Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 66
66 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Milljónatap vegna
stóðhestadóma
á landsmóti
Tímasetningar landsmóta og fjórðungsmóta
hafa ávallt verið höfuðverkur fyrir hesta-
menn. Þar skarast hagsmunir og er þá helst
átt við stóðhestana og notkunartíma þeirra.
Valdimar Kristinsson komst að því að ef
aðeins er tekið tillit til stóðhestaeigenda og
ræktenda væri best að halda mótin ekki
miklu seinna en um miðjan maí.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
HESTAMENN eru alraennt sammála um að landsmóti án stóð-
hesta megi líkja við leiksýningu án aðalleikara. Hér fer einn af
ungu og efnilegu stóðhestunum, Markús frá Langholtsparti, sem
hugsanlega vinnur sér þátttökurétt á landsmótin í sumar. Knapi
er Sigurbjörn Bárðarson.
BIRNA Hauksdóttir í Skáney kom
með athyglisverða útreikninga á
samráðsfundi fagráðs hrossa-
ræktar nýlega þar sem hún áætl-
ar að tap hryssu- og stóðhestaeig-
enda sé um 145 milljónir króna
vegna frátafa stóðhestanna. Hún
bendir réttilega á að fyrra gang-
mál verði fyrir bí því hestarnir
komast ekki í girðingar fyrr en
eftir 12. júlí. Birna sagði að þarna
væri hún vissulega að leika sér
að tölum en hún teldi eigi að síð-
ur að þær væru ekki fjarri sanni.
50 hestar frá skyldustörfum
Hún gefur sér að hver hestur
af þeim sem fram koma á lands-
móti hafi 15 hryssur á húsi og 25
í fyrra gangmáli. Folatollinn
reiknar hún 15 þúsund krónur og
telur það ekki hátt verð. Hún
reiknar með að 50 hestar komi
fram á landsmótinu og því sé
beint tekjutap eigenda stóðhest-
anna 30 milljónir króna.
En Birna lætur ekki hér við
sitja og áætlar að 1.600 folöld
tapist vegna þessara frátafa stóð-
hestanna, miðar við 80% fyljunar-
prósentu að meðaltali. Helmingur
folaldanna telur hún að verði
hryssur og muni hver þeirra selj-
ast á 100 þúsund krónur enda
allt vel ættaðir gripir. Þar með
sé tapið komið í 80 milljónir
króna.
Af 800 hestfolöldum séu 5%
stóðhestsefni eða 40 folar sem
seljast að meðaltali á 500 þúsund
krónur eða 20 milljónir samanlagt
og þessa 760 geldinga sem eftir
eru verðleggur Birna á 20 þúsund
krónur hvern eða 15,2 milljónir
og alls gerir þetta 145 milljónir
króna. Birna sagðist í erindi sínu
gera sér fulla grein fyrir því að
á landsmótið komi um 6.000 út-
lendingar sem skilji eftir 480
milljónir króna en því miður þá
lendi þær ekki hjá hrossabændum
heldur ferðaskrifstofum, flugfé-
lögum og öðrum aðilum í þessum
geira.
Þarft innlegg í umræðuna
Það er skemmst frá því að segja
að erindið vakti mikla athygli á
fundinum þótt sitt sýndist hveij-
um um forsendurnar. Þó voru
menn almennt sammála um að
fyrri hlutinn, þ.e. 30 milljóna
króna beint tap, væri mjög nærri
sanni. Hins vegar voru skiptar
skoðanir um folaldaútreikninginn
og töldu margir að hryssurnar
færu einfaldlega undir aðra hesta
og lægi tapið þá kannski í því að
verið væri að nota eldri og líklega
lakari hesta á hryssurnar. Þótt
skiptar skoðanir væru um for-
sendurnar náði erindi Birnu fylli-
lega tilgangi smum, þ.e. að vekja
menn til umhugsunar um dag-
setningu landsmóta með tilliti til
stóðhestanna og nýtingar þeirra.
Stóðhestadómar í maí
Varpa má fram þeirri hugmynd
að tímabært sé að huga að breyttu
fyrirkomulagi dóma á stóðhest-
um. Mætti hugsa sér að allir stóð-
hestar eða flestir yrðu sýndir og
dæmdir á sérstakri sýningu í maí
ár hvert. Þeir hestar sem næðu
fyrirfram ákveðnum lágmarks-
einkunnum ynnu sér rétt til að
koma fram á fjórðungs- eða
landsmótum. Þar yrði einungis
um sýningu og kynningu að ræða
en ekki baráttu um einkunnabrot
og sæti. Með þessu væri tryggt
að stóðhestar hyrfu ekki af lands-
mótum en ekki þyrfti að leggja
eins mikið undir í þjálfun og því
hægt að tryggja a.m.k. 75% nýt-
ingu á stóðhestunum á þessum
tíma fyrir mótin.
Hvað þessari vorsýningu stóð-
hesta viðkæmi mætti ætla að hér
væri upplagt tækifæri til að gera
skemmtilega hluti í tengslum við
þessa dóma. Má þar nefna hesta-
markað, sýningu á vörum tengd-
um hestamennsku og skemmtanir
af ýmsu tagi. Altént má ætla að
30 milljóna króna tap vegna dóma
á stóðhestum á miðju sumri sé
of dýrt spaug svo að ekki sé nú
talað um hærri upphæðir.
Ágreiningur um gjald-
kerastöðuna hjá LH
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
SAMSTARF stjórnarmanna hjá LH hefur gengið vel þótt aðeins
hafi hrikt í á síðasta fundi stjórnar. Myndin er tekin af nýkjör-
inni sfjórn á Egilsstöðum þegar sameiningin var innsigluð á árs-
þingum hvorra tveggja samtakanna.
Hestar/Fólk
EKKI náðist samstaða innan
stjórnar Landsambands hesta-
mannafélaga um val á gjaldkera
fyrir samtökin. Á stjórnarfundi
nýlega kom til atkvæðagreiðslu
og vakti athygli að þar skiptust
menn í fylkingar, annarsvegar
gamla L.H. og hinsvegar Hesta-
íþróttasambands íslands. Þegar
mynduð var stjórn nýrra samtaka
varð samkomulag um að gamla
L.H. fengi fjóra menn og form-
annssætið en H.Í.S. þijá menn
og varaformannssætið.
Ýmsir töldu að inni í pakkanum
hefði verið gjaldkerastaða til
handa H.Í.S. og því kom sumum
stjórnarmanna sem koma frá
H.Í.S. spánskt fyrir sjónir þegar
formaðurinn Birgir Sigurjónsson
gerði að tillögu sinni að gjaldkeri
gamla L.H., Sigurgeir Bárðarson,
yrði gjaldkeri. Varaformaðurinn
Jón Albert Sigurbjörnsson stakk
þá upp á Sigrúnu Ólafsdóttur
fyrrum gjaldkera H.Í.S. Leikar
fóru þannig að Sigurgeir var kos-
inn með fjórum atkvæðum gegn
þremur.
Upphaf fylkingamyndunar?
Óttast margir sem rætt var við
vegna málsins að þessi uppákoma
geti boðað viðvarandi fylkinga-
, skipan innan samtakanna og að
j menn verði skilgreindir sem ann-
aðhvort L.H. menn eða H.Í.S.
menn. Aðspurður kvaðst formað-
urinn Birgir Siguijónsson ekki
óttast að svo færi. Hann bendir
á að boðin hafi verið ritarastaða
í samningaumleitunum um gjald-
| kerastöðuna en ekki náðst sátt
um málið og því ekki annað hægt
en greiða atkvæði um tvær upp-
ástungur. Aðspurður sagði hann
að til þessa hefðu stjómarmenn
forðast að tala um meirihluta og
minnihluta og vonaðist hann til
að svo yrði áfram. Ástæðu þess
að fjórir komu frá stjórn gamla
L.H. og þrír frá H.Í.S. sagði hann
vera þá að í aðalstjórn L.H. sátu
sjö_ manns en aðeins fimm í stjórn
H.Í.S. Auk þess hefði H.Í.S. feng-
ið meirihluta varastjórnarmanna.
Taldi Birgir mjög eðlilegt að stað-
ið skyldi að málum með þessum
hætti.
Sameiningarvinna
í góðum gír
Að öðru leyti hefur starf stjórn-
ar nýrra samtaka gengið vel fyrir
sig, sérstök laganefnd hefur skil-
að af sér hugmyndum um leið-
beiningar um það hvernig félög
samtakanna standi að lagabreyt-
ingum vegna sameiningar hesta-
mannafélaga og íþróttadeilda. Þá
hefur verið ákveðið að segja upp
öllu starfsfólki hvorra samtaka
um sig frá og með áramótum en
um er að ræða tvær og hálfa
stöðu. Sá tími sem til stefnu er
verður notaður til að ákveða
hvaða hæfileikum starfsmaður
eða -menn hinna nýju samtaka
þurfa að vera búnir og hversu
margir verða ráðnir.
Þá verða húsnæðismálin endur-
skoðuð og þykir líklegt að sam-
tökunum verði valinn staður í
íþróttamiðstöðinni í Laugardal en
einnig hafa komið fram hugmynd-
ir um að samtökin flyttu starfsemi
sína í reiðhöllina í Víðidal. Ókost-
urinn við síðartalda möguleikann
er sá að þá fæst ekki keypt sú
skrifstofuþjónusta sem boðið er
upp á bæði í Bændahöllinni og
eins í Laugardalnum.
Valdimar Kristinsson
■ KRISTINN Hugason hrossarækt-
arráðunautur hefur margsinnis látið
að því liggja tímabært sé orðið fyrir
hann að skipta um starfsvettvang.
Telur hann engum hollt að vera of
lengi í stöðu hrossaræktarráðunautar
eins og hann hefur gert um árabil.
■ STEFNIR hugur Kristins til þátt-
töku í stjómmálum og verður stefnan
þá væntanlega sett á hið háa Alþingi
ef leiðir háns eiga eftir að liggja í
pólitíkina.
■ HAFLIÐI Halldórsson verður ekki
á Fákssvæðinu í vetur heldur mun
hann stunda tamningar og þjálfun að
Langholti í Hraungerðishreppihjá
Ragnari Björgvinssyni.
■ HAFLIÐI sem er hvað þekktastur
fyrir sýningar á mæðgunum Sælu og
Nælu frá Bakkakoti verður með í
þjálfun tvær dætur Sælu og systur
Nælu.
■ SÆDIS, sú eldri, er á sjötta vetur
undan Hrafni frá Holtsmúla en sú
yngri, Særós, sem er á fímmta vetur,
er undan Orra frá Þúfu. Báðar eru
hryssurnar í eigu Arsæls Jónssonar
bónda í Bakkakoti. Hafliði hyggst
sem sagt mæta með systur á lands-
mótið næsta sumar.
■ SÆLA og Næla munu báðar fara
undir Safír frá Viðvík á vori kom-
anda og Hafliði hyggst kaupa hlut í
hestinum.
■ REYNIR Aðalsteinsson stendur í
stórræðum þessa dagana. Hann var
að ljúka við gerð 300 blaðsíðna bókar
í samvinnu við þýska konu, Gabrielu
Hamdel. Útgefandi er eitt stærsta
útgáfufyrirtæki Þýskalands,
Franckh-Kosmos. Áætlað er að bók-
in komi út í mars.
■ BÓK Reynis spannar yfir vítt svið.
Geymir fyrst og fremst kennsluefni
stutt reynslusögum og fjölda Ijós-
mynda. Franckh-Kosmos útgáfan
hefur þegar gefið út kennslumyndina
Reiðskóli Reynis í Þýskalandi, Aust-
urríki og Sviss og væntanleg er ný
mynd sem kemur út um svipað leyti
og bókin.
■ REYNIR verður við þjálfun hrossa
á höfuðborgarsvæðinu fyrri hluta
vetrar. Er hann með aðstöðu í hest-
húsi sínu að Heimsenda í Kópavogi.
Er þetta i fyrsta skipti í áratugi sem
Reynir verður langdvölum við þjálfun
á höfuðborgarsvæðinu. I mars fer
hann utan til Þýskaiands til kennslu
og verður þar út apríl en kemur þá
heim og hefur undirbúning að Sig-
mundarstöðum fyrir landsmótið.
■ SIGURBJÖRN Bárðarson þykir
líklegastur hestamanna til að komast
á blað í kjöri íþróttafréttamanna um
íþróttamann ársins. Árangur hans á
árinu er að venju frábær, hlaut 37
gullverðlaun, 13 silfur og 14 brons.
Þar á meðal eru tveir heimsmeistarat-
itlar.
■ HELGI Sigurðsson dýralæknir
mun um áramótin hætta störfum sem
sérfræðingur á Keldum og helga sig
alfarið hrossalækningum.
Mikið um holdhnjóska
HESTAMENN eru nú byijaðir að taka hross á hús og virðist sem tals-
vert sé um hnjóska í baki hrossa þrátt fyrir gott tíðarfar í haust. Framan
af hausti var vætusamt og taldi Helgi Sigurðsson dýralæknir að hnjóska-
myndunina mætti rekja til rigninganna í október enda væru hnjóskamir
utarlega í feldinum, yfirleitt orðnir vel lausir frá húð hrossanna. Ætla
má að margir hýsi hross um helgina þegar umhleypingar fara að láta á
sér kræla. Er þvi ástæða til að hvetja hestaeigendur til að fylgjast vel
með ástandi þeirra hrossa sem ekki eru tekin á hús að svo komnu máli.