Morgunblaðið - 12.12.1997, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Skelfar breyt-
ast í engla
Þátíð
og nútíð
N^jar bækur
• HULD ULANDIÐ er eftir Vig-
fús Björnsson.
í bókinni eru náttúrulýsingar,
þjóðleg fræði, leiðsögn, sagnir og
sögur af skag-
anum milli
Eyjafjarðar og
Skjálfanda.
Auk höfund-
ar skrifa í bók-
ina Erlingur
Amórsson, leið-
sögn um Flat-
eyjardalsheiði,
Flateyjardal og
Flatey. Hlöðver
P. Hlöðversson ritar leiðsögn um
Náttfaravíkur og leiðsögn um
Látraströnd er byggð á ritgerð
Jóns Eyfjörð um Látraströnd.
Útgefandi er Kornið, forlag.
Bókin er 336 bls. með 240 litmynd-
um og 14 kortum af örnefnum,
leiðum og eyðibýlum. Ver: 3.900
kr.
• UM skáldskaparlistina
Aristóteles í þýðingu Kristjáns
Amasonar, sem einnig ritar inn-
gang. Bókin er endurútgefin.
Aristóteles, lærisveinn Platons,
telst einhver áhrifamesti heim-
spekingur sögunnar og liggja eftir
hann rit á fjölmörgum sviðum. I
upphafi þessa rits lýsir hann ætlun
sinni með svofelldum orðum: „Um
skáldskaparlistina sem slíka skal
hér fjallað og hinar einstöku grein-
ar skáldskapar, um áhrifamátt
hverrar um sig sem og um það,
hvemig semja skuli, þannig að
góður skáldskapur geti talist, enn-
fremur um þá þætti, sem skáld-
verk em ofin úr, hve margir og
hverjir þeir séu, og um annað það
sem kann að falla undir slíka rann-
sókn.“
Útgefandi er Hið íslenska bók-
menntafélag. Um skáldskaparlist-
ina er Lærdómsrit Bókmenntafé-
lagsins. Ritstjóri er Þorsteinn
Gylfason. Leiðbeinandi verð:
1.927, félagsmannaverð kr. 1.542.
EINI DJÚPSTEIKINGARPOTTURINN
MEÐ HALLANDI SNÚNINGSKÖRFU:
* Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í
stað 2,5 Itr. í venjul. pottum.
* Styttri steikingartími, jafnari
steiking og 50% orkusparnaður.
* Einangrað ytrabyrði og
sjálfhreinsihúðað innrabyrði.
* Gluggi á loki og 20 mín.
tímarofi með hringingu.
FALLEGUR FYRIRFERÐARLÍTILL FLJÓTUR.
Verð aðeins frá kr. 7.390,-
til kr. 16.800,- (sjá mynd).
/rOniX
HÁTÚNI6A REYKJAVIK SÍMI 552 4420
BÆKUR
It a r n a b ó k
BESTI JÓLALEIKUR
ALLRA TÍMA
eftir Barböru Robinson.
Myndir: Judith Gwyn Brown. Þýðing:
Jón Danielsson. Utgefandi: Bókaút-
gáfan Skjaldborg 1997. 107 sfður.
ÞEIM ykkar sem lásuð í fyrra
„Besta skólaár allra tíma“, þarf
ömgglega ekki að kynna fyrir
Hardman-systkinum, svo eftir-
minnileg eru þau, aðeins segja
ykkur, að í þessari bók eru þau
enn á för. Nú, öðram skal sagt, að
systkinin em 6, slíkir ógnvaldar
sómakæru fólki, að saga kann
ekki frá öðmm meiri að greina.
Faðir þeirra, blessaður, flúði af
heimilinu, þegar það yngsta var
tveggja ára, hefir ekki látið í sér
heyra síðan, og þeir, sem þekkja
„börnin“, lá honum ekki. Móðir
þeirra vinnur tvöfaldan vinnudag,
og þá yfírvöld félagsmála buðu
henni aðstoð, svo hún gæti varið
lengri tíma með börnunum, þá
grátbað hún um, að sá „kaleikur"
yrði sér ekki réttur, streðvinnu
kysi hún heldur! Kennarar forð-
ast að rétta ormunum einkunnir
eftir frammistöðu, hver myndi lifa
það af, að hafa þau öll 6 í sama
bekk, þeim neðsta? Ertu farinn
að átta þig á, hverju þau líkjast?
Brenninetlum? Nei, frekar höltu,
rófubrotnu, eineygðu kattaróféti,
(eg á við innrætið) sem er slíkur
skelfir, að póstur hefir ekki langa
lengi verið borinn út til Hardman-
fjölskyldunnar. Nefndu löstinn, -
og eg fullyrði við þig, að enginn,
allsenginn hefði jafnleikinn getað
stært sig af honum sem þau
systkin. Jú, einu eftir því sem
Beth, sögumaður, tjáir mér, fíkni-
efni þekktu þau ekki, utan vindla,
en þá svældu þau, svo vart hefir
betur verið gert.
Frú Armstrong, kvenskörang-
ur sem hafði lagt allt undir sig í
söfnuðinum, nema predikunar-
stólinn, lendir, fótbrotin, á spítala.
Þetta var rétt fyrir jól, og svo
lengi sem hún hafði búið í sókn-
inni, þá hafði hún æft og stjómað
helgileik, um fæðingu frelsarans.
En nú var hún forfölluð, og móðir
sögukonu fékk það vandasama
hlutverk að æfa börnin og færa
upp leikinn. Margt fer á annan
veg en ætlað er, það fengu grann-
ar Hardman-fjölskyldunnar enn
að reyna. Aður en nokkur gat
rönd við reist höfðu þessi líka
þokka börn lagt undir sig öll aðal-
hlutverk leiksins! Skelfileg til-
hugsun! Skömm! Guðlast?
Oft fer þó á annan veg en óláns-
hrakspár benda til, og svo reynd-
ist þessu sinni. Hardman-systkin
krufu leik til kjarna, breyttu og
staðfærðu svo söfnuður varð allur
að augum og eyram. Margur taldi
sig skynja fæðing frelsarans á
nýjan hátt, ekki sem gamla, fal-
lega sögu sem raggar fólki í
svefn, og til draums um jólasteik,
heldur hrópandi ákall jötubarns-
ins: Hvað ætlar þú að gera við
mig?
Höfundur er ekki aðeins fynd-
inn, heldur drepfyndinn. Svo
stílfimur að unun er að. Já, Bar-
bara kann að segja sögu. Slíkan
höfund er erfitt að þýða, - en til
verksins valdist annar stílistinn
til, og hrifningin í sál hans er slík,
að hjartslög Barböru birtast í ís-
lenzkum skartklæðum.
Myndir bráðvel gerðar, falla
vel að efni, - lifandi, - fyndnar.
Sig. Haukur
BÆKUR
1‘ýdil skáldsaga
MINNISBÓKIN
eftir Nicholas Sparks. Þýðandi Sig-
ríður Halldórsdóttir, þýðandi bundins
máls Þrándur Thoroddsen. Vaka-
Helgafcll 1997 - 190 bls.
ÁSTARSÖGUR eru hefðbundið
skáldsagnarform. I þeim flestum
eru tveir karlar að keppa um hylli
sömu konunnar og hún þarf að
velja á milli. Oftast er valið auð-
velt en eitthvað kemur í veg fyrir
að elskendurnir nái saman og þá
kemur annar karl til sögunnar.
Keppnin er líka oft á milli áhættu
og stöðugleika. Minnisbókin er að
þessu leyti hefðbundin ástarsaga,
framan af að minnsta kosti.
Allie er 15 ára þegar hún kemur
til heimabæjar Noah, vegna við-
skiptaerinda fóður hennar. Noah
er 17 ára og þau eyða sumrinu
saman í óþökk foreldra hennar.
Um haustið fer Allie aftur heim
og Noah skrifar henni fullt af
bréfum en fær aldrei svar. Hann
skrifar síðasta bréfið þremur ár-
um síðar en reynir öðru hvoru að
hafa upp á henni. Hann flytur sig
oft á milli vegna vinnu og á nokkr-
ar kærustur. I stríðinu skráir
hann sig í herinn. Eftir stríð
áskotnast Noah peningar, hann
snýr aftur og hlúir að fóður sínum
sem lifir þó ekki lengi. Allt í
heimabæ hans minnir á Allie og
einn góðan veðurdag er hún kom-
in í heimsókn.
Allie stundar nám í listaskóla
og málar en í stríðinu fer hún að
hlúa að sjúklingum. Hún um-
gengst mest fólk í „hennar stétt“
og leggur pensilinn á hiliuna.
Aflie kynnist Lon, vel stæðum,
mikilsmetnum, ríkum lögfræðingi
sem er átta árum eldri en hún.
Það líða fjögur ár þar til þau trú-
lofa sig og þá fer Allie að heim-
sækja Noah.
Noah veit alveg hvað hann vill
og hefur alltaf vitað það. Allie hins
vegar vegur salt á milli tilfinninga
og ráðandi hugsunarháttar í um-
hverfi hennar. Hún situr hjá
Noah, leggur saman og dregur frá
kosti og galla hvors um sig. Val
Alliear byggist á útreikningum og
kannski þeirri staðreynd að hún
hefur aðeins átt einn elskhuga svo
hún getur ekki gert samanbm-ð á
öllum sviðum. Hver útkoman er
úr reikningsdæminu fá lesendur
ekki að vita strax.
Sögumaðurinn er Noah í ellinni.
Hann er kominn á elliheimili og
segir fi-á fyrstu kynnum hans og
Alliear, endurfundunum 14 árum
síðar og ellinni. Allie er mjög veik
og hálfvegis út úr heiminum en
Noah heimsækir hana eins oft og
hann getur og les fyrir hana
minnisbókina. Noah á enn á ný í
samkeppni um hylli konunnar
sem hann elskar en nú er keppi-
nauturinn illvígur sjúkdómur.
Þeim dugh- ekki að ástin sé minn-
ingin ein og sér heldur vilja þau
hana hér og nú. Ástin er jafnmikill
drifkraftur atburða gamals og las-
burða fólks og þefrra sem yngri
eru. Og það er hér sem Minnis-
bókin beygir út af hefðbundnu
brautinni og verður minnisstæð.
Þýðendur eru tvefr og skipta á
milli sín bundnu og óbundnu máli.
Verkið er ekki bara um tilfinning-
ar og ljóð heldur er þónokkuð af
ljóðum í því sem koma tilfinning-
um og andrúmslofti betur til skila.
Ekki var gerður samanburður við
frumtexta en örlitlir hnöki-ar eru í
prófarkalestri.
Kristín Ólafs
Hvar færðu nýjan bíl
fyrir 638.554 kr. án vsk ‘
\
SSfa
■BraSSp^ 'á BTa
>jíjtmt ? FELICIA | ',-Í i
... eða aðeins 795.000 kr. með
virðisaukaskatti. Hvort sem þú
leitar að snattbíl í fyrirtækið,
skutbíl fyrir efni og tæki eða plássi
lyrir alla fjölskylduna, þá er Skoda
Felicia hreint ótrúlega hagstæður
valkostur. Skoðaðu Skoda Felicia
og sjáðu hvað hægt er að gera
fyrir rétt rúmlega sex hundruð
þúsundl
Verð: 638.544 án vsk.
Felicia LX: 1.300 vél, 5 gíra, Bosch-Monomotronic innsprautun,
hæðarstillanleg öryggisbelti, 4 hnakkapúðar, barnalæsingar á aftur-
hurðum, halogen aðalljós, hæðarstilling á framljósum, tann-
Nýbýlavegi 2 • Sími 554 2600
Umboðsmenn um land allt:
Akranes, Akureyri, Egilsstaðir,
Höfn, Reykjanesbær, Vestmannaeyjar.
stangarstýri, öryggisstýrisstöng, þokuljós að aftan, hliðarspeglar
stillanlegir innanfrá, farangursrými opnanlegt innanfrá, aftursæti
niðurfellanlegt 60:40, upphituð afturrúða, afturrúðuþurrka m/tímarofa.
Vigfús
Björnsson