Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 67
I
I
I
I
I
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÞÁTTTAKENDURNIR íslcnsku á Norðurlandamótinu í dansi.
HILMIR Jensson og Ragnheiður Eiríks-
dóttir dönsuðu nijög vel og unnu til
fjórðu verðlauna í flokki 12-13 ára en
þetta efnilega par er einungis búið að
dansa saman í 3 mánuði.
Dansað til verð-
launa í Noregi
__________DANS_____________
Rykkinhallen í Ósló
NORÐURLANDAMÓT
Norðurlandamótið í dansi fór fram í Ósló
sl. laugardag, 6. desember. Keppt var í 5
aldursflokkum, frá flokki 12-13 ára upp í
35 ára og eldri. Frá Islandi voru 6 pör
mætt til leiks; tvö pör í flokki 12-13 ára,
tvö í flokki 14-15 ára, eitt í 16-18 ára og
eitt par í flokki 35 ára og eldri.
í FLOKKUM 12-13 ára, 14-15 ára og
16-18 ára var keppt með 10 dansa fyrir-
komulagi, þ.e. að lagður er saman árangur
pars í suður-amerísku dönsunum og stand-
arddönsunum. Þetta fyrirkoniulag hefur
ekki reynst okkur Islendingum heppilegt á
undanförnum áraum, þar sem pörin okkar
hafa verið mjög sterk í annarri greininni, þá
yfirleitt í suður-amerísku dönsunum.
Mótherjar okkar hafa hins vegar verið jafn-
ari og oft unnið á því.
Islenzku pörin í flokki 12-13 ára stóðu sig
mjög vel í keppninni á laugardeginum og
komust bæði pörin í úrslit. Þar dönsuðu þau
enn betur en í undanrásunum og fór svo að
Guðni Kristinsson og Helga Dögg Helgadótt-
ir unnu til silfurverðlauna. Þegar nánar var
rýnt í úrslitin kom svo í ljós að þau voru hlut-
skörpust allra paranna í standarddönsunum.
Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir
dönsuðu einnig mjög vel og unnu til fjórðu
verðlauna, en þetta efnilega par er einungis
búið að dansa saman í 3 mánuði. I þessum
flokki voru það Danir sem tóku gullið.
í flokki 14-15 ára var keppnin mjög hörð
9g stóðu íslenzku pörin sig með stakri prýði.
Isak Halldórsson Nguyen og Halldóra Osk
Reynisdóttir unnu til silfurverðlauna með
glæsibrag. Þar kom einnig í ljós að þau
höfðu verið hlutskörpust í suður-amerísku
dönsunum. Snorri Engilbertsson og Dóris
Osk Guðjónsdóttir voru í fínu formi og unnu
til fjórðu verðlauna. Það voru svo Danir,
sem endranær, sem unnu gullið í þessum
flokki.
í flokki 16-18 ára kepptu Hinrik Bjarna-
son og Ragnhildur Þórúnn Óskarsdóttir og í
flokki 35 ára og eldri kepptu Björn Sveins-
son og Bergþóra Bergþórsdóttir. Stóðu bæði
pörins sem með mestu ágætum þó svo þau
kæmust ekki í úrslit.
Arangur íslenzku keppendanna var mjög
góður á þessu Norðurlandamóti og verður
gaman að fylgjast með íslenzku keppendun-
um á næsta Norðurlandamóti sem fram fer í
Stokkhólmi á næsta ári.
GUÐNI Kristinsson og Helga Dögg
Helgadóttir unnu til silfurverðlauna f
flokki 12-13 ára.
Kim og Cecil Ieggja dansskóna á hilluna
Hið heimsfræga danspar Kim og Cecil
Rygel voru með glæsilega danssýningu fyrir
úrslitaumferðina á Norðurlandamótinu. Kim
tilkynnti jafnframt að þau væru hætt að
dansa í keppnum og ætluðu að einbeita sér
að kennslu og hugsanlega sýningum. Eins
ljóstruðu þau því upp á þau ættu von á erf-
ingja, það er ekki ofsögum sagt að þakið ætl-
aði að rifna af Rykkinhallen við uppljóstrun
þessa. Eitt er þó vist að það verður mikil eft-
irsjá af þessu glæsilega danspari, þar sem
það hefur lagt keppnisskóna á hilluna.
Opna jóladanskeppnin
Á sunnudeginum var boðið uppá opna al-
þjóðlega danskeppni og tóku íslenzku pörin
þátt í henni. Keppnisformið í þeirri keppni
var með svolítið öðru formi heldur en í
keppninni á laugardeginum. Hér var keppt í
standarddönsunum sér og suður-amerísku
dönsunum sér. Keppt var í flokkum 12-15
ára, 16-18 ára, 19 ára og eldri og í flokki 35
ára og eldri. I flokki 12-15 ára komust öll
íslenzku pörin 4 í undanúrslit í standard-
dönsunum. Af þeim komust 2 í úrslit, en hin
tvö Snorri Engilbertsson og Dóris Ósk Guð-
jónsdóttir og Hilmir Jensson og Ragnheiður
SNORRI Engilbertsson og Dóris Ósk
Guðjónsdóttir voru í fínu formi og unnu
til fjórðu verðlauna í flokki 14-15 ára.
Eiríksdóttir voru svo 7. og 8. par inn í úrslit.
ísak Halldórsson Nguyen og Halldóra Ósk
Reynisdóttir unnu til 4. verðlauna og Guðni
Kristinsson og Helga Dögg Helgadóttir til
6. verðlauna. Það var par frá Litháen sem
sigraði í þessum flokki.
í suður-amerísku dönsunum áttum við 3
pör í úrslitum og 4. parið Hilmir Jensson og
Ragnheiður Eiríksdóttir voru næsta par inn
í úrslitin. En það var íslenzkt par sem fór
með sigur af hólmi í þessum flokki; þau ísak
Halldórsson Nguyen og Halldóra Ósk
Reynisdóttir. Þau dönsuðu einstaklega vel á
sunnudeginum og voru svo sannarlega vel
að sigrinum komin. Til bronzverðlauna unnu
Snorri Engilbertsson og Dóris Ósk Guð-
jónsdóttir, sem einnig dönsuðu ákaflega vel.
Guðni Kristinsson og Helga Dögg Helga-
dóttir komu sjálfum sér mjög á óvart með
að komast inn í úrslitin í þessum flokki, en
þau unnu mjög verðskuldað til 5. verðlauna.
Hinrik Bjarnason og Ragnhildur Þórunn
Óskarsdóttir dönsuðu mun betur á sunnu-
deginum og komust í undanúrlsit í suður-
amerískum dönsum í flokki 16 ára og eldri
og Björn Sveinsson og Bergþóra Bergþórs-
dóttir unnu til 6. verðlauna í flokki 35 ára og
eldri.
Það verður ekki annað sagt en að árangur
íslenzku keppendanna hafi vakið athygli í
Ósló og ekki að ástæðulausu. Þessir glæsi-
legu íþróttamenn stóðu sig líka með stakri
prýði og voru landi og þjóð til mikils sóma.
Dómarar kepjmanna voru 9 samtals, en
ávallt voru 7 dómarar á gólfinu en þeir voru:
Biruta Baumane (Litháen), Carola Tuokko
(Finnlandi), Elo Pedersen (Danmörku),
Frank Knief (Þýzkalandi), Gunnar Lilja
(Svíþjóð), Johan Fr. Eftedal (BNA) Michael
Stylianos (Englandi), Reymond Myhrengen
(Noregi) og Sigurður Hákonarson (Islandi).
Stjórnarfundur Norræna
dansíþróttasambandsins
Aðalfundir stjórnar Norræna dansí-
þróttasambandsins NFS, hafa verið haldnir
daginn fyrir Norðurlandamót, ár hvert. Að
þessu sinni lá fyrir dagskrá um venjuleg að-
alfundarstörf. Fljótlega bar þó á því í um-
ræðum um skýrslu formanns að stutt var í
ágreining af hálfu fulltrúum Dana á fundin-
um, sem voru tveir. Aðeins einn fulltrúi sat
fundinn fyrir hönd Noregs og Svíþjóðar og
fóru þeir með þrjú atkvæði hvor. Fyrir hönd
Islands og Finnlands sátu þrír lögmætir
fulltrúar.
Danir hófu fundinn á að gagnrýna finnska
sambandið harðlega, vegna tilnefninga um
dómara á opin alþjóðleg dansmót sem hald-
in hafa verið í Finnlandi. Samkvæmt sam-
þykktum Alþjóða dansíþróttasambandsins
IDSF, sem Norræna dansíþróttasambandið
er aðili að, ber að senda beiðni um dómara í
hverju landi til danssambandanna en ekki til
dómaranna persónulega eða þeirra sérsam-
bands.
Formaður fínnska sambandsins gerði
grein fyrir ástæðum þessa og lauk umræð-
um með sáttum og loforðum um breytingu á
þessu fyrirkomulagi. Dansíþróttasamband
Islands var gagnrýnt fyrir sams konar mál
fyrir einu ári, en allt síðastliðið ár hefur ver-
ið farið eftir reglum þessum.
Þá var tekin fyrir tillaga sænska dans-
sambandsins um að hefja keppni í rokki og
boogie woogie, jafnhliða Norðurlandamót-
unum. Sú tillaga hefur verið til umræðu á
tveim undanfórnum fundum en ekki hlotið
samþykki. Viðbrögð dönsku fulltrúanna við
Vþessari tillögu og umræðum urðu mjög
hörð. Þeir gerðu grein fyrir því að danska
sambandið mundi endurskoða þátttöku
sinna félaga á keppnum Non-æna dansí-
þróttasambandsins og töldu fram þau rök að
þátttaka þeirra á þessum keppnum væri
sambandinu of dýr, miðað við þá samkeppni
sem þeir fengju á mótunum. En Danir hafa
ávallt mætt með sitt sterkasta lið og til að
mynda unnu þeir öll gullverðlaunin á mótinu
nú í Ósló, nema ein. Það er ljóst að ef Danir
slíta sig út úr Norðurlandamótinu í dansi,
verður mjög erfítt fyrir hin löndin sem eftir
sitja að halda þessa keppni. Umræðum
þessum lauk með ákvörðun um að halda
stjórnarfund NFS, í maí á næsta ári að
loknum aðalfundi danska sambandsins og
þá verður tekin ákvörðun um framtíð næstu
keppna NFS. Aðalfundur Alþjóðadansí-
þróttasambandsins IDSF verður síðan hald-
inn 14. júní 1998, og á NFS einn fulltrúa á
þeim fundi, núverandi fulltrúi er danskur.
Jóhann Gunnar Arnarssón