Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Lokayfirlýsing þriggja daga fundar múslimaríkja í Teheran
Leiðtogamir fordæma
hryðjuverk í nafni trúar
Teheran. Reuters
Reuters
ÞÁTTTAKANDI frá Qatar biðst fyrir á leiðtogafundi samtaka múslimaríkja, OIC, sem lauk í gær.
ÞRIGGJA daga leiðtogafundi sam-
taka múslimankja, OIC, lauk í Te-
heran í gær. í lokayfirlýsingu fund-
arinns eru hryðjuverk í nafni trúar-
innar fordæmd en þó gerður grein-
armunur á hryðjuverkum og bar-
áttu undirokaðra þjóða gegn erlend-
um yfírráðum.
ísraelsríki er einnig harðlega for-
dæmt í yfírlýsingunni fyrir hemám
á landi araba, útbreiðslustefnu og
hryðjuverkastarfsemi. Þá áréttuðu
þátttakendur þann ásetning sinn
að endurvinna réttindi palestínsku
þjóðarinnar auk hinnar helgu borg-
ar Al-Quds, eða Jerúsalem. Ekki
er hins vegar minnst á friðarsamn-
inga ísraels- og Palestínumanna í
yfírlýsingunni. Samtökin hafa hing-
að til stutt friðarsamningana en
Iranir eru þeim mjög mótfallnir þar
sem þeir segja þá óhagstæða fyrir
Palestínumenn.
Árangursríkur fundur
Mikils ágreinings gætti meðal
þátttakenda á fundinum en á næt-
urlöngum fundi í fyrrinótt náðist
samkomulag um lokayfírlýsinguna.
Hvorki náðist hins vegar samkomu-
lag um kröfu Iraka þess efnis að
þess skyldi krafist að viðskipta-
þvingunum Sameinuðu þjóðanna
gegn þeim verði aflétt né þá kröfu
Irana að allt erlent hervald verði
hrakið burt af svæðinu.
Er gengið hafði verið frá ákvörð-
un þess efnis að næsti fundur verði
haldinn í Qatar að þremur árum
liðnum, lýstu margir fulltrúar yfír
ánægju sinni með árangur fundar-
ins. M.a. sagði Amr Moussa, utan-
ríkisráðherra Egyptalands, að fund-
urinn hafí verið mjög árangursríkur
og að mjög jákvæð þróun hefði átt
sér þar stað.
Á fundinum, sem er stærsti al-
þjóðlegi viðburðurinn sem haldinn
hefur verið í íran frá því bylting
heittrúarmanna var gerð árið 1979,
hitti Mohammad Khatami, forseti
landsins, bæði þá Taha Yassin
Ramadan, varaforseta íraks, og
Mohammed bin Mubarak al-Kha-
lifa, utanríkisráðherra Bahraini, en
bæðj þessi ríki hafa átt í útistöðum
við írani.
Eftir fund Ramandans og Khata-
mis, sem var fyrsti fundur svo hátt-
settra embættismanna þjóðanna frá
því að átta ára styrjöld þeirra lauk
árið 1988, sagði Ramandan að
ákveðið hefði verið að hefja umræð-
ur um fangaskipti, iraskar flugvélar
sem sendar voru til írans í Persa-
flóastríðinu og fleiri deilumál. Kha-
lifa sagði hins vegar eftir fund sinn
með Iransforseta að hann væri
ánægður með að sjá að nýjar vídd-
ir væru að opnast í samskiptum
ríkjanna en stjómvöld í Bahraini
hefur ásakað írani um óviðeigandi
afskipti af innaríkismálum landsins.
Þá átti Khatami einnig tvo fundi
með Abdullah, krónprinsi Sádi-
Arabíu, á meðan á leiðtogafundin-
um stóð og þótti það merki um
nýja þíðu í samskiptum súnní og
síta múslima.
Ekki voru þó allir jafn ánægðir
með niðurstöður fundarins. Suley-
man Demirel Tyrklandsforseti yfír-
gaf fundinn í fyrradag að því er
talið er til þess að komast hjá því
að bregðast við fordæmingu lokayf-
irlýsingarinnar á hemaðarsamstarfí
múslimaríkja við ísrael en á undan-
fömum tveimur árum hafa Tyrkir
verið að byggja upp víðtækt hemað-
arsamstaf við þá.
BBC hættir
útsendingum
á finnsku
Helsingfors. Morgunblaðið.
BRESKA ríkisútvarpið (BBC)
hættir fréttaútsendingum á
finnsku um næstu áramót.
Stjórn erlendrar deildar BBC
tilkynnti þessa ákvörðun sína á
þriðjudaginn en helsta ástæða
þessa er fjárhagsvandi stofnun-
arinnar. Hátt í tuttugu finnskar
einkaútvarpsstöðvar hafa end-
urvarpað útsendingunum á FM.
BBC hefur sent út fréttir á
finnsku síðan vorið 1940 en þá
var útvarpað á mörgum erlend-
um málum vegna stríðsins. Þeg-
ar heimsstyrjöldinni lauk voru
m.a. útsendingar á sænsku og
norsku lagðar niður.
Vegna nálægðar Finnlands
við Sovétríkin var hins vegar
talin hætta á því að Finnar
gætu komist undir stjórn
kommúnista. Til þess að
tryggja óháðan fréttaflutning
handa Finnum var finnska
fréttastofan hjá BBC rekin
áfram.
Nokkrum sinnum hefur
hvarflað að yfirmönnum BBC
að leggja þjónustuna niður eftir
hrun kommúnismans í A-Evr-
ópu og er nú látið verða af því.
Indland
þrói kjarn-
orkuvarnir
TALSMENN Janataflokksins,
sem talinn er líklegastur til að
mynda næstu ríkisstjórn á' Ind-
landi, sögðu í gær að þeir vildu
að Indverjar kæmu sér upp
kjarnorkuvarnakerfí upp á eig-
in spýtur. Kosið verður á Ind-
landi í byijun næsta árs. For-
maður flokksins sagði í gær
að hann yrði reiðubúinn til
stjórnarmyndunar í mars. Ind-
veijar sprengdu kjarnorku-
sprengju 1974 en hafa síðan
haldið að sér höndum.
Átta fórust í
Rússlandi
ÁTTA manns fórust er far-
þegaþyrla og herflutningaflug-
vél rákust á, á flugvelli í Naij-
an Mar í Norður-Rússlandi.
Ekki hafa borist fregnir af or-
sökum slyssins.
Mannskæð
árás á flótta-
mannabúðir
AÐ MINNSTA kosti 231 lét líf-
ið og tæplega 230 særðust í
árás á flóttamannabúðir í norð-
vesturhluta Rúanda á miðviku-
dagskvöld, þar sem tútsar frá
Kóngó dvöldu, að því er flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna greindi frá í gær. Árásar-
mennimir voru hútúar að sögn
stjómvalda í Rúanda og réðust
flestir á fólkið með sveðjum. í
kjölfar árásarinnar flýði allt
fólkið, um 17.000 manns, úr
flóttamannabúðunum.
Hillary vísað
ádyr
HILLARY Clinton, eiginkonu
Bandaríkjaforseta, var vísað á
dyr á virðulegum, 132 ára
gömlum veit-
ingastað á
Manhattan í
New York á
miðvikudag,
þar sem hún
var á fundi
með slúður-
dálkahöfund-
Hillary inum Cindy
Ciinton Adams, að
því er Adams greindi frá í
gær. Ekki var alveg ljóst hvers
vegna Hillary og fömneyti
hennar var gert að yfirgefa
húsakynnin, en svo virðist sem
einhver í hópnum hafí brotið
reglur staðarins með því að
nota farsíma. Skammt er síðan
konum var í fyrsta sinn leyfður
aðgangur að staðnum, Univers-
ity Club.
Flugu hættu-
lega nærri
BOEING 737 þota breska flug-
félagsins British Airways með
115 manns um borð flaug
hættulega nærri tveim rúss-
neskum orrustuþotum og tank-
vél fyrr á þessu ári, að því er
greint var frá í gær. Rússnesku
vélarnar voru á leið á flugsýn-
ingu á Englandi og höfðu lækk-
að flugið meira en heimilt var.
Boeing-þotunni var beygt snar-
lega eftir að viðvörun barst frá
flugumferðarstjórn. Atvikið
varð yfír bænum Reading, vest-
ur af London, 16. júlí.
• • #
Oryggjtsstofnun samgöngumála í Bandaríkjunum
Reynt að draga úr líkum
á tanksprengingu í þotum
Baltimore. Reuters.
VITNALEIÐSLUR Öryggisstofnunar samgöngu-
mála í Bandaríkjunum (NTSB) beindust í gær að
möguleikum á því að koma í veg fyrir flugslys á
borð við það er breiðþota bandaríska flugfélagsins
TWA fórst með 230 manns 17. júlí 1996. Sprakk
hún á flugi skömmu eftir flugtak frá New York í
upphafi ferðar til Parísar.
Þrátt fyrir að rannsókn NTSB á orsökum spreng-
ingar í eldsneytistanki undir gólfí þotunnar við fram-
brún vængs hafí verið sú umfangsmesta og kostnað-
arsamasta í sögu stofnunarinnar hafa engin skýr
svör fundist á því hvað kveikti í eldsneytisgufum í
miðtanknum.
Stofnunin hefur því samhliða rannsókninni beint
sjónum sínum að því hvernig gera megi eldsneytist-
anka farþegaflugvéla hættuminni. Einnig er til at-
hugunar hvort gera þurfí sérstakar ráðstafanir í
þessu sambandi vegna eldri flugvéla.
Hrömun í rafleiðslum er vandi í flugvélum en
sérfræðingar NTSB sögðust í fyrradag nú einskorða
athugunina á TWA-þotunni á því hvort einhvers
konar rafbilun í mælibúnaði miðtanksins hafí leitt
til sprengingarinnar.
Bob Swain, sérfræðingar NTSB í flugrafkerfum,
sagði sérfræðinga stofnunarinnar óttast að lág-
spennumælar gætu hafa spanast upp vegna skamm-
hlaups eða vegna spönunar frá straumi í samliggj-
andi rafleiðslu. Swain sagði við vitnaleiðslumar, að
sérstök tæring í vírfestum mælanna gætu einnig
hafa átt sinn þátt í að auka á rafbilun í tankmælun-
um. Dæmi um slíka tæringu væru þekkt úr herflug-
vélum.
Þrátt fyrir allt hafa engin merki um neistamyndun
við miðtankinn enn fundist í braki TWA-þotunnar.
Stofnunin hefur með öllu afskrifað kenninguna um
að sprengju hafí verið komið fyrir í flugvélinni eða
hún hafi verið skotin niður fyrir slysni. Einnig sé
útilokað að loftsteinn hafí grandað henni, en William
Cassidy, jarðfræðingur við háskólann í Pittsburgh,
hefur reiknað út að líkur á að flugvél verði fyrir
loftsteini í Bandaríkjunum séu að það gerist einu
sinni á 59 til 77 þúsund árum.
Ný rannsókn á rafleiðslum
Á næstunni munu sérfræðingar NTSB taka að
nýju til við rannsóknir í flaki TWA-þotunnar. Að
þessu sinni mun hún einskorðast við marga kílómetra
af leiðslum úr rafkerfí hennar, að sögn Bobs Swains.
„Þetta er eins og að leita að saumnál í heystakki.
Við verðum að reyna að fínna hana,“ sagði hann.
Hjá bandaríska loftferðaeftirlitinu (FAA), sem
einnig hefur látið rannsókn TWA-slyssins til sín taka,
hafa vaknað grunsemdir um að svonefndur raf-
spennuhnykkur hafí orðið í mælibúnaði miðtanksins
vegna málmflísa á botni tanksins. Telur stofnunin
það líklegra en skammhlaup í tengslum við tæringu.
Það veldur þó rannsóknaraðilum heilabrotum að
engin klárleg vísbending hefur fundist um neista-
myndun. Verður því farið enn á ný yfír rafleiðslur
úr þotunni til þess að leita af sér allan grun.