Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 55
einkaleyfi í Bandaríkjunum á sínum
tíma. Þegar sótt var um einkaleyfi
fyrir uppfínningu Cohen og Boyer
höfðu birst greinar í vísindariti sem
fyrirgerði rétti þeirra til einkaleyfis
annars staðar en í Bandaríkjunum.
Þótt tekjurnar af uppfinningu Cohen
og Boyer séu miklar, glötuðust einn-
ig miklir möguleikar við það að ekki
var hægt að tryggja réttindin í öðr-
um löndum vegna ótímabærrar birt-
ingar. Með kerfi sem þessu er hægt
er að mæla árangur rannsóknar-
starfseminnar með mun beinni hætti
en annars og samhliða tryggja
ávinning fyrirtækja, rannsókna-
stofnana og vísindamanna.
Á Alþingi var á sl. vetri lagt fram
frumvarp um breytingar á skattalög-
um þar sem gert var ráð fyrir að
rekstraraðilum sé heimilt að færa
til gjalda tvöfalda þá upphæð sem
þeir leggja til öflun einkaleyfa sem
leiðir af rannsóknum og þróun-
arstarfi. Leiða má rök að því að
skattaívilnanir af þessu tagi geti
borgað sig margfalt þ.m.t. fyrir rík-
issjóð. Örugg verndun eignarréttar
á sviði iðnaðar leiðir til bættrar sam-
keppnisstöðu atvinnulífsins. Frum-
varpið náði ekki fram að ganga að
þessu sinni en vonandi verður það
lagt fram að nýju á því þingi sem
nú stendur.
Niðurstaða mín er að við verðum
að taka okkur á í umgengni um nið-
urstöður rannsókna og þróunarstarf-
semi. Fyrirtæki, rannsókna- og
menntastofnanir og aðrir þeir sem
hlut eiga að máli verða að leggja
meiri áherslu á að vernda eignarrétt-
inn. Hvaða vit er í því að stunda
rannsóknir og þróunarstarfsemi ef
samkeppnisaðilarnir geta óhindrað
nýtt sér niðurstöðurnar án þess að
leggja fram eina einustu krónu?
Samkeppnisstaða okkar batnar ekki
nema við mörkum nýja stefnu í vernd
eignarréttar á niðurstöðum rann-
sókna og þróunarstarfsemi.
Höfundur er starfsmaður Marel
hf.
Bætt kjör kvenna
skila sértil barnanna
og samfélagsins.
Munið gíróseðlana.
<Gu" HJÁLMRSTOFNUN
\~\rj KIRKJUNNAR
- heima og heiman
i
ÚTIVISTARVÖtiUR
Hurricane
SetMicro
Cascade
Léttur útivistarjakkL Vatnsheldni 8400 mm.
Góðir öndunareiginleikar. Hægt er að
renna flís í jakkann. Góður jakki fyrir
göngufólk.
Litir: Blátt / Rautt / Grænt
Verð kr. 16.900,-
Öflugur útivistarjakki. Vatnsheldni 8400 mm.
Með góðum öndunareiginleikum. Hægt er að
renna flís í jakkann. Þolir vel íslenska veðráttu.
Litir: Blátt / Rautt / Grænt
Verð kr. 18.900,-
Flíspeysur úr sérlega léttu
og þéttofnu flísefni.
Litir: Blátt / Rautt / Grænt
Verð kr. 7.990.-
Warm & Drv
Hf Nærföt úr þunnu
ffi flísefni sem dregur
ffjF raka frá líkamanum
heldur þérvel þurrum
heitum. Auðveltaðþvo
þurrkunartími stuttur.
Litir: Blátt / Grátt
Verð:
Hlýraholur kr. 1.995.-
Stutterma kr. 2495.-
Síðerma kr. 2.650,-
Síðbuxur kr. 2650.-
IjS; Nærbuxurkr. 1895.-
Léttur svefnpoki, aðeins 1850 gr
en frostþol -18°C.
Vönduð HIGH LOFTfiberfylling.
Flottur poki í gönguferðirnar.
Verð kr. 9.900,-
Einstaklega þægilegur
svefnpoki með TREVIRA
fiberfyllingu.
Vegur aðeins 2290 gr en þolir
frost niður í allt að -27°C.
Verð kr. 14.500,-
Oflugur svefnpoki á góðu verði.
Vönduð TREVIRA fiberfylling.
Frostþol -24°C. Þyngd 1990 gr
Góður poki í útileguna.
Verð kr. 9.900.-
Earthquake
Walker
Performic
Öflugur 55 lítra alhliða
bakpoki með stillanlegu
baki. Allar stillingar eru
auðveldar og hann hindrar
ekki hreyfingar, þökk sé
hinu frábæra TCS
burðarkerfi.
Litir: Rautt/Blátt
Verð kr. 14.500.-
Léttur19 lítra poki sem liggur einstak-
lega vel. Hjálmapoki og bakpokahlíf
fylgja með. Tilvalið fyrir hjólreiðafólk.
Verð kr. 3.990,-
30 lítra bakpoki. Léttur og þægilegur
poki sem ertilvalinntil styttri ferða sem
dagsferða.
Litir: Rautt / Blátt / Grátt
Verð kr. 4.300.-
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 581 4670 • Fax: 581 3882
Svefnpoki
Svefnpoki
Svefnpoki
Nærföt
Bakpoki
Bakpoki
Jólapakkatilboð Póstsins
Póstur og sími býður viðskiptavinum sínum sérstakt
jólapakkatilboð fyrir jólapakkana innanlands. Skilyrði er
að sendingin sé send í sérstökum umbúðum (sjá mynd).
Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum
umbúðum greiðir þú aðeins 310 kr. fyrir pakkann, þyngd
hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir frá
1.-23. desember 1997 og skiptir þá engu hvert þú sendir
pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er í þessum
umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr.
PÓSTUR OG SfMI HF
Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst- og símstöðvum.
Með því að nota jólapakkatilboð Póstsins hefur þú valið
eina fljótlegustu, öruggustu og ódýrustu leiðina til að
senda jólagjafirnar í ár.
Umbúðir stærð BJ
(23x31x12 cm.)
+ burðargjald = 310 kr.
Má senda hvert sem er
innanlands.