Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 1
104 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 284. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12.. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Drakk of mikið af messuvíni London. The Daily Telegraph. BRESKUR prestur hefur verið sviptur ökuleyfinu í eitt ár þar sem hann var staðinn að ölvun- arakstri eftir að hafa drukkið of mikið af messuvíni. Jacek Trochim, 62 ára kaþ- ólskur prestur, reyndist hafa helmingi meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. Ökumað- ur hringdi í lögregluna þegar hann sá prestinn stíga út úr bif- reið sinni við bensínstöð og hrasa. Trochim viðurkenndi fyrir rétti að hafa verið drukk- inn undir stýri og sagðist hafa þurft að klára vígða vínið eftir messu. Talsmaður fjölmiðlamið- stöðvar kaþólsku kirkjunnar í Bretlandi staðfesti að ekki mætti hella niður messuvíni eft- ir guðsþjónustu. Prestar gætu óskað eftir aðstoð messuþjóna við að klára vínið teldu þeir að of mikið væri eftir af því. Samkomulag um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda Leiðtogar iðnríkja fagna niðurstöðunni Efasemdir um að gengið hafi verið nógu langt London. Reuters. LEIÐTOGAR helstu iðnríkja heims fógnuðu í gær samkomulagi sem náðist á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto í fyrrinótt um að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Umhverfís- verndarsamtökin Greenpeace lýstu þó niðurstöðunni sem „hörmulegu slysi og skrípaleik“ og margir fulltrúar á ráðstefn- unni höfðu áhyggjur af því að ekki hefði verið gengið nógu langt. „Þetta er ekki nógu gott fyrir framtíðina,“ sagði Ritt Bjerre- gaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins. „Við hefðum viljað að þátttakendurnir sýndu meiri metnað.“ Blair tekurá móti Gerry Adams í Downingstræti 10 Reuters GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein (3. frá hægri), og Martin McGuiness, aðalsamningamaður flokksins í við- ræðunum um Norður-Irland, standa milli fjögurra fulltrúa Sinn Fein við Downingstræti 10. Greenpeace sagði að samkomulag- ið yrði ekki til þess að losun loftteg- unda, sem valda gróðui-húsaáhrifun- um, minnkaði í reynd fi’á því sem hún var árið 1990. „Greenpeace hefur lýst niðurstöðu loftslagsfundarins í Kyoto sem hörmulegu slysi og ski’ípaleik vegna þess að hún er algjörlega ófull- nægjandi til að draga úr umhverfis- áhrifum loftslagsbreytinganna." „Mjög gott samkomulag“ Bill Clinton, forseti Bandai’íkjanna, fagnaði samkomulaginu, sem skuld- bindur Bandaríkjamenn til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sjö prósent á tímabilinu frá 2008 til 2012 frá því sem hún var 1990. Clinton sagði að Bandaríkjastjóm hefði fengið það sem hún vildi í Kyoto, meðal annars hefði verið fall- ist á viðskipti með úblásturskvóta. „Eg vildi að samkomulagið hefði ver- ið sterkara hvað varðar þátttöku þró- unarlanda en við ruddum brautina... þetta er mjög gott samkomulag." Litlu munaði að ráðstefnan í Kyoto færi út um þúfur síðasta sólarhring- inn vegna deilu um þátttöku þriðja heims ríkja í samkomulaginu og Bandaiíkjastjóm beitti sér fyrir því að þróunarlöndin skuldbyndu sig til að takmarka losun gróðurhúsaloft- tegundanna. Stuart Eizenstat, að- stoðarutani-íkisráðhen’a og aðal- samningamaður Bandaríkjanna, lét í ljós óánægju með að ekki skyldi hafa tekist að semja um slíkar skuldbind- ingar af hálfu þróunarríkjanna. Bandarískir þingmenn, sem fylgd- ust með ráðstefnunni, sögðust sfast um að samkomulagið yrði staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta. Iðjuhöldar áhyggjufullir I samkomulaginu felst að iðnríkin eiga að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda um 5% að meðaltali á tímabilinu frá 2008 til 2012 miðað við árið 1990. Þjóðverjar sögðu að þeir myndu að * Reuters AL Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, lýsti því yfír á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu í gær að bandaríska stjórnin hygðist reyna að fá helstu þróunarlönd hcims til að skuldbinda sig til að takmarka losun gróðurhúsaloft- tegunda áður en samkomulagið í Kyoto yrði lagt fyrir Bandaríkja þing til staðfestingar. öllum líkindum geta staðið við það mai-kmið að draga úr útblæstrinum í Þýskalandi um 25% ekki síðar en árið 2005 þótt Evrópusambandið hefði að- eins skuldbundið sig til að minnka hann um 8%. Hans-Olaf Henkel, for- maður samtaka þýski-a iðnrekenda, kvaðst þó óttast að þetta kæmi niður á samkeppnisstöðu þýskra fyrir- tækja. Japanar féllust á að minnka úblásturinn um 6% og frammámenn í japönsku viðskiptalífi létu í Ijós áhyggjur af þvi að erfitt kynni að verða að standa við skuldbindingar Japana, sögðu þær geta skaðað samkeppnisstöðu þeirra. John Howard, forsætisráðherra Astralíu, lýsti samkomulaginu sem „frábæm niðurstöðu". Ástralía er á meðal þriggja iðnríkja sem mega auka útþlásturinn. ■ Tímamótasamkomulag/43 „Gott sögu- legt augnablik“ London. Rcuters. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaflokks írska lýðveldis- hersins, IRA, átti í gær sögulegan fund með Tony Blah’, forsætisráð- herra Bretlands, í bústað forsætis- ráðherrans í Downingstræti 10. Að fundinum loknum sagði Adams hann hafa verið „gott sögulegt augnablik". Talsmaður Blairs kvað forsætisráð- herrann hafa sagt viðræðurnar „uppbyggilegar og jákvæðar“. Sam- bandssinnai- eru afar ósáttir við fundinn og stóðu m.a. fyrir mótmæl- um fyrir utan fundarstaðinn. „Við megum ekki vanmeta ei’fið- leikana en þetta var engu að síður gott augnablik í sögu samskipta Breta og Ira vegna þess að þau augnablik eru venjulega slæm. I dag var augnablikið gott,“ sagði Adams. Blair kvaðst hafa sagt Adams að Sinn Fein fengi ekki að taka þátt í viðræðunum um framtíð Norður-ír- lands ef þeir stæðu ekki við vopna- hlésyfirlýsingu sína. Blair ekki myndaður með Adams Leiðtogi lýðveldissinna á Norður- írlandi hefur ekki stigið inn í breska forsætisráðherrabústaðinn í 76 ár og var það því söguleg stund er Adams gekk á fund Blairs. Forsætisráð- herrann lét ekki mynda sig með Sinn Fein, fullyrt er að hann hafi ekki vilj- að gefa Sinn Fein slíkt áróðurstæki- færi upp í hendurnar. Með fundinum umbuna bresk yfir- völd Sinn Fein fyrir vopnahlé IRA, sem staðið hefur í fimm mánuði. Ráðningar- skrifstofur utan Noregs NORSKA vinnumálastofnunin íhugar nú að senda starfsmenn til Svíþjóðar, Finnlands, Þýska- lands og Frakklands til að fá fólk til starfa í Noregi. Með þessu hyggst vinnu- málastofnunin taka á fyrirsjá- anlegum skorti á vinnuafli en gert er ráð fyrir að árið 1999 þurfi að fá um 20.000 starfs- menn frá útlöndum til að mæta þörfinni. Vonast Norðmenn til að flestir þeirra komi frá löndum sem aðild eiga að EES-samn- ingnum en til þess að svo megi verða telur vinnumálastofnunin nauðsynlegt að senda fólk úr landi til að ráða útlendingana til starfa, að sögn Ted Hanisch, forstöðumanns stofnunarinnar. IRAKAR vörðu í gær aftökur á fjdrum Jórdönum, sem íraskur dómstóll dæmdi til dauða fyrir smygl, og sögðust hissa á þeirri ákvörðun Jórdaua að vísa flestum stjórnarerindrekum íraks úr landi í mótmælaskyni. Jawad Anani, for- sætisráðherra Jórdaníu (t.v.), reynir hér að hugga föður eins fjórmenninganna á flugvellinum í Amman þegar lík þeirra voru flutt þangað í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.