Morgunblaðið - 12.12.1997, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 12.12.1997, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 59 unum er alnæmi algengasti dauð- dagi 25 - 44 ára fólks og 6. algeng- asti dauðdagi 15-24 ára fólks. Ákveðnir unglingahópar eru í meiri hættu en aðrir. í Banda- ríkjunum eru það fíkniefnaneyt- endur og vinir / vinkonur þeirra, hommar, heimilislausir, fátækir og atvinnulausir unglingar. Það má búast við að þessu sé svipað farið hér. Það þarf því að gefa þessum hópum sérstakan gaum. Hvernig skyldi þekking þessara unglinga á smitleiðum HIV vera hér á landi og hvernig ætli þeim gangi að nýta sér þekkingu sína? Til þess að svara þessu er vert að skoða íslenska könnun á kyn- hegðun ungs fólks og þekkingu þeirra á smitleiðum alnæmis, sem gerð var meðal 65 ungmenna á ildrinum 14-20 ára á árunum 1994 og ’95. Unglingamir komu :'rá útideild og unglingadeild Fé- agsmálastofnunar, Unglingaheim- li ríkisins og Rauða kross húsinu. Þekking þeirra á staðfestum smitleiðum var góð. Þau vita að það er smithætta að deila spraut- um og sprautunálum. Einnig að kynmök karla og kvenna og milli karla skapar hættu á smiti ef smokkur er ekki notaður. En þau voru ekki alveg viss hvort munnm- ök væru smitandi, en þau em talin geta verið það. Það sem kemur síðan á óvart, er að það er tæplega einn af hveij- um fimm sem notar engar getnað- arvarnir. Af þeim unglingum sem nota getnaðarvarnir yfirleitt, em einungis 2/3 hlutar unglinganna sem nota smokkinn alltaf eða oft- ast við kynmök. Hér er greinilega lítil fylgni á milli þekkingar unglinganna á smitleiðum og þess að nýta sér þekkinguna í reynd. Kynlíf tengist sterkt tilfínningum og félagslegum aðstæðum. Það getur verið ein skýringin á þessum niðurstöðum. Um helmingnum finnst t.d. smokk- urinn spilla kynlífsánægjunni og tæplega 40% af unglingunum vom einnig alltaf eða oftast undir áhrif- um vímuefna við kynmök árið fyr- ir könnunina. Að vera undir áhrif- um vímuefna og nota ekki alltaf smokkinn er mikil áhætta varðandi smit. í þessari könnun kom einnig fram að 25% unglinganna höfðu smitast af kynsjúkdómum. Ef HlV-veiran kæmist í þeirra raðir gæti því hlutfall smits orðið hátt. Hér er greinilega pottur brotinn og breytinga þörf. Þessi könnun var gerð með ákveðinn markhóp í huga en það er vissulega mikilvægt að allir unglingar þekki vel til HlV-smits. Það er á þessum árum sem kynlíf fer að skipta unglinga máli og oft reyna þeir fyrir sér með því að sænga hjá fleiri en einum eða einni. Kynlíf á þessum aldri er eðlilegt og ber ekki merki um neina óábyrga hegðun. En í dag er mikil- vægara en nokkru sinni að allir stundi öruggt kynlíf. Það væri gott ef unglingarnir sjálfír undir góðri leiðsögn hefðu úrræði til að auka öryggi unglinga í kynlífi. Foreldrar gætu líka komið sterk- ar inn í myndina með aukið aðhald og samræður við sín börn um kyn- líf áður en þau verða kynþroska. Viðhorfsbreyting meðal unglinga í gegnum almenna kynfræðslu í skólunum gæti einnig komið hér að gagni. Gagnstætt því sem sum- ir halda, sýna rannsóknir að ýtar- leg og vel samhæfð kynfræðsla leiðir ekki til ótímabærrar kynlífs- hegðunar heldur ábyrgari kyn- hegðunar, færri þungana og sein- kun fyrstu samfara svo eitthvað sé nefnt. Unglingar geta verið smitaðir af HIV, en þeir eru oft ragir við að láta mótefnagreina sig. Ef það vefst fyrir þeim hvert þeir geta farið í blóðprufu, þá er t.d. hægt að fara á rannsóknarstofu Sjúkra- húss Reykjavíkur eða á göngudeild Landspítalans allan daginn þeim að kostnaðarlausu. Fyllstu þag- mælsku og nafnleyndar er gætt SKOÐUN og niðurstöður fást á nokkrum dögum. Einnig er hægt að fara á Göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Þverholti 18, og á heilsugæslu- stöðvar og til heimilislækna hvar sem er á landinu. Það er mikilvægt að láta mót- efnagreina sig, því ef unglingur reynist smitaður er hægt að bæta og lengja líf hans með lyfjagjöf. Auk þess er hægt að lækna eða halda niðri mörgum fylgikvillum sjúkdómsins. Smituðum einstakl- ingi ber einnig að gæta ýtrustu varkámi í kynmökum. En mörgum ungiingum getur þótt erfítt að taka þessa ákvörðun um mótefnagrein- ingu einir. Þá eru alltaf hægt að koma í viðtal til félagsráðgjafa HIV-smitaðra, smitsjúkdóma- lækna eða annarra, sem þekkja vel til slíkra mála og ræða málin. Hjálpað er til við að greiða úr til- finningunum og veita nauðsynlega aðstoð við erfiða ákvarðanatöku. Börn og unglingar verða fýrir sterkum áhrifum þegar þau upplifa HIV-smitun hjá einhveijum af sín- um nánustu. Fordómar frá um- hverfinu gera allri fjölskyldunni erfiðara fyrir. Sumir unglingar þurfa að stunda ömggara kynlíf en þeir gera. Ef unglingur hefur sterkan grun um smit er nauðsynlegt að hann / hún fari í mótefnagrein- ingu. Við þurfum öll að halda áfram að vinna að því að uppræta for- dóma og efla forvamir. Það þarf að bæta við og efla almenna kyn- fræðslu - þætti eins og aukin tjá- skipti um kynlíf, HlV-smitun og aukið umbyrðarlyndi gagnvart fjöl- breytileika kynhegðunar s.s. sam- kynhneigð. Leggjum öll okkar af mörkum - bömum og unglingum fram- tíðarinnar til framdráttar. Höfundur er félagsráðgjafí HTV-smitaðra, Sjúkrahúsi Reykjavikur. ^Dearfoams msbmiskóm velurþáaftur! Gullbrá Nógtúni • Jenny Eiöistorgi • Nettó Laugavegi • Nettó, Mjódd • Parísarbúöirnar Austurstræti • Saumalist Fákafeni • Utilíf Glæsibæ, • Draumaland Keflavík • Fataverslunin AnnEY Akureyri • K.Þ. ESAR Húsavík cfefur A L G J Ö R A afslöppun m EN AÐEINS ANNAÐ ÞEIRRA lítur veJ út í stofunni í verslun oJzJzar MörJzinni 4 fœrð Jjú fá JivíJd sem J>ú hefur Jeitab að arcál 74.730 \ AUÁKLÆÐI AVEB-Sií G N Mörkinni 4 * 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 XÆSOSnm Lane Við styðjum við bakið é þér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.