Morgunblaðið - 12.12.1997, Qupperneq 58
58 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
í lítilli rannsókn hér á íslandi
kom fram að nánast allir höfðu
sagt einhverjum í sinni allra nán-
ustu fjölskyldu frá smitinu en það
gátu liðið nokkrir mánuðir ef ekki
ár áður en þau töldu í sig kjark
að gera það. Það kom einnig fram
að ef tengsl voru góð frá því áður
styrktust þau en ef tengslin voru
ekki góð frá því áður þá urðu þau
verri. Fordómarnir geta einnig
haft áhrif á aðra þætti í lífi hins
smitaða t.d. gagnvart vinatengsl-
um hans, þjónustu og atvinnu.
Smit af völdum HIV er mikið
álag í sjálfu sér en fordómarnir
sem ennþá finnast í hugum allt
of margra í samfélaginu auka
þetta álag mikið. Börn og ungling-
ar eru næm og þau fínna hvemig
foreldrunum líður og þeim getur
liðið illa sjálfum. Oftast taka þau
líka þátt í leyndinni. Breytingarnar
og álagið vegna sjúkdómsins, for-
dómanna og leyndarinnar hafa því
mikil áhrif á allt líf þeirra.
Allir einstaklingar sem verða
fyrir áfalli gefst einnig tækifæri
til þess að takast á við kreppuna
á farsælan hátt og þar með öðlast
meiri þroska og vellíðan. Þetta á
einnig við um alla fjölskyldu HIV-
smitaðra. Ef vel á að takast til
þarf allavega að vera til staðar
sterkur vilji hins HlV-jákvæða til
að leggja á sig þá vinnu sem þarf
til að bijóta upp óþolandi mynstur.
Hér hefur aðstoð og stuðningur frá
hinum nánustu reynst afskaplega
mikilvægur. Aðrir hafa notið að-
stoðar fagfólks. Það er mikilvægt
að gleyma ekki börnunum og ungl-
ingunum þegar unnið er í þessum
málum. Þessir möguleikar um að-
stoð ættu alltaf að standa öllum
íjölskyldumeðlimunum til boða.
Þess vegna er mikilvægt að við
öll reynum að uppræta eigin og
annarra fordóma gagnvart HIV-
smituðum og fjölskyldum þeirra
og sýna þeim þess í stað skilning
og oft langþráðan stuðning. Ef
einhver HlV-smitaður, barn, ungl-
ingur eða einhver annar aðstand-
andi vill ræða um eitthvað sem
þeim liggur á hjarta, er hægt að
hafa samband við félagsráðgjafa
HlV-smitaðra eða aðra sem veitt
geta aðstoð.
Óhætt er að fullyrða að ungling-
ar á íslandi séu í áhættuhópi við
að smitast af HIV. Þegar horft er
á tölur utan úr heimi kemur fram
að smitun á sér einkum stað hjá
fólki undir 25 ára aldri. I Bandaríkj-
RflFTíEKMPERZLUN ÍSLflNDS FE
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
ÞEGAR horft er út í hinn stóra
beim er ástand mála hjá HlV-smit-
uðum uggvænlegt. Bara í fyrra
höfðu tæplega 3 milljónir barna
smitast af alnæmisveirunni og 27
milljónir fullorðinna. Helmingur
þessara barna er látinn ogl/5
hinna fullorðnu. Á hveijum degi
smitast um 1000 börn og 7.500
fullorðnir, en tæplega helmingur
þeirra er konur. Talið er að þessar
tölur geti verið mun hærri.
í yfir 70% tilvika eru það gagn-
kynhneigðir sem smitast og tala
kvenna, barna og unglinga hækkar
stöðugt. í sumum löndum Afríku,
Asíu, Ameríku og einnig í Evrópu
hafa böm misst báða foreldra sína
úr alnæmi og fjöldi munaðarlausra
barna er orðinn stórt vandamál.
Mörg þessara munaðarlausu barna
eru einnig smituð sjálf.
Hér á Islandi eru aðstæður öðru-
vísi. Það er ekki vitað til þess að
neitt barn hafi smitast af KlV-veir-
unni, né að börn hafi misst báða
foreldra sína úr alnæmi. Við getum
því á margan hátt talist lánsöm.
En börn og unglingar hér á landi
hafa samt ekki farið varhluta af
þessum sjúkdómi. Frá upphafi hafa
greinst 113 manns HlV-jákvæðir
og yfir 30 þeirra hafa dáið. Á eins
til tveggja mánaða fresti greinist
einstaklingur smitaður. Fjöldi
gagnkynhneigðra og kvenna eykst
mest eins og úti í hinum stóra
heimi.
Þegar einstaklingur innan fjöl-
skyldunnar reynist vera með lífs-
hættulegan sjúkdóm, hefur það
tvímælalaust mikil áhrif á börnin
og unglingana og alla aðra fjöl-
skyldumeðlimi. Jafnvægi sem ríkir
dagsdaglega innan fjölskyldunnar,
í samskiptum, vinnutilhögun, hlut-
verkaskipan, tilfinningalega og á
ýmsan annan hátt, raskast.
Sá sem greinist HlV-jákvæður
í fjölskyldunni upplifir andlega
kreppu. Tilfinningar eins og doði,
reiði, afneitun, sorg og ótti koma
fram á yfirborðið missterkt eftir
einstaklingum og eru breytilegar
eftir því hvar í kreppunni einstakl-
ingurinn er. Mörgum finnst þeir
óhreinir, ógeðfelldir eins og þeir
væru eitraðir. Sjúkdómurinn er
ógun við tilvist hins HlV-jákvæða
NOKIA1611
gsm Sfivu
Þyngd 250 gr.
3 1/2 klst.
taltími
110 klst.
biðtími
ver» ***: X'
<19.490-*
eKpertl
a íslandi
og smitið knýr á breyt-
ingar í kynhegðun.
Það getur verið erfitt
fyrir marga. Hin and-
lega kreppa verður oft
viðvarandi, af því að
ógn dauðans er alltaf
til staðar.
Böm og unglingar
og aðrir fjölskyldu-
meðlimir fara ekki
varhluta af því sem er
að gerast í fjölskyld-
unni. Þau geta einnig
upplifað andlega
kreppu og liðið illa.
Þau eru gjarnan
áhyggjufull og hrædd
við að missa föður sinn
eða móður sína eða þau horfa upp
á hann eða hana veikjast meir og
meir og síðan deyja. Þau geta líka
verið hrædd við að smitast sjálf.
Ótti þeirra og hræðsla geta síðan
haft áhrif á námsgetu, hegðun og
á aðra þætti í þeirra lífí. Ef foreldr-
ar hafa skilið áður en annað for-
eldrið greindist smitað, verður upp-
lifun barnsins eða unglingsins
samt sterk.
Fjölskyldur eru eins og gengur
mishæfar til að takast á við slika
erfíðleika. Það fer eftir bakgrunni
þeirra, persónugerð hvers og eins
og hvemig þeim sem einstakling-
um og ljölskyldu hefur tekist að
takast á við áfall áður. Það fer líka
eftir því hvort íjölskyldan á auð-
velt með að tala saman og veita
innbyrðis stuðning. Rannsóknir
hafa sýnt að fái fjölskyldan góðan
stuðning frá nánum vinum, ætt-
ingjum eða fagfólki, hafi það mik-
ið að segja um framvindu krepp-
unnar og vellíðan fjölskyldumeð-
limanna.
Það sem gerir þennan sjúkdóm
öðravísi en aðra lífshættulega sjúk-
dóma er að sjúkdómurinn er ekki
bara ógnun við tilvist hins smitaða.
Hinn sýkti og ijölskylda hans hafa
líka þurft að mæta fordómum, mis-
munun og höfnun frá umhverfmu
vegna sjúkdómsins allt fram til
dagsins í dag. Fordómarnir hafa
vafalaust minnkað með áranum en
þeir era ennþá til staðar.
Þeir eiga sér sögulegar rætur
sem virðast lifseigar. Þetta eru t.d.
ranghugmyndir um
smitleiðir, sem leiða
af sér óraunhæfan
ótta fólks við að smit-
ast. Það hefur eflaust
líka haft sitt að segja
að hópar sem lengi
hafa átt undir högg
að sækja í okkar sam-
félagi, þ.e.a.s. homm-
ar og fíkniefnaneyt-
endur, greindust fýrst
smitaðir í upphafi al-
næmis. Auk þess hef-
ur lengi hvílt mikil
bannhelgi yfír allri
umræðu um kynlíf, en
kynlíf er einmitt að-
alsmitleið HlV-smits.
Alnæmisumræðan hefur orðið til
þess að staða samkynhneigðra og
umræða um kynlíf hefur verið að
opnast heilmikið að undanförnu.
Fólk hefur einnig orðið meðvitaðra
um smitleiðirnar. En ofangreindir
þættir virðast ennþá rista það djúpt
í vitund manna að áhrifa þeirra
gætir í lífi hins HlV-smitaða í dag.
Fordómarnir geta t.d. komið í ljós
í Bandaríkjunum er al-
næmi algengasti dauð-
dagi fólks á aldrinum
25 til 44 ára og 6. al-
gengasti dauðdagi ung-
menna 15 til 24 ára.
Sigurlaug Hauksdótt-
ir segir óhætt að full-
yrða að unglingar á ís-
landi séu í áhættuhópi
gagnvart HIY-smiti.
ef HlV-jákvæður einstaklingur
ákveður að segja frá smiti sínu.
Þá á hann á hættu að vera hafnað
og gengur ekki endilega að samúð
og stuðningi vísum, sern er honum
mjög mikilvægt. Ef einstaklingur-
inn hins vegar velur að segja ekki
frá smiti sínu á hann á hættu að
afneita sjálfum sér og fínnast hann
mislukkaður. Þetta getur síðan
leitt til sjálfsásökunar og minnk-
andi sjálfsvirðingar sem getur haft
þau áhrif að fólk einangrar sig
bæði tilfinningalega og félagslega.
Sigurlaug
Hauksdóttir
GULLSMIÐJAN
'C///Jr///I .
.*////&//!//J///'
LÆKJARGATA 34C HAFNARFIRDl SÍMI 565 4453
I 'M. !
gönguskor
Meindl Arlberg barna- og ung "íyasiru
Léttir gönguskór úr leðri og rúskinni með
góðum sóla.
-líka ijóðir í skólann í vetur!
Stærðir 28-35 Kr. 5.980,-
Stærðir 36-42 Kr. 6.600.-
-ferðin gengur vel áMeindi
WÚTILlF
OLMSIBM • SlMI SSI 2922
BÖRN OG UNGLINGAR
í HEIMIALNÆMIS