Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Farsæll flugmaður Á SLÉTTUNNI. Karlmennirnir fóru oft á undan út á sléttuna, fundu bújörð, koniu upp húsaskjóli og hófu jafnvel að yrkja jörðina áður en konur og börn komu frá stöðum eins og Winnipeg og Manitoba. Ljósmyndin er frá Nýja Islandi, ekki er vitað hvenær hún var tekin. V esturfarar í villta vestrinu BÆKUR Endurminningar ÞÁ FLUGU ERNIR eftir Jónas Jónasson. 200 bls. Skjald- borg. Prentun: Grafik hf. Reykjavík, 1997. Verð kr. 3.480. Á TITILSÍÐU stendur að þetta sé lítil flugsaga að vestan. Mun hún að mestu byggð á frásögn og end- urminningum Harðar Guðmunds- sonar flugmanns sem stofnaði og starfrækti flugþjónustuna Erni um margra ára skeið. I texta bókarinnar bregður fyrir ljóðræn- um köflum, einkum á fremstu síðunum. Höf- undur gerir sér far um að komast hnyttilega að orði. Sums staðar tekst það vel, annars staðar miður. Yfir heildina litið lánast höfundi betur að bregða upp svipmynd- um sem tengjast ein- stökum atvikum en segja samfellda sögu. Á þann hátt leggur hann t.d. út af bemsku sögumanns; leitast þannig við að endur- vekja reynsluheim og dagdrauma ungs drengs sem virðir fyr- ir sér stóru veröldina jafnframt því sem hann reynir að átta sig á ýmsu því smáa sem fyrir augu ber. Annars er farið fljótt yfír æsku og uppvaxtarár sögumanns. Áð megin- hluta er þetta flug- saga, flugrekstrarsaga og flugvallasaga. Þar að auki sitt lítið af hvoru, veðurfræði og landafræði. Allur verður fróðleikur þessi því margþættari því lengra sem á söguna líður. Þegar sam- þætta skal þvílík sundurleit fræði þarf að mörgu að hyggja. Talsvert er sagt frá flugi Harðar sjálfs en hann flaug einkum á milli þorpanna fyrir vestan. Að sjálf- sögðu varð hann að njóta aðstoðar heimamanna á hverjum stað. Og þeir vora orðnir nokkuð margir um það er lauk. Flugmenn hans urðu líka ófáir í gegnum tíðina. Þarna kemur því veralegur mann- fjöldi inn í frásögnina. Sumum er nokkuð lýst eða sögð af þeim saga. Aðrir einungis nefndir með nafni eða h'tið meira. Inn í myndina koma svo fjölmörg atriði sem flug- rekstur varðar svo sem fjármál, viðhald, samskipti við sveitarstólpa fyrir vestan og yfírvöld fyrir sunn- an og þar fram eftir götunum; að ógleymdum milliþætti þar sem segir frá Afríkuflugi sögumanns. Höfundur hefur valið þann kost- inn að segja söguna ýmist í fyrstu eða þriðju persónu. Vandasamt er að koma því heim og saman svo vel fari. Vísast hefði sagan fengið slétt- ara svipmót ef aðeins annar kost- urinn hefði verið valinn. Orð þau, sem höfð eru eftir sögumanni, era h'ka svo almenns eðlis og ópersónu- leg að maður kynnist honum aldrei mjög náið. Hins vegar fjölyrðir höfundur oftar en ekki um ýmiss konar þver- girðing sem flugrekstrarstjórinn varð að þola af hálfu annan-a. Áhrifameira hefði verið að greina einungis frá staðreyndum þeirra mála hverju sinni en láta lesendum eftir að taka upp þykkjuna fyrir manninn ef þeim sýndist svo. Við- skipti þlandast illa við tilfinningamál. Vart verður heldur sagt að Hörður hafi ekki staðist furðuvel andstreymi ýmiss kon- ar sem hann varð fviir í starfí sínu. Flest tengdist það skiptum hans við kerfið. Þung- bærasta áfallið varð á hinn bóginn missir tveggja flugvéla sem fórast á flugi. Að öðra leyti tókst Herði að þjóna byggðarlagi sínu farsællega frá upphafi til enda. Vora þó flug- vellirnir sem og önnur aðstaða þar vestra í það frumstæðasta. Varla hægt að kalla sumt af því viðunandi hvað þá meir. Auk dugnaðar Harð- ar sjálfs má segja að íbúar þorpanna hafi drifið hann áfram. Fólkið krefst greiðra samgangna hvar sem það er búsett og hvað sem það kostar. Póst- flugið og farþegaflugið var að margra dómi nauðsynlegt. En sjúkraflugið var annað og meira. Það var lífs- nauðsynlegt! í síðari hluta bókar- innar era stuttir þættir af mönn- um sem kynntust Herði. Segja þeir álit sitt á honum og starfsemi hans. Ummæli þeirra eru hin lof- samlegustu jafnframt því sem far- ið er hörðum orðum um öfundar- menn hans. Hvora tveggja er of- aukið. Verkin eiga að lofa meistar- ann þar til hann er allur. Og sam- skiptaerfiðleikunum hafa áður ver- ið gerð nógu rækileg skil eins og fyrr greinir. Sá er kostur þessarar bókar að hún kemur allítarlega inn á merki- legan þátt í samgöngumálum strjállar byggðar. Læsilegri hefði hún orðið ef höfundur hefði skipu- lagt verk sitt með meiri útsjónar- semi. Ennfremur hefði bókin að skaðlausu mátt vera nokkra líf- legri og skemmtilegri. Efnið, að minnsta kosti sumt hvað, gat vel boðið upp á það ef öðravísi hefði verið að verki staðið. Einhvern veginn sýnist sem höfundur hafi færst of mikið í fang með þeim af- leiðingum að honum hafi ekki lukkast að ná almennilega utan um efnið. Prentvillupúkinn gerir og sitt til að ergja lesandann. NÝJA ísland eftir Guðjón Ai’n- grímsson lýsir örlögum vesturfar- anna frá því að fyrsti hópurinn lagði af stað frá íslandi árið 1873 og framundir fyrri heimsstyrjöld- ina árið 1914. Bókin hefur að geyma fjölda ljósmynda sem aldrei hafa komið fyrir almenningssjónir. Tilviljun réð því að Guðjón hóf að kynna sér sögu vesturfaranna. „Stefán B. Sigurðsson prófessor sem var nágranni minn fyrir ára- tug hafði unnið að lífeðlisfræðileg- um samanburðarrannsóknum á ís- lendingum hér og í Kanada. Eg starfaði þá sem fréttamaður og tók viðtal við Stefán af þessu tilefni og segja má að ég hafi verið að grúska í sögu vesturfaranna æ síð- an,“ segir Guðjón. Hann hefur unnið að gerð heimildarmyndar um vesturfarana í samstarfi við að- ila í Winnipeg og lýkur gerð þeirr- ar myndar á næsta ári. „Þegar ég hóf að afla mér upplýsinga um alla þessa sögu komst ég að því að eng- in bók hefur verið tekin saman um þetta af Islendingi á Islandi. Á ís- lensku finnast aðeins 50 til 70 ára gamlar sögur vesturferðanna, skrifaðar fyrir vestan, auk ýmissa ættfræðirita, ferðabóka og endur- minninga og flest era þetta fáséð rit sem erfitt er að komast yfir. I Kanada hafa menn verið duglegri að skrá söguna og þau rit era helstu heimildir mínar,“ segir Guð- jón. Það sem hrinti vinnunni af stað var að Guðjón fann mörg hundrað ljósmyndir af íslensku vesturför- unum og afkomendum þeirra í Þjóðskjalasafni Manitobafylkis. „Þegar ég sá þær skynjaði ég hversu lítið sögu vesturfaranna hefur í raun verið sinnt, vegna þess að ljósmyndirnar hafa fæstar sést hér á landi. Og era þær þó af alíslensku fólki sem var fætt hér og uppalið. Mér fannst ég hafa heilan heim í höndunum." Textinn er byggður á lýsingum landnem- anna sjálfra á því sem gerðist og Guðjón segist nota beinar tilvitn- anir í orð þeirra til að koma til skila tíðarandanum og frásagnar- stílnum. Islendingar þátttakendur í risavöxnu ævintýri „Það sem gerir þessa sögu svo heillandi er það að Islendingar vora þarna lítill hluti af risavöxnu ævintýri, för um 50 milljóna Evr- ópumanna til Vesturheims og landnám heillar heimsálfu. Þarna var íslenskt sveitafólk allt í einu lent í Vestr- inu eina sanna,“ segir Guðjón. „Það er ef til vill nýtt sjónarhorn að tengja vesturferðir Islendinga við ferðir fólks annars staðar frá Evrópu því hingað til hafa brottflutning- arnir verið raktir til harðindanna og sérís- lenski’a aðstæðna. Staðreyndin er hins vegar sú að það er voða lítið sérstakt við það að fólk skyldi fara héðan því fjölskyldur afskekktra héraða t.d. í Noregi tóku ekki síður þátt í þessu ævintýri. Þarna var evrópsk menning að leggja undir sig óbyggðirnar og það sem er sérstakt við sögu Islendinganna er einkum að þeir skyldu allflestir fara til Kanada en ekki til Banda- ríkjanna, þangað sem langflestir héldu. Annað sem er athyglisvert er það að leiðtogar þessara ævin- týrafara voru allflestir ungir menn á aldrinum 22-24 ára.“ Guðjón segir engan vafa leika á því að af- komendur vesturfaranna líti fyi-st og fremst á sig sem Kanadamenn. Að kalla þá Vestur-íslendinga sé eins og að vísa til Islendinga sem Vestur-Norðmanna. „Kanada- menn að frátöldum frumbyggjun- um eru allir svona, rætur þeirra vestra ná ekki nema um 130 ár aftur í tímann, hvort sem þeir eru af íslenskum, norskum, skoskum, úkraínskum eða frönskum ætt- um.“ Menningarsamskipti Reykjavikur og Winnipeg Enn bíða rannsóknar spennandi heimildir af ýmsum toga og Guð- jón tekur dæmi af menningartengslum Reykjavíkur og Winnipeg í kringum aldamótin. „Blaða- og bókaútgáfa á íslensku í Winnipeg var öflug. Þremenningarnir Ein- ar Kvaran, Gestur Pálsson og Jón Ólafs- son störfuðu t.d. á sama tíma í Winnipeg og sjálfstæðishug- myndir þjóðarinnar; verkalýðsbarátta, trú- mál og stjórnmál hafa vafalítið orðið íyrir áhrifum að vestan með ýmsum hætti,“ segir Guðjón. „Þetta er von- andi fróðleg og skemmtileg bók, full af fólki og dramatík. Söguna má skoða frá svo mörgum sjónar- hornum, t.d. því hvernig þessu fólki gekk að fá atvinnu, að halda þjóðerninu og að stýra ríkinu Nýja Islandi." Nýja Island hefur verið tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna í ár og Guðjón segist vitaskuld vera himinlifandi yfir þeim heiðri sem fyrstu bók hans er sýndur. Erlendur Jónsson karlmenn í Háskólabíói 24. janúar 1998 Karlakórinn Fóstbrœður&Stuðmenn Forsala aðgöngumiða er hafin í Háskólabíói Ilörður Guðmundsson Jónas Jónasson Guðjón Arngrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.