Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hitamet slegið á Austurlandi þegar hiti mældist 18,2 stig á Skjaldþingsstöðum á sunnudag Vatnavextir og ókyrrð í lofti hamla samgöngum , Morgunblaöið/Ámi Sæberg FLUGVELAR Flugfélags íslands voru inni í flugskýli í gær en þeim var ekki flogið vegna ókyrrðar í loftt. HLYINDI hafa staðið um allt land síðustu daga, sjaldgæf en ekki ein- stök að sögn Unnar Ólafsdóttur veðurfræðings hjá Veðurstofu Is- lands. Hún sagði suðaustlægar átt- ir ríkja áfram, heldur hægari þó, og að veður færi heldur kólnandi þegar liði á vikuna. Unnur sagði hlýindakafla sem þessa sjaldgæfa en ekki einstaka, þeir kæmu stöku sinnum að vetrar- lagi. Opinbert hitamet var þó sleg- ið í Vopnafirði á sunnudag þar sem mældist 18,2 stiga hiti á Skjald- þingsstöðum. Árið 1988 mældist 18 stiga hiti á Seyðisfirði sem er einn mesti hiti í desember. í Reykjavík mældist mest 10 stiga hiti í gær og víða á Austurlandi hefur verið 12-14 eða jafnvel 16 stiga hiti síð- ustu daga. Unnur sagði hæð austan við landið og lægð vestan við valda þessum hlýindum og suðlægum vindum sem kæmu lengst sunnan úr höfum. Hún sagði suðaustlægar Kólnar og kyrrist í veðri þegar líður á vikuna áttir ríkja næstu daga, úrkoman færi minnkandi og hitinn myndi einnig lækka og jafnvel gæti orðið frost í vikulokin. Skriður á vegi Skriður féllu á vegi á nokkrum stöðum á Austfjörðum og Vest- fjörðum í hlýindum og vatnagangi um helgina. Þegar frost fór úr fjallshlíðum í skyndilegri þíðunni undanfama daga losnaði um aur og grjót og sigu skriður niður á vegi. Hvergi mun hafa orðið alvarlegt tjón né heldur verulegar tafir. Á Austurlandi féllu gi-jótskriður á þjóðveginn í Þvottár- og Hval- nesskriðum, svo og lítils háttar í Kambanesskriðum. Páll Elísson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, sagði að umferð hefði lítið truflast þar sem skriðumar hefðu fallið aðfaranætur sunnu- dags og mánudags og fljótlegt hefði verið að ryðja grjótinu burt. Ekki sagði hann að teljandi skemmdir hefðu orðið á vegunum. Páll sagði að í bh'ðunni undanfar- ið hefðu starfsmenn Vegagerðar- innar unnið dæmigerð vorverk, m.a. farið yfir stikur, lagfært þær og sett upp nýjar þar sem vantaði. Þægilegt væri að vinna slík verk í 14-15 stiga hita. Snjólaust á fjallvegum vestra Guðmundur R. Kristjánsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á ísafirði, sagði ekkert tjón hafa orðið í ísafjarðardjúpi, mnnið hefði yfir veg á nokkmm stöðum í ísafirði en skriðurnar verið fólksbílafærar. Sagði hann heiðar færar og snjó- lausar. Eiður B. Thoroddsen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum, tók í sama streng og einu vandamálin á svæði hans vom smáskriða við Eyri í Kollafirði. Hann sagði mikið vatns- veður hafa verið og að hvergi væri nú svell á fjallvegum. „Það vorar snemma í ár,“ sagði Eiður en taldi hugsanlegt að þar sem enn væri frost í fjallshlíðum gætu skriður eitthvað hlaupið af stað ef mikið rigndi áfram en nokkuð stíf rigning var víða um Vestfirðina í gær. Flugumferð innanlands gekk heldur stirðlega í gær og fyrradag enda hafði Veðurstofan uppi viðvar- anir vegna ókyrrðar yfir landinu og ísingar yfir suðvesturhomi lands- ins. Lítils háttar traflun varð á millilandaflugi Flugleiða frá Kefla- vík. Beina varð þotu frá Hamborg og Kaupmannahöfn sem átti að lendá kl. 13 til Glasgow og var hún ekki væntanleg fyrr en um klukkan 18. Urðu við það nokkrar tafir á vél- um til Ameríku síðdegis í gær. Morgunblaðið/Kristján Sjávarútvegssýningar í Laugardalshöll Borgarráð velur á milli umsækjenda BÆKUR, sérblað Morgun- blaðsins um bækur og bók- menntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er grein um gróskuna í íslenskri skáld- sagnagerð, útgáfufélag ungra skálda og hugleiðing um framlag Sigurðar Nordals til menningarinnar. Glitský vakti athygli GLITSKÝ vakti athygli Akureyr- inga á sunnudagsmorgun. Að sögn Magnúsar Jónssonar veður- stofustjóra sjást glitský einkum á Norður- og Austurlandi í sterkri suð- eða vestlægri átt. Þegar hvass vindur streymir norður eða austur yfir landið verður til bylgjuhreyfing en við ákveðnar aðstæður geta þessar bylgjur náð mun hærra en veðrahvolf okkar, sem er 10 kíló- metrar, eða upp í 20-30 kíló- metra hæð. Sjaldgæft er að raki berist í einhveiju magni svo hátt upp, en það getur gerst við þess- ar aðstæður. Þegar hann þéttíst í þetta mikilli hæð, f 70 til 80 gráða frosti myndar hann örffna fskristalla. Litimir í skýinu verða sýnilegir þegar sólin er nyög lágt á lofti, jafnvel komin undir sjóndeildarhring en þá verður ljósbrot í fskristöllunum. STJÓRN íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur vísaði umsóknum beggja fyrirtækja, sem sótt hafa um að halda sjávarútvegssýningar í Laugardalshöll dagana 1.-4. sept> ember 1999, til borgarráðs í gær og má búast við því að málið verði tekið fyrir í borgarráði næstkomandi þriðjudag. Steinunn V. Óskarsdóttir, formað- ur ÍTR, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær hafa ráðgast við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra um málið í gærmorgun fyrir fundinn. Niðurstaða þeirra hefði ver- ið sú að þessi ákvörðun yrði tekin á vettvangi borgarráðs. „Það era geysilega skiptar skoðanir um þetta mál innan ÍTR og það má vafalaust búast við því að svo verði einnig í borgarráði.“ Að sögn Steinunnar bárast bréf frá forsvarsmönnum beggja sýninga- fyrirtækja sem bæði gengu út á að höggvið verði sem fyrst á þann hnút, sem myndast hefur um sýninga- haldið. Bréf borist frá Sýningum ehf. Bréf barst frá Sýningum ehf. og annað frá Samtökum iðnaðarins sem saman ætla að standa að sjávarút- vegssýningunni FishTech ‘99 ásamt breska sjávarútvegstímaritinu Fish- ing News International. Áttatíu stuðningsfyrirtæki Nexus Media, sem staðið hefur að íslensku sjávar- útvegssýningunni á þriggja ára fresti frá árinu 1984, fóra sömuleiðis fram á það í bréfi til ÍTR í gær að Laugardalshöllin yrði þeirra dagana 1.-4. september 1999. Lokuð meðferð- ardeild byggð í Skagafirði HÉRAÐSNEFND Skagfirð- inga hefur ákveðið að byggja húsnæði fyrir unglingaheimili í Garðhúsum skammt frá Varmahlíð. Jafnfi-amt hefur verið frá því gengið að Bama- verndarstofa taki húsnæðið á leigu og reki þar lokaða með- ferðai-deild. Barnavemdarstofa og for- verar hennar hafa lengi rekið unglingaheimili í Skagafirði, nú síðast á Bakkaflöt í Lýtings- staðahreppi. Bragi Guðbrands- son forstjóri Barnavemdar- stofu segir að stofnunin sjái fram á að missa það húsnæði í sumar og því hafi þurft að finna nýjan stað fyrir heimilið. Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, segir að Skagfirð- ingar hafi staðið frammi fyrir því að missa úr héraði þau störf sem fylgja rekstri unglinga- heimilisins og því hafi héraðs- nefnd ákveðið að taka að sér að byggja yfir það nýtt húsnæði. Bragi segir að ætlunin sé að reka lokaða meðferðardeild í Garðhúsum. Þörfin fyrir þannig heimili fari vaxandi vegna hækkunar á sjálfræðisaldri úr 16 í 18 ár. Á heimilinu verði því einkum unglingar sem bama- verndarnefndir úrskurði til vistunar gegn þeirra vilja, sennilega mest unglingar 16 og 17 ára. Unnt verður að vista allt að sex einstaklinga í einu á heimilinu. Mikilvæg störf Tíu stöðugildi era á ung- lingaheimilinu á Bakkaflöt en Bragi telur að þöif sé á fjölgun. Snorri Bjöm segir að sérfræði- störf skapist í kringum rekstur meðferðarheimilis eins og hér um ræðir og þau séu mikilvæg fyrfr byggðarlagið. Hann gerir sér einnig vonir um að Félags- málastofnun Sauðárkróks geti tekið að sér einstaka þætti þjónustunnar. Þannig yrði hægt að fjölga störfum á stofn- uninni og auka þjónustu hennar við almenning. Unglingaheimilið tekur til starfa í Garðhúsum í haust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.