Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Rætt um EMU og stækkun Evrópusambandsins á leiðtogafundi ESB í Lúxemborg
Orlagaríkar
ákvarðanir á
dagskránni
ONSEIL DE L'UNION
BOURG '97
onseil Européen
12- 13
Reuters
VINNUKONUR stijúka ryk af merki leiðtogafundar Evrópusambandsins í Lúxemborg, sem
hefst í dag, en hann markar hápunkt hálfs árs forsætistimabils furstadæmisins í ESB.
Lúxemborg. Reuters.
VERA kann að eitt örlagaríkasta hálfs árs skeið-
ið í sögu Evrópusambandsins (ESB) hefjist í dag
þegar leiðtogar aðildarríkjanna fímmtán koma
saman í Lúxemborg til þess meðal annars að
taka ákvörðun um það hvaða ríki í Mið- og Aust-
ur-Evrópu fá að hefja viðræður um aðild að sam-
bandinu á næsta ári og um það hvernig nánar
skuli standa að stofnun Efnahags- og mynt-
bandalagsins, EMU.
Þjóðar- og rfldsstjórnaleiðtogar ESB-ríkjanna
sitja á rökstólum í dag og á morgun um þessi tvö
meginmálefni og fleiri úrlausnarefni sem aðeins
er á valdi leiðtoganna að taka ákvarðanir um, en
leiðtogafundir þessir fara að öllu jöfnu fram á
hálfs árs fresti. Á síðasta slíka fundinum í Am-
sterdam í júní sl. var endurskoðaður grundvallar-
sáttmáli sambandsins samþykktur og þar með
endir bundinn á ríkjaráðstefnuna svokölluðu, en í
nóvember komu þeir saman sérstaklega til að
ræða atvinnuleysisvandann.
Djúpstæður ágreiningur
Þegar rúmlega 380 dagar eru til stefnu áður en
til stendur að hleypa Efnahags- og myntbandalag-
inu af stokkunum er enn um
djúpstæðan ágreining að ræða
milli þeirra ríkja sem eru svo til
örugg um að verða meðal stofn-
aðila og hinna sem annaðhvort
vilja ekki eða geta ekki verið
með frá upphafi. I síðamefnda
hópnum eru Bretland, Svíþjóð,
Danmörk og Grikkland.
Ágreiningurinn snýr aðallega að því hvort þessi
ríld fá að taka þátt í svokölluðu „Evró-x“-ráði, sem
hugmyndin er að verði vettvangur aðildaníkja
EMU til að samræma efnahagsstefnu sína eftir að
þau hafa tekið upp sameiginlega mynt. Hætt er við
að þessi deila skyggi á hitt meginviðfangsefni leið-
togafundarins, sem er að taka ákvörðun um hvaða
ríkjum sem áður tilheyrðu Austurblokkinni verður
boðið að hefja aðildarviðræður í mai-z næstkom-
andi og hvað bjóða skuli þeim ríkjum sem sótt hafa
um aðild en ekld fá að hefja aðildarviðræður að
sinni.
Á þessu sviði er ágreiningur-
inn einnig alldjúpstæður.
Hvaða svör fá Tyrkir?
Framkvæmdastjóm Evr-
ópusambandsins mælti með því
í júlí síðastliðnum að samninga-
viðræður yrðu hafnar á næsta
ári við fimm af tíu ríkjum Mið-
og Austur-Evrópu, sem sótt hafa um aðild, það er
Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóveníu og
Eistland, auk Kýpur, en lengra er síðan landinu
var lofað að aðildarviðræður hæfust rúmlega hálfu
ári eftir að ríkjaráðstefnunni lyld.
Nokkur ESB-ríkjanna - Svíþjóð og Danmörk
eru þar fremst í flokki - vilja að formlega verði
hafnar viðræður við öll A-Evrópuríkin samtímis
svo að ekkert þeirra fái ástæðu til að teljá sig
skilið útundan, þótt eðlilegt sé að þau fái síðan
aðild eftir því hve fljót þau em að uppfylla sett
skilyrði.
Viðkvæmasta spumingin í þessu sambandi er
hvaða svör leiðtogarnir em tilbúnir að gefa Tyrkj-
um, sem sóttu fyrst um aðild að Evrópubandalag-
inu fyrir 35 áram. Nokkur ESB-ríki vilja gefa
þeim skýr skilaboð um að Tyrkland sé velkomið í
hópinn, til að veita vestrænt þenkjandi öflum í
tyrkneskum stjórnmálum stuðning.
En Grikkir, sem eiga í erjum við nágranna sína
á Anatolíuskaganum, hafa hótað að beita neitunar-
valdi gegn þátttöku Tyrkja í fastaráðstefnu vænt-
anlegra aðildarríkja ESB sem hugmyndin er að
komið verði á fót í febrúar. Því er einnig ósvai-að
hvort EFTA-ríkin ísland, Noregur og Sviss fá að-
ild að þessari ráðstefnu, en ESB-leiðtogamir
verða að svara því áður en Lúxemborgarfundin-
um lýkur á morgun.
Evrópusambandið
Boða
aðhald í
kvótaút-
hlutun
Brusscl. Reulers.
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins tilkynnti
í gær að „alvarlegt ástand"
tiltekinna fiskistofna gerði að
verkum að nauðsynlegt væri
að setja afgerandi takmörk á
veiðikvóta næsta árs.
Ástandið gott
í Norðursjó
Tillögur framkvæmda-
stjómarinnar um veiðihámark
á næsta ári og ríkjakvóta
verða ræddar á fundi sjávar-
útvegsráðherra aðildarríkja
Evrópusambandsins (ESB)
18. og 19. desember.
„Nýjustu ráðleggingar vís-
indamanna staðfesta að
ástand tiltekinna auðlinda
sem nauðsynlegar era evr-
ópskum fiskveiðum er alvar-
legt,“ sagði í yfírlýsingu fram-
kvæmdastjórnarinnar. Því
væri nauðsynlegt að grípa til
strangs aðhalds í kvótaúthlut-
un næsta árs.
Segir framkvæmdastjórnin
ástandið í Norðursjó vera
harla gott, og jafnvel komi til
greina að áuka kvóta. Þetta sé
árangur 15 ára stjórnar. Hins
vegar sé ástandið í Suður-Atl-
antshafi og á Biscayaflóa al-
varlegt vegna ofveiði.
Grensásve}»i 3
Sími 568 1144
netfang: iog@mmedia.is
Meðalgreiðsla á VISA og Euro
í 36 mánuði kr. 5.035,-
Góðar
jólanætur
framundan
Verð
aðeiwsto
145
I 11
DögghjónarúmlóO x 200 cm.
m/tveimur náttborðum og
gorma dýnum.