Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTiR
Ráðherrar rfkisstjórnarinnar um Kyoto-bókunina í umhverfísmálum
Ákvörðun um aðíld að
lokinni frekari athngun
RÁÐSTEFNU Sameinuðu þjóðanna í Kyoto var slitið formlega í gær.
Reuters
Ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar eru
sammála um að ekki
sé hægt að kveða
upp úr um það
hvort Island geti
samþykkt Kyoto-
bókunina eður ei
fyrr en að lokinni ít-
arlegri skoðun og
frekari viðræðum
um ýmis atriði
__________hennar._____________
„Þessi niðurstaða virðist okkur hag-
felldari en útlit var fyrir um sólar-
hring áður en ráðstefnunni lauk,“
segir Davíð Oddsson forsætisráð-
herra, aðspurður um niðurstöðu
ráðstefnunnar í Kyoto.
„Að vísu eru þarna ýmsir túlkun-
armöguleikar og fyrirvarar, sem
eftir er að fara nákvæmlega ofan í.
Það er alþekkt, þegar ráðstefnum
lýkur á næturfundum, þar sem
hundruð manna eru að tjasla saman
textum, þarf bæði að fá skýringar á
ýmsu og staðfestingu á því, hvað
menn eru að meina,“ sagði Davíð
Davíð segir að nú virðist sem tek-
ið verði tillit til gi-óðurbindingar
með landgræðslu í Kyoto-bókun-
inni. Þá sé vísað til sérstöðu smárra
hagkerfa, en koma þurfi betur á
hreint hvað í því felist. Þá sé ákveð-
in vísun til þeirra sjónarmiða að
stefna beri að orkuvæðingu með
sjálfbærum hætti.
„Þessir þætti eru okkur hagstæð-
ir. Hvort að öðru leyti sé ekki gætt
jafnræðis og sanngii-ni þurfum við
líka að fara yfír. Þetta er ekki bara
spuming um lofthjúpinn, heldur
Iíka um efnahagsmál," segir Davíð.
Makalaus málflutningur að ekki
megi taka tillit til hagsmuna
Hann bendir á að niðurstaðan í
Kyoto sé þannig að ýmsu leyti snið-
in að hagsmunum Evrópusam-
bandsins og annarra viðskipta-
blokka. „Þess vegna finnst mér vont
þegar menn hér heima tala eins og
kjánar um að það megi ekki taka
neitt tillit til íslenzkra hagsmuna, að
við eigum bara að sýna eitthvert
fordæmi, sem þeir gefa sér. Það er
makalaus málflutningur," segir Da-
víð.
Forsætisráðherra segir að vænt-
anlega verði eitthvert svigrúm til
verzlunar með útblásturskvóta. Það
geti orðið íslandi hagstætt, en hætt-
an sé sú að kvótaviðskipti leiði til
þess að lítill árangur náist í því að
draga úr útblæstri.
Hann segir að þörf sé á frekari
viðræðum og frekari skoðun á mál-
inu. „Það hefur verið rætt í ríkis-
stjórn að þegar hlutirnir séu skýrir,
verði gerð ítarleg úttekt á áhrifum
aðila okkar á íslenzkt efnahagslíf og
framtíðarmöguleika. Það þarf að
hafa alla myndina undir, en það gát-
um við ekki gert fyrr en að ráð-
stefnunni lokinni. Raunar kann að
vera að enn séu svo mikil göt í
þessu að menn muni ekki vita hvar
þeir standa fyrr en eftir þann við-
ræðuferil, sem á að eiga sér stað
fram að næstu ráðstefnu aðildar-
ríkja loftslagssamningsins í Buenos
Aires í nóvember,“ segir Davíð.
Hann segist ekki sjá fyrir sér að
gerðar verði róttækar breytingar á
næstu árum, til dæmis í samgöngu-
málum, til að leitast við að draga úr
útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Rafvæddar lestarsamgöngur séu til
dæmis ekki hagkvæmar hér vegna
fámennis. „Svo eru aðrar velmein-
andi tillögur á lofti, um rafmagns-
bfla og þess háttar, en allt þetta
vegur harla lítið hjá okkur fyrr en
það fer að vega eitthvað verulega
hjá öði-um,“ segir forsætisráðherra.
Mikið starf framundan
„Þessi niðurstaða er að sumu
leyti jákvæð, að öðru leyti nei-
kvæð,“ segir Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra. „Eins og drög að
þessum samningi liggja fyrir getum
við ekki staðfest hann. Það er hins
vegar yfirlýsing um að það eigi að
vinna að útfærslu reglna um lítil
hagkerfí, þannig að þessu er ekki
lokið. Það er eftir að útfæra þetta
og vinna í því og nú mun reyna á
hvernig það gengur. Framundan er
því mikið starf af hálfu Islands. Við
erum hins vegar ekki einir í þessum
sporum. Það liggur til dæmis fyrir
að Bandaríkin munu ekki staðfesta
þennan samning fyrr en gengið hef-
ur verið frá reglum um kaup og sölu
á losunarkvótum.“
Halldór segir að það hafi oft gerzt
að það hafi tekið einstök ríki ár eða
áratugi að skrifa undir eða staðfesta
alþjóðasamninga. Hafi það til dæm-
is átt við um hafréttarsamning Sa-
meinuðu þjóðanna.
Rúmur tími til að gera upp
hug sinn
„Á þessari ráðstefnu tókust stóru
efnahagsblokkirnar fyrst og fremst
á og athyglin og tíminn beindust
einkum að þeirra málum. Hins veg-
ar hefur íslenzku sendinefndinni
tekizt að koma á framfæri sérstöðu
íslands og hún er á vissan hátt við-
urkennd með því að samþykkja
mestu aukninguna hér. Hún er líka
viðurkennd með þessari sérstöku
samþykkt um smáríki, sem segja
má að sé klæðskerasaumuð fyrir Is-
land og á sennilega ekki við aðra.
Það er vissulega mjög jákvætt,“
segir Halldór. „Skilningur á þessu
máli hefur komið fram bæði í máli
Bandaríkjanna og ýmissa Evrópu-
ríkja. Við verðum nú að vinna áfram
að þessum málum.“ Guðmundur
Bjarnason umhvei'fisráðherra segir
að það séu mikil tíðindi að samning-
ur hafi náðst í Kyoto. Samningurinn
hafi mikla þýðingu fyi’ir umhverfís-
mál í heiminum og beri því að fagna
honum sérstaklega. „Ég tel að ís-
lenzka sendinefndin hafi staðið sig
afar vel í því að koma íslenzkum
sjónarmiðum á framfæri," segir
Guðmundur.
Hann nefnir þar viðurkenningu á
bindingu koltvísýrings í gróðri, að
kveðið sé á um allar sex gróður-
húsalofttegundirnar í bókuninni, að
breytileg útblástursmörk séu viður-
kennd og að það sé eitt af markmið-
um bókunarinnar að nýta endurnýj-
anlega orkugjafa.
„Eg tel að okkar sjónai-mið hafi
fengið hljómgmnn," segir Guð-
mundur. „Við hefðum viljað að tekið
yrði meira tillit til okkar sérstöðu
en þama er gert, þótt það sé áber-
andi viðurkenning. Við fengum
einnig inn bókun, sem skiptir okkur
miklu, um að skoða skuli sérstak-
lega einstök verkefni, sem hafi mikil
áhrif á losun í litlum hagkerfum.
Það er að vísu ekki útfært ákvæði
og þarf að vinna betur í því fyrir
næsta fund aðildarríkjanna í Ar-
gentínu að ári.“
Undirritun Kyoto-bókunarinnar
mun hefjast í marz næstkomandi.
Guðmundur segir íslendingum ekki
liggja á að taka afstöðu til þess
hvort bókunin verði undirrituð eður
ei. „Þetta er langt ferli og tekur
sjálfsagt yfir allt næsta ár. Við höf-
um rúman tíma til að meta þetta og
halda áfram að vinna að okkar mál-
um til að sjá hvort hægt er að taka
frekar tillit til aðstæðna okkar,“
segir umhverfisráðherra.
Formaður Nátt-
úruverndarráðs
um niðurstöður
í Kyoto
Gefur
tilefni
til end-
urskoð-
unar
ÓLÖF Guðný Valdimarsdótt-
ir, formaður Náttúruverndar-
ráðs, fagnar því að ráðherrar
159 landa hafi komist að sam-
komulagi í Kyoto um að
minnka losun gi-óðurhúsaloft-
tegunda.
„Þótt ekki hafi náðst að
skrifa undir samkomulagið í
Kyoto er þetta vissulega stór
áfangi. Ég veit ekki hvort ég
eigi að lýsa yfir sérstakri
ánægju með það að íslend-
ingar hafi fengið sérstaka
undanþágu, eða 10%, en með
tilliti til þess að þegar sam-
þykkt stóriðja gerir ráð fyrir
40% aukningu á losun til árs-
ins 2025 sjáum við í hvaða
stöðu ísland er. Það sýnir al-
vöru málsins á alþjóðavett-
vangi að ekki fékkst meiri
undanþága," segir Ólöf Guð-
ný.
Hún segir athyglisverðan
þann hugsunarhátt á íslandi
að menn hreyki sér yfir því að
hafa fengið að menga meira
en aðrir.
„Ég vil efast um að slíkur
hugsunarháttur sé réttur og
spyr hvort honum þurfi ekki
að breyta. Ég álít að niður-
staðan gefi íslenskum stjórn-
völdum alvarlegt tilefni til
þess að endurskoða stefnu
sína, sérstaklega i stóriðju-
málum. Hún gefur þeim til-
efni til að leita nýn-a leiða í að
byggja upp atvinnuvegina,
horfa meira á smáiðnaðinn og
móta framtíðarstefnu sem
tekur mið af því sem er að
gerast í umhverfismálum á al-
þjóðavettvangi," sagði Ólöf
Guðný.
Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna um samkomulagið sem náðist í Kyoto
Mikilvægt að dregið
skuli úr losun
„Það ánægjulega við niðurstöðuna
í Kyoto er að þjóðir heims ná ekki
aðeins samkomulagi um að stöðva
aukningu á losun gróðurhúsaloft-
tegunda út í andrúmsloftið heldur
einnig að draga úr losun þeirra,"
sagði Margrét Frímannsdóttir, fór-
maður Alþýðubandalagsins.
„En vissulega hefði maður viljað
sjá samkomulag um meiri sam-
drátt í losun efnanna. Það er held-
ur ekki mjög skemmtileg afstaða
hjá íslendingum að setja sig í hóp
þeirra iðnríkja sem vilja auka losun
á gróðurhúsalofttegundum, en von-
andi verður niðurstaðan í Kyoto til
þess að stjórnvöld endurskoði af-
stöðu til þessara mála, ekki síst þá
að byggja íslenskt atvinnulíf á
mengandi stóriðju fyrst og
fremst,“ sagði Margrét.
Sighvatur Björgvinsson, for-
maður Alþýðuflokksins, var spurð-
ur hvemig haldið hefði verið á ís-
lenskum hagsmunum í Kyoto. „Ég
efast ekkert um það að ríkisstjóm-
in hefur reynt af fremsta megni að
fá sérstöðu íslands viðurkennda.
En það er fullsnemmt að segja til
um það hvernig tekist hefur til, ég
hef ekkert fyrir mér annað en fjöl-
miðlafréttir enn þá, hef ekki séð
texta yfirlýsingarinnar." Hann
sagði að yrði miðað við 10%_aukn-
ingu á losun koldíoxíðs frá íslandi
væri ljóst að ekki yrði um frekari
stóriðjuframkvæmdir að ræða á
landinu umfram þær sem þegar
hefðu verið ráðgerðar. Einna helst
gæti staðan breyst ef menn næðu
miklum árangri í að draga úr los-
un á öðrum vettvangi.
Hann var spurður um hugmynd-
irnar um skipti á losunarkvótum og
benti Sighvatur á að Evrópusam-
bandið notaðist við slík ráð í stefn-
unni innan sambandsins. „En í
rauninni er ekkert vitað um kvóta-
viðskipti í alþjóðlegu samhengi enn
þá, hvort af þeim verður eða ekki.
Allar reglur um slíkt eru ómótað-
ar.“
„Miðað við þær forsendur sem
þeir lögðu upp með finnst mér
þeim hafa tekist sæmilega upp,“
sagði Kristín Halldórsdóttir, tals-
maðm- Samtaka um kvennalista.
„En ég var hins vegar ekki sátt við
undirbúninginn og þær áherslur
sem þarna voru lagðar.“
Hún sagði að mikilvægur árang-
ur hefði náðst í þeim skilningi að
augu heimsins hefðu nú beinst
rækilega að vandanum sem við
væri að etja, gróðurhúsaáhrifun-
um.
Hún sagðist telja að helstu mögu-
leikar íslendinga í efnahags- og at-
vinnumálum lægju í óspilltri nátt-
úra en ekki mengandi stóriðju.
Einnig þyrfti að leggia áherslu á
minni mengun frá fiskveiðiskipum,
t.d. með því að leggja áherslu á
notkun rafmagns og vistvænni
veiðar krókabáta en frystitogara.