Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Framboðsþrýstingur á peningamarkaði
Verðtryggðir vext-
ir fara hækkandi
FIS styður Islensku
sjávarútvegssýninguna
SAMTÖK verslunarinnar-félag
íslenskra stórkaupmanna (FÍS)
hafa sent íþrótta- og tómstunda-
ráði Reykjavíkur bréf þar sem
félagið lýsir áhyggjum sínum af
þróun mála varðandi fyrirhugaða
sjávarútvegssýningu haustið
1999. Félagið hvetur ráðið til
þess að taka afstöðu í málinu
og samþykkja umsókn aðstand-
enda íslensku sjávarútvegssýn-
ingarinnar um leigu á Laugar-
dalshöll umrædda daga.
Sem kunnugt er hafa aðstand-
endur FisTech’99 einnig sótt um
leigu á Laugardagshöll undir
sjávarútvegssýningu á sama
tíma. FIS segir í bréfi sínu að
ekkert hafi komið fram í fyrri
samskiptum sýningarhaldara ís-
lensku sjávarútvegssýningarinn-
ar og Reykjavíkurborgar sem
gefi tilefni til að hafna umsókn
þeirra nú. Nexus Media Ltd., sem
annist skipulag sýningarinnar,
hafi staðið að henni með miklum
sóma á undanförnum árum.
Framkvæmd og skipulag hafi
verið mjög fagmannlegt og sýn-
ingin vaxið ört.
Áður höfðu Samtök seljenda
skipatækja lýst yfir stuðningi við
FishTech’99 en aðildarfyrirtæki
samtakanna höfðu orðið ásátt
um að meirihluti þeirra myndi
ráða því hvorri sýningunni þau
tækju þátt í.
Eins og fram hefur komið í
fréttum_ Morgunblaðsins, sam-
þykkti íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur á fundi sínum 17.
nóvember sl. bókun þar sem fram
kemur að ráðið telji sig ekki
hafa forsendur til að velja á milli
sýningarfyrirtækja. Ráðið telji
réttara og eðlilegra að sýningar-
aðilar ákveði það sjálfir hvor
sýningin verði haldin.
Síldarvinnslan í Neskaupstað
Afkoman betri
en spáð var
ÁVÖXTUNARKRAFA skulda-
bréfa hélt áfram að hækka á pen-
ingamarkaði í gær. Ávöxtunar-
krafa húsbréfa hækkaði um 2
punkta í 5,46% miðað við hagstæð-
asta kauptilboð, 4 punktum hærri
en hún var í byijun þessarar viku.
Hækkun ávöxtunarkröfu annarra
ríkisskuldabréfa er enn meiri.
Þannig nam ávöxtunarkrafa spari-
skírteina með rúmlega tveggja ára
líftíma 5,49% í gær, 11 punktum
hærri en í byijun vikunnar. Ávöxt-
unarkrafa ríkisvíxla lækkaði hins
vegar um 7 punkta í viðskiptum
gærdagsins.
Heildarviðskipti á peningamark-
aði námu röskum einum milljarði
króna, mest í ríkisvíxlum eða tæp-
lega 400 milljónir en að auki áttu
sér stað liðlega 300 milljóna króna
viðskipti með spariskírteini og 270
milljóna króna viðskipti með
bankavíxla.
Eins og fram hefur komið er
það fyrst og fremst slæm lausafjár-
staða viðskiptabankanna sem veld-
ur þessum vaxtahækkunum nú.
Því til viðbótar kemur hins vegar
verðhjöðnun í nóvember sem veld-
ur því að óverðtryggð bréf skila
betri ávöxtun en verðtryggð bréf,
eins og bent er á í fréttabréfi
Landsbankans í gær.
Óvíst hvenær hækkunum
linnir
Agnar Jón Ágústsson, hjá Hand-
sali, segir erfitt að segja til um
hvenær vextir muni ná hámarki í
þessari hækkunarhrinu en hins
vegar megi gera ráð fyrir því að
hægja muni á þessum hækkunum
upp úr miðjum þessum mánuði,
þegar betra jafnvægi skapist á
milli framboðs og eftirspumar á
peningamarkaði.
„Það er mikill lausafjárskortur
í bönkunum sem er að knýja þess-
ar hækkanir nú. Þeir eru að selja
sína skuldabréfaeign og em þá
jafnvel að selja alla línuna, þ.e. frá
eins árs líftíma og upp í 18 ár.
Síðan er einnig lítið um laust fé
annars staðar, t.d. eins og hjá iíf-
eyrissjóðunum. Þeir hafa verið að
kaupa mikið af erlendum verðbréf-
um á undanförnum vikum og mán-
uðum og hafa fyrir vikið keypt lít-
ið af húsbréfum upp á síðkastið.
Það er því meira framboð en eftir-
spurn eins og er.“
Vaxtalækkanir
íjanúar?
Agnar segir hins vegar að
reikna megi með nokkrum vaxta-
lækkunum á nýjan leik í janúar.
Hann segir erfitt að segja til um
hversu lágt húsbréfakrafan muni
t.d. fara en segir ekki ólíklegt að
hún muni leita niður að 5,30-
5,35%, sem hafi verið efri mörk
hennar áður en til hækkana und-
angenginna vikna hafi komið. Því
geti verið góður tími til að fjár-
festa í skuldabréfum um þessar
mundir.
Hlutabréf lækka
lítillega
Gengi hlutabréfa hélt áfram að
lækka í gær og lækkaði hlutabréfa-
vísitala Verðbréfaþings um 0,28%.
Hefur hún þá hækkað um 11,8%
frá áramótum, en hafði hækkað
um liðlega 40% í byijun maí. Nem-
ur lækkunin frá þeim tíma því
rúmlega 21%.
Lækkanir voru áberandi í
sjávarútvegsfyrirtækjum. Þannig
lækkuðu hlutabréf í Fiskiðjusam-
lagi Húsavíkur um 7,5%, HB um
1,7% og Granda um 1,5%. Þá lækk-
aði gengi hlutabréfa í Samheija,
SR-mjöli og Þormóði ramma lítil-
lega. Gengi hlutabréfa Síldar-
vinnslunnar og ÚA hækkaði hins
vegar lítillega í gær.
AFKOMA Síldarvinnslunnar hf. í
Neskaupstað verður betri á þessu
ári en gert var ráð fyrir í áætlunum
fyrirtækisins. Samkvæmt þeim var
áætlað að hagnaður yrði 212 millj-
ónir en nú er ljóst að afkoman
verður betri að því er kemur fram
í fréttatilkynningu frá Síldar-
vinnslunnni. Síðasta ár var besta
rekstrarár fyrirtækisins hingað til
og nam hagnaðurinn 494 milljón-
um króna.
Síldarvinnslan átti 40 ára af-
mæli í gær og í tilefni dagsins var
nýtt fiskiðjuver þess vígt og efnt
til afmælishátíðar í íþróttahúsinu
í Neskaupstað.
Á þessu ári hefur Beitir NK-123
aflað rúmlega 58 þúsund tonnum
a"f loðnu, síld og kolmunna, sem
er það mesta sem eitt skip hefur
borið að landi á ári að því er segir
í tilkynningunni. Fiskimjölsverk-
smiðja Síldarvinnslunnar hefur
tekið á móti 175 þúsund tonnum
af hráefni það sem af er árinu og
fullyrt er að það sé það mesta, sem
ein verksmiðja hafi nokkru sinni
tekið á móti hérlendis.
360 menn starfa að jafnaði hjá
Síldarvinnslunni og í ár munu
launagreiðslur í fyrsta sinn nema
hærri upphæð en einum milljarði
króna.
*
verslunarinnar hefur opnað
arkað í Háholti 14,
Mosfellsbæ.
íðir leðurfrakhar,
silkisatínrúmföt, kínasilki,
kasmír ullarmottur. Glæsilegar gjafavörur
Opið frá 11-18 virka daga og laugardaga.Sími 566 8280.
Verið velkohún.
Má ekki bjóða ykkur á nýju stofuna
okkar og fá nýtt útlit í leiðinni.
Vertu velkominn í
VALHÖLL
MERDÍS OG HELGA
hárgreiðslustofa, Óðinsgötu 2, simi 552 2138
Blað allra landsmanna!
-kjarni málsins!
Nýjung í gjaldeyrismálum hjá Viðskiptastofu Landsbankans
Gjaldeyrissamnmgur tek-
ur mið af gengisvísitölu
117,0 116,5, 116,0 115.5 115,0 114.5 114,0 113.5 113,0 112.5 112,0 Gengisskráningarvog i- n. 1995111 n. des. 1997
^116-59 116,38 ’3
/ps, 115,69
115,38 U f!
/\
/\ / \
|ll 113,
112,81
1995 1996 1997
JTFIWjIjWöW IjÍF ÍMÍAlMf JÍ jlÁISÍQlNlD IjlflMlAÍMl Jí jlÁiSlQÍNl D'
VIÐSKIPTASTOFA Landsbank-
ans býður nú í fyrsta sinn á gjald-
eyrismarkaði svonefnda valréttar-
samninga sem taka mið af gengis-
vísitölu íslensku krónunnar. Val-
réttarsamningur felur í sér að aðil-
ar á markaði tryggja sér ákveðið
gildi á gengisvísitölunni, en gjald-
dagi og upphæð eru sniðin að þörf-
um viðskiptavinarins.
Á gjalddaga ræður kaupandi
slíks samnings hvort hann nýtir
sér samninginn eða ekki. Fyrir
þessa útgönguleið er greidd hlut-
fallsleg þóknun af höfuðstól samn-
ingsins, að því er segir í frétt frá
Viðskiptastofunni.
Hentar þeim sem búa við
gengisáhættu
Þessi þjónusta hentar lántak-
endum sem skulda í erlendri mynt,
t.d. sjávarútvegsfyrirtækjum, fjár-
festum sem fjárfest hafa í erlend-
um verðbréfum og öðrum aðilum
á innlendum gjaldeyrismarkaði
sem búa við gengisáhættu.
Með þessum hætti geta íslensk
fyrirtæki sem miða samsetningu
erlendra lána við gengisvog krón-
unnar gert samning þar sem þau
tryggja sér ákveðið gildi á vísi-
tölunni.
Valréttarsamningar fyrir ein-
stakar myntir hafa verið í boði hér
á landi um nokkurt skeið. Slíkir
samningar hafa hins vegar þótt
nokkuð kostnaðarsamir. Það má
rekja til þess að mótaðilinn sem
selt hefur valréttarsamninginn
gerir tilkall til viðunandi ávöxtunar
og þarf að veija sig eigin gengisá-
hættu. Jafnframt hefur áhættan
vegna hverrar myntar verið um-
talsvert meiri en áhættan í kring-
um safn af myntum eins og gengis-
vog krónunnar.
Lægri kostnaður vegna
samninganna
Landsbankanum hefur tekist að
lækka kostnað þessara samninga
umtalsvert. Það stafar af því að
gengisvog krónunnar er samansett
úr 16 myntum og gengisbreytingar
einstakra mynta hafa tilhneigingu
til að vega hver aðra upp.
Vt
I
1
I
1
I
I
[
I
I
I
I
i
[
[
l
[
[
\
\
!