Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 43

Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 43
42 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ pltrgíiwWn^Í' STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÍMAMÓTA- SAMKOMULAG SAMKOMULAGIÐ, sem náðist á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto um að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda markar tímamót í baráttunni gegn loft- mengun og hugsanlegum afleiðingum hennar fyrir veður- far og lífsskilyrði á jörðinni, svokölluðum gróðurhúsaá- hrifum. í fyrsta sinn hefur náðst samkomulag um að draga úr menguninni í stað þess að hægja aðeins á aukn- ingu hennar. Kyoto-bókunin við loftslagssamning Sameinuðu þjóð- anna er í raun enn metnaðarfyllri en búast mátti við fyr- irfram. Athygli vekur að það tókst að fá Bandaríkin, sem spúa um fjórðungi alls útblásturs gróðurhúsalofttegunda út í lofthjúpinn, til að draga úr losun sinni um 7% frá því sem var árið 1990, sem þýðir enn meiri samdrátt miðað við útblástur dagsins í dag. Ohætt er að segja að sam- komulagið, sem nú liggur fyrir, hefði ekki náðst nema vegna samningsvilja bandarískra stjórnvalda. Ymsir gallar eru auðvitað á því samkomulagi, sem fyr- ir liggur. Sá stærsti er að þar er ekki gert ráð fyrir að þróunarríkin taki á sig neinar skuldbindingar, en flest bendir til að í þriðja heiminum verði vöxtur losunar á gróðurhúsalofttegundum mestur á næstu áratugum. Ekki liggur heldur ljóst fyrir hvernig eftirliti með því að ríki haldi skuldbindingar sínar verður fyrir komið. Jafnframt má gera ráð fyrir að Bandaríkjaþing stað- festi ekki Kyoto-bókunina fyrr en tekizt hefur annars vegar að fá þróunarríkin til að taka þátt í aðgerðum gegn gróðurhúsaáhrifunum og hins vegar að útfæra reglur um viðskipti með útblásturskvóta. Mikil vinna er því framundan að hnýta þá enda, sem enn eru lausir í Kyoto-bókuninni. Vonandi verður hægt að samþykkja aðra bókun, sem tekur á þeim málum, í Buenos Aires á næsta ári. Sérstaða íslenzks efnahagslífs og orkubúskapar naut augljóslega skilnings á ráðstefnunni í Kyoto; það sést bezt á því að ísland er eina iðnríkið, að Astralíu undan- skilinni, sem fær að auka losun gróðurhúsalofttegunda verulega miþað við árið 1990. Ýmis önnur atriði bókunar- innar eru Islandi í hag, til dæmis er gildi bindingar koltvísýrings með skógrækt og landgræðslu viðurkennt. Engu að síður liggur fyrir að miðað við spár um þróun útblásturs hér á landi á næstu árum dugir sú 10% aukn- ing, sem Kyoto-bókunin leyfir, ekki til. í þeim spám er ekki gert ráð fyr’ir nýrri stóriðju umfram það, sem þegar hefur verið ákveðið. í umræðum um Kyoto-ráðstefnuna hafa margir orðið til að benda á að það myndi orka tví- mælis, kæmi aðild íslands að bókuninni í veg fyrir að hér yrðu reist stóriðjuver, sem nýttu endurnýjanlega orku- gjafa, í stað þess að brenna kolum eða olíu í einhverju öðru ríki, sem ætti minna af hreinni orku en ísland. Það er þó engin ástæða til að kveða strax upp úr um að aðild íslands að Kyoto-bókuninni sé útilokuð, öðru nær. íslendingar eiga þvert á móti að leita allra leiða til að þeir geti orðið aðilar að bókuninni. Einmitt vegna þess, hversu langt var gengið til móts við ísland á Kyoto-ráð- stefnunni er sennilegt að takmarkaður skilningur verði á því meðal annarra ríkja, telji Island sig ekki geta gengizt undir þær skuldbindingar, sem þar voru samþykktar. Slíkt gæti raunar leitt til gagnaðgerða af hálfu annarra ríkja og skaðað ímynd íslands sem matvælaframleiðanda og ferðamannalands. Af hálfu íslenzkra stjórnvalda þarf að fara fram ítarleg athugun á því hvernig ákvæði Kyoto-bókunarinnar, til dæmis um viðskipti með útblásturskvóta og um sameig- inlega framkvæmd með þróunarlöndum, geta nýtzt ís- landi. Þá þarf að leggja vinnu í að útfæra ásamt öðrum aðildarríkjum loftslagssamningsins þá samþykkt Kyoto- ráðstefnunnar að í framhaldinu skuli skoða sérstaklega aðstæður lítilla hagkerfa, þar sem einstakar fram- kvæmdir geti haft mikil áhrif á útblástur. Takist að koma slíku ákvæði inn í bókun við loftslagssamninginn í fram- tíðinni er það augljóslega íslenzkum hagsmunum til framdráttar. Síðast en ekki sízt verða íslendingar nú þegar, eins og aðrar iðnvæddar þjóðir, að leita leiða til að breyta lífs- og atvinnuháttum sínum til umhverfisvænni áttar. Burtséð frá Kyoto-samkomulaginu og öðrum alþjóðlegum samn- ingum getum við ekki skorazt undan sameiginlegri ábyrgð jarðarbúa allra á lífsskilyrðum næstu kynslóða. Ef við viðurkennum alvöru vandans verður auðveldara að finna lausnir á honum, sem við getum sætt okkur við. Ný bókun á ioftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og íslenzkir hagsmunir Lokasennan skilaði Islend- ingum árangri ✓ Ymsar breytingar, sem gerðar voru á samkomulagsdrögum á loftslagsráð- stefnunni í Kyoto á síðustu stundu voru í samræmi við áherzlur íslenzkra stiórn- --------m ... . .. V-------------- valda. Olafur Þ. Stephensen fjallar ____um áhrif Kyoto-bókunarinnar á_ íslenzka hagsmuni, UTBLASTURSMORK SAMKVÆMT KYOTO-BOKUNINNI Fyrsti alþjóðasamningurinn um að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda leit dagsins Ijós í Kyoto í Japan í fyrrinótt eftir langar samningaviðræður. Heildaráhrif samningsins eru þau að útblástur iðnríkjanna dregst saman um 5,2%, miðað við árið 1990. Þessu takmarki á að ná á næstu 15 árum. Þetta kemur í hlut iðnríkjanna: Breyting á magni útblásturs í prósentum, miðað við árið 1990. Þessum markmiðum eiga ríki að ná á árunum 2008-2012. • Samkvæmtbók- uninni þurfa Kína, sem er í öðru sæti þeirra ríkja sem losa mest af gróðurhúsa- lofttegundum, og Indland, sem er í sjötta sæti, ekki aðtakaásig neinar skuldbindingar. REUTERS * Eftirfarandi riki þurfa einnig að draga úr útblæstri um 8%; Búlgaría, Tékkland, Eistland, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Mónakó, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Sviss, Austurríki YMSAR breytingar, sem gerðar voru á drögum að nýrri bókun við loftslags- samning Sameinuðu þjóð- anna í Kyoto á síðustu stundu, voru í samræmi við áherzlur íslenzkra stjórnvalda. Hafa verður í huga að ýmislegt er óljóst í því samkomulagi, sem fyrir liggur og mörg atriði á eft- ir að ræða nánar áður en aðildarríki loftslagssamningsins undirrita Kyoto-bókunina. Áhrifin á Island eru að sama skapi óviss á ýmsum sviðum. Tryggvi Felixson, formaður ís- lenzku samninganefndarinnar á Kyoto-ráðstefnunni, var ánægður með niðurstöðuna er Morgunblaðið ræddi við hann skömmu eftir að hin langa lokasenna ráðstefnunnar var á enda. „Hér er fæddur samningur, sem er alveg einstakur og raunar magnað að það skyldi takast," segir Tryggvi. Sérstaða íslands viðurkennd Hann segir að enn séu ýmis út- færsluatriði óljós og framundan sé mikil vinna fyrir næsta aðildaiTÍkja- þing að vinna nánar úr þeim. „Þó liggur fyrir að á árunum 2008-2012 verður dregið að meðaltali úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2% að meðaltali miðað við árið 1990. Miðað verður við allar sex lofttegundirnar. Gróðurbindingarmálin eru nokkuð vel frágengin í þessum samningi. Það er talsverður sveigjanleiki í samningnum, þannig að annars veg- ar verða leyfð viðskipti með losunar- kvóta milli iðnríkja með tvennum hætti og hins vegar verður heimiluð sameiginleg framkvæmd með þróun- arríkjum, sem reyndar á eftir að þróa frekar. Það má því segja að samningurinn sé svipaður og íslenzk stjórnvöld höfðu hugsað sér. Hins vegar geta menn deilt um það hvern- ig losunartalan hentar íslandi," segir Tryggvi. „Niðurstaðan er engu að síður að viðurkennt er að Island er talið hafa algera sérstöðu, þótt ís- lenzkum stjórnvöldum finnist ekki hafa verið tekið nægilegt tillit til þeirrar sérstöðu." ísland fær mestu dtblástursaukninguna Tryggvi bendir einnig á að fyrir fáeinum vikum hafi enn verið rætt um flatan niðurskurð útblásturs í öll- um ríkjum. Nú hafi verið samþykkt að taka tillit til mismunandi að- stæðna ríkja með því að úthluta þeim mismunandi útblástursmörk- um. Það að tillit sé tekið til sérstöðu Islands sé ekki sízt mikilvægt fyrir framtíðina, því að fyrir liggi að hald- ið verði áfram að reyna að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og efnt verði til nýrra samningavið- ræðna eigi síðar en 2005, um losun- armörk á næsta tímabili. I samkomulaginu, sem fyrir ligg- ur, er gert ráð fyrir að ísland fái að auka útblástur gróðurhúsaloftteg- unda allra ríkja mest, eða um 10% miðað við árið 1990. Einu ríkin auk Islands, sem fá að auka losun sína, eru Noregur, sem má auka hana um 1%, og Ástralía, sem má blása út 8% meira árið 2012 en árið 1990. í spám Hollustuverndar ríkisins er hins vegar gert ráð fyrir að útblástur gróðurhúsalofttegunda á Islandi aukist um 26% á árunum 1990-2010 og er þá ekki gert ráð fyrir nýrri stóriðju, svo sem magnesíumverk- smiðju eða þriðja álver- inu. Þetta rúmast aug- ljóslega ekki innan út- blástursmarkmiðsins, eins og það liggur fyrir í bókuninni. Tekið tillit til framkvæmda í iitlum rikjum I ákvæðum samkomulagsins kunna þó að felast möguleikar fyrir Island til að auka útblástur, t.d. frá stóriðju. Stuttu fyrir ráðstefnulok var samþykkt tillaga Islands um að á næsta aðildarríkjaþingi, sem haldið verður í Buenos Aires í nóvember, skuli skoða sérstaklega stöðu smárra hagkerfa, þar sem einstök verkefni hafa mjög mikil áhrif. Þessi yfirlýs- ing er ekki hluti sjálfs samningsins, heldur ákvörðunarinnar um samþykkt hans. Nú bíð- ur væntanlega fulltrúa Islands að nýta þessa yf- irlýsingu og fá fylgi við reglur um stórar fram- kvæmdir í smáríkjum á þeim samn- ingafundum, sem haldnir verða á næsta ári. Frádráttur vegna bindingar í gróðri nær til landgræðslu Baráttumál Islands og fleiri ríkja, um að binding koltvísýrings vegna skógræktar og landgræðslu komi til frádráttar útblæstri, hlaut brautar- gengi í Kyoto. Á tímabili leit út fyrir að aðeins yrði tekið tillit til skóg- ræktar. Tryggvi Felixson segir hins vegar að á síð- ustu stundu hafi verið gerðar breytingar, sem þýði að einnig verði tekið tillit til annarrar landgræðslu. Skipti og verzlun með útblásturskvóta Þá kunna að felast möguleikar í framsali útblásturskvóta milli ríkja. í samningnum er gert ráð fyrir að að- ildarríki geti átt samstarf um að ná losunarmarkmiðum, til dæmis eins og ríki Evrópusambandsins hyggjast gera, með því að skiptast á útblást- urskvóta. Samkvæmt upplýsingum Moi’gunblaðsins voru þreifingar byrjaðar á milli sendinefnda í Kyoto um að útbúa slíkar „regnhlífar" og höfðu einhver ríki m.a. leitað til íslands til að kanna áhuga á sam- starfi. Jafnframt er stefnt að því að koma á kerfi við- skipta með útblást- urskvóta, en útfærsla reglna um slík viðskipti liggur ekki fyrir. Þær þarf að þróa nánar á næsta ári, fyrir ráðstefnuna í Buenos Aires. Hugsa mætti sér að viðskipti með útblásturskvóta gætu greitt fyrir áframhaldandi uppbyggingu stóriðju hér á landi. Erlendur fjárfestir, sem hygðist reisa t.d. nýja álverksmiðju, þyrfti þá að kaupa kvóta til að mega reisa hana á Islandi. Það gæti hins vegar verið mun hagkvæmara en að reisa hana annars staðar, þar sem þá þyrfti að kaupa kvóta bæði fyrir koltvísýringslosun verk- smiðjunnar sjálfrar og fyrir útblástur kola- eða olíukyntra orkuvera, sem sæju henni fyrir rafmagni. Vegna vatnsorkunn- ar gæti Island orðið fýsilegur kostur í þessu sambandi. Það er hins vegar galli, út frá ís- lenzkum hagsmunum, að þróunar- ríkin skuli ekki skuldbundin af Kyoto-samningnum, a.m.k. ekki enn- þá. Það opnar fyrir þann möguleika að þótt hugsanlega þurfi minni kvóta fyrir álver á Islandi en í Bandaríkj- unum þurfi engan kvóta fyrir álver, sem er reist í Venezúela. Þessi hætta á flutningi mengandi iðnaðai' til þró- unarríkja er auðvitað einn helzti gallinn á samningnum í margra aug- um. Hvað mun kvótinn kosta? Sú spurning hefur vaknað hvað út- blásturskvóti muni kosta. Alþjóða- bankinn hefur þegar stofnað „kolefn- issjóð“ til kaupa á útblásturskvóta. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er þar gert ráð fyrir að tonn koltvísýi’ingskvóta kosti 20 dollara, eða rúmlega 1.400 íslenzkar krónur. Árlegur kvóti vegna verksmiðju á borð við álver Norðuráls á Grundar- tanga, sem talið er að muni losa 125.000 tonn af gróðurhúsaloftteg- undum á ári, gæti þá kostað um 180 milljónir króna. Hins vegar búast margir við að verðið muni lækka fljótlega, ekki sízt ef mikið framboð verður af útblásturskvóta frá Rúss- landi. Bent hefur verið á að þegar komið var á viðskiptum með brennisteins- kvóta í Bandaríkjunum hafi verðið orðið miklu lægi’a en spáð hafði ver- ið, vegna þess að mörg fyrirtæki sáu sér fært að minnka brennisteinslos- un og selja kvóta, þannig að fram- boðið jókst mjög. Tonnið af brenni- steinstvíoxíðskvóta kostar nú innan við 100 dollara í Bandaríkjunum, en í upphafi var því spáð að verðið færi í yfir 1.000 dollara, samkvæmt upplýs- ingum frá Alþjóðlegu orkumála- stofnuninni (IEA). Með öðrum orð- um hefur verðlagning útblástursins hvetjandi áhrif á fyrirtæki að draga úr honum. Tækniaðstoð við þróunarríki Samningurinn gerir ráð fyrir að iðnríki geti veitt þróunarríkjum tækniaðstoð til þess að þau geti byggt upp efnahagslíf sitt án þess að auka útblástur gróðurhúsaloftteg- unda. Iðnríkið og þróunarríkið, sem í hlut eiga, þurfa síðan að koma sér saman um hvernig þau skipta með sér þeim samdrætti í útblæstri, sem þetta hefur í för með sér. Gert er ráð fyrir að settur verði á fót sjóður, sem fjármagni sumar framkvæmdir af þessu tagi. Sameiginleg framkvæmd af þessu tagi er ekki einföld; bæði þarf að sýna fram á að verkið skili raunverulegum samdrætti útblást- urs og jafnframt þarf að móta reglur um skiptingu ávinningsins. Verkefni af þessari tegund hafa verið nefnd sem aðferð fyrir ísland til að vega upp á móti aukningu út- blásturs innanlands. Þannig gæti það til dæmis orðið hluti af þróunar- aðstoð Islands að aðstoða ríki í þriðja heiminum í auknum mæli við nýtingu jarðhita, þannig að þau geti dregið úr brennslu jarðefnaeldsneyt- is. Breytileg viðmiðunarár Talið er að það sé Islandi í hag að Kyoto-bókunin mun ná til allra gróð- urhúslofttegundanna sex. I byrjun var gert ráð fyrir að útblástursmark- mið fyrir koltvísýring, metan og tví- köfnunarefnisoxíð, yrðu miðuð við árið 1990 en fyrir flúorkolefni, vetn- isflúorkolefni og sexflúorbrennistein yrði miðað við árið 1995.1 lokaniður- stöðunni er gert ráð fyrir að fyrir þrjár síðastnefndu lofttegundirnar geti ríki valið annaðhvort viðmiðun- arárið 1990 eða 1995. Þetta skiptir máli fyrir Island, vegna þess að á ár- unum 1990-1995 minnkaði útblástur flúorkolefna frá álverinu í Straumsvík mjög vera- lega og þar er 1990 því betra viðmiðunarár. Varðandi vetnisflúor- kolefni er 1995 hins vegar betra við- miðunarár, vegna þess að á áður- nefndu tímabili jókst útblástur þeirra efna en nú telja menn sig sjá fram á samdrátt á nýjan leik vegna nýrra kælimiðla í frystikerfum vinnsluskipa. Loks má nefna að í Kyoto-bókun- inni er það nefnt sem eitt helzta markmið samningsins að notazt verði við endurnýjanlega orkugjafa, en það er í samræmi við áherzlur ís- lenzkra stjórnvalda á að fá að halda áfram nýtingu vatnsorku og jarðhita í þágu iðnaðarframleiðslu. Áhrifin á ís- land að ýmsu leyti óviss Talsverður sveigjanleiki í samningnum FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 43 Niðurstaða Kyoto-ráðstefnunnar um aðgerðir gegn upphitun lofthjúpsins Tímamótasamn ingur en ágrein ingsefnin bíða Kyoto. Reuters. MEGINDRÆTTIR KYOTO-SAMKOMULAGSINS Dregið úr útblæstri: 38 iðnríki skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til áranna 2008-2012. Hlutfallstölur miðast við magn útblásturs árið 1990. Evrópusambandið minnkar hann um 8%, Bandaríkin um 7% og Japan um 6%. Sum ríki þurfa að minnka hann minna og önnur ekki neitt. ísland fær að auka útblástur á þessu tímabili um 10%. í heild er hlutfallið sem þessi ríkjahópur skuldbindur sig til að draga úr losun viðkomandi lofttegunda rúm 5%. Lofttegundir sem samkomulagið nær 'til: Um er að ræða sex lofttegundir; koltvísýring (C02), metan (CH4), tvíköfnunarefnisoxíð (N20) og þrenns konar vetniskolefnissambönd sem notuð eru í stað ósonlagseyðandi klórflúorkolefna. Viðskipti með útblásturskvóta: Ríkí sem ekki ná að uppfylla eigin útblástursmörk geta keypt umframheimildir til útbiásturs af öðrum ríkjum sem gera betur en að uppfylla sín mörk. Tilgangurinn með þessu er að niðurskurður fari fram með sem hagkvæmustum hætti á heimsvísu. Framkvæmd og eftirlit: Síðar munu aðildarríki samkomulagsins koma sér saman um „við- eigandi og skilvirkar" aðferðir til að tryggja að samkomulagið sé virt. Þriðji heimurinn: Þróunarríki, þar á meðal lönd á borð við Kína og Indland, eru beðin að setja sér sjálf takmörk á útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ákvörðun um skuldbindingar af hálfu þróunarríkja var hins vegar frestað. Næstu skref: Kyoto-samkomulagið tekur gildi þegar 55 ríki hafa staðfest það, sem bera ábyrgð á að minnsta kosti 55% af koltvísýringsútblæstri ársins 1990. Það verður fyrst bindandi fyrir einstök lönd eftir að stjórnvöld þar hafa staðfest samkomulagið með formlegum hætti. Öldungadeildin í vegi? FYRSTI samningur sögunnar um aðgerðir til að draga úr upphitun lofthjúps jarðar leit dagsins ljós í gær, eftir að fulltrúar yfir 160 ríkja höfðu setið nær þrotlaust á rökstólum um málið í ellefu daga í Kyoto í Japan. Síðasti samningafundurinn varði stanzlaust í heilan sólarhring. Þar sem á endanum tókst að ná samkomulagi þrátt fyrir að oft hefði legið við að upp úr slitnaði vegna ágreinings samningsaðila - á enda- sprettinum milli Kiín- verja og Bandaríkja- manna - er ljóst að sögulegum áfanga hefur verið náð. A1 Gore, vara- forseti Bandaríkjanna, sem átti sinn þátt í því að viðræðurnar komust aftur á skrið með ávarpi sínu á ráðstefnunni í Kyoto á mánudag, sagði í gær að samkomulagið markaði „söguleg tíma- mót“ í baráttunni gegn upphitun lofthjúpsins. Lausn nokkurra alvar- legra ágreiningsefna var hins vegar skotið á frest unz næsta ráðstefna að- ildarríkja Ríó-sáttmálans frá 1992 verður haldin í Buenos Aires í nóv- ember á næsta ári. Enginn hrósaði sigri Ekkert ríki hrósaði sigri þegar upp var staðið og ekkert þeirra var fullsátt við þær skuldbindingar sem hverju og einu voru settar. Þetta á við um alla málsaðila, hvort sem um er að ræða minnstu eyríki eða áhrifamestu aðila viðræðnanna, Bandaríkin, sem menga mest allra í heiminum, Evrópusambandið, sem lagði upp með metnaðarfyllsta samningstakmarkið, og Japan, sem var gestgjafi ráðstefnunnar. Viðræðurnar strönduðu nærri því á endasprettinum. Fulltrúar þróun- arríkja settu sig upp á móti því að leyft yrði að verzla með mengunar- heimildir og að þróunarríkin gengjust undir einhvers konar lof- orð um að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fá- einum klukkustundum áður höfðu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópu- sambandsins og Japans útkljáð eig- in ági’eining sem á fyrstu dögum ráðstefnunnar virtist óbrúanlegur. Síðasti samningafundurinn varði fram á ellefta dag ráðstefnunnar, sem átti ekki að taka meira en tíu daga. Áður en forseti ráðstefnunn- ar, Hiroshi Oki, umhverfisráðherra Japans, lýsti því yfir að samkomu- lag hefði náðst og sleit henni form- lega, tókst samningsað- ilum að koma sér saman um mörg lykilatriði en frestuðu ákvörðun um nokkur mikilvæg mál. Argentínumaðurinn Raul Estrada, sem stýrði samningaviðræð- unum og lagði síðustu sáttatillöguna fram sem varð grunnurinn að samkomulaginu, var augljóslega að þrotum kominn þegar yfír lauk. „Þetta mun auka hagvöxt hjá okkur, skapa ný tækifæri fyrir tækniiðnað og skapa bandarískum iðnaði jöfn samkeppnistækifæri," sagði Stuart Eizenstat, aðalsamninga- maður Bandaríkjanna. „Þetta er sögulegt upphafsskref," sagði hann. Undir þessa túlkun Eizenstats tók Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi í samtali við Morgunblaðið, en hann þekkir vel til afstöðu bandarískra stjórn- valda til þeirra mála sem til um- ræðu voru. „Ég vil leggja áherzlu á að þau vandamál sem framundan era breyta engu um að hér er um sögu- legan atburð að ræða. Þvert á vænt- ingar sumra sýndu Bandaríkjamenn þann sveigjanleika sem á þurfti að halda til að alþjóðlegt bindandi samkomulag næðist; við vorum virkir og mikilvægir hvatamenn að þeirri sátt sem náðist og við erum stoltir af því þótt við vitum að þetta sé aðeins fyrsta skrefið á langri braut,“ sagði Mount. Að ekki skyldi hafa tekizt að fá þróunarlönd til að taka virkari þátt í aðgerðum til að draga úr úblæstri gróðurhúsalofttegunda en raun varð á í Kyoto vekur alvarlegar efasemdir um að takast muni að fá öldunga- deild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, til að staðfesta samkomulagið. En tals- verður tími mun líða áður en öld- ungadeildin fær málið til umfjöllun- ar. Á þeim tíma kann ýmislegt að breytast. Umdeildustu atriðin sem frestað var að taka ákvörðun um í Kyoto vora falin undirnefndum ráð- stefnunnar en þær munu undirbúa þessi helztu deilumál fyrir næstu ráðstefnu í Buenos Aires að ári. Talið er að Clinton muni ekki leita álits öldungadeildarinnar á sam- komulaginu fyn- en eftir Buenos- Aires-fundinn, þar sem á að láta á það reyna að hve miklu leyti þróun- arríkin séu reiðubúin að taka þátt í mengunarvarnaraðgerðum. Clinton lýsti mestum vonbrigðum með að þróunarlöndin skyldu ekki hafa verið bundin með sterkari hætti inn í samkomulagið. I þessu sam- bandi segir Mount sendiherra að mikilvægt sé að hlustað sé á gagn- rýni öldungadeildarþingmanna. „Ríkisstjórnin mun hlusta grannt á þá gagnrýni. . . í nóvember 1998 mun ný ráðstefna verða haldin þar sem þróunarlönd verða beðin að gjöra svo vel að gefa til kynna að þau séu reiðubúin að taka þátt í þessu átaki,“ sagði Mount. Að mati Mounts mun þó talsvert af því sem samið var um í Kyoto falla öldungadeildinni í geð, af sömu ástæðum og Clinton forseti lýsti ánægju sinni með niðurstöðuna, en þær eru í fyrsta lagi að í samkomu- laginu var tekið tillit til lofttegund- anna sex sem Bandaríkjamenn lögðu áherzlu á, ólíkt fulltrúum Evrópu- sambandsins, sem vildu aðeins semja um þrjár lofttegundir. Hin svokallaða „sameiginlega fram- kvæmd“ sem kveðið er á um í sam- komulaginu ásamt ákvæðum um við- skipti með útblástursheimildir era ennfremur, að mati Mounts, hvort tveggja atriði sem „þýða jákvæðan sveigjanleika fyrir atvinnurekend- ur“. „Bæði þessi atriði munu hjálpa þegar forsetinn leggur samkomulag- ið fyrir öldungadeildina, þar sem þessi markaðsmiðuðu atriði vega þungt í huga repúblikana þar,“ sagði Mount. RAUL Estrada Lokahrina Kyoto-ráðstefnunnar stóð samfleytt í sólarhring Sættir tókust eftir næturfund Kyoto. Morgunblaðið. UM klukkan sjö sl. miðvikudags- kvöld að staðartíma í Kyoto (klukkan níu að morgni að ís- lenskum tíma) kom Raul A. Estrada-Oyuela fram fyrir alls- herjarnefndina, sem hann veitti forsæti, í fámennum fundarsaln- um og tilkynnti að hann hygðist leggja fram tillögu klukkan ell- efu. Hann greindi í fáum orðum frá því sem í tillögunni myndi fel- ast, en tók fram að hann færi ekki neðar með útblásturskvóta en í tillögunni sem lögð var fram á þriðjudag. Fulltrúar íslands og annarra smáþjóða biðu á meðan fulltrúar Bandaríkjanna og Evrópusam- bandsins sátu á fundi með Estrada. Höfðu embættismenn- irnir fundað allan sólarhringinn á undan í leit að samkomulags- grundvelli. Islenska sendinefndin notaði tækifærið og skrapp úr húsi meðan beðið var eftir tillögu Estradas. Tillagan átti að vera tilbúin klukkan hálf ellefu, sem þótti bera vott um bjartsýni for- mannsins. Tillagan kom loks fram um hálf tvö um nóttina. Um 3.200 fréttamenn hvaðanæva að úr heiminum fylgdust með framgangi mála. Ef embættismenn birtust í frétta- mannamiðstöðinni voru þeir sam- stundis umkringdir blaðamönn- um þótt þeir hefðu sjaldnast margt að segja. Þegar tillaga Estradas kom loksins fram birtist inaður með bunka af blöðuin inn í fréttamannamiðstöðina. Lá við að hann yrði troðinn niður í atgangi sem líktist helst baráttu upp á líf og dauða þegar fréttamenn reyndu að ná í eintak af tillög- unni. Síðan hófst umræða í allsherj- arnefnd um tillöguna. Hún var í 28 liðum, tekin fyrir lið fyrir lið, öll ríkin gátu lagt orð í belg og gert breytingatillögur. Stóð fyrsta umræða frá hálf tvö til sjö í gærmorgunn. Síðan hófst önnur umræða. Undir lokin virtist helst sem svefngalsi væri koininn í marga ráðstefnufulltrúa, enda hafði fundur staðið hátt í sólar- hring. Höfðu margir orð á því hve þreyttir þeir væru og fjöldi manna mátti varla vera að þessu lengur því þeir þurftu að ná flugi. Estrada knúði umræðuna áfram af miklu öryggi. Þó hljóp allt í hnút í hátt í þrjár klukku- stundir er kom að kafla þijú, málsgr. 10, 11 og 12 urn kvótavið- skipti. Hvert ríkið á fætur öðru lét í ljósi einarða andstöðu sína og önnur lýstu yfír stuðningi. Bandaríkjamenn tóku þrisvar til rnáls og reyndu að útskýra hvers vegna þeir þyrftu að hafa þetta ákvæði inni. Gestgjafinn af vettvangi Uin fimmleytið var gert hlé á fundi og Estrada reyndi að sætta deiluaðila. Sæst var á breytingar á kafla þrjú og fór umræðan að ganga hraðar. Um kl. átta var búið að fara í gegnum greinarnar 28 og viðauka, en eftir stóð að ræða ákveðnar tölur um sam- drátt í losun gróðurhúsaloftteg- unda. Upp úr klukkan tíu skiluðu ríkin inn tölum til formannsins. Athygli vakti er formlegur gestgjafi á ráðstefnunni, Hiroshi Oki, umhverfismálaráðherra Japans, átti að taka við fundar- sljórn af Estrada. Sagðist Oki því miður ekki hafa tíma til þess, þakkaði fyrir góðan fund en hann þyrfti að fara til Tókýó að greiða atkvæði um vantrauststillögu á japönsku ríkisstjórnina. Hvarf hann siðan af vettvangi. Áður en endanleg samþykkt var undirrituð voru túlkar ráð- stefnunnar, sem verið höfðu að störfum alla nóttina, farnir heim og rússneskir, japanskir og evr- ópskir fulltrúar áttu því oft í hin- um mestu erfiðleikum með að skilja hver annan í umræðum um lykilatriði. I veitingasal ráðstefnunnar voru einungis fáeinir bananar eftir, og glorhungraðir og úr- vinda fulltrúar máttu halda áfram störfum matar- og kaffi- lausir. Margir fréttamenn voru farnir að skjálfa af kulda því skrúfað liafði verið fyrir hitann í fréttamannamiðstöðinni. Estrada sagði undir lokin, að ef allt gengi að óskum kynni dags- ins, 10. nóvember 1997, að verða minnst sem dags andrúmsloftsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.