Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Rækjuskipið Húsvíkingur getur ekki landað í heimahöfn Atvinnulíf á Húsavík verð- ur af tekjum ATVINNULÍF á Húsavík hefur orðið af talsverðum tekjum eftir að rækjuskipið Húsvíkingur ÞH var keypt þangað síðla sumars og þrjú skip voru í staðinn seld frá staðn- um, en vegna stærðar sinnar getur Húsvíkingur ekki lagst að bryggju á Húsavík og hefur það því landað erlendis og á Akureyri. Ollum starfsmönnum hjá löndunarfyrir- tækinu Taki sf. hefur nú verið sagt upp vegna verkefnaskorts, en þar hafa sjö menn starfað. Þá hefur þetta komið niður á störfum iðnað- armanna og annarra þjónustuaðila, auk þess sem höfnin hefur orðið af tekjum. Rækjuskipið Húsvíkingur ÞH 1, sem áður hét Pétur Jónsson RE, kom til Húsavíkur um miðjan ágúst síðastliðinn, en Fiskiðjusam- lag Húsavíkur sem keypti skipið seldi í staðinn togarana Kolbeins- ey, Júlíus Havsteen og Kristey. Þá var rækjubáturinn Kristbjörg einnig seldur í sumar frá Húsavík. Heildarkvóti Húsvíkings ÞH er um fjögur þúsund þorskígildi og er uppistaðan rækja og þorskur til helminga. Skipið var smíðað í Nor- egi 1994 og er það 59 metra langt og 13 metra breitt. Brýnt að fjármagn fáist til hafnarbóta Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri takmarkað sem félagið gæti gert í þessari stöðu, en hans FRÉTTIR HÚSVÍKINGUR ÞH hét áður Pétur Jónsson RE. persónulega skoðun væri sú að aldrei hefði átt að kaupa skip sem ekki gæti landað á Húsavík. „Samfara þeim miklu breyting- um sem hafa orðið hér á útgerðar- munstri liggur nú fyrir að búið er að segja öllu löndunarliðinu upp og þjónustan hjá rafvirkjum og málm- iðnaðarmönnum hefur minnkað verulega samfara þessu. Þá hafa hafnargjöld og aðrar tekjur snar- minnkað,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði það mjög brýnt að fjármagn fengist til hafnarbóta á Húsavík þar sem, auk þess að kaupa Húsvíking, frystihúsið á staðnum væri komið með samninga við útgerðarfyrirtæki sem ættu það stór skip að þau gætu heldur ekki landað á Húsavík. Málið í vinnslu „Höfnin hér er því farin að standa atvinnulífi á Húsavík fyrir þrifum og það mjög alvarlega," sagði Aðal- steinn. „Lykillinn að þessu er að það verði sett fjármagn í höfnina þannig að það sé hægt að þjónusta þessi skip héðan, en við erum líka að verða af miklum tekjum í sam- bandi við kost og olíu og annað þessháttar.“ Einar S. Njálsson bæjarstóri á Húsavík sagðist í gær ekki vera kunnugt um uppsagnir löndunar- manna vegna verkefnaskorts. Að- spurður um hvort einhverjar fram- kvæmdir á höfninni væru fyrirhug- aðar sagði hann málið vera í vinnslu og ekki hægt að segja meira um það eins og er. „Við erum að vinna þetta með Siglingastofnun og með viðræðum við menn í samgöngunefnd og fjárlaganefnd, þannig að það er svo sem ekki mikið annað um það að segja á þessu stigi,“ sagði Ein- ar. Innbrotahrina rak- in til síbrotamanna YFIR 20 innbrot voru framin í Reykjavík um helgina, mörg þeirra í bfla en einnig í fyrirtæki og heima- hús. Stóð þessi innbrotahrina allt frá fóstudagskvöldi til sunnudags- kvölds. í þessum innbrotum komu oft við sögu menn sem lögreglan hefur áð- ur haft afskipti af, menn sem orðnir eru hagvanir í yfirheyrsluherbergj- um lögreglunnar, eins og Ómar Smári Armannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn orðaði það. Brotist var inn á tveimur stöðum í Árbæjarhverfi, í báðum tilvikum í íbúðir og stolið þaðan hljómtækjum, sjónvörpum og fleiri verðmætum. Þrír menn voru handteknir á laug- ardag og við húsleit fannst nokkuð af því sem talið var þýfi og eitthvert magn fíkniefna. Krafa var gerð um gæsluvarðhald yfir einum þeirra til 15. desember en Héraðsdómur féllst á varðhald til 8. desember eða í rétta viku. Þá var á laugardag gerð húsleit við Eldshöfða þar sem tveir menn voru handteknir og var öðrum þeirra stungið í fangageymslu en þar hafði fundist margs konar vam- ingur, m.a. leifar af fíkniefnum. Einnig var á laugardag tilkynnt um menn sem voru að bera hljómflutn- ingstæki úr bfl í miðborginni og við nánari athugun lögreglunnar voru þar á ferð þrír menn sem þekktir eru af afbrotum. Voru þeir færðir til yfírheyrslu. Unglingar veittust að konu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Okuferðin endaði í NOKKRIR unglingar á aldrinum 15-17 ára veittust að konu við Norð- urfell í Breiðholti snemma á sunnu- dagsmorgni þar sem hún var á leið í vinnu. Einn úr hópnum sýndi henni hníf og lét hún þá af hendi lítils hátt- ar fjármuni sem hún var með. Konan þráaðist í fyrstu við kröfu unglinganna sem vildu rífa af henni veski hennar en lét undan þegar einn úr hópnum lét í það skína að hann myndi beita hníf sem hann var með ef hún léti ekki verðmæti af hendi. Var það aðeins smáupphæð. Fjórir til sex unglingar úr Breiðholtshverf- um voru í hópnum og voru þeir handteknir skömmu síðar og yfir- heyrðir þeir sem höfðu aldur til. TVISVAR fór ökumaður út af sporinu í Grafarvogi aðfaranótt sunnudags. Fór hann utan í grindverk á einum stað og inn í garð á öðrum. Rétt fyrir klukkan tvö að morgni sunnudags var bifreið ek- ið utan í grindverk í Grafarvogi. Þá var lögreglu tilkynnt skömmu síðar að bifreið hafið verði ekið inn í garð í sama hverfi, nánar tiltekið við Frostafold. Reyndist garði hér um sama ökutæki að ræða og er ökumaður grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrif- um með þessum afleiðingum. Hann hlaut minniháttar meiðsli sjálfur. —---------1 FJÖR í HOLTAGÖRÐUM Opið í dag til kl. Pramminn sokkinn PRAMMINN, sem norskur dráttarbátur var með í togi suðaustur af Vestmannaeyj- um á laugardag, er talinn hafa sokkið. Fannst hann ekki þrátt fyrir leit, m.a. úr lofti. Skipverjar dráttarbátsins urðu þess varir um kl. 8 á laugardagsmorgun að pramminn var ekki lengur aftan í og hófu þegar að svip- ast um. Gerðu þeir Landhelg- isgæslunni viðvart og Vest- mannaeyjaradíó varaði sjófar- endur við hugsanlegri hættu sem þeim gæti stafað af prammanum. Auk dráttar- bátsins var leitað úr Fokker- flugvél Gæslunnar. Ekkert sást til prammans og er talið víst að hann sé sokkinn. Morgunblaðið/Kristinn Olía í Suðurbugt FRÁ því á laugardag hafa starfsmenn Reykjavfkurhafnar unnið að hreinsun í Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn eftir að vart var við úrgangsolíu sem lekið hafði í sjóinn. Að sögn Halls Ámasonar hjá Reykjavíkurhöfn var unnið fram eftir nóttu á laugardag og var verkinu nær lokið síðdegis í gær. Ekki er vitað hvaðan olían kom og er málið f rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.