Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 11 FRÉTTIR Framkvæmdum við Hágöngumiðlun frestað til vors Morgunblaðið/Helgi Jónatansson ÞAÐ voru ekki margar rúður heilar í rútunum í búðum virkjanamanna við Hágöngumiðlun eftir aftaka- veður sem skall á í nóvember. Tjón í aftakaveðri við Hágöngumiðlun FRAMKVÆMDUM við Há- göngumiðlun var frestað í byrjun nóvember og hefjast þær að nýju næsta vor. Talsverðar skemmdir urðu á bílum og vinnubúðum í aftakaveðri skömmu áður en framkvæmdum var hætt. Syðri-Háganga er í 1.284 metra hæð en vinnubúðimar em í 840 metra hæð. Unnið er að gerð stíflu og nær uppistöðulónið yfir 20-30 ferkílómetra svæði þegar stíflumannvirki verða full- gerð. Áætlað er að framkvæmd- um ljúki næsta haust. Heildar- ALLUR snjór fauk af svæðinu en nokkru sunnar var snjórinn svo mikill að „búkollurnar" sátu fastar. kostnaður við verkið er um 540 milljónir kr. Nær snjólaust og alls ekkert vetrarríki Að sögn Stefáns Guðjónssonar hjá Veli hf., sem ásamt Islensk- um aðalverktökum myndar félag- ið ísafl sem vinnur að fram- kvæmdunum, er snjólaust á þess- um slóðum og alls ekkert vetrar- ríki. Hins vegar snjóaði lítillega á svæðinu þegar í ágúst. Þegai- vika var liðin af nóvember gerði svo aftakaveður í búðunum og öll- um snjó feykti brott. Sandrokið var slíkt, að rúður brotnuðu í bfl- um á svæðinu og vinnuskúrar fylltust af sandi. Stefán segir að talsverðar skemmdir hafí orðið á bílum, bæði lakkskemmdir og á rúðum. í kjölfarið var ákveðið að stöðva framkvæmdir fram á næsta vor og flytja vinnuvélar til byggða. Fjórum stórum malar- flutningabflum, sem nefndir eru búkollur, var ekið í hóp og ákveð- ið að fara gömlu Sprengisands- leiðina, að sögn Helga Jónatans- sonar, eins bflstjóranna. A leið- inni var svo mikill snjór, að tveir bílanna sátu fastir, þótt þeir séu með læsanlegu aldrifí og hjólin séu næwi mannhæðarhá. Helgi sagði að það hefði tekið iungann úr degi að losa bílana. Má segja að það hafi verið mis- tök að liætta svo snemma Stefán Guðjónsson var við Há- göngumiðlun þegar Morgunblað- ið náði tali af honum. Hann sagði að snjólaust væri á þessum slóð- um. „Við erum meira en hálfnaðir með verkið. Botnrásin er langt komin en segja má að það hafi verið mesta vandaverkið. Annað er jarðvinna," sagði Stefán. Hann segir að miðað við upp- haflegar áætlanir hafi verið unnið mánuði lengur en til stóð. Talið var að ekki reyndist unnt að halda uppi vinnu lengur en fram í september en veturinn hafi verið góður. „Við gætum verið enn að vinna hérna. Það má segja að það hafi verið mistök að hætta svona snemma," sagði Stefán. Átak lög- reglu gegn ölvunarakstri LÖGREGLULIÐ á Suðvesturlandi mun í desembermánuði beina athygli sinni að fyrirbyggjandi aðgerðum vegna ölvunarakstmrs. I fréttatilkynningu segir að árlega séu á þessu svæði stöðvaðir yfii' 1.000 ökumenn fyrir ölvun við akst- ur. Sumh- þeh-ra séu það heppnir að vera stöðvaðh’ áður en þeir valdi sjálfum sér eða öðrum tjóni. Lög- reglan vill dusta á ný rykið af gömlu slagorðunum, að „eftir einn ei aki neinn“ og hvetja ökumenn til að hafa það hugfast að sé það ætlun þehra að neyta áfengis þá sé einnig reiknað með þeim útgjaldalið að greiða fyrh’ leigubifreið eða strætisvagn heim. Alþýðubandalagið í Reykjavík Sjö þátttak- endur í prófkjöri SJÖ hafa ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Reykjavíkurlistans á veg- um Alþýðubandalagsins. Tillögur uppstillinganefndar um frambjóð- endur munu liggja fyrh’ 5. desember og kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins mun taka endanlega ákvörðun hinn 9. desember. Þau sem gefa kost á sér eru Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi, Ein- ar Valur Ingimundarsson umhverf- isverkfræðingur, Guðrún Ágústs- dóttir, forseti borgarstjórnar, Guð- rún Kr. Óladóttir, varaformaður Sóknar, Helgi Hjöi-var, fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins, Kol- beinn Óttarsson Proppé háskóla- nemi og Sigrún Elsa Smáradóttir matvælafræðingur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson LÍTIL sem engin meiðsli urðu á fólki er jeppi valt á Kringlumýrar- braut á sunnudagsmorgni. Fjórir á slysadeild Hvnt stetiir í aíletnn heimahJÉkniHr Málstofa BSRB Miðvikudaginn 3. desember 1997, kl. 17-19 að Grettisgötu 89. Frummælendur: • Hrefna Pétursdóttir sjúkraliði • Jón Snædal Öldrunarráði • Kristín Jónsdóttir Öryrkjabandalaginu • Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Pallborðsumræður með fyrirspurnum úr sal FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavflcur eftir árekstur tveggja bfla á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar í Reykjavík klukkan rúm- lega fjögur sl. sunnudagsmorgun. Annar ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Við áreksturinn kastaðist annar bíllinn á götuvita og skemmdi hann en bæði ökutækin voni fjar- lægð af vettvangi með kranabíl. Þá valt bfll á sunnudagsmorgni syðst á Kringlumýrarbraut, á móts við Nesti í Fossvogi, en þar urðu aðeins lítils háttar meiðsli. Fundarstjóri: Björg Eva Erlendsdóttir, fréttamaður Fundurinn er opinn öllum. BSRB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.