Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 20

Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU GUÐJÓN A. Rristjánsson, formaður Fannanna- og fiskimannasambands íslands, FFSI, lét þess getið er hann setti 38. þing sambandsins í nóvem- ber sl., að alls hefði sex málum, sem öll vörðuðu rökstuddan grun um, að sjómenn væru látnir taka þátt í kvótakaupum, verið vísað til opin- berrar rannsóknar. Var það gert í kjölfar þess, að bréf barst frá sjávar- útvegsráðherra 30. nóv. fyrir ári þar sem hann bauðst til að aðstoða við að koma málum af þessu tagi rétta leið í gegnum dómskerfið. Sagði Guðjón, að einu þessara mála hefði verið vís- að frá en hin fímm væru enn óupp- lýst í kerfínu og væri yfirleitt lítið um svör þegar um þau væri spurt. Þremur þessara mála var vísað til ráðherra og síðan til dómsmeðferðar fyrir síðustu áramót og þremur í upphafí þessa árs. Snerist eitt þeirra um deilu áhafnarinnar á Sólfelli VE 640 og Utgerðarfélags Dalvíkinga Vestmannaeyjum ehf. um verð á sfid en því máli lauk í september í haust með því, að sýslumaður- inn á Akureyri féll frá frekari meðferð ; þess. Sagði í yfírlýsingu frá embættinu, að kostnaður við öflun veiðiheirhilda hefði ekki verið dreginn frá skipta- verðmæti og þai- sem lög segðu ekk- ert um tilraunir til að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum, kæmi ekld til skoðunar hvort um þær hefði ver- ið að ræða. Kærur vegna þátttöku sjómanna í kvótakaupum Fimm mál í dóms- kerfínu í tæpt ár Þorskverð á bilinu 30-40 krónur Af hinum málunum fímm, sem enn eru óuppgerð í dómskerfinu, má nefna kæru, sem send var sýslumanninum í Vestmannaeyjum 6. febrúar 1997, og varðaði Ilranga- vík VE 80 og . Vinnslustöðina. í fylgiskjali ér vitnáð til einhliða yf- irlýsingar Vinnslustöðvarinnar um lækkun þorskverðs niður í 60 kr. kg en í henni eru þær ástæður til- greindar, að þorskkvóti fískiskipa fyrirtækisins sé búinn og því þurfi að' leigja kvóta á 90 kr. kg. Telur FFSÍ ekki fara á milli mála, að með lækkun þorskverðsins sé verið að láta sjómenn taka þátt í kvótaleig- Ekki sagt varða íslensk lög í lögum nr. 24/1986 um skipta- verðmæti og greiðslumiðlun segir, að ekki megi draga frá heildarverð- mæti afla í þessu sambandi kostnað við kaup á veiðiheimildum og eru viðurlögin sektir nema þyngri refs- ing liggi við samkvæmt öðrum lög- um. Málið varðandi Drangavík barst sýslumannsembættinu í Vestmanna- eyjum 6. febrúar eins og fyrr segir en sex dögum síðar ákveður embætt- ið að hafast ekkert frekar að. Segir í bréfí frá því, að eins og erindið sé lagt fyiár, eigi það ekki við málsefnið auk þess sem embættið geti ekki séð, að framkvæmd sú, sem málið snúist um, varði á nokkurn hátt við íslensk lög. Við þessum úrskurði brást FFSÍ 18. febrúar með kæru til ríkissak- sóknara þar sem skorað var á hann að hrinda frávísun sýslumannsins í Vestmannaeyjum og hefja rannsókn í málinu eins og um hefði verið beðið af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins. Síðan hefur ekkert af því frést. 28,46 kr. fyrir þorskkílóið Eitt málanna snýst um gnm um, að áhöfnin á Sigurborg HU 100 hafi ver- ið látin taka þátt í kvótakaupum og í meðfylgjandi gögnum kemur fram, að þorskverðið, sem notað var við launa- uppgjör, hafi aðeins verið 28,46 kr. kg. Þetta mál fór til sýslumannsins á Blönduósi snemma árs en 27. ágúst ákvað embættið að vísa því til ríkis- lögreglustjóra til frekari meðferðar. Vitni mætti ekki I upphafi árs var kæra send sýslumanninum á Höfn vegna sambærilegs máls og varðaði áhöfnina á Hafdísi SF 75. í meðfylgjandi gögnum kemur fram, að í október 1996 hafí meðalsöluverð á þorski til Borgeyjar hf. og á Fiskmarkaði Homafjarðar verið óeðlilega lágt eða aðeins 39,19 kr. kg. Tilhneiging til að vísa málum frá Nákvæmni. Tækni er ekki eingöngu vísindi, heldur líka list. Allt frá því fyrsta Samurai sverðið var smíðað, hefur Japan verið þekkt fyrir að skapa heimsins vönduðustu tækni. Hjá EPS0N trúum við á það að lifa í samræmi við þann orðstír, með þvi að gefa þér fremstu taekni og hafa þannig áhrif á lif þitt og starf. Skuldbinding okkar við stöðugar nýjungar hefur skipað EPS0N afurðum sess i fylkingarbroddi tækninnar. PhotoReal™ blekdæluprentarar með einstakri EPS0N Piezo kristaltækni eru að gerbylta heimi borðiitaprentara. Háþróuð tölvumyndspeglunartækni leysir sköpunargleði þína úr læðingi. Feikn skýr, hásamþjöppuð, margmiðla sýningarvél gæðir allar hugmyndir þínar lifi. EPS0N, þvi tækni er lika list. http://www.epson.com Af þessu máli fréttist ekkert fyrr en í september þegar því var vísað til ríkislögreglustjóra til frekari rann- sóknar. Kom það fram hjá sýslu- mannsembættinu, að mildlvægt vitni í málinu, framkvæmdastjóri Bor- geyjar hf., hefði aldrei rnætt. fyrir rétt þótt hann hefði margsinnis verið boðaður. Að lokum má nefna mál, sem teng- ist Þormóði ramma-Sæberg en það er búið að fara í gegnum sjö dóms- stig og nú hillir undir það áttunda. Ósýnilegir veggir Guðjón sagði, að gangur þessara mála í kerfínu væri með ólíkindum og engu líkara en þar væru einhverj- ir ósýnilegir veggir, sem kæmu í veg fyrir, að úr þeim yrði skorið. Þá kvaðst hann einnig furða sig á því réttarfari, sem leyfði mönnum að komast upp með að mæta ekki fyrir rétt þrátt fyrir ítrekaða boðun. Guðjón sagði, að svo virtist sem dómsvaldið heima í héraði, sýslu- mannsembættin, ættu af einhverjum ástæðum erfítt með að fylgja þess- um málum eftir. Augljós _________ tilhneiging væri til að vísa þeim frá eða þá til ríkislögreglustjóra og kannski væri það nálægðin, sem vefðist fyrii’ mönnum. Ef það væri tilfellið, væri þó ekki um að ræða nálægð við þá, sem teldu á sér brotið, heldur við einhverja aðra. Fengu sfld í nótina TVÖ skip, Arnþór EA 16 og Jóna Eðvalds SF 20, fengu síld í nót í fyrrinótt og er það í fyrsta sinn frá því snemma í nóvember að hún fæst í það veiðarfæri. Það litla, sem fundist hefur af henni, hefur af einhverjum ástæðum haldið sig við botninn og því næstum ein- göngu verið tekið með flottrolli. Arnþór var í gær á útleið frá Seyðisfirði eftir að hafa landað þar 150-160 tonnum en skipið var búið að vera í höfn í hálfan mánuð í fyrradag þegar ákveðið var að gera lokatilraunina með nótina. Fékkst aflinn í Norðfjarðardjúpi en síldin kom upp á 35 til 55 faðma. Að sögn skipverja var nú lóðað á meiri síld en sést hefur í margar vikur. Jóna Eðvalds var á landleið í gær með um 250 tonn, sem tekin voru í nót og einnig nokkuð í flottroll. Var litla síld að finna þeg- ar fram á daginn kom og sögðu þeir á Jónu, að það hefði komið fyrir nokkrum sinnum í haust, að síldin hefði gosið upp með þessum hætti en síðan horfíð aftur. ---------------------------- Ráðstefna um selveiðar ALÞJÓÐLEG ráðstefna um fram- tíð selveiða, sem haldin var í St. John’s á Nýfundnalandi 25. til 27. nóvember, hvatti til þess, að allar hömlur á viðskiptum með selafurð- ir yrðu afnumdar. Ráðstefnan var haldin á vegum NAMMCO, Norð- ur-Atlantsh afssj ávarspendýr a- ráðsins, og sóttu hana rúmlega 200 manns víðs vegar að úr heimi. Kate Sanderson, talsmaður NAMMCO og framkvæmdastjóri, sagði í ræðu á ráðstefnunni, að sel- ir væru stór þáttur í lífríkinu á norðurslóðum og víðar og gætu af- urðirnar, kjöt, lýsi og skinn, og vinnsla þeirra orðið til að útvega fólki atvinnu á svæðum, sem ekki hefðu upp á neitt annað að bjóða. A ráðstefnunni voru kynntar jafnt nýjar sem gamlar aðferðir við að nýta selinn og til dæmis voru birtar nýjar rannsóknaniður- stöður, sem sýna, að neysla sels- lýsis hefur mjög heilsusamleg áhrif á menn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.