, svona til nokkurrar afsökunar á því að ég kom fisklaus heim eftir hverja vök- una af annarri. Ég efast um að menn hafi trúað þessu enda þótt þeir þættust gera það og sýndu mér einhverskonar samúðarsvip- brigði - flestir. En nú var seinasta vakan semsé yfirstandandi. Ekki var seinna vænna að reka af sér slyðraorðið, ná í land fiskum þó ekki væri til annars en að koma heim með ein- hverja bröndu í soðið. Ekki var efnilegt að snúa heim eftir eins og hálfs dags veiðiferð aflalaus - með öngulinn í rassinum. Svo vel vildi til að ég átti ágæta veiðistaði þessa vökuna og jók það náttúrlega vonir mínar um ein- hvem feng. Ég hafði ekki reynt lengi þegar fiskur tók fluguna mína og ólíkt öllu hingað til kom hann í land. Þetta var svo sem enginn stórfísk- ur en hann var þó altént nægur í soðið. Túmum var þar með eigin- lega bjargað og léttist því skapið. Fiskinn lagði ég frá mér upp við klettavegginn. Leit ég til hans með velþóknun um leið og ég færði mig neðar með strengnum. Af margefldum áhuga kastaði ég - skipti um flugur - og reyndi djúpt og grunnt um veiðistaðinn. Að svo búnu hvíldi ég mig og ána! I tilefni af þessum umskiptum í veiðivelferð minni þá settist ég hjá nestisdótinu, fékk mér kaffisopa og fannst sem allt horfði nú betur fyr- ir mér. Nú hafði ég loksins geð í mér til að virða umhverfið fyrir mér, en það hafði orðið útundan í aflaleys- inu og óhöppunum. Utsýnið var vinalegt og fagurt eins og það er yfirleitt á okkar dýrlega landi. Ég prófaði nokkrar flugur, mis- munandi stórar, en ekkert gekk. Ég var alltaf að hugsa um laxana mína tvo sem gaman yrði að koma með að veiðihúsinu og síðan heim. Þeir skyldu ekki halda að ég væri orðinn að einhverri fiskifælu, félag- amir, að óhöppin mín, sem þeir höfðu reyndar ekki lagt fullan trúnað á, væra endirinn á þessari veiðiferð. Bíðið bfira við. Hálftíminn er nú liðinn og tímabært að hífa inn lín- una og hætta köstunum. Ég er staddur neðarlega við strenginn og verð því að rangla svolítið uppeftir til að ná í laxinn. Það er orðið dálítið skuggsýnt svo það gengur ekki sem best að finna gripinn. Ég tel mig muna hvar ég lagði hann, svipast þar um góða stund en kem hvergi auga á fiskinn. Þegar ég er um það bil að gefast upp við að leita geng ég skyndilega fram á sporðræksni skammt frá klettinum! I sama bili sé ég mér til skelfingar tvo hrafna sitjandi á syllu skammt frá mér - og það hlakkar í kvikindunum, áreiðan- lega! Nú verð ég æfur af reiði, bara ég hefði nú byssuhólk til að freta á dónana! Þeir höfðu augljóslega étið laxinn minn, allan nema blá sporð- inn. Atti þetta þá líka að henda mig eftir öll ódæmin á undan? Hver stjórnaði þessu eiginlega? Það var eins gott að eiga þó ann- an fisk til að milda þetta allt saman og til að sefa skapofsann ofurlítið. Best að flýta sér að ná í hann og að koma sér sem fyrst heim í veiði- húsið. Það var áreiðanlega neðan til við neðri veiðistaðinn sem ég UM vatnasvæði Stóru-Laxár munu af og til synda réttnefndir „ofurlax- hafði lagt hann frá mér þennan - ar“ eins og dæmin sanna. Hér sér yfir Hólmahylinn. eða hvað? FÉLAGARNIR Gunnar Petersen og Jón Kárason tefldu gjarnan milli þess sem þeir veiddu og fiskageymslan hentaði vel undir taflborðið uns henni buðust önnur verkefni. Vindaldan gáraði yfirborð árinnar og einn og einn fiskur stökk til ánægjuauka okkur báðum, sýndist mér. En það leið óðum á vökuna og ég þurfti að halda áfram, helst að fá annan fisk til að bjarga andlitinu. Það virtist heldur ekki líta sem verst út. Næsti veiðistaður var eilítið neð- ar í ánni, eiginlega næstum sam- hangandi við þennan héma. Eftir að hafa reynt hér langa stund færði ég mig niður á þennan stað og hélt áfram af nægum áhuga góða stund. En eitthvað var hann tregur að taka - uns skyndilega var einn laxinn kolfastur á færinu mínu. Þessi var nokkru vænni en sá fyrri og kæmi hann í land væri ég eiginlega orðinn sigurvegari í þessari ferð þrátt fyrir óhöppin á undan. Og víst kom hann í land, átta punda spegilfagur lax, og mér lá við að reka upp siguróp að honum lönduðum. Nú virtist ég vera búinn að finna fluguna sem hann vildi héma og þvi hélt ég áfram að kasta með endurnýjuðum ákafa. Fór ég var- lega niður með öllum strengnum en ekki vildu þeir koma fleiri. Degi tók nú mjög að halla. Sólin var um það bil að bregða sér fyrir næstu fjallsöxlina og það styttist í dimminguna. Nú leit ég á klukkuna. Enn átti ég hálftíma eftir áður en vökunni lyki. Komst ég að þeirri niðurstöðu að þennan hálftíma væri skynsam- legast að nota við efri veiðistaðinn - enda væri hann nú hvíldur nokk- uð. Lá mér svo mikið á að hefja köstin þar efra að ég gleymdi að taka veidda laxinn með mér en ark- aði upp að efstu mörkum veiðistað- arins og hóf köstin af mikilli elju - og í nokkra kappi við tímann. Nú var orðið það dimmt að erfitt var að sjá nokkuð frá sér. Af mikilli nákvæmni litaðist ég nú um, rangl- aði fram og aftur með veiðistaðn- um, starði á hvem blett en sá ekk- ert, lengi vel. En bíddu nú aðeins við! I fjöranni neðst við veiðistaðinn sé ég allt í einu hvítan fiskinn nokkuð frá mér, og hann sýnist vera á leiðinni út að ánni - og reyndar út í ána! Um leið og ég sé þetta tek ég til fótanna, ætla að grípa fiskinn en næ honum ekki, hann er sloppinn - í ána. Af því hvað ég er kominn nálægt fiskinum kemst ég ekki hjá að sjá hann, helv... minkinn um leið og hann stingur sér í ána, greinilega með fiskinn minn í kjaftinum! 0 Bókarheiti er Ofurlaxar og aðrir minni en höfundur er Kristján Gislason. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 204 bls. með fjölda mynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.