Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 60
UO ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTURM HAL ASHBY DAVID Carradine í Bound for Glory. athyglisverða myndin frá Ash- by. Harold and Maud e r ein af dæmalausustu myndum sögunn- ar, fjallar hispurslaust um harla óvenjulegt umfjöllunarefni af Hollywoodmynd í A-flokki að vera; ástarsamband Harolds (Bud Cort), drengstaula í sjálfs- morðshugleiðingum, og, huggu- lega orðað, fullþroskaðrar konu - hinnar hippalegu, 79 ára Andagiftin var horfin. Ýmsar sögur hafa verið á lofti um ástæðurnar fyrir falli þessa ágæta listamanns, þær verða látnar liggja á milli hluta hér. Minnumst hans sem geislandi kvikmyndagerðarmanns sem setti óhemju sterkan svip á heil- an áratug (sem var þó mjög fijór) og mótaði svip hans öðr- um leikstjórum fremur. OTIS Young og Jack Nicholson í The Last Detail. Hal Ashby AÐ ÞESSU sinni verður minnst hins skamma ferils Hals Ashby, sem var eitt af stærstu leik- stjóranöfnum átt- unda áratugarins þegar hann gerði hverja merkis- myndina á fætur annarri, en lognað- ist síðan útaf í lá- deyðu. Hann lést 1988, ekki sextugur að aldri, en nokkr- ar mynda hans lifa manninn. Ashby vakti fyrst athygli sem klipp- ari undir handleiðslu Normans Jewisons við gerð myndanna Cincinnati Kid (’65), The Russ- ians are Coming (’66), In the Heat of the Night (’67) og The Thomas Crown Affair (’68). Sem sjá má af þessari upptaln- ingu var Jewison á hápunkti ferils síns á sjöunda áratugnum, fyrir hans orð fékk klipparinn hans að spreyta sig sem leik- stjóri í fyrsta sinn við gerð The Landlord (’70). Strax ári síðar kom fyrsta gömlu Maude (Ruth Gordon). Þessi kolsvarta gamanmynd fór náttúrlega fyrir brjóstið á sum- um en almennt er þessi fræga „cult“- mynd talin í hópi þeirra athyglis- verðustu á áratugn- um. Síðan rak hver snilldarmyndin aðra; TheLast Detail (’73), Shampoo, bráð- fyndin, pólitísk sat- íra þar sem Ashby og handritshöfund- arnir Robert Towne og Warren Beatty, ná tíðarandanum eftir- minnilega vel (’75), Bound for GIory(’76), Coming Home (’78) og að lokum Being There (79), óaðfinnanleg kvikmyndagerð allegoríunnar hans Kosinski um veraldarhjómið, með Sellers og fleiri úrvalsleikurum í sínu besta formi. Eftir hinn frjósama, áttunda áratug gerði Ashby fimm mynd- ir, þær voru í stuttu máli allar meira og minna mislukkaðar. JON Voight í Coming Home. THE LAST DETAIL ★ ★ ★ ★ íííuu er hlaupið að því að taka þijár myndir útúr hinum álitlega hópi Ashbymynda, en The Last Detail er þó sjálfskipuð, enda besta mynd leikstjórans og í miklu uppá- haldi á þessum bæ. Ein þeirra mynda sem hægt er að sjá aftur og aftur.The Last Detail er óvenju þétt og gallalaus mynd. Handrit Tow- nes (byggt á veikri sögu Darryls Ponicsan sem endar ráðaleysislega) er kraftmikið, sagan margslungin, per- sónusköpun skýr, leikurinn afbragð, kvikmyndataka Michaels Chapmans gráleit og dum- bungsleg að hæfi sögunnar, leikstjórn Ashbys slík að með myndinni var hann kominn í fremstu röð nýrra leik- stjóra í Bandaríkjunum. Það eina sem menn voru að fetta fingur útí var orðbragðið, sem er gróft . Enda aðalpersónurnar, Billy „Bad Ass“ Buddusky (Jack Nicholson) og „Mule“ Mulhall (Otis Young), harðsoðnir atvinnusjóliðar af lægri gráðunum. Þeir eru valdir til að flytja Larry Meadows (Randy Qua- id), einfaldan og bláeygan nýliða, sem því miður er haldinn stelsýki, í fangelsi í öðrum landshluta. Pilt- inum hafði orðið það á að stela smáaurum á góðgerðarsamkomu haldinni af konu aðmírálsins, því fór sem fór. í upphafi hyggjast þeir félagarnir ljúka þessu verki („detail") af í snatri og skvetta síðan ærlega ú klaufunum í nokkra daga. Sú áætlun breytist, harðjaxl- arnir fá samúð með þessu bijóstumkennanlega ungmenni sem ekkert þekkir lífið sem hann hefur tæpast hafið og á fyrir hönd- um í langa frelsissviptingu fyrir smámuni. Gera það fyrir hann sem þeir geta þessa síðustu daga utan rimlana. En öllum góðum stundum lýkur, eins og þeir segja fyrir vest- an. The Last Detail er hrjúf blanda af gamni og alvöru, oft bráðfyndin en alvaran er aldrei langt undan, við erum minnt á það með kulda- legum litum og umhverfi en hlýjan er einnig til staðar, og þar sem síst skyldi, hjá rustalegum sjóurun- um. Þeir hafa hjartað á réttum stað og Jack Nicholson hefur sjald- an verið betri en hinn óheflaði, tæpitungulausi „Badass“ Buddu- sky, sem lúrir á. ýmsu undir hijúf- um skrápnum. A þessum árum var Nicholson enn að vinna sér sess sem stórstjarna í kvikmyndaheim- inum og tók starf sitt af fullri al- vöru og skilaði hveijum toppleikn- um á fætur öðrum. Nicholson virð- ist því miður hættur að taka sig alvarlega og kemst upp með það. (Brando heilkenni). En undir niðri býr þessi stórkostlegi leikari sem klætt hefur holdi jafn ólíkar og Sígild myndbönd eftirminnilegar persónur og Franc- is Phelan, Charley Partanna, Bre- edlove geimfara, Randle McMurp- hy, og Badass Buddovsky er svo sannarlega ein þeirra. Otis Young kemst mjög vel frá sínu, þessi efni- legi leikari dó langt fyrir aldur fram. Þá var The Last Detail ein fyrsta myndin sem eitthvað kvað að Randy Quaid, sem festist um árabil í einfeldningshlutverkinu. Fullt af kunnum leikurum kemur við sögu í aukahlutverkum. BOUND FOR GLORY ★ ★ ★ V2 HÉR fanga hinn vinstri sinnaði og pólitíski Ashby, kvikmynda- tökumeistarinn Haskell Wexler og leikarinn David Carradine, blæ kreppuáranna sem var þjóðlaga- söngvaranum Woody Guthrie (Carradine) hjartfólgið yrkisefni. Myndin segir frá flótta Texasbúans Guthrie, ásamt þúsundum annarra, undan þurrkum heimahaganna, til fyrirheitna landsins, Kaliforníu, Draumar rætast, draumar breytast í martröð. Söngvarinn átti löngum í útistöðum við yfirvöld og atvinnu- rekendur á trúverðugum slóðum Þrúga reiðinnar. COMING HOME ★ ★ ★ V2 ÉG var og er á öndverðri, póli- tískri skoðun við fröken Jane Fonda og herra Hal Ashby þessara ára og handritshöfundinn snjalla, Waldo Salt, einkum í afstöðu Fonda til hermanna hennar eigin þjóðar sem börðust samkvæmt skipunum fyrir land sitt í vonlausu stríði sem tapaðist og Víetnam varð að stærsta fátæktar„slummi“ veraldar. Það breytir engu um að hin stórpólitíska Coming Home nær ótrúlega vel afstöðu fijáls- lyndra og vinstrisinnaðra Banda- ríkjamanna á tímum þessa óþurft- arstríðs. Fonda leikur sjálfboðaliða á sjúkrahúsi sem gift er atvinnu- hermanni í Víetnam (Bruce Dern). Annast slasaða hermenn á meðan bóndi hennar sinnir skyldum sínum í Austurlöndum. Þau verða ást- fangin, Fonda og einn sjúkling- anna, lamaður hermaður sem leik- inn er af mikilli snilld af Jon Vo- ight, sem hlaut Oskarsverðlaunin, ásamt Fonda og Salt. Dern stendur þeim lítið að baki. Auk þess var myndin tilnefnd til fjölda annarra verðlauna. SÆBJÖRN VALDIMARSSON BÍÓIN í BORGINNI Sæbjöm Valdimarsson / Amaldur Indriðason / Anna Sveinbjamardóttir BÍÓBORGIN Marvin’s Room ★ ★ ★ Meryl Streep og Diane Keaton í fínu formi í tilfinningadrama um íjöl- skyldutengsl, ábyrgð og ást. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★ ★ ★ Hugljúf teiknimynd frá Disney um rómantískt hundalíf. Prýðileg af- þreying fyrir alla f|ölskylduna og ber aldurinn vel, var frumsýnd árið 1955. Contact ★ ★ ★'/ Zemeckis, Sagan og annað einvalalið skapar forvitnilega, spennandi og íhugula afþreyingu sem kemur með sitt svar við eilífðarspumingunni erum við ein? Foster, Zemeckis og Silvestri í toppformi og leikhópurinn pottþéttur. Hollywood í viðhafnar- gallanum og í Oskarsverðlaunastell- ingum. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Walking and Talking ★ ★ ★ Mynd um mannleg samskipti sem ristir ekki djúpt en er fyndin og hitt- ir oft naglann á höfuðið. Pabbadagur ★★ Tveir afburða gamanleikarar hafa úr litlu að moða í veikburða sögu í meðalgamanmynd um táning í til- vistarkreppu og hugsanlega feður hans þrjá. Air Force One ★ ★ ★ Topp hasarspennumynd með Harri- son Ford í hlutverki Bandaríkjafor- seta sem tekst á við hryðjuverka- menn í forsetaflugvélinni. Fyrirtaks skemmtun. Conspiracy Theory ★ ★ Vi Laglegasti samsæristryllir. Mel Gib- son er fyndinn og aumkunarverður sem ruglaður leigubílstjóri og Julia Roberts er góð sem hjálpsamur lög- fræðingur. Perlur og svín ★ ★ 14 Óskar Jónasson og leikarahópurinn skapa skemmtilegar persónur en töluvert vantar uppá að söguþráður- inn virki sem skyldi. Volcano ★★ Ailra sæmilegasta hamfaramynd, á köflum fyndin og flott en sjaldan sérlega ógnvekjandi eða skelfileg. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★ ★★ Sjá Bíóborgina. Batman & Robin ★ Leðurblökumaðurinn flýgur lágt í fjórða innlegginu um ævintýri hans. Eini leikarinn sem virkilega nýtur sín er Uma Thurman sem náttúru- verndarsinni. George Clooney er hreint út sagt vonlaus í aðalhlutverk- inu. HÁSKÓLABÍÓ Leikurinn ★ ★ 14 Ágætlega heppnuð mynd að flestu leyti nema endirinn veldur vonbrigð- um. Event Horizon ★ ★ 14 Spennandi og oft vel gerður geimtryllir sem tapar nokkuð fluginu í lokin. The Peacemaker ★★14 The Peacemakerer gölluð en virðing- arverð tilraun til að gera metnaðar- fulla hasarmynd um kjarnorkuógn- ina og stríðshijáða menn. Austin Powers ★★ Gamanmynd Mike Myers er laglég- asta skemmtun þó erfiðlega gangi að gera grín að James Bond myndun- um og myndin líði fyrir ofuráherslu á neðanbeltisbrandara. Perlur og svín ★ ★ 14 Sjá Sambíóin, Álfabakka. KRINGLUBÍÓ L.A. Confidential ★ ★ ★ 14 Frambærilegri sakamálamynd en maður á að venjast frá Hollywood þessa dagana. Smart útlit, laglegur leikur og ívið flóknari söguþráður en gerist og gengur. Air Force One ★ ★ ★ Sjá Bíóborgina. Brúðkaup besta vinar míns ★ ★★ Sjá Stjörnubíó. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★ ★ ★ Sjá Bíóborgina. LAUGARÁSBÍÓ Leikurinn ★ ★ 14 Sjá Háskólabíó. Most Wanted ★★ Samsærismynd þar sem söguhetjan á í höggi við bandarísku þjóðina, mínus einn. Hröð en heilalaus. Wilde ★★★ Að sumu leyti vönduð mynd um ást- ir og raunir breska skáldsins Oscars Wilde setur samkynhneigð hans á ómarkvissan oddinn en orðsnilldin nýtur sín á milli. Afburða vel leikin af Stephen Fry og flestum öðrum. The Peacemaker ★★14 Sjá Háskólabíó. Money Talks ★★ Fislétt formúlumynd um tvo ólíka náunga - annar hvítur hinn svartur - sem koma sér í margvíslegan vanda. Léttmeti af gamanspennu- ættum sem fær mann að vísu sjaldan til að hlæja af öllu hjarta en aldrei beint leiðinleg. REGNBOGINN Með fullri reisn ★ ★ ★ Einkar skemmtileg og fyndin bresk verkalýðssaga um menn sem bjarga sér í atvinnuleysi. Allir segja að ég elski þig ★ ★ ★ Bráðskemmtileg mynd frá Woody Allen þar sem ólíklegustu leikarar hefja upp raust sína. María ★ ★ ★ Lítil og ánægjuleg mynd sem tekst í aðalatriðum að segja hálfgleymda örlagasögu þýsku flóttakvennanna sem komu til landsins eftir seinna stríð. STJÖRNUBÍÓ Auðveld bráð ★ ★ ★ Kraftmikil gamanmynd um tvo nú- tíma Hróa hetti. Þeir stela að sjálf- sögðu frá ríkum en styrkja eingöngu sjálfa sig enda atvinnulausir. Ráðabruggið ★14 Undarleg mannránssaga og lítt áhugavekjandi nema Benetio Del Toro er ágætur. Brúðkaup besta vinar míns ★ ★ ★ Ástralinn J.P. Hogan heldur áfram að hugleiða gildi giftinga í lífi nú- tímakvenna. Þægileg grínmynd sem leyfir Juliu Roberts að skína í hlut- verki óskammfeilins og eigingjarns matargagnrýnanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.