Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 48
t
48 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VILHJÁLMUR B.
, HJÖRLEIFSSON
+ Vilhjálmur
fæddist.
Reykjavík 13. nóv-
ember 1935. Hann
lést á heimili sínu
2. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Margrét
Ingimundardóttir,
f. 7.9.
1986, og Hjörleifur
Jónsson, bifreiða-
eftirlitsmaður, f.
7.10. 1910, d.13.11.
1984. Eftirlifandi
systkini Vilhjálms
eru: Sjöfn, f. 7.11.
1934 og Hjördís M., f. 2.10.
1940. Látin eru: Hörður, f. 3.4.
1937, d. 7.12. 1987. Ástþór, f.
30.9. 1942, d. 21.4. 1958. Helga,
f. 13.12. 1946, d. 2.1. 1951.
Vilhjálmur kvæntist Ásgerði
Birnu Björnsdóttur, verslunar-
konu, 28. maí 1955. Hún er
fædd 9.4.1936. Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg S. Guðmunds-
dóttir, f. 19.7. 1908, d. 7.7.1970,
og dr. Björn Leví Björnsson,
hagfræðingur Reykjavíkur, f.
^ 22.11. 1903, d. 3.1. 1956.
Börn Vilhjálms og Ásgerðar
Birnu eru: 1) Björn, kennari,
f. 1.3. 1955. Börn hans og Sig-
ríðar Baldursdóttur, f. 15.5.
1954, eru Baldur, f. 6.12. 1976,
og Ásgerður Birna, f. 2.3.1990.
2) Margrét Helga, kennari, f.
20.6. 1956. Eiginmaður hennar
er Þorvaldur Hilmar Kolbeins,
húsgagnasmiður, f. 2.11. 1954.
Börn þeirra eru Rósa Birna,
f. 13.12. 1987, Birkir Rafn, f.
18.6. 1989, og Vil-
hjálmur Steinar, f.
14.9. 1993. 3) Guð-
björg, útstillinga-
og snyrtifræðing-
ur, f. 8.11. 1958.
Eiginmaður henn-
ar er Egill Krist-
jánsson, mat-
reiðslumaður, f.
20.6. 1957. Börn
þeirra eru Birnir,
f. 11.8. 1980, Agla
Margrét, f. 8.8.
1985, Vilhjálmur
Leví, f. 5.10. 1986,
og Ösp f. 4.6. 1988.
4) Vilhjálmur Þór, tannlækna-
nemi, f. 10.1. 1970.
Vilhjálmur nam bifvélavirkj-
un hjá fyrii-tækinu P. Stefáns-
son og útskrifaðist árið 1958.
1. janúar 1960 hóf hann störf
hjá Slökkviliði Reykjavíkur og
starfaði þar til æviloka. Frá
1964 og til dagsins í dag stóð
hann einnig fyrir verslunar-
rekstri ásamt Birnu eiginkonu
sinni. Vilhjálmur var mikill
áhugamaður um íþróttir og
helgaði hann Knattspyrnufé-
laginu Fram krafta sína til
margra ára. Meðal annarra
starfa fyrir félagið var hann
liðsstjóri meistaraflokks Fram
í knattspyrnu í 17 ár. Hann
varð meðlimur í Frímúrara-
reglu Islands 19. nóvember
1973 og var virkur félagi í
henni til dauðadags.
Útför Vilhjálms verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
„Þegar þú lítur i augun á þeim
sem þú elskar þá skilurðu að eing-
inn dauði er til, sagði konan.
Hvemig getur staðið á því, sagði
skáldið. Einn dag sloknar þó sér-
hvert auga. Fegurðin sjálf býr í
þeim augum sem þú elskar, sagði
konan. Og hún getur ekki sloknað.
Fegurðin? sagði skáldið hissa.
Hvaða fegurð?
Fegurð himinsins, sagði konan.“
(Halldór Laxness, Heimsljós.)
Þegar kemur að skilnaðarstund
eru orð fátækleg. Að vilja veita
öðrum hlutdeild í því sem gerir fjöl-
skyldu að fjölskyldu og hjón að
hjónum er ómögulegt nema leiða
viðkomandi í gegnum sögu fjöl-
skyldunnar hverja stund, hvem dag
og hvert ár. Og jafnvel þá er það
óskiljanlegt ef maður ber ekki skyn-
bragð á hvað er að elska.
Þegar ég rifja upp og hugsa um
fjölskyldu mína, sérstaklega ykkur,
pabbi og mamma, sé ég að rauði
þráðurinn er ást. Ást sem þolir jafnt
meðbyr sem mótbyr. Ást sem sést
í hinu smáa sem í því stóra, og þó
ekki síst í því smáa. Hönd sem
strýkur vanga, koss án tilefnis,
traust án athugasemda og þetta
undarlega umkomuleysi þegar ann-
að er fjarri hinu.
Og við systkinin sem nutum þess
Jt alltaf að vera elskuð, að vera treyst
og vissum ætíð að hvað sem heimin-
um fannst um okkur voru tvær
manneskjur sem vissu að okkur
myndi takast, að við værum frábær.
Og í okkar eigin lífi með okkar íjöl-
skyldum nutum við þess öryggis að
vita af ykkur, pabbi minn og
mamma, í bakgrunninum, tilbúin að
rétta okkur hjálparhönd ef við þyrft-
um á aðstoð að halda eða „bara“ ást.
Nú hefur dauðinn, þessi sam-
ferðamaður lífsins, tekið þig frá
okkur, annan hornstein fyölskyld-
unnar, og við verðum að halda
áfram án þín. Fjölskyldan verður
aldrei söm og við verðum aldrei söm
í okkar sorg, en samt ertu, pabbi
minn, nálægur eins og aldrei fyrr
- því við litum í augu þess sem við
elskum og þá er enginn dauði til.
Hvíldu í friði, pabbi minn. Þinn
sonur,
„ Biörn.
Elskulegur faðir minn, Viihjálmur
B. Hjörleifsson, lést á heimili sínu
aðfaranótt 2. desember sl. yfir-
keyrður og langþreyttur eftir mjög
erfíð veikindi í tæp 4 ár.
Elsku pabbi minn missti bæði
nýrun upp úr uppskurði og allt hans
líf umturnaðist á einni nóttu. Þessi
þrekni, sterki, stóri maður sem allt
gat breyttist í lítinn, magran og
algjörlega kraftlausan nýrnasjúkl-
ing. Þetta voru hrikaleg örlög sem
pabbi átti mjög erfitt með að sætta
sig við. Hann var einungis skugginn
af sjálfum sér, eins og tveir ólíkir
menn.
Pabbi var sá ólatasti og ósérhlífn-
asti maður sem ég hef þekkt. Aldr-
ei munaði hann um sporin til okkar
barnanna sinna og síðar bama-
barna. Pabbi var vinnusamur maður
með afbrigðum og kenndi okkur
bömunum að bera virðingu fyrir
vinnu og þakka fyrir alla vinnu sem
bauðst. Við krakkamir byijuðum
ung að vinna með pabba og mömmu
í ýmsum fjölskyldufyrirtækjum
þeirra, því þau voru alltaf með
aukabúgreinar af ýmsu tagi, það
var lítil poppkornsframleiðsla, það
var söluturn, það var sölubúð í and-
dyri Borgarspítalans og síðast Hár-
prýði, en þá verslun hafa þau átt
og rekið í 22 ár. Pabbi og mamma
hafa alltaf unnið tvöfaida vinnu, því
heimilið var stórt og ekki skyldi
okkur börnin vanhaga um neitt.
Pabbi var alltaf svo stoltur af okkur
börnunum sínum, ég man ófá skipt-
in sem pabbi var mættur á undan
mér á ýmsa vinnustaði sem ég vann
á til að fylgjast aðeins með, athuga
hvort allt gengi ekki vel og gefandi
góð ráð, stoltur á svipinn yfir litlu
dúkkunni sinni (mér) og hvíslaði í
eyrað á mér, mikið ertu dugleg
Gullý mín. Hann var alltaf til staðar
og þau mamma og pabbi bæði því
það er varla hægt að tala um pabba
nema tala um mömmu í sömu andrá,
þau voru svo sterk saman. Foreldrar
mínir áttu mjög ástríðuþrungið og
aðdáunarvert samband og þótt
ýmislegt hafi blásið á móti í lífsins
leik, þá var ekkert sem þau gátu
ekki unnið á saman, þau voru glæsi-
leg og eftirtektarverð. Öll sú blíða,
ást og virðing sem við börnin feng-
um í veuanesti að ófflevmdum udd-
örvunarorðum - því það eru engin
börn eins vel gefin, dugleg, falleg
og góð og við systkinin, þetta höfum
við börnin alltaf fengið að heyra -
þetta látum við ganga áfram til
barnanna okkar, því svona uppörvun
er ómetanleg og hjálpar mikið upp
á sjálfstraustið í gegnum lífíð. Sam-
heldni er mikið virt í okkar fjöi-
skyldu og vildi pabbi að við héldum
saman í gleði og sorg, meðbyr og
mótlæti. Ríkidæmi pabba var fjöl-
skylda hans. Pabbi elskaði barna-
börnin sín af öllu hjarta. Hann tók
virkan þátt í uppeldi þeirra og fylgd-
ist vel með þeim. Barnanna missir
er mikill. Pabbi starfaði sem lið-
stjóri meistaraflokks Fram í fótbolta
í 15 ár. Þar eignaðist hann marga
góða vini og átti margar góðar
stundir. Drengirnir mínir kynntust
þessum anda sem ríkti í Framheimil-
inu með afa sínum, því alltaf tók
hann afastrák með sér um helgar
niður í Framheimili og nutu dren-
gimir góðs af. Áður en mínir dreng-
ir komu til var Villi Þór, yngri bróð-
ir minn, alltaf með pabba sínum í
fótboltanum, veiðinni, frímerkja-
söfnun, billjard og fleiri sameigin-
legum áhugamálum.
Villi Þór bróðir kom 12 árum á
eftir mér, sem var yngst okkar
þriggja systkina, og var mikil gleði
í íjölskyldunni yfir að fá einn ung-
ann í viðbót. Pabbi naut hans ein-
staklega vel og er ekki hægt að
hugsa sér fallegra feðgasamband
en ríkti ávallt á milli þeirra. Veit
ég að Villi Þór bróðir minn sér á
eftir sínum besta vini og félaga.
Við systkinin syrgjum pabba mikið.
Maðurinn minn, Egill, sér líka á bak
sínum besta vini, því þeir urðu mjög
nánir frá fyrstu tíð og hefur Egill
alltaf litið á pabba sem pabba sinn,
þar sem hann missti föður sinn
ungur að árum.
Elsku besti pabbi minn, mig lang-
ar að segja svo margt, margt fleira,
en ég læt staðar numið og enda
með að segja: Þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
mína, þakka þér fyrir að vera pabbi
minn, þakka þér fyrir að vera vinur
minn.
Að lokum ætla ég að fara með
æðruleysisbænina sem þið mamma
kennduð okkur börnunum og til-
einkuðuð ykkur í lífínu:
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til þess að greina þar á milli.
Elsku mamma mín, Guð gefi þér
styrk í þinni miklu sorg. Góða ferð,
elsku pabbi, ég elska þig, þín litla
dóttir,
Guðbjörg (Gullý).
Elsku pabbi!
Ó, hve heitt ég unni þér.
Allt hið besta i hjarta mér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll mín spor
aftur glóði sól og vor,
og traust þitt var það athvarf sem mér
aldrei brást.
(Tómas Guðmundsson)
Hugur minn er hálftómur og mér
fínnst erfitt að meðtaka að þú skul-
ir vera horfinn. Það er svo mikið
tómarúm í fjölskyldunni, annan
máttarstólpann vantar. Minningarn-
ar leita fram ein af annarri og erf-
itt er að henda reiður á þeim.
Alltaf varstu vakinn og sofínn í
öllu sem viðkom okkur börnunum
þínum. Þú taldir aldrei eftir þér
sporin hvort sem þurfti að keyra
okkur eða aðstoða á annan hátt.
Þú hafðir einstakt lag á að birtast
þegjandi og hljóðalaust, þegar eitt-
hvað stóð til, tilbúinn að aðstoða
eða gefa góð ráð. Stundum varstu
í einkennisbúningnum og þá var
maður svo hreykinn af þér, því þú
varst svo myndarlegur.
Marga góða sumarvinnuna feng-
um við fyrir þitt tilstilli, því þú varst
alls staðar vel liðinn og gafst þér
tíma til að tala við ólíkasta fólk.
Þú beindir manni jafnvel inn á leið-
ir sem maður hafði ekki séð sjálfur.
Snyrtimennskan var alltaf í fyrir-
rúmi. Hreinni og betur bónaðir bílar
voru vandfundnir oor eins vildir bú
alltaf hafa hreinar rúður svo þú
sæjr vel út.
Iþróttaáhugi þinn var ódrepandi
og öll eigum við skemmtilegar end-
urminningar tengdar ferðum á völl-
inn, getraunum í Framheimilinu og
ýmsum uppákomum. Allur félags-
skapur er háður sjálfboðaliðum sem
bera hann uppi og ekki væri ama-
legt að hafa nokkra þína líka um
borð. Þú vildir allt fyrir þinn félags-
skap gera og studdir hann með ráð-
um og dáð.
Þú hafðir yndi af náttúninni og
veiðiskap. Þau voru yndisleg öll
björtu sumarkvöldin, sem við stóð-
um við Þingvallavatn og veiddum.
Mikið af tíma þínum fór í að að-
stoða okkur en smám saman gátum
við bjargað okkur sjálf.
Mörg ferðalög áttum við saman
bæði innanlands og utan og eru þau
vel geymd í minningunni. Þú varst
skemmtilegur ferðafélagi, forvitinn,
opinn og jákvæður fyrir öllu sem
fyrir augu okkar bar. Tíminn var
svo sannarlega notaður, því svo
margt framandi var að sjá.
Myndarskapur ykkar mömmu og
rausn við okkur öll og heimilið ykk-
ar, hvatningin og hrósið, sem þið
hafið alltaf verið svo óspör á við
okkur öll, á eftir að fylgja okkur
um ókomna tíð og gefa okkur styrk.
Ég sakna þín -svo mikið og bið þér
Guðs blessunar í nýjum heimkynn-
um.
Faðir þó mér fjarlægð hylji
friðargeisla augna þinna
ertu samt um allar stundir
engill kærleiksdrauma minna.
(Hulda.)
Þín dóttir,
Margrét.
Elsku Villi afi, góði, góði afi minn,
af hverju þú? Mér sem þótti svo
vænt um þig. Hvað sem hendir mig
mun ég ávallt hugsa um þig. Nú
er ég svo leið að þú hafír horfíð allt
í einu. Ég hef grátið tímunum sam-
an og því færi ég þér þetta, með
mynd og ljóði.
Rósa Birna.
Stjórn Brunavarðafélags Reykja-
víkur sem vill minnast góðs félaga
nú á kveðjustund fól undirrituðum
að skrifa nokkur orð fyrir hönd
félagsins.
Vilhjálmur hóf störf á slökkvi-
stöðinni í ársbyrjun árið 1960 og
var því búinn að starfa með okkur
í tæp 38 ár er kallið kom.
Margs er að minnast á löngum
starfsferli. Villi var gleðigjafi! Voru
þau Birna hrókar alls fagnaðar
þegar komið var saman í einkasam-
kvæmum eða á almennum fögnuð-
um slökkvistöðvarinnar á árum
áður og brunnur minninganna nær
ótæmandi þegar hugurinn leitar til
upphafsáranna hjá okkur sem hóf-
um störf á sama tíma og Villi. Þeir
voru ófáir brandararnir sem hrutu
af vörum hans og hlátur og glað-
værð hljómaði um stofur og sali á
þeim árum. Þau hjón Villi og Birna
voru afar vinsæl og vinamörg.
Flestir í bæjarlífinu þekktu þau á
þeim árum ef ekki í raun þá í sjón.
Á unglingsárunum sigldi Villi um
heimsins höf á skipum Eimskipafé-
lagsins. Það þótti talsverð upphefð
í því að þekkja skipveija sem höfðu
löglegan aðgang að víni og bjór og
var því mjög sóst eftir félagsskap
þeirra, þegar boð og bönn voru alls-
ráðandi hvað varðaði allar guða-
veigar í landi. Að loknum siglingun-
um réð Villi sig til náms í bifvéla-
virkjun hjá P. Stefánssyni og lauk
þaðan námi og skömmu eftir það
eða árið 1960 réðst hann til starfa
á slökkvistöðinni í Reykjavík.
Villi lenti í slæmu umferðarslysi
á haustmánuðum 1961 og slasaðist
það illa að hann varð aldrei jafn
góður eftir. Villi hóf síðan starf í
eldvarnaeftirlitinu árið 1969 sem
eldvarnaeftirlitsmaður og var síðan
skipaður yfireldvarnaeftirlitsmaður
í febrúar árið 1990.
Villi var vinsæl! meðai starfsfé-
laganna, ekki síst vegna þess að
hann átti ávallt bros eða gamanorð
á vörum til þeirra er hann mætti.
Þau hjónin tóku virkan þátt í
félaerslífi stöðvarinnar á meðan
heilsan leyfði. En hún gaf sig fyrir
nokkrum árum og þurfti hann eftir
það að fara oft í viku í nýrnavél á
Landspítaianum. Aldrei heyrðist
hann þó kvarta þó allir vissu hvílíka
þrautagöngu hann gekk. Þvert á
móti mætti hann okkur félögum
sínum með brós á vör og þegar
hann var spurður hvernig gengi var
svar hans ávallt „O, það gengur“.
Hann bar ekki vandamál sín á torg,
a.m.k. ekki við hvern sem var.
Villi stofnaði verslunina „Hár-
prýði“ fyrir nokkrum árum ásamt
Birnu konu sinni og rak hana af
myndarskap með henni til síðasta
dags.
Villi átti ekki síður hljómgrunn
meðal yngri starfsmanna slökkvi-
stöðvarinnar. Menn voru yfirleitt
ekki búnir að vera lengi í starfí
þegar þeir vissu hver Villi var.
Villi var Framari með stóru
EFFI. Var hann m.a. liðsstjóri
meistaraflokks Fram ím mörg ár.
Því sjá Framarar ekki síður en við
á eftir góðum félaga og liðsmanni.
Það var helst að morgunbrosið frysi
á vörum Villa ef Fram hafði geng-
ið illa á knattspyrnuvellinum degin-
um áður. Og þá gat hann ekki síð-
ur brugðið skapi ef hallað var á
Fram í umræðum um knattspyrnu.
Fram var best - hvað sem leið sigr-
um eða ósigrum.
Við söknum allir þessa félaga
okkar af heilum hug og hans verð-
ur minnst og vitnað til um mörg
ókomin ár.
Ég vil að lokum fyrir hönd
Brunavarðafélags Reykjavíkur
votta Birnu, börnunum og barna-
börnunum okkar dýpstu samúð.
Tryggvi.
Það var milt veður í Reykjavík
nóttina sem hann Villi dó í upphafí
aðventu. Vilhjálmur B. Hjörleifsson
var sannkallað Reykjavíkurbarn þó
svo hann flytti fullorðinn í Mos-
fellsbæinn. Hann ólst upp í Skugga-
hverfinu í nágrenni Þjóðleikhússins.
Þar var hann oft sem barn og fylgd-
ist með undraveröld leikhússins.
Seinna atvikaðist það svo að hann
hafði umsjón með öllum brunavörn-
um í Þjóðleikhúsinu til margra ára.
Villi sagði mér oft sögur af prakka-
rastrikum sínum á æskuárunum.
Maður fann að hann minntist þeirra
með söknuði og hlýju. Hann lærði
bifvélavirkjun hjá P. Stefánssyni en
starfaði ekki mikið við iðn sína. Af
námsárum hans heyrði ég einnig
sögur, um allskyns uppákomur og
skemmtilegheit.
Villi var af þeirri kynslóð sem
ólst upp í Reykjavík á meðan hún
var enn lítil. Það var ótrúlegt hvað
hann Villi þekkti marga og hvað
margir þekktu hann. Þetta lá ekki
bara í því að Reykjavík var lítill
bær þegar Villi var lítill, heldur í
persónu hans. Það ríkti alltaf glað-
værð og góður andi kringum hann.
Árið 1960 hóf Vilhjálmur störf
hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Þar
vann hann síðan í 38 ár, eða allt
þar til hann lést eftir erfiðan sjúk-
dóm, fyrst i varðliðinu og síðan í
eldvarnaeftirliti sem yfireldvarna-
eftirlitsmaður. Raunar var Villi
einn af hinum sönnu íslendingum
sem vinna minnst tvö störf. Allan
tímann sem ég þekkti hann var það
svo. Hann brallaði margt. Ég veit
ekki betur en hann hafi verið frum-
kvöðull að því að sprengja popp-
korn og selja fólki. Til margra ára
og allt þar til hann lést rak hann
ásamt konunni sinni, Birnu, versl-
un. Þetta dugði honum ekki, því
þær eru ófáar vinnustundirnar sem
hann hefur lagt fram í sjálfboða-
vinnu til Knattspyrnufélagsins
Fram.
Sjálfur kynntist ég Villa 1980
er ég hóf störf hjá Slökkviliði
Reykjavíkur. Allt frá fyrsta degi
reyndist hann mér vel. Studdi mig
og talaði í mig kjark ef með þurfti.
Það var mér hrein afslöppun að
vera með Vilhjálmi. Hann kom
auga á jákvæðu hliðarnar. Glað-
værð hans og léttleiki smitaði
mann. Ég kveð hann Villa með
söknuði og sendi fjölskyldu hans
samúðarkveðjur.
Hrólfur Jónsson
slökkviliðsstióri.