Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dæmdur f sekt f Hæstarétti fyrir að aka ölvaður 1 Danmörku
Sýknaður af ákæru um
manndráp af gáleysi
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær 22
ára mann af ákæru um manndráp af
gáleysi, en sakfelldi hann fyrir að
hafa ekið bifreið undir áhrifum
áfengis. Hann var dæmdur til að
greiða 50 þúsund króna sekt og
sviptur ökuleyfi í eitt ár.
Atburðurinn, sem fjallað var um,
varð snemma morguns aðfaranótt
16. apríl árið 1995 í Danmörku. Mál-
ið var flutt hér á landi, þar sem mað-
urinn er íslenskur ríkisborgari og
búsettur hér á landi. Manninum var
gefið að sök að hafa ekið skutbifreið
undir áhrifum áfengis, of hratt miðað
við aðstæður og án nægilegrar að-
gæslu með þeim afleiðingum að hún
fór yfir á rangan vegarhelming og
lenti í árekstri við fólksbifreið. Öku-
maður fólksbílsins lést.
Maðurinn bar við minnisleysi um
atburði og einnig að ætluð aksturs-
stefna bifreiðar hans samkvæmt
gögnum dönsku lögreglunnar væri
þveröfug við leiðina að dvalarstað
hans.
Hæstiréttur vísar til þess, líkt og
Héraðsdómur Norðurlands gerði
þegar maðurinn var sýknaður þar,
að skýrslugjafar og vitni hafi ekki
komið fyrir dóm, en þau eru öll bú-
sett í Danmörku. Ríkissaksóknari
hafi lýst því ítrekað yfir að sam-
kvæmt hans mati væri ekki þörf á
skýrslugjöf vitna fyrir dórai. Hæsti-
réttur segir að dómur verði ekki
reistur á því sem eftir þessum aðil-
um sé haft gegn mótmælum manns-
ins, styðjist það ekki við önnur óve-
fengjanleg gögn. Ekki teldust nægar
sönnur fram komnar um sekt
mannsins um manndráp af gáleysi.
Með vísan til rannsóknar á blóð-
sýni úr manninum telur Hæstiréttiu'
sannað að hann hafi gerst sekur um
að aka bifreiðinni undir áhrifum
áfengis. Alkóhólmagn hans mældist
1,33 prómill að lágmarki.
Vill launa
lífgjöf með
söfnun
ÁSGEIR Sigurðsson lá milli heims og helju
eftir að hafa fengið blóðtappa í sumar og hét
því þá að lifði hann af myndi hann sýna þakk-
læti sitt með einhveijum hætti. Nú hefur
hann ákveðið að selja jólaskraut, sem hann
lætur búa til, og nota ágóðann til styrktar
Rauða krossinum og hjartadeild Landspítal-
ans._
„Ég var hálfdauður,“ sagði Ásgeir þegar
hann lýsti sjúkrasögu sinni. Hann gekkst
undir hjartaaðgerð í júm' og tvisvar hefur
hann fengið blóðtappa 1 heila, f sumar og f
fyrra, með þeim afleiðingum að hann missti
mál í nokkrar klukkustundir.
Hann sagði að fóðra hefði þurft hjartaæð í
sumar og hefði ekki verið hægt að svæfa
hann á meðan.
Missti mál og mátt
í fyrrasumar fékk hann blóðtappa í heila
og missti mál og mátt í sex klukkustundir. í
sumar fékk hann aftur heilablóðtappa og þá
hefði hann misst málið og lamast hægra meg-
in i tfu klukkustundir.
„I bæði skiptin jafnaði ég mig að fullu,“
sagði Ásgeir. „Þetta er kraftaverk."
Hann sagði að hjúkrunarfræðingur hefði
setið hjá sér alla nóttina á sjúkrahúsinu eftir
að hann fékk blóðtappann í sumar og nú
langar hann til að ná sambandi við hana.
„Ég hugsaði með mér í sumar að lifði ég
þetta allt af myndi ég gera eitthvað til að
hjálpa þessum stofnunum,“ sagði Ásgeir,
sem er 82 ára gamall og hefur verið heima í
þrjár vikur eftir að hafa verið á Landspítal-
anum og hjá Rauða krossinum frá því í sum-
ar. „Ég hef lengi fengist við að föndra og
gert margs konar jólaskraut. Ég ætla að
selja þetta heima hjá mér og vona að það
gangi vel.“
Hann hefur ekki heilsu til að smíða jóla-
skrautið sjálfur og hefur því fengið mann í
vinnu við að gera það eftir sinni forskrift.
54 ár til sjós
Ásgeir var sjómaður í 54 ár og var þar af
með útgerð frá Hólmavík í 33 ár. Hann var enn
til sjós þegar hann byijaði að gera jólaskraut
og hefúr meðal annars selt upplýst módel af
kirkjum fyrir andvirði efniskostnaðar.
Hann kvaðst að síðustu vilja þakka Rauða
krossinum og öllu starfsfólki Landspítalans,
sem bjargaði lífi hans: „Ég er að reyna að
launa fyrir mig.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁSGEIR Sigurðsson situr við hlið jólaskrauts
sem hann hyggst selja til styrktar Landspít-
alanum og Rauða krossinum. Á neðri mynd-
inni sést meira jólaskraut úr smiðju Ásgeirs,
jólasveinar sem sitja til borðs.
Raforkunotkun hefur
aukist um 8,5% milli ára
Morgunblaðið/Þorkell
NOTKUN raforku er meiri í desember en nokkrum öðrum mánuði
enda jólamánuðurinn. Mörg hús eru þá fagurlega skreytt, m.a. þetta
hús við Suðurgötu í Reykjavík.
RAFORKUN OTKUN á íslandi var
8,5% meiri í nóvember í ár en í
sama mánuði árið 1996. Að sögn
Þorsteins Hilmarssonar, upplýs-
ingafulltrúa Landsvirkjunar, munar
þar mestu um stækkun álvers ís-
lenska álfélagsins, en almenn notk-
un, það er raforkusala Landsvirkj-
unar til rafveitna í landinu, jókst á
sama tíma um 2,7%, sem er meira
en spáð var. Aukning í orkusölu
Rafmagnsveitu Reykjavíkur á einu
ári er 4,3% í megavattstundum.
„Rafmagnsnotkun hefur al-
mennt aukist í landinu,“ sagði Þor-
steinn. „Það er væntanlega vegna
þenslu í atvinnulífínu auk þess,
sem árviss fjölgun á sér stað og
fólk er alltaf að kaupa sér raf-
magnstæki."
Raforkunotkun stóriðju jókst
um 13% milli nóvembermánaða nú
og í fyrra. Stóriðja notar um þess-
ar mundir 57% af raforkunni, sem
Landsvirkjun selur, en 43% fara til
almennrar notkunar. „Almenna
aukningin í landinu er frekar mik-
il,“ sagði Þorsteinn. „Samkvæmt
orkuspá er reiknað með að meðal-
tali eins til tveggja prósenta aukn-
ingu milli ára. I þeim útreikning-
um er gert ráð fyrir veðurfari og
þenslu í þjóðfélaginu." Orkuspár-
nefnd, sem er á vegum Orkustofn-
unar, fjallar um framtíðarhorfur í
orkunotkun í landinu og reiknar
hún sérstaklega út framtíðarhorf-
ur í notkun raforku. Þær spár eru
notaðar þegar teknar eru ákvarð-
anir um uppbyggingu raforkukerf-
isins.
Hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur
fengust þær upplýsingar að aukn-
ingin í raforkusölunni frá október-
október 1995-1996 til október-októ-
ber 1996-1997 væri 4,3% í MWh og
5,8% í krónum. Aukninguna mætti
rekja almennt til aukningar í at-
vinnustarfsemi og þenslu í þjóðfé-
laginu. Fjöldi fyrirtækja kaupir
rafmagn af Rafrnagnsveitu
Reykjavíkur og hefur verið hæg
stígandi í sölunni allt þetta ái'.
Skipting raforkusölu eftir notkun-
arflokkum á 12 mánaða tímabilinu
október 1996 til október 1997 er
eftirfarandi: Viðskipta- og þjón-
ustufyrirtæki kaupa 30,5% orkunn-
ar, heimilin 29,8%, opinber þjón-
usta 21,1%, iðnaður 15,1% og hlut-
ur útilýsingar er 3,6%.
í fyrra var 14,4% söluaukning í
krónum í desembermánuði miðað
við nóvembermánuð.
Breytingartíllögur
ljárlaganefndar
Hækkun
um 1.567
milljónir
króna
MEIRIHLUTI fjárlaga-
nefndar lagði í gær fram á Al-
þingi breytingartillögur sínar
við fjárlagafrumvarpið og
þýða þær 1.567 milljóna króna
hækkun frá því er frumvarpið
var lagt fram í haust. Jón
Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar, telur að miðað
við væntingar um tekjuaukn-
ingu standi ffumvarpið
nokkurn veginn í jámum.
300 milljónir króna
til sjúkrahúsa
Meðal helstu hækkana sem
fjárlaganefnd leggur til er 300
milljóna króna framlag sem
auðvelda á rekstrarvanda
allra sjúkrahúsa í landinu og
er lagt til að stýrinefnd verði
falið að sjá um að semja um
málefni sjúkrahúsanna. Ann-
ar stór liður eru 117 milljónir
vegna kjarasamninga sem
þegar hafa verið gerðir og
sagði Jón að þar væru þó ekki
öll kurl komin til grafar og
myndi trúlega þurfa frekari
hækkun. Aðrir hækkunarhðir
eru 50 miHjónir til Háskóla ís-
lands, 11 milljónir til Háskól-
ans á Akureyri, 50 milljónir til
jöfnunar á námskostnaði, og
skipti á verkefnum við sveit-
arfélögin kosta ríkissjóð um
70 milljónir.
Stefnt að haUalausum
fjárlögum
Jón sagði að halli frum-
varpsins nú væri kringum
milljarður en það var í upp-
hafi með 500 milljóna króna
tekjuafgangi. Sagði hann að
miðað við væntingar um
tekjuaukningu ætti staðan að
vera í jámum en vel yrði þó
að halda á spöðunum til að svo
mætti verða. „Miðað við halla-
laus fjárlög er ekki mikið
svigrúm til að auka framlögin
milli annarrar og þriðju um-
ræðu eins og oft vill þó vera
þrýstingur um,“ sagði Jón.
Onnur umræða á að hefjast
klukkan 10.30 í dag og má
gera ráð fyrir að hún standi
allan daginn og atkvæða-
greiðsla verður síðan á laug-
ardag. Síðari hluta næstu viku
verður þriðja umræða og
stefnt er að þinglokum 20.
desember.
i
(
i