Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 47

Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 47 SIGRIÐUR ÁRNADÓTTIR + Sigríður Árna- dóttir fæddist í Winnipeg í Kanada 25. júní 1975. Hún lést á heimili sínu á Sæbraut 2, Sel- tjarnarnesi, 4. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 11. desem- ber. Allir einstaklingar eru að einhveiju leyti sérstakir en Sigríður Árnadóttir var alveg einstök og átti engan sinn líka! Fáar manneskjur hafa haft jafn djúp áhrif á mig og hún Sigga frænka mín. Hún var upplifun öllum þeim sem kynntust henni og um- gengust hana. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Siggu snemma á stuttri ævi hennar. Hún var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom heim frá Kanada með foreldrum sínum sem fluttu í Skólastræti 5 þar sem hópur ungs fólks bjó saman. Eftir það vorum við Sigga meira og minna í sambýli þar til hún fluttist á meðferðarheimilið Sæbraut á unglingsárum en við höfum þó umgengist nokkuð reglulega allar götur síðan. Það kom snemma í ljós að Sigga var einstök og fór sínar eigin leiðir. Hún var einhverf. Þrátt fyrir ein- hverfu sína var hún félagslynd og hafði gaman af fólki. Hún fór ekki í manngreinarálit og gaf sig gjarn- an á tal við fólk og spjaliaði við gesti og gangandi á sínum eigin forsendum. Oftar en ekki voru orð hennar og fas þannig að eitthvað sat eftir hjá viðmælendum hennar sem vakti þá til umhugsunar. Að sjálfsögðu varð Sigga fyrir allskyns áreiti frá umhverfi sínu eins og flestir þeir sem skera sig úr hópnum en hún lét það ekki á sig fá heldur hélt sínu striki eins og ekkert væri. Eitt sinn kom yngri bróðir henn- ar, Gulli, hlaupandi inn til okkar og kallaði fullur aðdáunar. „Hún Sigga, hún er frábær, það er ekki hægt að stríða henni.“ Þá hafði hópur krakka í nágrenninu reynt að leggja hana í einelti en Sigga eyddi ekki orku sinni i að hugsa um hvað öðrum fannst um hana og lét allt slíkt sem vind um eyru þjóta. Það er ekki amalegt að alast upp við viðbrögð i þessum anda og bræður Siggu og uppeldissystir kunnu vel að njóta. Þau upplifðu og skildu að það er óþarfi að taka illkvittni og stríðni fólks nærri sér. Það eru mikil forréttindi að fá að alast upp við slíka afstöðu til lífsins og einnig að fá að uplifa að það er ekki sjálfgefið að allir fylgi ákveðnu hegðunar- og hugsunar- munstri. Ég er ekki í nokkrum vafa um að betri lífsins skóli er ungum og öldnum vandfundinn en sá að fá að taka þátt í lífi manneskju eins og Siggu enda bera bræður henn- ar, uppeldissystir og frændsystkini það með sér. Sigga flutti á meðferðarheimili einhverfra á Sæbraut á unglingsár- um og þar leið henni vel. Þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður og fordóma sem einhverfir á Sæbraut þurftu að búa við um tíma átti Sigga þar gott heimili. Það ber að þakka einstöku starfsfólki sem þangað hefur löng- um valist. Margir af þeim hafa haldið tryggð og vináttu við Siggu. En ekki voru allir á eitt sáttir með heimilið og staðsetningu þess. Nokkrir nágrannar skáru upp herör gegn því og vildu að heimilinu yrði lokað á þeim forsendum að ein- hverfir unglingar væri óþægilegir nágrannar og álitshnekkir fyrir hverfið. Spunnust harðvítugar deil- ur og sýndist hveijum sitt. En heim- ilið átti sér marga trygga stuðn- ingsmenn sem á einn eða annan hátt höfðu orðið þess aðnjótandi að kynnast Siggu per- sónulega. Alls staðar sem hún kom og kynnt- ist fólki opnaði hún hjarta þess og kenndi því og sýndi á sinn hispurslausa hátt hversu óréttmæt sú krafa er að allir skuli falla inn í fyrirfram gefinn ramma í tali og framkomu og hversu einstakt hvert líf er. Mér er ofarlega í huga eitt sérstakt atvik sem varð mér opinberun og veitti mér per- sónulega dýpri sjálfsskilning. Við Sigga vorum saman í stór- vörumarkaði í innkaupaferð. Hún tók mann og annan tali og spurði þá ýmissa nærgöngulla spurninga, e.t.v. að mati sumra nokkuð ögrandi. Ég brást við með því að gefa í skyn við fólk með afsakandi brosi að hún Sigga væri mér óvið- komandi, ég væri nú bara að passa hana en ég ætti sem sagt ekkert í henni. Þá sneri frænka mín sér að mér og sagði: Imba, Imba af hverju þykir þér svona vænt um mig? Ég er svo ágæt? Ég held ég geti full- yrt að aldrei framar afneitaði ég henni Siggu frænku minni og þetta atvik varð til þess að ég fór í alvar- lega sjálfskoðun sem ég vona og trúi að hafi gert mig að betri mann- eskju, með dýpri skilning á eigin fordómum og annarra og ef til vill umburðarlyndari almennt. Með auðmýkt í hjarta vil ég fá að þakka Siggu frænku minni fyrir samfylgdina og votta Árna, Höllu, Eldjárni og Gulla og öllum þeim sem kynntust henni, umgengust hana og opnuðu hjarta sitt fyrir henni, innilega samúð mína. Sigga var sjálfri sér samkvæm, hún kvaddi þennan heim skyndilega og hávaða- laust eins og hún hefði lokið þeim verkum sem henni voru ætluð í þessum heimi. Við hin sitjum eftir enn um hríð svo miklu ríkari en ella. Ingibjörg Hafstað. Elsku Sigga. Hugsunin um að þú sért farin og komir aldrei aftur er óbærileg. Doði, tómleiki, kvíði og depurð hel- taka mig. Hvernig verður framtíðin án þín? Aldrei framar áttu eftir að taka blaðskellandi á móti mér með ótal spurningar á vörunum. „Mar- grét, ertu byijuð aftur á Sæbraut? Hvenær kemurðu aftur? Ætlarðu þá að koma með mér á ball í Árs- eli? Viltu þá dansa við mig?“ Þú varst alltaf svo glöð og kát, full lífsorku, svo lifandi. Hvar sem þú komst var eftir þér tekið og þú varst hvers manns hugljúfi. Að þú hafir verið hrifin á brott frá okkur er mér óskiljanlegt. Hvernig getur lífið skyndilega orðið svo sársauka- fullt, svo grimmt og svo kalt að það nístir mann að innan? Það eru liðin tæp fjögur ár síðan ég kynntist þér fyrst og við höfum gert ýmislegt saman. Heimsóknir þínar heim til mín á Túngötuna voru þónokkrar og æði skemmtileg- ar. Þú lagðir það í vana þinn að líta alltaf aðeins á þvottavélina mína, skoða baðherbergið af kost- gæfni og þér var tíðrætt um hund- inn minn, hann Ella, og hvað þú værir óskaplega hrædd við hann. Við gátum setið, spjallað og haft það huggulegt, sérstaklega ef við höfðum eitthvað til að gæða okkur á. Kaffíhúsaferðir voru þér að skapi, og þú naust þín svo sannar- lega með kakó og vöfflu með ijóma. Iðulega gastu ekki á þér setið, þú varðst að spjalla aðeins við nær- stadda gesti. Jú, þú vildir vita hvort þeim þættu góðar vöfflur, hvar þeir ættu heima o.s.frv. Innst inni býst ég við. að þú hafir vitað að þetta flokkaðist ekki undir góða manna- siði, enda var alltaf verið að minna þig á að tala ekki við ókunnuga. Þú hafðir ákaflega gaman af því að fara á böll og hafðir alltaf mikl- ar áhyggjur af því hvort ég léti þig ekki örugglega vita hvenær næsta ball yrði. Spennan og eftirvænting- in lágu alltaf í loftinu þegar förinni var heitið í Ársel eða Þróttheima, og spurningunum rigndi yfir. „Hve- nær byijar ballið? Hvenær byijar músíkin? Verða diskólög? Viltu þá dansa við mig? Lofarðu?" Loforðið fyrir dansinum var auðfengið, en þegar á hólminn var komið, vildirðu dansa ein, enda fórstu þínar eigin leiðir. Mér er minnisstæðust ferð okkar til Nimes í Suður-Frakklandi sum- arið 1995. Þar deildum við herbergi og vorum saman nánast öllum stundum. Þar kynntist ég þér virki- lega vel og þar urðum við vinkon- ur. Við nutum lífsins, héldum upp á tvítugsafmælið þitt, við fórum í tívolí, á ströndina, þar sem þú gast buslað í sjónum, legið í leti og síð- ast en ekki síst setið ein í næði og talað við sjóinn. Þar fórum við líka á ball eins og þú óskaðir helst af öllu. Síðustu mánuði hefur hugur minn aldrei verið langt frá Sæbraut en engu að síður vildi ég óska þess að hafa heilsað oftar upp á þig. En hvern hefði órað fyrir þessu? Ég var farin að hlakka svo til að koma aftur til vinnu í janúar, hlakka til að fá að umgangast ykkur öll, og takast á við hið daglega líf með ykkur. Nú þori ég varla að hugsa til þess hvernig allt verður á nýju ári. Ég er þó þakklát fyrir síðasta skiptið sem ég sá þig í lifenda lífi. Það var fyrir örfáum vikum. Þú varst eins og ævinlega, kát og glöð, spurðir mig ótal spurninga, og það sem meira var, þú kvaddir mig með kossi á kinn. Það var hinsti koss- inn, og hann mun ég ávallt geyma. Elsku Sigga, nú er komið að kveðjustund. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, og tel að kynni mín við þig hafi gert mig að betri manneskju og ég tel mig vera ríkari fyrir vikið. Minning- una um einstakan vin mun ég varð- veita um aldur og ævi. Ég vil fyrir hönd íbúa og starfs- fólks Sæbrautar votta foreldrum þínum, Árna og Höllu, ásamt bræðrum þínum, Gulla og Eldjárni, okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja þau á þessum erfiðu timum. Margrét Steiney Guðnadóttir. Björt og falleg stúlka er dáin. Það var óvenju drungalegur og dapur morgunn 5. desember síðast- liðinn þegar fréttist um lát Siggu, vinkonu minnar. Það var líkt og almættið syrgði líka með stórum, þungum krapatárum. Meira að segja Esjan sem kúrði í fjarskanum, virtist rúin sínum fjarlægðarbláma. En þá, um hádegisbilið, blasti skyndilega við undarleg sjón. Gegn- um þykka skýjaklakkana braust breiður ljósstrengur, sannkallaður „tum ljóssins", og sá okkur fyrir dýrðlegri litbrigðasýningu. Um hlíð- ar fjallsins, einmitt þar sem oftast er gengið upp á Esjuna, flögruðu nú ljósgeislar í öllum litbrigðum jarðar. Það var sem Sigga væri svona rétt að minna á sig með því að senda ljósgeisla og huggun í slóðir fjölskyldu sinnar sem svo iðu- lega gengur þar um. Þótt Sigga gengi ekki heil til skógar var hún þó svo einstök sem manneskja í sinni fötlun. Óvenjuleg birta og gleði stafaði frá henni sem kannski börn og sakleysingjar skynjuðu best. Þrátt fyrir þann eril sem fylgdi sjúkdómi hennar færði hún með sér frið og kom við sálir fólks og þvingaði það til að horfast í augu við sjálft sig, spyija spurn- inga um eigið ágæti og um tilgang þess að vera til. Eitt er því víst að þar sem Sigga dvelur nú mun hún skemmta gestum og gangandi með andlegri ljósasýningu dægrin löng, fijáls undan fötlun sinni. Elsku Hallgerður, Ámi, Gulli og Eldjárn, við syrgjum öll með ykkur ljósberann Sigríði Árnadóttur og biðjum almættið að styrkja ykkur í sorginni og lýsa skammdegisveg- inn framundan. Gróa Finnsdóttir og fjölskylda. Elsku Sigga. Erfitt er að sætta sig við það að þú sért farin frá okkur svona allt of snemma. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Minningin um þig lifír í hjörtum okkar. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur" á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér. (Terri Femandez.) Elsku Árni, Hallgerður, Guðlaug- ur og Eldjárn, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þínar vinkonur, Anna Eygló og Silja Huld. Hún Sigga á Sæbrautinni er dá- in. Þessi frétt var eitthvað svo ótrú- leg að það tók marga daga að trúa því að þetta væri rétt. Sigríður Árnadóttir var félags- maður í Umsjónarfélagi einhverfra. Hún gegndi þar mikilvægu hlut- verki. Það voru .til ótal sögur af henni Siggu þar sem einlægni henn- ar skein í gegn. Eitt af því fýrsta sem margir foreldrar gera eftir að bam þeirra greinist með einhverfu er að kynna sér efni um fötlunina. Málin æxluðust þannig að alveg frá upphafí frá því að bam mitt greind- ist einhverft þá heyrði ég sögur af henni Siggu. Sögur sem komu manni til að brosa og sjá ljósu punktana í fari fólks með einhverfu. „Er kjall- ari heima hjá þér?“ er líklega með fyrstu greinum sem ég las um ein- hverfu. I greininni sem birtist í Morgunblaðinu 1991 og er eftir Pál Magnússon, sálfræðing, er dregin upp ljóslifandi mynd af henni Siggu. Mynd sem var svo uppbyggileg og gott veganesti til að hafa í fartesk- inu þegar maður fór að átta sig á því hvað það þýddi að eiga ein- hverft bam. Persónuleg kynni mín af Siggu seinna meir undirstrikuðu þessa jákvæðu mynd sem ég hafði gert í huga mér af henni. Foreldrar Siggu, þau Hallgerður Gísladóttir og Arni Hjartarson, hafa verið virk í Umsjónarfélagi ein- hverfra. Drifkraftur í félagi sem þessu kemur jú frá börnunum okk- ar, drifkrafturinn kom frá henni Siggu. Fyrsti bæklingur félagsins er prýddur myndum af henni Siggu. Á sinn einlæga hátt var eitt af hlutverkum hennar í lífinu að kenna okkur hinum að skilja fjölbreytileika mannlífsins. Kynni við fólk eins og Siggu eru bæði þroskandi og mann- bætandi. Fyrir hönd Umsjónarfélags ein- hverfra sendi ég fjölskyldu Sigríðar Árnadóttur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Ástrós Sverrisdóttir, formaður Umsjónarfélags einhverfra. Það er erfitt að koma orðum að þeim tilfinningum sem leika um hugann þegar sárt er saknað. Á þeirri stundu liggja orðin djúpt, dýpra en svo að þau verði sögð eða skráð á blað. En í gegnum hugann framkallast margar minningar, lífs- myndir liðins tíma, sem líða hjá, kristallast og geymast. Og víst er margs að minnast, sem gott er og t" gleðilegt, þótt skuggi saknaðar grúfi yfir. Þegar horft er til baka og sá heimur minninga opnast, sem var skilinn eftir fyrir okkur til að skyggnast inn í, verður okkur full- ljóst að mannsandinn lifir áfram þótt manneskjan deyi. Eitthvað liggur þó enn dýpra sem ekki verð- ur upplýst né skilið, aðeins skynjað með innri tilfinningu. En sérhver manneskja á þó sinn lífskyndil sem logar áfram og lýsir upp fyrir ætt- ingjum og vinum minningu þess sem saknað er. Fimmtudaginn 4. desember, eftir að ég var kominn heim úr vinnu, barst mér sú frétt að Sigríður Árna- ”* dóttir, hefði dáið þá um daginn. Þennan sama morgun hafði Sigríð- ur komið til vinnu á Vinnustofu Hólabergs, sem er vemdaður vinnu- staður fyrir einhverfa. Vinnutími Sigríðar var frá kl. 9 til kl. 14 alla virka daga. Hún var ein af 14 ein- hverfum starfsmönnum vinnustof- unnar. Allir sem þekkja til ein- hverfu, hvers eðlis sú fötlun er, vita að það reynist best að ganga út frá forsendum einhverfra í starfi, einn- ig hvað varðar snertingu, félagsleg tengsl og samveru. Það sama átti við Sigríði. En Sigríður var félags- lynd og hún gaf öllum sem í kring- um hana voru sinn tæra kristal því af henni geislaði bæði birta og gleði. Það var eitthvað, sem Sigríður gaf öllum, sem ekki verður skýrt með orðum, eitthvað sem liggur dýpra og verður aðeins skynjað með hjart- anu, gjöf sem ekki verður frá okkur tekin. Sigríður var þeim eiginleikum búin að muna eftir fólki, enda spurði hún hveija nýja manneskju, sem inn á vinnustofuna kom, um nafn og heimilisfang. Hún fagnaði komu vina og kunningja, kallaði til þeirra og lét vita af sér. Þennan síðasta ■ morgun veittist Sigríði sú ánægja að kynnast nýjum starfsmanni. Hún spurði og spjallaði á sinn hátt og upplifði eitthvað sem veitti henni ánægju, þá ánægju upplifði Sigríður í hvert skipti sem hún kynntist nýrri manneskju. Nú er komið að þeirri stundu að kveðja og þakka um leið þær ánægjustundir sem Sigríður gaf okkur hér á vinnustofunni. Megi góður Guð styðja þig og styrkja þar sem þú ert nú og einnig biðjum við fyrir stuðning og styrk fyrir móður, föður og bræður og aðra aðstandendur og vini. Starfsfólk Vinnustofu Hólabergs og dagvist- ar Iðjubergs votta sína dýpstu samúð. Jan Agnar Ingimundarson. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi)^ er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.