Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 39
Á ögurstundu
BÆKUR
Slysfarir
ÚTKALL TF-LÍF
Sextíu menn í lífshættu. Eftir Óttar
Sveinsson. Islenska bókaútgáfan,
1997 - 220 bls.
SLYS gera ekki boð á undan
sér. Fólkið sem hér lýsir reynslu
sinni hefur upplifað baráttu upp á
líf og dauða. Bókin skiptist í fjóra
kafla, þrír fjalla um skipsskaða í
ofsaveðri í norðurhöfum í mars sl.
Sá fjórði er all ólíkur. Hann gerist
á suðlægum slóðum og föstu landi
þar sem einn karl er villtur í frum-
skógi í Gvatemala, í framandi um-
hverfi og ókunnur um allar hætt-
ur.
Fy stjómstöð Landhelgisgæsl-
unnar og á sandinum. Næsti kafli
er tengdur við þann fyrsta þar sem
brottför Dísarfells er áætluð á
sama tíma og heimkoma Ægis,
varðskipsins sem ætlaði að draga
Víkartind en varð að forða sér.
Auk þess var sama þyrlusveitin á
vakt og stóð að báðum þessum
björgunum.
Þrif á TF-LÍF tóku langan tíma
en var lokið þegar enn á ný var
kallað. Nú var það áhöfnin á Þor-
steini sem þurfti aðstoð. Björgunin
gekk upp þó ekki væri
hún átakalaus frekar
en hinar fyrri. Kaflan-
um lýkur á samantekt
um þessa viðburðaríku
daga í mars, þann lær-
dóm sem draga má af
þeim fyrir þá sem
lentu í þeim og komu
að þeim, hvort sem var
við björgun eða heim-
komu.
Frásögnin er frá
mörgum sjónarhom-
um og fær lesandinn
að vita hvað er að ger-
ast á mörgum stöðum
á sama tíma. Fram-
gangan verður svolítið
snúin og era kaflarnir misþýðing-
armiklir. Það er vissulega erfitt að
hoppa á milli persóna og setja sig
inn í líðan allra. Til dæmis hljómar
frásögn af aðstandanda björgunar-
manns að strauja skyrtur an-
kannalega mitt á milli þess sem
aðrir eru í bráðri hættu. Tilgang-
urinn er þó ljós, sá að sýna hversu
marga snertir hvert mannslíf og
hvað aðstandendur gera þegar
óvissan nagar þá.
Afallahjálp, tilgangur hennar og
árangur er mikið umfjöllunarefni
og í inngangi segist höfundur ætla
„að leitast við að gefa lesendum
innsýn í hvað áfallahjálp er með
frásögnum úr raun-
veruleikanum" (bls.
10). Sýnt er inn í hug-
arheim manna, fjöl-
skylduaðstæður og til-
finningar á líðandi
stundu. Hetjur eru
skapaðar með því að
sýna hversu ótrúlega
fljótt menn geta ýtt til
hliðar slæmum frétt-
um á meðan enn er
hættuástand en um
leið og því linnir kem-
ur álagið í ljós.
Frásagnir af björg-
un manna úr skips-
skaða mættu vera
greinarbetri til að
gagnast almennum lesendum sem
hafa hvorki verið til sjós né flogið
þyrlu. Bókin hefur að geyma
margar ljósmyndir svo auðvelt
hefði verið að bæta inn skýringar-
myndum.
Verkið er helgað minningu
þeirra þriggja sjómanna er létu líf-
ið við störf sín á hafi úti og er það
vel við hæfi. Það er í senn vitnis-
burður þeirra sem mest á mæddi
og rituð heimild um atburði sem
munu lifa meðal þjóðarinnar.
Kristín Ólafs
Óttar
Sveinsson
Úr læðingi
BÆKUR
Skáldsaga
SUMARIÐ BAKVIÐ BREKKUNA
eftir Jón Kalman Stefánsson.
Bókaútgáfan Bjartur, Reykjavfk
1997. 177 bls.
SÖGUMAÐUR í smásagnasafni
Jóns Kalmans Stefánssonar, Skurð-
ir í rígningu (1996), spyr „knýjandi
spurninga" í upphafi bókar: „Til
hvers að skrifa um íslenska sveit á
ofanverðri tuttugustu öld, þegar
borgir þenjast út, mannúðin
skreppur saman? Er hreinlega rétt-
lætanlegt að segja setninguna: þessi
sveit hefur Guðmund á Hömrum,
eins og hún skipti einhverju máli?
(14)“ Spurninguna má kannski um-
orða á þessa lund: Væri ekki nær
fyrir rithöfund í yngri kantinum að
halda sig við malbikið og kókaínköld
borgarævintýri, í takt við tíðaranda
og hallgrímsk skáldskaparfræði
(Grim-ævintýr)?
Þó sögumaður segist ekki vita
svarið er hann nú mættur aftur á
sömu slóðir, ekki af baki dottinn,
enn við sama heygarðshornið í
sveitinni sinni, og lausnin liggur
kannski í upphafsorðum nýrrar
skáldsögu: „Maður verður að
beygja af þjóðveginum. Ekki æða
áfram eftir malbikuðum leiðum,
heldur beygja og leysa rykorminn
úr læðingi malai-vegarins“ (7). Það
er auðvitað í gamni gert, og útúr-
snúningur, að kalla þetta beint svar:
réttlæting þessara sveita-skrifa
(eins og hennar sé þörf) eru einfald-
lega bækurnar sjálfar sem eru stór-
skemmtilegar og afar vel skrifaðar.
Þar fyrir utan er staðhæfingin ef til
vill vísbending um kjarnann í frum-
legum skáldskap og þeirri skringi-
legu iðju að skrifa.
Sumaiið bakvið Brekkuna er
fyi-sta skáldsaga höfundar en auk
áðurnefndrar sagnabókar hefur
hann sent frá sér þrjár ljóðabækur.
Bókin er nokkurs konar sjálfstætt
framhald af Skurðum í rigningu
(sem hægt væri að kalla skáldsögu);
sögusviðið er það sama, sama per-
sónugalleríið og sömu innansveitar-
goðsagnirnar. Yfir frásögnum
beggja bókanna hangir eins konar
súrrealískur blær hversdagsleikans.
Frásögnin er í grunninn upprifj-
un manns á fertugsaldri á sumrum í
sveit þar sem ungur drengur lifir og
hrærist innan um bændur og búalið
(og einstaka malbiksbarn) og verð-
ur vitni að atburðum og átökum. Sú
frásögn er þó ekki einföld því at-
burðir í íslenskri sveit, sem virðast
svo órafjarlægir í tíma,
eru séðir með þroskuð-
um augum manns sem
situr með blýant í borg
og hlustar á „síðustu
andvörp aldarinnar" í
heimi þar sem veru-
leikinn er ekki lengur
gjafar heldur sýndar.
Frásagnarröddin í
Sumrinu er styrkari en
í Skurðum. Kannski að
hluta vegna þess að
hún er fjarlægari
„drengnum í sveitinni".
Við það er eins og frá-
sögnin öðlist meiri
vídd. Það mætti benda
á veika punkta í síðar-
nefndu bókinni en í
þeirri fýrrnefndu eru þeir fáir. Það
er helst að maður verði var við gír-
skiptingar í seinni hluta bókarinnar,
í kringum ballið og við þjóðsögu af
Sveini á Brekku, á Landróvernum
sínum sem kemst allt á endanum,
en ekki svo að rykormurinn, öðru
nafni „frásagnarmökkurinn“, slitni.
Rétt eins og í Skurðum á sögu-
maður í samræðum við menningar-
ai-fleifðina og hefðina; þær bók-
menntir og þau skáld sem á undan
honum hafa farið. Þá má eiginlega
segja að höfundur fremji táknræn
fóðurmorð á skáldskaparfeðrum
sínum, þeim HKL og Þórbergi.
Skáldskapur þess fyrrnefnda er
notaður í klénar auglýsingar en
Þórbergur er hundurinn á bænum.
Að auki eru ýmsar, oft skoplegar,
vísanir höfuðskáld íslenskrar bók-
menntakanónu. Þá er sjálft atóm-
ljóðið (í líki Starkaðar) rekið á
flótta, til fjalla, með lofsöng fjöld-
ans.
Sumarið er ekki bara húmorískar
og hugljúfar sögur úr sveit: í þær
eru fléttaðar vangaveltur um tilver-
una og lífið og það sem kannski ger-
ir hvort tveggja mögulegt: skáld-
skap. Einn kaflinn heitir: „Og eftir
allt saman er lífið lítið annað en
kafli í bók“ (16) og sveitaskáldið
Starkaður heldur því fram að sveit-
in sé varla nema „hugarfóstur
skálds, sem {situr} einhvers staðar
fyrir sunnan og {þvælir} henni allri
með fólki, fjöllum og vindum upp úr
sér“ (16).
Ef til vill fjallar Sumarið ekki síst
um skrif og eðli frá-
sagnar. Lesandi er
dreginn á tálar og óskir
hans um „almennilega
sögu. Svona frásögn
þar sem allt leiðir að
öðru“ eru hunsaðar, því
„sönn saga er eins og
lífið: aldrei bein, alltaf
hlykkjótt“ (20). Líkt og
vegir til sveita.
Það má auðvitað
draga í efa þá játningu
sögumanns að hann sé
bara skrásetjari sagna,
skrifari, sem berist
með sögunni, rétt eins
og „báturinn lætur ána
fleyta sér“, því ekki
megi „beita söguna of-
beldi“. Þessi sögumaður er stríðinn.
Hann gantast við lesendur sína og
heldur þeim í spennu. Það er ekki
víst að allt það sem hann „ætlar að
segja“ komist að öllu leyti til skila.
En það er allt í lagi; a.m.k. hafði
þessi lesandi gaman af því að fá að
fljóta með í frásagnarfljóti sögu-
manns, hanga með honum á „þeim
ólma hesti sem frásögnin er“ (64) og
sem æðir áfram sama hvað æpt er
og togað í tauma. Sumarið bakvið
Brekkuna (og Skurðii• í íigningu)
segir sögu af þroska. Ekki bara
ungs drengs heldur þroska rithöf-
undar sem trúir ekki lengur þeim
„útbreidda misskilningi“ að þegar
talað er um „að vaxa úr grasi sé það
bókstaflega meint: maður {vaxi} úr
grasinu og {standi} síðan þroskað-
ur á malbikinu" (92). Sögumaður
hefur lært, fyrir sitt leyti, að það er
nauðsynlegt að hlúa að rótum sín-
um, gramsa kannski í þeim, og rýna
í „iðandi atburði fortíðar" (102);
með þessu, með því að fara út af
hringveginum, hefur honum tekist
að leysa úr læðingi ekki bara
rykorma aftan í bláum Landróver-
um heldur öldungis ágætan skáld-
skap.
Geir Svansson
Jón Kalman
Stefánsson
Myndskreytt
Laxnessljóð
BÆKUR
Ljórt o« mviMlir
ÚNGLÍNGURINN f SKÓGINUM
Halldór Laxness og ýmsir listamenn.
Vaka-Helgafell.
KVÆÐAKVER Halldórs Laxness
hefur komið þrisvar út og í hvert
skipti verið bætt í það ljóðum, nýjum
ljóðum eða ljóðum sem tekin voru úr
leikritum og öðrum verkum hans.
Mörg þessara ljóða eru
ákaflega vel þekkt þótt
önnur - og jafnvel sum
þeirra bestu - séu langt
frá því að vera á hvers
manns vörum. Mörg
Ijóða Halldórs þóttu líka
ankannaleg og ögrandi
þegar þau voru fyrst
birt, einkum líklega tit-
illjóðið í þessari bók sem
myndaði eins konar
millikafla í Vefaranum
mikla frá Kasmír. Mörg
þessi Ijóð vekja reyndar
enn sterkar kenndir
þótt engum dyljist leng-
ur hve sterklega þau era
ort.
í þessari bók hefur
verið brugðið á það ráð
að fá nokkra listmálara
til að vinna myndir við
Ijóð Laxness, þau Magn-
ús Kjartansson, Jón Ax-
el, Kristján Davíðsson,
Eh'ík Smith, Kristínu
Gunnlaugsdóttur, Braga
Asgeirsson, Gunnar
Öm, Valgarð Gunnars-
son, Eitó, Magnús
Tómasson og Helga
Þorgils Friðjónsson. Að-
alsteinn Ingólfsson list-
fræðingur var hafður til
ráðlegginga þegar lista-
mennirnir voru valdir.
Helgi Þorgils á mynd-
ina við titilljóðið og bh’t-
ist hún líka á hlífðai-
kápu bókarinnar. Helgi tekur á þessu
verkefni eins og honum er lagið, mál-
ar ungling sem svífur um í skógi þar
sem dýr, fugl og jafnvel fiskur leyn-
ast bak við tré. Þótt hér sé um ein-
falda útfærslu að ræða er hún mjög í
anda annarra málverka Helga þar
sem einföld frásögn er lykilatriði og
persónum og hlutum teflt djarft fram
á myndflötinn án þess að hirða um of
um venjulegt rökrænt samhengi
þeirra. Hér er það einfaldlega ung-
lingurinn sjálfur úr titli ljóðsins sem
við hittum í myndmni, líklega með til-
vísun í síðustu erindi ljóðsins: „Eia
ég er skógurinn / skógurinn sjálfur: /
morgunskógurinn drifinn dögg /
demantalandið.“
Hitt kemur frekar á óvart hve var-
fæmislega hinir málaramir taka
flestir á verkefni sínu í bókinni, nema
þá helst þeh' Kristján Davíðsson og
Bragi Asgeirsson. Myndimar era
vissulega allar vel unnar, enda höf-
undai- þeirra allir meðal fremstu mál-
ara, en í þeim er ekki að sjá að tekist
sé veralega á við ljóðin eða samhengi
þeirra, hvað þá heldur við neinn höf-
uðtón í lífsverki Laxness. Kannski er
virðingin fyrir þessum
ljóðum einfaldlega svo
mikil að máluranum
finnst þeir ekki geta
neinu við bætt og verði
að láta sér nægja að
skreyta í auðmýkt orð
skáldsins án þess að
bæta þar neinu við frá
eigin hjai’ta. Það væri
miður því skáldskapur,
líkt og myndlist, lifir því
aðeins að hver kynslóð
takist á við hann af
nokkurri festu og geri
hann þannig að sínum.
Það ætti líka að vera
viðleitni útgefenda að
ýta undh- slík efnistök.
EkM svo að skilja að
myndimar í þessari bók
slái ekki sterkan sam-
hljóm með ljóðunum.
Mynd Valgarðs Gunn-
arssonar vekur til
dæmis sterka tilfinn-
ingu fyrir lestarferð
hins þreytta manns sem
andvökufólur fór um
löndin auð „fullur af
dauðs manns hroka,
sjúks manns gleði“, eins
og segir í kvæðinu
„Ontario". Mynd Errós
við ljóðið „Spegillinn“
er síðan nokkuð
ögrandi fyrir það að
hún teflir fram popp-
ímyndum gegn texta
Halldórs og hin við-
kvæma, ástblíða,
komúnga mær í Ijóðinu verður að
pelsklæddri konu í nælonsokkum
sem situr með allt upp um sig í aftur-
sætinu á límósínu. Magnús Tómas-
son nær að enduróma á skemmtileg-
an hátt kaldhæðnina í ljóðinu „Um
hina heittelskuðu" með því að taka
mjög bókstaflega hryssulíkinguna úr
fyrsta erindi og teygja hana jafnvel
útí það að ná yfir leikfimihesta.
Þessai- myndir era nefndar að öðr-
um ólöstuðum því í heild er hér á
ferðinni falleg bók, vönduð gjafaút-
gáfa af litlu úrvali ljóða efth' Halldór.
Jón Proppé
Pétur Már
Ólafsson