Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KEIKO HEIM
ÞAÐ er öll fjölskyldan mætt til að bjóða þig velkominn heim Keiko minn. . .
Morgunblaðið/Þorkell
Ys og þys á pósthúsum
NÓG hefur verið að gera á pósthúsum landsins nú í
desember, enda margir sem þurfa að koma bréfum og
bögglum til ættingja um allt land eða í útlöndum. í
pósthúsinu í Kringlunni var ys og þys þegar ljósmynd-
ari stakk þar inn linsu. Enginn formlegur skilatími er á
jólapóstinum innanlands, en bréfapósti til Norðurland-
anna þarf að skila fyrir 18. desember og í dag, föstu-
dag, rennur út fresturinn til að koma bréfapóstinum til
annarra landa í Evrópu. Bögglana eru vonandi allir
búnir að senda af stað.
Rauðakrosshúsið á 13. starfsári
Erum í við-
bragðsstöðu all-
an sólarhringinn
Óiöf Helga Þór
Rauðakrosshúsið, neyð-
arathvarf fyrir 18 ára
og yngri, verður opið
nú um jólin í 13. skipti frá
upphafi. Forstöðumaður
hússins, Ólöf Helga Þór,
segir að desember virðist oft
koma frekar róti á tilfinn-
ingalífið og að fólki finnist
mjög erfitt að viðurkenna að
séu erfiðleikar í fjölskyldum
á þessum árstíma.
- Hvernig er þjónust-
unni háttað?
„Böm og unglinga sem
leita til okkar köllum við
gesti. Þeir geta hringt á
undan sér eða bara komið.
Aðalatriðið ér að þeir koma
af sjálfsdáðum. Hér gilda
mjög fáar reglur aðrar en
þær sem búast má við á
hverju öðru heimili. Starf-
semin er sniðin í samræmi
við grundvallarmarkmið Rauða
krossins, það er mannúð, óhlut-
drægni og virðingu fyrir öllum
einstaklingum.“
- Hvað hafa margir leitað til
Rauðakrosshússins frá upphafí?
„Hér hafa gist yfir 700 ein-
staklingar í um 1.370 skipti.
Skiptingin á milli kynja er jöfn
og meðalaldurinn er um það bil
16 og hálft ár. Sá yngsti sem til
okkar hefur leitað er tíu ára.“
- Hvað eru gestirnir yíirleitt
lengi?
„Sumir gista eina nótt og sá
sem lengst hefur dvalið hér bjó
hjá okkur í fimm mánuði. Ein-
staklingar geta verið hér þann
tíma sem þeim er nauðsynlegur
til þess að finna leið út úr erfið-
leikum sínum.“
- Hvað eru margir á vakt í
einu?
„Hér er einn á vakt og þetta
kerfi er því mjög ódýrt miðað við
fjölda þeirra sem hingað leita. Á
þessu ári hafa 87 einstaklingar
gist í 134 skipti og í um 900 næt-
ur. Þá hafa 450 leitað eftir ráð-
gjöf og notað aðstöðuna. Margir
koma til þess að fá að setja í
þvottavél, horfa á sjónvarpið,
spila, spjalla við okkur eða til
þess að heimsækja starfsmenn.
Það er svo gaman þegar einstak-
lingar sem verið hafa gestir hér
halda tryggð við okkur og leyfa
okkur að fylgjast með hvernig
þeim vegnar. Þetta er mjög
sjaldgæft í meðferðar-
geiranum en kemur tjl
af því að þeir leita
hingað sjálfir, á sínum
eigin forsendum.“
- Hverjar eru
helstu ástæður þess að börn og
unglingar leita til ykkar?
„Þær eru margar en ein sú al-
gengasta er að neysla vímuefna
og áfengis hefur farið úr böndun-
um hjá viðkomandi einstaklingi.
Eldri hópurinn kemur út af at-
vinnu- og húsnæðisleysi, sá
yngsti út af samskiptaörðugleik-
um, til dæmis erfíðleikum heima
vegna drykkju eða vímuefna-
neyslu foreldra. Þá er hópur sem
kemur í neyðarathvarfið vegna
ofbeldis, sem skilgreint er nánar
sem andlegt, líkamlegt eða kyn-
ferðislegt."
- Verðið þið vör við miklar
árstíðasveiflur?
„Nei, á þeim tíma sem við höf-
um starfrækt athvarfið hefur
verið leitað til okkar í öllum mán-
uðum ársins. Desember virðist
hins vegar oft koma frekar róti á
tilfinningalífið og fólki finnst
► Ólöf Helga Þór fæddist í
Reykjavík árið 1956. Hún varð
stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík árið 1977, lauk
prófi frá Kennaraháskóla
Islands árið 1983 og prófi í
fjölskylduráðgjöf frá
Manitoba-háskóla árið 1986.
Sama ár hóf hún störf sem
námsráðgjafí við Fellaskóla
sem hún gegndi til 1992. Ólöf
hefur verið forstöðumaður
Rauðakrosshússins frá 1992.
Hún á 19 ára son í mennta-
skóla og sambýlismaður henn-
ar er Björn Marteinsson verk-
fræðingur og arkitekt.
mjög erfitt að viðurke nna að séu
erfiðleikar í fjölskyldum á þess-
um árstíma. Eg hef skoðað starf-
semina yfir jólin frá upphafi og
hér hafa dvalið frá einum gesti
upp í fimm á aðfangadag og jóla-
dag á þessum tólf árum.
Síðan er áberandi að þau
koma hingað á kvöldi annars
jóladags eða milli jóla og nýárs,
alveg uppgefin, en vilja oft ekki
gista heldur bara taka sér smá
pásu. I janúar er líka oft mjög
mikið að gera því þá gera vart
við sig peningavandræði vegna
jólanna eða þá í Ijós kemur að
þau hafa ekki náð prófi í skóla.“
- Hvar getur þú sagt um
starfsemi Trúnaðarsímans?
„Hann er fyrir börn, unglinga
og aðstandendur þeirra og mjög
mikið notaður, ekki
síst af foreldrum, sem
nú eru um fjórðungur
þeirra sem hringja.
Ég finn fyrir mikilli
foreldravakningu,
sem er nýtt. Þeir hringja út af
börnunum sínum og leita ráða.
Síminn er opinn allan sólar-
hringinn og alltaf hægt að ná í
okkur.“
- Hvað hafa mörg símtöl
borist á árinu?
„Þau eru orðin um 4.300 og
stúlkur enn í meirihluta, kannski
um 65%. Þegar við erum með
kynningu í framhaldsskólunum
hringja fleiri strákar 18-19 ára.
Sveiflumar á sólarhring eru mis-
jafnar, það hringir alltaf einhver
og ef símtölin eru færri en fimm
verðum við verulega hissa. Þau
geta síðan farið upp í 40 á dag.
Mest er hringt mifli tvö á daginn
og fimm eða sex og svo aftur frá
sjö til níu. Við leggjum mjög
mikla áherslu á að veita neyðar-
þjónustu og sálræna skyndihjálp
í anda Rauða krossins og erum
alltaf í viðbragðsstöðu."
Yngsti gestur
hússins tíu
ára gamall