Morgunblaðið - 12.12.1997, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 12.12.1997, Qupperneq 72
72 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Á MYNDINNI eru: Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður félags ís- Ienskra háskólakvenna, Birna Bjamadóttir, Herdís Heiðdal, móð- ir Ingibjargar, og Sveinn Víkingur Ámason, eiginmaður Lilju. Styrkveitingar Félags íslenskra háskólakvenna FÉLAG íslenskra háskólakvenna hefur veitt árlega einn styrk til konu á lokastigi framhaldsnáms. I ár veitti félagið þijá slíka styrki að upphæð 100.000 kr. til hvers styrkþega. Styrkirnir vom veittir 10. októ- ber sl. í Norræna húsinu á fyrsta fundi félagsins í haust en þar lék Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld og píanóleikari, verk eftir sjálfan sig. Styrkþegar stunda nám á sviði bólkmennta, raunvísinda og lækn- isfræði. Bima Bjarnadóttir stundar doktorsnám í íslenskum bók- menntum við Háskóla íslands. Doktorsritgerðin snýst um tóm- hyggju í samhengi bókmennta, trúar og heimspeki og hvemig textar Guðbergs Bergssonar sýna hlutdeild í þeirri samræðu með því að bregðast við raunvemleika guðleysis. Ingibjörg Magnúsdóttir stundar framhaldsnám til MS-gráðu við HÍ í kennilegri eðlisfræði hálfleið- ara og mun leggja áherslu á mjög smátt mótaða hálfleiðara, svokall- aða skammtímavíra eða skamm- tímapunkta, sem em grunneining- ar tölvukubba framtíðarinnar. Hún tekur nú 3 námskeið við Éc- ole Normale Superieure í París. Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir er í framhaldsnámi í faraldsfræði til doktorsgráðu við Erasmus há- skólann í Rotterdam. Verkefni hennar er sérstaklega afmarkað við kransæðasjúkdóma í konum. Ný samtök Skagafjarðar listans stofnuð NÚ um nokkurt skeið hafa farið fram viðræður um hvernig best verði staðið að framboðsmálum til nýrrar sveitarstjórnar í sameinuðu sveitar- félagi í Skagafirði, segir í fréttatil- kynningu frá samráðshópi um Skagafj arðarlistans. Þar segir einnig: „Einstaklingar úr Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki, Kvennalista og Þjóðvaka ásamt óflokksbundnu fólki víða úr Skaga- firði hafa hist á undanförnum vikum og rætt leiðir til að mæta þessum breyttu aðstæðum. Mikilvægt er að í hinu nýja sveitarfélagi verði félags- legt réttlæti haft að leiðarljósi og að tekið verði tillit til allra íbúa hins nýja sveitarfélags við stefnumótun. Því hefur verið ákveðið að stofna samtök Skagafjarðarlistans, sem bjóða mun fram til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi í Skagafirði. Við teljum að móta verði heild- stæða stefnu í fjölmörgum mála- flokkum þar sem áhersla verði lögð á þátttöku sem flestra íbúa sveitar- félagsins. Við viljum auka áhrif fólks með valddreifingu og virku upplýs- ingastreymi. Að ákvarðanir verði teknar á faglegum grunni með hags- muni heildarinnar að leiðarljósi. Þar fari saman ábyrgð og festa en jafn- framt áræði til nýrrar sóknar. Samtökin munu byggja starf sitt á hugsjónum um réttlát samfélag þar sem jöfnuður, jafnrétti og virkt lýðræði verður í fyrirrúmi. Samtökin verða óháð landspólitískum flokkum og félögum. Ákveðið hefur verið að stofnfund- ur þessra samtaka fari fram í janúar á næsta ári.“ Úrval af velúrfatnaði, nátt- og nærfatnaði Kvenbuxur frá kx. 2.990 einnig peysur og fleira 'lœsimewjcm Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. N*gbík 'astæð; VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir fyrir gott jólahlaðborð MIG langar til að koma á framfæri þakklæti til Veit- ingastaðarins Glæsibæjar fyrir glæsilegt jólahlað- borð. Það eina sem hægt var að setja út á þetta var að það voru of margar teg- undir. Þetta var framúr- skarandi góður matur, góð þjónusta og hef ég sjaldan borðað eins mikið á ævinni. Sá sem stendur fyrir þessu á hrós skilið. Sem sagt, kærar þakkir fyrir. Valdimar. Augun þín blá VIÐ sáum sýningu Borg- arleikhússins sem færir upp á stóra sviði sínu nú í desember samantekt tón- listar með söngvum og textum bræðranna Jónas- ar og Jóns Múla Árnasona sem frá þeim hefír komið gegnum tíðina. Lista- mennirnir sem sungu, léku og dönsuðu eru Andrea Gylfadóttir, sem hér birtist okkur óvænt sem klassísk söngkona, Bergþór Páls- son, okkar snjalli söngvari, sem líka leikur hér einstak- lega vel, með þeim Jó- hanna Jónas, Kjartan Guð- jónsson, Selma Bjömsdótt- ir, Theodór Júlíusson og Víðir Stefánsson. Hljóm- sveitina skipa Kjartan Valdimarsson, Gunnlaug- ur Briem, Sigurður Flosa- son og Þórður Högnason. Sýning þessi er hið mesta þarfaverk og er hin ágætasta skemmtun. Ekki aðeins var tónlistin ein- staklega falleg heldur og vel leikin, og aðallega heill- uðu flytjendur áheyrendur með góðum söng, dansi, tali og einstaklega skemmtilegum atriðum sem flutt voru í kringum söngvana um íslenzkan tíma höfundanna. Ljóðasöngur þessi á svona fagurri íslenzku heyrir algjörlega til undan- tekningar, því flutningur- inn var aliur gjörr af hinni mestu kunnáttu í framsögn og söng málhljóða. Slíkir íslenzkir ljóðatónleikar með fágaðri glettni minna mest á gömlu revíurnar, Bláu stjörnuna og gamla daga, nema hér er þetta flutt í nútímanum - af snjöllum listamönnum - og er saga um okkur sjálf. Flytjendunum ber að þakka fyrir afburða góða sýningu sem gestir sýndu að náði vel til þeirra, beint í æð. Óskandi væri að slík- ar uppfærslur yrðu fleiri. 150726-2209. Óperuflutningur á Rás 1 VEGNA fyrirspumar Kristínar um óperuflutning á Rás 1: Óperuflutningur á Rás 1 á laugardagskvöldum helgast af því að oft er um beinar útsendingar að ræða frá erlendum óperu- húsum og þá ráðum við ekki tímasetningu hljóm- leikanna. Óperuunnendur hafa fagnað þessu dag- skrárefni en óperurnar geta samt átt heima á öðr- um tíma í dagskránni, ef þær eru teknar upp og fluttar síðar. Þessi mál eru nú til endurskoðunar. Við vitum að flöldi fólks kýs létta og alþýðlega dagskrá í Útvarpinu á laugardags- kvöldum. Á Rás 1 eiga „gömlu, góðu gildin" sinn samastað og dans- og dægurlög frá fyrri tíð eru svo sannarlega hluti af góðri laugardagshefð í Útvarpinu. Undir það skal tekið með Kristínu. Með kveðju. Markús Om Antonsson framkvæmdastjóri. Tapað/fundiö Kvengullúr týndist KVENGULLÚR týndist sl. sunnudag í Holtagörðum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 554 5254. Húslyklar í óskilum TVEIR húslyklar fundust á Miklatúni sl. sunnudag. Uppl. í síma 562 2885. Dýrahald Köttur týndur í Mosfellssveit SVARTUR og hvítur gelt- ur fress á fjórða ári týnd- ist frá Sveinsstöðum við Úlfarsfell í Mosfellssveit. Kötturinn er haltur á aft- urfæti. Þeir sem hafa orðið varir við hann hafi sam- band við Viktor í síma 854 4111. Svartur fress týndist frá Langholtsvegi STÓR, svartur fress með hvítt á löppunum, hvíta bringu og hvítan kvið og hvítt á snoppu hvarf frá Langholtsvegi 3. desem- ber. Hann er eymamerkt- ur. Hans er sárt saknað. Uppl. í síma 568 1523. Júlíus Máni er týndur JÚLÍUS Máni er fress, fæddur í júní, bröndóttur og ómerktur. Júlíus fór að heiman frá Suðurgötu 4 14. nóvember. Þeir sem hafa orðið hans varir vin- samlega hafið samband í síma 562 2762 eða 899 3370. SKAK IJmsjón Margcir Pétursson Staðan kom upp á alþjóð- legu skákmóti í La Plata í Argentínu í haust. Stór- meistarinn Oscar Panno (2.450) hafði hvítt og átti leik gegn Hector Rossetto (2.285), sem einnig ber stór- meistaranafnbót. 38. Bxb6 - Dxb6 39. Hxd5! (Hvíta fléttan er möguleg vegna þess að bæði svörtu peðin sem valda riddarann eru leppar) 39. - exd5 40. Dxc8 - Hxe5 41. Dxc6 - Dd8 42. Dxa6 - Dg5 43. Hc8 og svartur gafst upp. Bent Larsen vann góðan sigur á mótinu, hlaut 6‘A vinning af 9 mögulegum. Argentínumennirnir Panno og Zamicki og Rússinn So- rokin komu næstir með 6 v. Heimsmeistaramótið í Hollandi: Seinni skákin í annarri umferð er tefld í dag. HVÍTUR leikur og vinnur Víkveiji skrifar... SÚ GLEÐILEGA þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að stjórnmálaflokkarnir hafa opnað fundi sína fyrir ijölmiðlum. Þannig er tryggt, að þjóðin fái fréttir af vettvangi stjórnmálanna. Meira að segja Kvennalistinn, sem gjarn hef- ur verið á að læðupokast með sín mál, hafði landsfund sinn í haust galopinn. Því skaut það nokkuð skökku við á dögunum, að formanna- og flokksráðsfundur Sjálfstæðis- flokksins var að stórum hluta lokað- ur fjölmiðlum. M.a. var fundinum lokað þegar rætt var um fiskveiði- stefnuna. Blaðamönnum var aðeins leyft að hlýða á ræðu formanns flokksins og formanna einstakra sambanda. Það vakti athygli að formaður SUS skammaði fjölmiðlana fyrir að fjalla nær eingöngu um hvað vinstri menn væru að bardúsa en lítið um starf innan Sjálfstæðisflokksins. Skömmu síðar voru fjölmiðlamenn beðnir að yfirgefa salinn! Ráðherrar flokksins ætluðu að sitja fyrir svör- um og fundinum var lokað að nýju. xxx ELDRI kona hafði samband við skrifara og sagðist hafa hrokkið illilega við er hún fékk upplýsingar um kostnað vegna sím- tala nýlega. Hún sagðist hringja talsvert til útlanda, meðal annars til barna sinna sem búa erlendis. Hún hefði tekið það sem gott og gilt er frá því var greint í fréttum í haust að símgjöld til útlanda myndu lækka. Hún hefði ekki áttað sig á að þetta væri misjafnt eftir löndum og m.a. hefði hún komist að því að símtöl tii ríkja í Suður- og Mið- Ameríku hefðu alls ekki lækkað. Hún sagði þetta hafa verið mjög bagalegt í sínu tilviki og eflaust hefðu fleiri tekið það sem gott og gilt að þessi kostnaður myndi lækka. Sagðist konan velta því fyrir sér hvort Póstur og sími hf. gæti ekki dreift upplýsingum um verð fyrir símgjöld til einstakra staða og hvar orðið hefðu breytingar. Breyting- arnar síðastliðið haust hefðu væg- ast sagt verið mjög ruglingslegar fyrir venjulegt fólk. xxx ÍKVERJI er einn af þeim fjöl- mörgu sem lagt hafa leið sína á veitingahús nú í byijun desember til að njóta glæsilegra jólahlað- borða. Að þessu sinni varð Hótel Borg fyrir valinu enda hefur veit- ingastaður hótelsins þótt bjóða upp á ágæt hlaðborð undanfarin ár. Panta þurfti borð með góðum fyrir- vara og um síðustu helgi rann stóra stundin upp. En hátíðlegt yfirbragð kvöldsins dvínaði fljótt þegar í ljós kom að ótrúlega mikill mannfjöldi var þar saman kominn. Strax og borðhaldið hófst um kl. 19.00 mynduðust lang- ar biðraðir og örtröð við hlaðborðin. Langur tími fór í að sækja forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Fyrr en varði kom þjónn að borðinu og mæltist til þess að staðið yrði upp frá borð- um, enda þurfti að undirbúa borð- haldið fyrir þá gesti sem voru vænt- anlegir kl. 21.00. Víkveiji og samferðamenn hans urðu fyrir töluverðum vonbrigðum með borðhaldið þetta kvöld þótt maturinn hafi bragðast ágætlega. Það getur vart talist viðunandi að fólk þurfi að eyða löngum tíma í biðröðum á jafn virðulegum veit- ingastað sem krefur hvern gest um 3.300 krónur fyrir jólahlaðborð. Lætur nærri að reikningur fyrir hjón eftir þessa stuttu stund hafí hljóðað .upp á um 10 þúsund kr. að öllu meðtöldu. Víkveiji er ákveð- inn í því að fara annað á næsta ári þar sem mögulegt er að njóta mat- arins betur í ró og næði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.