Morgunblaðið - 12.12.1997, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
j
ÁSTHILDUR
PÉTURSDÓTTIR
+ Ásthildur Pét-
ursdóttir fædd-
ist í Reykjavík 11.
júni 1934. Hún and-
aðist í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn
4. desember síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Dómkirkjunni 11.
desember.
Ásthildur Péturs-
dóttir lést þann 4.
desember sl. eftir
nærri árslöng þung-
bær veikindi.
Við hjónin kynntumst Ásthildi
fljótlega eftir að við fluttum í
Kópavoginn 1967. Með okkur
tókst mikil vinátta, sem stendur
ævilangt.
Það var heldur ekki neinn kost-
ur á því að heillast ekki af Ást-
hildi, þvílíkur fjörkálfur sem hún
var, síkát og geislandi af lífsorku,
gamansöm með ærslum en þó al-
varleg á stundum. Hún var inni-
legur þátttakandi í viðfangsefnum
óskylds fólks, í sorg og vandamál-
um daglegs lífs. Það var eins og
hún tæki fólk að sér, það varð
henni hjartfólgið og kært. Eftir á
að hyggja höfum við fáa þekkt
hennar líka. Svo einstök var hún
að allri gerð.
Það var því engin tilviljun, að
starf hennar seinni árin beindist
að fararstjórn með hópa aldraðs
fólks og aðra. En hjá Samvinnu-
ferðum-Landsýn starfaði hún í
áratug. Þá átti hún að baki langan
feril við störf að félagsmálum og
í stjórnmálum. Hún var bæjarfull-
trúi í fjöldamörg ár fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Kópavogi og
gegndi þar mörgum trúnaðar-
störfum. Hún var hamhleypa til
allra verka og sparaði sig hvergi.
Sjálfstæðisfólkið í bænum minnist
hennar með þakklæti og virðingu
fyrir ómetanlegt framlag til bæj-
arfélagsins og félagsstarfsins í
bænum.
Maður hennar, Páll Þorláksson
rafverktaki, var einn af hinum
mætustu mönnum sem nokkur
hittir, traustur, yfírvegaður en
ákveðinn. Með þeim hjónum var
jafnræði og voru þau mjög dáð af
öllum sem þeim kynntust sakir
glæsileika og mannkosta. Þau áttu
fagurt heimili þar sem gestrisni
var mikil. Minnumst við margra
góðra stunda þar, sérstaklega þeg-
ar þau efndu skyndilega til dýrlegr-
ar veislu fyrir okkur hjónin, vegna
þess að úr okkar fjölskyldu höfðu
látist á skömmum tíma margir
nákomnir ættingjar. Það var
ógleymanlegt kvöld í góðra vina
hópi og sýndu hjónin þarna þessa
einstöku umhyggju fyrir óskyldu
fólki, sem var svo einkennandi fyr-
ir allt líf Ásthildar Pétursdóttur.
Páll Þorláksson lést langt fyrir
aldur fram í kosningabaráttunni
1986. Eftir það gegndi Ásthildur
áfram bæjarfulltrúastörfum til
1990 en festi eigi sama yndi í póli-
tík. Hún tregaði Pál mikið.
1991 kynntist hún Ásgeiri Niku-
lássyni og héldu þau hús saman
þar til yfir lauk. Ásgeir reyndist
Ásthildi frábærlega vel og í veik-
indum hennar vék hann vart frá
henni. Það var áreiðanlega mikil
gæfa fyrir Ásthildi að kynnast slík-
um mannkostamanni, sem Ásgeir
er í sjón og raun. Var hann henni
vel samboðinn að dómi okkar gam-
alla vina hennar, sem láta sig slík
mál töluvert varða.
Að leiðarlokum viljum við þakka
fyrir þau foréttindi að hafa átt
samleið með Ásthildi Pétursdóttur.
Hún er ógleymanleg manneskja, í
fremstu röð hvar sem hún kom eða
hvað sem hún gerði. Eftirlifandi
ástvinum hennar sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Steinunn og Halldór.
Á ferð í gegnum líf-
ið verða á vegi okkar
ólíkir einstaklingar.
Einstaklingar, sem
renna fram hjá í dags-
ins önn eða verða
samferðamenn. Ein-
staklingar, sem hafa
misjafnlega mikil
áhrif á okkur. Hinu
undarlega ferðalagi
tilverunnar lýsir
skáldið Tómas Guð-
mundsson vel í kvæð-
inu Hótel Jörð, „því
það er svo misjafnt,
sem mennirnir leita
að, og misjafn tilgangurinn, sem
fyrir þeim vakir.“ Það er lán fyrir
hvern og einn að eignast góða og
trausta vini. Ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að eiga Ásthildi
Pétursdóttur að vini. Ásthildur var
einstaklega gefandi í mannlegum
samskiptum, varpaði birtu á um-
hverfi sitt og laðaði fram það
besta í samferðamönnum sínum.
Hún var glaðvær, jákvæð og
hvetjandi og gerði hversdagslífið
bæði skemmtilegra og hlýrra. Með
henni var hversdagslífið ekki
hversdagslegt.
Leiðir okkar Ásthildar lágu
fyrst saman í stjórnmálaskóla
Sjálfstæðisflokksins fyrir tæpum
tuttugu og fimm árum. Þar var
saman kominn fjölskrúðugur hóp-
ur einstaklinga á öllum aldri, alls
staðar að af landinu og með marg-
víslegan bakgrunn. Einstaklingar
sem lítið þekktust áður en voru
komnir þarna saman vegna áhuga
á stjórnmálum og sjálfstæðis-
stefnunni. í svona hópi skera sig
fljótt ákveðnir einstaklingar úr.
Ásthildur varð fljótt sú sem tengdi
menn saman með glaðværð sinni
og uppörvandi framkomu. En
jafnframt kom glöggt fram að á
bak við gáska og hlátur bjó sterk
pólitísk sannfæring og næmur
skilningur á fólki. Þá voru hnýtt
vinabönd sem ekki hafa slitnað.
í framhaldi af kvennaárinu
1975 varð til innan Sjálfstæðis-
flokksins óformlegur kvennahóp-
ur þegar við stofnuðum nokkrar
til slíks hóps til að treysta böndin
og styrkja hver aðra. Þar komu
saman úr ólíkum áttum konur,
sem gegndu ýmsum trúnaðar-
störfum. Óhætt er að segja að í
þessum vinkvennahópi hafi Ást-
hildur verið lífið og sálin. Hún var
sú sem gerði allt skemmtilegt,
jarðbundin en þó um leið sú, sem
lyfti umræðunni þegar þörf var á
og hafði einstakt lag á að létta
andrúmsloftið.
Ásthildur var mikill og einlægur
sjálfstæðismaður og starfaði að
sveitarstjórnarmálum um árabil. I
starfi sveitarstjórnarmannsins
nutu eiginleikar hennar sín vel.
Hún var einstaklega áhugasöm
um umhverfi sitt og lét velferðar-
mál bæjarbúa sig miklu varða.
Hún starfaði í félagsmálaráði, að
dagvistarmálum, fræðslumálum
og málefnum aldraðra svo eitt-
hvað sé nefnt. Ásthildur ræktaði
ekki síður starfið innan Sjálfstæð-
isflokksins og gaf mikið af sjálfri
sér, tíma sínum og orku í það.
Hún skildi öðrum fremur mikil-
vægi mannlegra samskipta í pólit-
ísku starfi. Hún var ötull flokks-
maður og var heimili þeirra Páls
við Fífuhvammsveg í Kópavogi
vettvangur fjölmargra funda og
mannfagnaða.
Mannkostir Ásthildar og fjöl-
breyttir hæfileikar komu líka í'ljós
í leiðsögumannsstarfinu sem hún
gegndi hin síðari ár. Foreldrar
mínir voru meðal þeirra fjölmörgu
sem nutu leiðsagnar hennar. Frá
ferðalagi um Islendingabyggðir í
Kanada minnast þeir hennar sem
yndislegrar manneskju, sem á sinn
umhyggjusama og yfirvegaða hátt
náði til hvers einasta í hópnum
og gerði ferðina enn eftirminni-
legri.
í tæpt ár hefur Ásthildur barist
við krabbamein. Því mótlæti
mætti hún af miklu æðruleysi og
tapaði aldrei gleði sinni og reisn.
En enginn má sköpum renna og
nú er komið að kveðjustund. I
byijun aðventu þegar ljósin tendr-
ast eitt af öðru slokknaði lífsljós
Ásthildar. Aðventan var hennar
tími og þann tíma notaði hún til
að gleðja aðra og færa vinum sín-
um birtu og gleði. Yfir minningu
hennar er birta og gleði og í hug-
um vina og ástvina mun hún
áfram lifa. Á kveðjustund er þakk-
læti mér efst í huga. Innilegt
þakklæti fyrir einlæga og sanna
vináttu. Við Geir sendum ástvin-
um hennar samúðarkveðjur og
biðjum Guð að blessa minningu
Ásthildar Pétursdóttur.
Inga Jóna Þórðardóttir.
Desember, jólamánuðurinn er
kominn. Ásthildur Pétursdóttir,
jólabarnið mikla, hefur kvatt.
Ýmsum er það gefið að vera
gleðigjafar og það var Ásthildur,
vinkona mín, svo sannarlega.
Henni tókst að klæða hversdags-
leikann hátíðarbúningi með nær-
verunni einni. Ekkert var það sem
henni virtist svo leiðinlegt að ekki
sæi hún eitthvað skemmtilegt við
það líka. Ekkert virtist henni svo
erfitt að hún greindi ekki ljósið
framundan. Glaðværð hennar og
jákvætt lífsviðhorf snerti alla í
návist hennar og nutu þeir góðs
af. Ég var ein af þeim. Að eiga
vináttu Ásthildar hef ég ætíð talið
mikil forréttindi og fyrir það er
ég þakklát.
í jólamánuðinum, mánuði ljósa-
dýrðar og gleði, kveður hún og
heldur til annarra starfa. Ferðinni
hér er lokið. Ég þakka Ásthildi
fyrir að fá að vera samferða henni
hluta af leiðinni.
Einlægar samúðarkveðjur sendi
ég fjölskyldu hennar.
Linda Rós Michaelsdóttir.
Ásthildur æskuvinkona mín er
látin. Við vorum rétt fimm ára
þegar leiðir okkar Iágu fyrst sam-
an. Það var mikill fengur að eign-
ast hana sem vinkonu. Hún var
full af lífsorku og gleði, áræðin
og hugrökk, fljót að taka ákvarð-
anir og fylgja þeim eftir. Hún
hafði afar sterka útgeislun. Þessir
eiginleikar nýttust henni í hveiju
því sem hún tók sér fyrir hendur,
hvort sem það var inni á heimil-
inu, í stjórnmálastarfi eða í farar-
stjórn.
Ásthildur átti gott æskuheimili
í Þjórsárgötu 3 í litla Skeijó, þar
sem foreldrar hennar höfðu byggt
sér hús. Þar ólst hún upp í stórum
systkinahópi, í vinnugleði og glað-
værð. Foreldrar Ásthildar, Pétur
og Jórunn, voru einstök hjón. Pét-
ur hafði fast starf sem bílstjóri
hjá frystihúsinu Herðubreið og
Jórunn sem hafði stundað nám í
Kennaraskólanum gætti bús og
barna sem var æði mikið starf,
þar sem þau ræktuðu garðinn sinn
heima fyrir á margvíslegan hátt.
Þau voru alla tíð með búskap,
kýr, kindur og hænsni og þar af
leiðandi vel bjargálna. Jórunn var
nútímakona, hún fékk ólíklegasta
grænmeti til þess að þrífast í garði
sínum og nýtti það sem aðrir töldu
til illgresis í matargerð. Það voru
til dæmis ekki margir á þessum
árum sem notuðu hvönnina sem
krydd í mat, en það gerði Jórunn.
Á bernskuheimili Ásthildar var
ávallt gestkvæmt. Foreldrar henn-
ar vildu sjá ungt fólk mennta sig
og töldu þess vegna ekki eftir sér
að hlúa að námsfólki í lengri eða
skemmri tíma með fæði og hús-
næði. Þar má telja systurson Jór-
unnar, Pálma Jónsson sem kennd-
ur var við Hagkaup, sem var þar
til heimilis fyrstu háskólaár sín.
Sjálf get ég aldrei fullþakkað
þeim Pétri og Jórunni þann hlýhug
og góðvild sem þau sýndu mér
alla tíð, en ég átti eftir að tengj-
ast fjölskyldu þeirra á annan hátt,
þar sem eiginmaður minn, Ólafur
Steinar Valdimarsson, var bróður-
sonur Péturs. Þannig var ég end-
anlega komin inn í fjölskylduna.
Það urðu aðeins þrír mánuður á
milli þeirra bræðrabarna.
Þegar Halldór fisksali, sem
stofnaði íþróttafélagið Þrótt, lagði
til við okkur stelpurnar að stofna
handboltadeild, vorum við Ásthild-
ur með í þeim hópi og æfðum með
fyrstu árin. Við létum það ekki
nægja heldur stunduðum við sjób-
öð í Nauthólsvík eftir æfingar.
Þannig leið æska okkar í litla
Skeijó þar sem íbúarnir voru eins
og ein fjölskylda. Þetta litla sam-
félag var eins og lítill þjóðflokkur.
Þegar bréf bárust frá útlöndum,
sem ekki var oft, voru bréfin stíl-
uð á viðtakanda ásamt götuheiti
og númeri, síðan bara Skeijafjörð-
ur, ísland. Það var ekkert minnst
á Reykjavík.
Ásthildur eignaðist góðan lífs-
förunaut, Pál Þorláksson rafyrkja-
meistara, sem varð bráðkvaddur
rétt rúmlega fimmtugur. Þau
kynntust ung að árum, í gagn-
fræðaskóla, og héldust þétt í
hendur alla tíð. Fyrstu búskapar-
árin bjuggu þau á Grettisgötu 6
í húsi foreldra Páls, sem hún bar
ávallt mikla virðingu fyrir, og var
samband þeirra alltaf einstaklega
traust og gott. Fljótlega réðust
þau í að byggja framtíðarheimili
sitt á Fífuhvammsvegi 39 í Kópa-
vogi og bjuggu þar í ástríku hjóna-
bandi ásamt börnunum sínum
tveimur Björgvini og Margréti.
Síðar bættust í hópinn tengdabörn
og barnabörn, sem Ásthildur var
afar stolt af. Með árunum urðu
þau bæði virk í félagsmálastarfi,
hann í sínu fagfélagi og hún í
sveitarstjórnarmálum, þar sem
hún sat fyrir Sjálfstæðisflokkinn
í bæjarstjórn í lengri tíma.
Á síðasta áratug hefur Ásthild-
ur alfarið starfað sem fararstjóri
hjá Samvinnuferðum-Landsýn og
er löngu orðin landsþekkt sem
slík, enda var slagorðið þetta:
Kátir dagar með Ásthildi Péturs-
dóttur.
Fyrir nokkrum árum þegar ég
hitti Ásthildi í vinahópi geislaði
hún af gleði og hamingju. Þar
hvíslaði hún að mér að hún væri
búin að eignast vin, Ásgeir Niku-
lásson. Samband þeirra veitti
henni mikla lífsfyllingu. Þau ferð-
uðust mikið saman og stunduðu
golf sem var mikið áhugamál
þeirra beggja. í veikindum Ást-
hildar veitti Ásgeir henni allan
þann stuðning og umhyggju sem
unnt var.
Ég votta Ásgeiri, börnum henn-
ar Björgvini og Margréti, tengda-
börnum, barnabörnum og systkin-
um Ásthildar mína dýpstu samúð.
Ég kveð Ásthildi með virðingu og
þökk fyrir allt.
Fjóla Magnúsdóttir.
Hún brá jafnan birtu á um-
hverfi sitt, mágkonan mín kæra,
Ásthildur Pétursdóttir. Stórar eðl-
iseinkunnir hennar voru glaðværð,
bjartsýni, hugmyndaríki, dugnað-
ur og framkvæmdagleði, - ástríki.
Náin samfylgd í áratugi skilur
eftir margar minningar. Heimili
þeirra Ásthildar og Páls Þorláks-
sonar vinar míns á Fífuhvamms-
vegi í Kópavogi var rómað fyrir
rausn. Þau voru samhent hjón í
ástríku og farsælu heimilislífi með
börnunum tveimur, Björgvini og
Margréti. Páll, íhugull og útsjón-
arsamur, búhöldur góður. Ásthild-
ur, félagslynd, virkur þátttakandi
í bæjarmálum og Sjálfstæð-
isflokknum, lét til sín taka víða.
Hún var frumkvöðull í málefnum
aldraðra og þjóðkunn fyrir farar-
stjórn eldri borgara um heimsins
höf í tvo áratugi. Hún var af öllum
störfum sínum vinsæl. Oftar en
ekki naut ég þess að staðsetja
mig í tilverunni með því að vera
kvæntur systur Ásthildar Péturs-
dóttur. Ásthildur var þó umfram
allt íjölskyldumanneskja, umvafði
sitt fólk, enda af því ástsæl mjög.
Á heimili Ástu og Palla var ætíð
gott að koma, hvort sem var
hversdags eða spari. Þar var ætíð
veislukostur. Hvað sem öllum önn-
um þeirra hjóna leið höfðu þau
alltaf tíma fyrir vini og vanda-
menn. Fjölskylda mín hefur senni-
lega á engu heimili setið jafn
marga fagnaði og þar, með vinum
og vandamönnum í fjölbreytilegri
samsetningu við ólíkustu skilyrði.
Það var þungt og ótímabært
fráfallið hans Páls í maí 1986,
aðeins 52 ára gamals. Ásthildur
syrgði hann ákaflega, að vonum.
Við þann atburð varð auðvitað
gagnger breyting á lífi Ásthildar,
sem í sinni djúpu sorg nýtti þó
sínar bestu eðliseinkunnir og varð
öðru fólki ekki minni gleðigjafi
en áður. Hún einhenti sér í farar-
stjórn fyrir eldri borgara sem aldr-
ei fyrr. Hún flutti á Seltjarnarnes
og hefur síðustu árin búið þar í
ástúðlegu samfélagi við Ásgeir
Nikulásson, afbragðsmann. Með
glaðsinni sínu og atorku virtist
Ásthildur alltaf vera bráðung.
Þess vegna kom okkur svo mjög
að óvörum, fremur en ella, þegar
illkynja sjúkdómur heltók hana í
ársbytjun. Engu var síðan eirt.
Fjölskyldan hefur fylgst með því
magnþrota til loka og er harmi
lostin. Síðustu mánuðir eru sem
hendi væri veifað. En Ásthildur
sjálf brást ekki sinni gerð, miðlaði
frá sér kæti á hveiju sem gekk,
nær til endaloka. Það er umhugs-
unarvert. Ásta okkar allra setti
mark sitt á samtíðina, hún skilur
eftir sig góð spor með lífi sínu.
Við söknum hennar og syrgjum
hana djúpt. Lífið er litasnauðara
að Ástu genginni, — en minning-
arnar eru góðar, hlýjar og elsku-
legar.
Við vottum Ásgeiri vini hennar,
Björgvini, Sigrúnu og dætrum
þeirra, Margréti, Sverri og börn-
um þeirra, öldruðum tengdaföður,
Þorláki Jónssyni, öðrum vanda-
mönnum og vinum dýpstu samúð.
Guði sé lof og dýrð við minningu
sólargeislans Ásthildar Péturs-
dóttur. Guð almáttugur umvefji
kærleik sínum eilíft líf þeirra Páls
Þorlákssonar í samfélagi við sig.
Páll Bragi Kristjónsson.
Ég get ekki látið hjá líða að
skrifa nokkrar hugleiðingar og
kveðja vinkonu mína Ásthildi Pét-
ursdóttur, sem í dag er kvödd
hinstu kveðju. Það var það síðasta
sem mér datt í hug, að hún ætti
svo stutt eftir þegar hún kom í
herbergið til mín á Reykjalundi
falleg, glæsileg, vel klædd, hressi-
leg og um fram allt kát. Þarna
kynntist ég á fáum vikum ógleym-
anlegri konu sem var eins og ég
hefði þekkt alla ævi. Svo vel náð-
um við saman, að við urðum strax
mestu mátar og vinkonur og trúð-
um hvor annarri fyrir okkar lifs-
rás. Ég man ekki til að hafa
skemmt mér svona vel með nokk-
urri manneskju. Við vorum síhlæj-
andi og sprellandi jafnt að degi
sem nóttu. Ef við vöknuðum
óvænt samtímis, gátum við velst
um af hlátri. Við leiddumst um
svæðið, sprelluðum við fólk og
kölluðum okkur tvær úr Tungun-
um. Engum datt í hug að Ásthild-
ur væri um það bil að kveðja þenn-
an heim. Ég er viss um að mikil
kátína og hlátur hressir upp á
hugann. Asthildur kemur til með
að lifa í minningu minni sem mik-
ill gleðigjafi.
Hennar indælu fjölskyldu votta
ég mína innilegustu samúð og
veit að þótt missir ykkar sé sár,
voruð þið mjög rík að eiga hana.
Guð blessi minningu Asthildar.
Ragnheiður Agústsdóttir.
Ljúfar minningar streyma
gegnum hugann þegar minnst er
samfylgdar við Ástu. Kærasta og
síðar eiginkona elsta bróðurins
auðgaði óneitanlega líf yngri