Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 13

Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 13 FRÉTTIR Ríkisútvarpið Opið bréf til menntamálaráðherra Gleraugnakostnaður Þátttaka ríkis verði aukin JÓHANNA Sigurðardóttir, Guð- mundur Árni Stefánsson og Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmenn Þing- flokks jafnaðarmanna vilja að þátt- taka ríkisins í gleraugnakostnaði einstaklinga yngri en 18 ára verði aukin. Þeir hafa nú lagt fram frum- varp til laga þess efnis á Alþingi. Einnig er í frumvarpinu lagt til að nafn Þjónustu- og endurhæf- ingarstöðvar sjónskertra verði breytt í nafnið Sjónstöð íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að stíga skref í átt til jöfnunar á réttindum þeirra sem eiga við sjónvandamál að stríða gagnvart öðrum hópum samfélagsins sem þurfa á sjúkrahjálp að halda, að því er kemur fram í greinargerð. Reglur um þátttöku ríkisins í kostnaði sjónglerja Lagt er til að ráðherra setji að fengnum tillögum stjórnar Sjón- stöðvar íslands reglur um þátttöku ríkisins í kostnaði sjóngleija. Greiðslur skulu aldrei vera lægri en sem nemur tveimur þriðju hlut- um kostnaðar við kaup nauðsyn- legra sjónglerja. „Stjórn Sjónstöðv- arinnar ákveður hvað skuli teljast nauðsynlegt sjóngler í hverju og einu tilfelli. Hver einstaklingur á ekki rétt á endurgreiðslu vegna sjóngleija oftar en einu sinni á hverju tveggja ára tímabili nema læknisfræðilegar ástæður liggi að baki, að mati yfirlæknis stofnunar- innar,“ segir í frumvarpinu. Innbrot á þremur stöðum BROTIST var inn á þremur stöðum i Reykjavík og nágrenni í fyrrinótt og stolið símum, hljómtækjum og fleiri verðmætum. Ekki hafði tekist að upplýsa málin síðdegis í gær. Brotist var inn í fyrirtæki á Grandagarði og þaðan stolið GSM símum. Þá var brotist inn á skrif- stofuhúsnæði í Mosfellsbæ og stoh ið íjármunum og ferðatölvu. Á þriðja staðnum, fyrirtæki í Þing- holtunum, var stolið hljómtækjum, verkfærum og áfengi. Málin eru öll í rannsókn. Hamraborg stækkar HJÁ skipulagsstjóra Kópavogs er til kynningar tillaga að tæp- lega 17 fermetra stækkun á verslun Nóatúns í Hamraborg í Kópavogi og stækkun á anddyri íslandsbanka í sama húsi. Að sögn Jóns Júlíussonar, kaupmanns í Nóatúni, mun stækkunin bæta verulega aðstöð- una í versluninni. Skriflegum athugasemdum vegna breyting- anna ber að skila til bæjarskipu- lags Kópavogs fyrir 8. janúar 1998. FORSETI Bandalags íslenskra listamanna hefur skrifað Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra, eftirfarandi bréf og jafnframt ósk- að eftir birtingu þess í Morgun- blaðinu. „Bandalag íslenskra listmanna hélt aðalfund sinn hinn 29. nóvem- ber sl. Á þeim fundi voru málefni Ríkisútvarpsins mikið til umræðu og það sérstaklega gagnrýnt að ákveðið skuli hafa verið að kosta til nærri 1.000 milljónum króna vegna flutnings Sjónvarpsins í hús- ið í Efstaleiti 1. Listamenn hafa á undanförnum misserum kallað eftir umræðu um hlutverk Ríkisútvarpsins og fram- tíðarstefnu. Forsendur fyrir rekstri stofnunarinnar hafi breyst og menn skorti alla sýn til framtíðar á það hvaða markmiðum þeir ætli að ná. í þessu máli er mikil vinna framundan og það er að okkar áliti fullkomið glapræði að ana út í fjárfrekar tækni- og bygginga- framkvæmdir áður en skýrar nið- urstöður liggi fyrir um það hvernig sjónvarp við viljum og hvaða hlut- verki því sé ætlað að gegna. Bandalag íslenskra listamanna hefur litið svo á að helsta hlutverk Ríkisútvarpsins sé að efla menn- ingarlífið í landinu og rækta ís- lenska tungu. Samtökin hafa í þessu sambandi lagt áherslu á það hversu mikilvægt sé að efla hlut innlendrar dagskrárgerðar í sjón- varpi og framleiðslu á samfelldu leiknu efni og vönduðum heimilda- myndum. í viðamikilli yfirlýsingu um uppbyggingu íslenskrar kvik- myndagerðar sem samtökin sendu frá sér í júní 1996 er sérstaklega tekið á þessu efni og lagðar fram tillögur til úrbóta. Þar er sérstak- lega hvatt til þess að framleiðsla leikins efnis skuli flutt til sjálf- stæðra fyrirtækja utan veggja stofnunarinnar og að í því sam- bandi þurfi að endurskoða allar áætlanir um nýtingu útvarpshúss- ins við Efstaleiti. Nú er hins vegar ljóst að með flutning Sjónvarps í Efstaleiti yrði stefnt í þveröfuga átt með afleiðingum sem gætu orðið dýrkeyptar. Listamenn hafa ætíð látið sig framgang Ríkisútvarpsins miklu varða og í upphafi komu margir af merkustu frumheijunum einmitt úr okkar hópi. Með tímanum hafa listamenn hins vegar fjarlægst stofnunina meir og meir og um leið hafa sjónarmið kerfismennt- aðra stjórnfræðinga og lagaspek- inga náð yfirhöndinni. Báknið hef- ur blásið út en dagskráin staðið í stað, á sumum sviðum jafnvel far- ið aftur. Starfsmenn tala um doða og leiðindi og engum dylst sem kemur að starfseminni að ástríðan er horfin og hugsjónirnar týndar. Stofnunin þarf lækningar við og stuðning þeirra sem vilja framgang hennar sem mestan. Þá lækningu finna menn ekki í steinsteypu eða tækjabúnaði heldur í styrkri leið- sögn, skarpri sýn, hugrekki og skilningi á þær forsendur sem að baki liggja. Reykjavík 7. desember 1997. Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna." Kærkomnar jólagjafir!!! Til að elskast allan tímann Þörf bók fyrir samfélag sem okkar Mrt»«óh6Í..oJur*I 4 íölulW. Nn* 'ork I«' Barbara De Angelis, ph. p. Sönn , augnablik elskenda „SiuKd, lihi'.ljðj horf.lu ngVukin sepr t>er hvcrt. i«gna.“ Lceröu aö upplijh fullkomnar ástríður °g sanna nánd Ummæli: Sönn augnablik elskenda I bók sinni Sönn augnablik elskenda bendir metsölu- höfundurinn Barbara De Angelis á einfaldar og jafn- framt einlægar leiðir til að dýpka og bæta samskipti fólks. Barbara er doktor í sálfræði og er einn þekktasti samskiptaleiðbeinandi Bandaríkjanna. Það er auðvelt að vinna eftir leiðbeiningum hennar sem fjölga ekki einungis sönnum augnablikum í sambandinu, heldur lífí hvers og eins. íx-r , „Snertu, hlustaðu og horfðu og bókin segir þér hvers vegna.“ Séra Pálmi Matthíasson. „Ekkert er jafn dýrmætt og kærleiksríkt samband. Öll vandamál og erfiðleika er hægt að yfirstíga með stuðningi og ástúð góðs félaga. En gleymi menn að að rækta ástina getur jafnvel innihaldsríkasta samband gufað upp á skömmum tíma. Þessi bók er frábær leiðarvísir um hvemig á að viðhalda ástinni leiðina á enda.“ Össur Skarphéðinsson og Ámý Erla Sveinbjömsdóttir hittust fyrir 23 árum og hafa ekki skilið síðan. í bókinni er að finna grunn að þeirri ómældu vinnu sem felst í því að rækta hjónaband. Mæli með bókinni sem sambúðar- og brúðargjöf til allra.“ Edda Björgvinsdóttir, leikkona. „Bók sem á erindi til allra para. Minni á góða hluti sem stundum gleymast í daglega amstrinu.“ Ágústa Johnson, þolfimikennari. „Við mælum eindregið með þessari litlu perlu, sem er ómissandi fyrir þá sem vilja viðhalda rómantísku, lifandi og kærleiksríku sambandi/hjónabandi. Hún göfgar og dýpkar samskiptin í erli dagsins." Öm Jónsson, sjúkranuddari og Olga Lísa Garðarsdóttir, kennari. Þekkja kynin þarfír hvors annars? Ástarfíkn - flótti frá nánd Þráir þú að vera náinn ein- hverjum, geta deilt lífi þínu einlæglega, veita og þiggja hlýju, blíðu og umhyggju? Kannski þarftu að spyrja nýrra spuminga í lífi þínu. Ástarfíkn — flótti frá nánd fjallar um flóttaferli frá nánd. Metsölu- höfundurinn Anne Wilson Schaef Ph.D. tekur þetta flótta- ferli til umfjöllunar í bókinni og þar flettir hún ofan af og leysir úr þeim fíknum sem tengjast kynlífi, samböndum og rómantík og bendir á bataleiðir. Anne er sálfræðingur, fyrirles- ari, skipulagsráðgjafi og leið- beinandi á alþjóðlegum nám- skeiðum fyrir fólk innan heil- brigðiskerfisins. Ummæli: „Hnitmiðuð greining Anne Wilson Shaef á sjúkum samböndum gefur okkur aukna von um að hjálpa megi fleirum út úr nauðhyggju skilnaða og raðkvænis. Notkun hennar á fíknihugtakinu til að greina vandann gefur okkur hnitmiðaðri vinnuaðferðir. Þörf bók fyrir samfélag sem okkar, þar sem helmingur allra hjónabanda enda með skilnaði.“ Jóhann B. Loftsson, sálfrœðingur „Kærkomin bók til að skilja ástand, hegðun og sársauka, sem áður hefur verið miskilinn og þess vegna ekki fengið viðeigandi meðferð. Þýðingarmikið innlegg fyrir lesandann til að finna sjálfan sig í samskiptum við aðra. Frábær opinberun á fíkniþáttum meðvirkninnar.“ Stefán Jóhannsson MA fjölskylduráðgjafi „Aðgengileg og vel skrifuð bók og tvímælalaust sú besta sem ég hef lesið um þetta efni. Ekki aðeins kjörin lesning fyrir svokallaða ástarfíkla heldur alla þá sem vilja átta sig á ríkjandi hugmyndum um ást og nánd.“ Vésteinn Lúvíksson, ráðgjafi. Þroskandi bækur sem fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. „BóVi«nkyf>in grtJ hvortCðni." - Róm Ingólfcdóttii - Hvað vilja konur fá frá körlum? 1 þessari bók er meðal annars tekið á og fjallað um stöðu karlamanna í dag. í fyrsta sinn í þekktri sögu mannkynsins þurfa fjöl- margar konur ekki á „veiðmanni“ að halda. Þær geta „veitt sjálfar“. Karlmenn eru í einskonar tilvistarkreppu. Bókin er byggð á svörum hundrað kvenna sem eru heiðarlegar og einlægar þegar fjallað er um peninga, hjónabönd, samskipti, lygi, reiði, hlustun, kynlíf, kelerí, rekkjunauta, viðhorf, væntingar, draumsýnir og fleira. Nýtt samskiptamunstur kynjanna er að fæðast. Þessi könnun Dan True á sér enga ____hliðstæðu í heiminum. Ummæli: „Loksins er komin bok á markaðinn sem lýsir á afdráttarlausan og stórbrotinn hátt þeim dásamlega mun sem er á kynjunum. í bókinni kemur skýrt fram að konan þarf lengri tíma til aðlögunar en maðurinn, þar sem hún er með allt sitt innbyggt - en maðurinn fær aftur á móti örvun beint, þar sem hann er með allt sitt útbyggt! Þetta þurfa kynin að fara að gera upp við sig, til að geta lifað mannsæmandi lífi. Bók sem kynin gefa hvort ööðru.“ Rósa Ingólfsdóttir „Holl og góð lesning og þörf áminning fyrir karlmenn á öllum aldri, gifta sem ógifta.“ Bubbi Morthens Nánari upplýsingar á heimasíöu okkar: www.centrum.is/leidarljos LEIÐARLJOS Skerjabraut 1, 170 Seltjarnarnesi S. 561 3240, fax 561 3241. Tölvupóstur: leidar@centrum.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.